Tíminn - 09.01.1986, Side 5
Fimmtudagur 9. janúar 1986
íllllllllllllll! ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllll
Tíminn 5
Líbýustjórn líkir
viðskiptabanni við
stríðsyfirlýsingu
Tripoli-Washinglon-Reuler:
■ Líbýumenn segja ákvörðun
Reagans Bandaríkjaforseta um við-
skiptabann á Líbýu, sem hann skýrði
frá í fyrrakvöld. og hvatning hans til
annarra ríkja um að fylgja fordæmi
Bandaríkjamanna samsvari stríðs-
yfirlýsingu.
Ríkisútvarpið í Líbýu ásakaði
bandaríska forsetann í gær um villi-
mennsku í viðskiptum sínum við
Líbýu. Líbýumenn muni ekki beygja
sig undir vilja Bandaríkjamanna
hverjar svo sem afleiðingarnar kunni
að verða.
Útvarpið bendir á að fyrri tilraunir
Reagans til að knésetja Líbýumenn
hafi mistekist. Hann hafi þess vegna
gripið til þess ráðs að lýsa yfir stríði á
hendur Líbýu.
Ekkert bendir til þess að banda-
menn Bandaríkjamanna í Evrópu
muni almennt verða við áskorun
Reagans um að hætta viðskiptum við
Frá Kínatil Víetnams:
Milljón sprengjur
sendar á einu ári?
Bangkok-Reuter
■ Samkvæmt víetnamska ríkisút-
varpinu í Hanoi sendu Kínverjar um
eina milljón sprengjur yfir landa-
mæri ríkjanna á seinasta ári.
Að sögn útvarpsins létust samtals
nær hundrað menn og rúmlega 160
slösuðust í þessum sprengjuárásum
Kínverja. Útvarpið segir að einnig
hafi um fimm hundruð hús skemmst
í þessum árásum í héruðunum Ha
Tuyen og Cao Bang í Norður-Víet-
nam.
Kínverjar og Víetnamar hafa nær
daglega skipst á skotum frá því 1979
að Kínverjar réðust yfir landamærin
í kjölfar innrásar Víetnama í Kamb-
ódíu.
Kreppt að breskum
og þýskum bændum
Brussel-Reuter
■ Tekjur bænda í Bretlandi og
Vestur-Pýskalandi lækkuðu umtals-
vert á seinasta ári vegna slæms
veðurfars, sem leiddi til lélegrar upp-
skeru, og aðhaldsaðgerða stjórn-
valda.
Samkvæmt Eurostat, hagstofu
Efnahagsbandalags Evrópu, lækk-
uðu tekjur í landbúnaði um 17,5% í
Bretlandi og um 15% í Vestur-
Þýskalandi árið 1985 frá því árið
áður.
Þetta er mun meiri tekjulækkun
en í öðrum ríkjum Efnahagsbanda-
lagsins þar sem meðaltekjulækkun
bænda á seinasta ári var um átta
prósent. Munurinn stafar fyrst og
fremst af meiri niðurskurði stjórn-
valda á aðstoð við bændur í Bret-
landi og Vestur-Þýskalandi en í öðr-
um ríkjum EBE.
Bændur í bandalagsríkjunum eru
samtals um átta milljónir. Kjör
þeirra versnuðu alls staðar í fyrra
nema í Danmörk, þar sem tekjur
þeirra jukust um 1,5% og á Ítalíu þar
sem þær jukust um 3,2%.
Tölur Eurostat ná ekki yfir bænd-
ur í Grikklandi né í Portúgal og á
Spáni sem gengu í bandalagið um
síðustu áramót.
Vélbyssuvarnir á
flugvöllum Breta?
London-Reuter
■ Talsmaður bresku lögreglunnar
segir að lögregluyfirvöld hafi nú til
athugunar að láta hermenn vopnaða
vélbyssum standa vörð við afgreiðslu
alþjóðaflugs á Heathrowflugvelli í
London.
Breska blaðið Daily Mirror hélt
því fram í gær að nú þegar hefði ver-
ið ákveðið að foringjar úr Dll úr-
valssveit breska hersins myndu
standa vörð á Heathrow sem er fjöl-
farnasti flugvöllur veraldar. Þetta
hefði verið ákveðið vegna ótta við
nýjar árásir hryðjuverkamanna svip-
aða þeim sem gerðar voru á flugvöll-
um í Róm og í Vín í seinasta mánuði
þar sem nítján menn létu lífið.
En flugmálaráðherra Breta, Mic-
hael Spicer, segir stjórnvöld mjög
hikandi við að láta vopnaða menn
standa vörð á flugvellinum.
Líbýu. Ríki araba og samtök mú-
hameðstrúarríkja hafa lýst yfir
stuðningi við Líbýumenn og gegn
„hótunum heimsvaldasinna og síon-
ista“ og bæði Sovétmenn og Kínverj-
ar hafa fordæmt viðskiptabann
Bandaríkjamanna í Líbýu.
Það er því talið ólíklegt að við-
skiptabann Bandaríkjamanna muni
hafa mikil áhrif á Líbýumenn þar
sem viðskipti þeirra við Bandaríkin
eru hverfandi. Útflutningur Líbý-
umanna til Bandaríkjanna nam 5,3
núlljörðum dollara árið 1981. Eneft-
ir að Bandaríkjastjórn bannaði olíu-
innflutning frá Líbýu minnkaði út-
flutningur þeirra til Bandaríkjanna
niður f aðeins 36,5 milljónir dollara á
fyrstu tíu mánuðum seinasta árs. Á
þessum sama tíma hefur innflutning-
ur Líbýumanna frá Bandaríkjunum
minnkað úr 813 milljónum dollara
niður í 260 milljónir dollara fyrstu
tíu mánuði ársins 1985.
H Eftir að Gaddafí fann út að hann yrði að fofdxma hryðjuverkin á fíug-
völlunum í Róm og Vín hafa ríki araba og múhameðstrúarmanna lýst því
yfir hvert á fætur öðru að þau styðji Líbýumenn gegn hótunum Banda-
ríkjanna.
V-þýskum atvinnu-
leysingjum fjölgar
Nuremberg-Reuter
■ Atvinnuleysingjum fjölgaði mik-
ið í Vestur-Þýskalandi í seinasta
mánuði og eru þeir nú orðnir jafn-
UTLOND
Umsjón: Ragnar
Baldursson
margir og í desember fyrir tveimur
árum sem var met.
Samkvæmt opinberum tölum voru
atvinnuleysingjar í lok desember
2,35 milljónir sem er 9,4% af vinnu-
færum mönnum. Þetta er mikil fjölg-
un frá því í nóvember þegar atvinnu-
leysingjar voru 2,21 milljón sem er
8,9% atvinnuleysi.
Stjórnvöld segja atvinnuleysis-
aukninguna núna stafa fyrst og
fremst af því að störfum í bygging-
ariðnaði og öðrum utanhússtörfum
fækki mjög yfir vetrarmánuðina
vegna kulda.
Baráttan gegn atvinnuleysi er eitt
helsta kosningamál þingkosning-
anna sem verða í Vestur-Þýskalandi
á næsta ári. Atvinnuleysi var að með-
altali 9,3% allt árið í fyrra sem er
meira en nokkurn tíma frá því 1950
þegar það var 11 %
Bandarískt
rusl fyrir
Líbýumenn
New York-Reuter
■ Bandarísk útvarpsstöð hefur
hafið herferð fyrir því að fá
Bandaríkjamenn til að senda
sendifulltrúum Líbýu hjá Sam-
einuðu þjóðunum rusl með póst-
inum til að lýsa vanþóknun á
hryðjuverkastarfsemi Líbýu-
manna.
Áskorun stöðvarinnar kom í
kjölfar hótunar Gaddafi Líbýu-
leiðtoga um að senda sveitir
hryðjuverkamanna til Bandaríkj-
anna ef Bandaríkjamenn réðust á
Líbýu. Enn höfðu fremur fá
ruslbréf borist til sendinefndar
Líbýu í gær en Jack Roberts dag-
skrárstjóri WGUY-útvarpsstöðv-
arinnar segist bjartsýnn um að
undirtektir verði góðar þar sem
fjöldi sjónvarpsstöðva og dagbl-
aða hefði skýrt frá áskoruninni.
EIGENDUR YAMAHA VÉLSLEÐA
Úrval varahluta á lager - hagstætt verö.
Félagsmenn L.Í.V. fá 10% staögreiðsluafslátt.
/SBÚNADARDEILD YAMALUBE‘2
^sambandsins olían frá YAMAHA