Tíminn - 09.01.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 09.01.1986, Qupperneq 6
6Tímínn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGG JU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuömundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Græna vagna ■ í miklum átökum í verkalýðsmálum og stjórn- málum yfirleitt á miðju síðasta sumri, varpaði Morgunblaðið fram þeirri spurningu, hvort liturinn á strætisvögnum Reykjavíkur ætti að vera gulur. Við á Tímanum höldum að best fari á því að hafa Iit- inn grænan. Gulir strætisvagnar eru nú þegar orðnir þó nokkrir á götum borgarinnar og sýnist sitt hverjum. Morgunblaðið lagði á það nokkra áherslu, að fram færi skoðanakönnun meðal borgarbúa um það, hvaða litur þætti bestur á vögnunum, en ljóst þykir, að borgarstjóri og lið hans hafi í krafti meirihluta ákveðið það án þess að spyrja kóng eða prest og er það að vonum og í samræmi við fyrri gerðir hans. Nú hefur enginn gefið á því skýringu, hvers vegna gulur litur hefur orðið fyrir valinu. Til þess að gera vagnana meira áberandi og vekja athygli á þessum samgöngumáta? Til þess að menn aki síður á vagn- ana? Af því að það voru til aukabirgðir af gulri málningu hjá Strætisvögnum Reykjavíkur? Enginn af yfirgangsmeirihlutanum hefur haft fyrir því að skýra þetta fyrir borgurunum. Margir hafa hins vegar haft samband við Tímann og kvartað yfir þessum lit. Hann sé of áberandi, stingi í stúf við umhverfið. Menn hafa bent á að víða séu vagnarnir rauðir, sem trúlega fengist aldrei í gegn og að það sé hvergi nema í Vestur Berlín, sem vagnarnir séu gulir. Það sé til þess að auglýsa vel- megun borgarhlutans yfir múrinn til hungraðra austantjaldsbúa. Það getur varla verið skýringin á þessu litavali. Afkomu borgarbúa hefur stórlega hrakað hin síðari ár og fyrirtæki flutt starfsemi sína til nágranna- byggða. Ekki nema þetta sé húmor hjá borgar- stjóranum. Eitt sinn var lofað hér grænni byltingu. Plantað skyldi trjám víða um borgina og skipulögð útivistar- svæði fyrir íbúana, þar sem þeir gætu notið sólar og hressingar. Sjálfstæðisbörnin í borgarstjórn hafa undanfarin ár verið að éta þessa byltingu sína. Alls kyns góðborgurum og vildarvinum íhaldsins hefur verið úthlutað lóðum til byggingar íbúðar og verslunarhúsnæðis á sumum fegurstu reitum borg- arinnar. Fólk, sem áður hafði notið útsýnis yfir sundin blá, horfir nú á múrveggi og inn um glugga hjá nágrannanum. Skemmst er að minnast lóða- uppboðsins í Stigahlíð, þar sem fagurt útivistar- svæði var lagt undir íbúðarbyggingar og borgarbúar munu komast að því fullkeyptu þegar Múrinn mikli rís við Skúlagötu. Þá verður öllum vestan þeirra stórhýsa meinað útsýni til Esjunnar og út á Sundin. Þá verður gott að orna sér við græna strætisvagna til minningar um grænu byltinguna og til þess að minna fólk á gildi samvinnu og félagshyggju í stað yfirgangs einstaklingshyggj unnar. Fimmtudagur 9. janúar 1986 I SAMTÍNINGUR' Er ríkisstjórnin að springa? ■ Þjóðviljinn gerir því skóna í forsíðufrétt í gær að inikil óánægja sé í báðum stjórnarflokkunum og vaxandi tortryggni gæti hjá þeim út í vinnubrögð hvor annars. Nú er á það að líta að Alþýðu- bandalagsmenn hafa litið til hvers nýs dags frá því að stjórnin var mynduð, með þá von í brjósti að hún myndi springa. Að sjálfsögðu hafa komið upp margvíslegir erfið- leikar í stjórnarsamstarfinu svo sem vitað var þar sem mörg stefnu- mál Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks eru ekki þau sömu. Á hitt ber einnig að líta að þessir flokkar báðir hafa litið svo á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina að henni sé stýrt af festu og ábyrgð og því hafa þeir reynt að finna leiðir sem báðir sætta sig við til að ná fram mikilvægum markmiðum í þjóðar- búskapnum. ÁlitSUS Því er samt ekki að leyna að nokkurs þrýstings gætir nú um þessar mundir hjá báðum flokkun- um og alls endis er óvíst hve lengi þessi stjórn situr. Svo virðist sem hluti sjálfstæðismanna og þá einkanlega ungu Heimdellingarnir vilji kosningar. í Dagblaðinu í gær er því slegið upp og haft eftir Vil- hjálmi Egilssyni formanni SUS að stjórnin ætti að efna til kosninga: „Ríkisstjórnin hefði átt að lcita eftir nýju umboði fvrir löngu og á að gera það. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar og hef oft sagt það að stjórnin sé búin að ná þeim árangri sem hún getur.“ 1 þessum orðum formannsins gætir uppgjafar og sé það svo að sjálfstæðismenn og þinglið þeirra sé uppgefið á því að takast á við erfið- leika þjóðarbúsins þá er það ábyrgðarleysi af þeim að segja það ekki skýrum orðum. Upphlaup Moggans í leiðara Morgunblaðsins í gær er skammast yfir því að málgagn fram- sóknarmanna skuli fordæma vinnubrögð menntamálaráðherra að segja fyrirvaralaust upp störfum framkvæmdastjóra LlN. Einnig er þar kvartað yfir leiðurum Tímans sem hafa að undanförnu ekki tekið undir skoðanir sjálfstæðismanna. Nú kann einhverjum að þykja nóg að sjálfstæðimenn hafi tvö stærstu dagblöðin í hendi sér þótt þeir fari ekki einnig fram á það að önnur pólitísk dagblöð fylgi þeim skýlaust að málum. Leiðara- höfundur Morgunblaðsins endar hann á eftirfarandi máta: Æsingur Tímans í garð Sjálf- stæðisflokksins og ráðherra hans á fyrstu dögum nýbyrjaðs árs og strax eftir að Framsóknarflokkur- inn hefur alfarið tekið við stjórn blaðsins að nýju bendir ekki til neins annars en þess, að framsókn- armenn hafi ákveðið að segja Sjálf- stæðisflokknum stríð á hendur. Þeir hafa kannski náð sáttum um jólahelgina Steingrímur Her- mannsson, flokksformaður, og Páll Pétursson, þingflokksformað- ur, og ákveðið að skipa sér báðir í stjórnarandstöðu? Þýðir reiði Tímans, að framsóknarmenn ætli að rjúfa stjórnarsamstarfið vegna uppstokkunar hjá Lánasjóði ísl. námsmanna og hækkunar á flug- vallarskatti? Ef það eru þessi mál, sem eiga að velta ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar, er nauðsyn- legt að fá úr því skorið sem fyrst. Nú vitað Morgunblaðsmenn að leiðarahöfundar Tímans ráða því ekki frekaren þeirsjálfirhvort eða hvenær þessi stjórn lætur af völdum en þó virðist gæta í orðunt þeirra að þeim sé það ekkert kappsmál að stjórnin sitji. Það hefur að vísu komið fram áður að svo virðist sem einhverjum þingmanna Sjálfstæðisflokksinssé það ekkert kappsmál að stjórnin sitj i áfram. Ber þar að minnast þess upphlaups sem varð þegar Páll Pét- ursson þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins leyfði sér að hafa aðra skoðun á varnarmálum og kjarnorkuvígbúnaðar en utanrík- isráðherra. Ekki dugði þá minna en að þingflokkur sjálfstæðismanna sendi formann flokksins til for- sætisráðherra og greindi honum frá því að athæfi Páls gæti orðið stjórn- arslitamál. Aðförað Guðmundi G. Þórarinssyni Þjóðviljinn réðist harkalega að Guðmundi G. Þórarinssyni fyrrum þingmanni Framsóknarflokksins og gjaldkera hans í forsíðufrétt sl. þriðjudag. ÞarerGuðmundursak- aður um að hafa staðið að gífurleg- um skattsvikum og örðu sviksam- legu athæfi meðan hann vann hjá fyrirtækinu Þýsk-íslenska. Guðmundur hefur nú stcfnt Þjóðviljanum fyrir ærumeiðandi ummæli, róg og lygar enda hvorki sannað að það fyrirtæki hafi staðið að nokkru ólöglegu hvað þá heldur að Guðmundur hafi á nokkurn hátt tekið þátt í viðlíka athæfi eins og á hann er borið. Verður vart annað séð en að Þjóðviljinn ætli sér það eitt að rægja Guðmund og sverta mannorð hans og noti til þess ástæðu sem kemur honum ekki neitt við. Þannig vinnubrögð Þjóðviljans koma fæstum á óvart, enda háttur þeirra Alþýðubandalagsmanna löngum verið sá að slá um sig með fullyrðingum og slagorðum í stað þess að vinna heiðarlega að nokkru máli. í yfirlýsingu sem Guðmundur birtir í Morgunblaðinu tekur hann það fram að hann seldi sinn hlut í fyrirtækinu Þýsk-íslenska um ára- mótin 1978-79 og hætti þá í stjórn þess. Eftir að hann hætti á þingi í aprtl 1983 vann hann nokkra mán- uði sem framkvæmdastjóri hjá fyrir- tækinu og hætti um áramótin 1983- 84. Árás Þjóðviljans á Guðmund G. Þórarinsson er ósmekkleg og með öllu forkastanleg og leiðir hugann að því hvort Þjóðviljinn sé með þessu að ná sé niðri á honum fyrir vasklega framgöngu í viðræðum og samningum um álmál og orkumál sem Alþýðubandalagsmenn verða nú að játa að þeir klúðruðu og stóðu óábyrgt að. Eða hver er ástæðan?

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.