Tíminn - 09.01.1986, Side 7
Fimmtudagur 9. janúar 1986
Tíminn 7
Loftur Jóhannesson
Fæddur 16. júlí 1920
Dáinn 28. desember 1985
Hann Loftur er dáinn. Horfinn.
Hann, sem var svo rt'kur þáttur í
lífi okkar sem áttum hann að bróður
og vin.
Hann, sem var einn af þessum
föstu punktum í tilvcrunni og alltaf
boðinn og búinn að rétta manni
hönd.
Hann, sem foreldrarokkartreystu
best til ferðalaga og systkinabörnin
buðu í bíltúr í hans eigin bíl.
Hann, sem á fullorðins árunt fann
hana Huldu sem veitti honurti alla
sína ást og umhyggju og afabörn.
Hann, þessi stóri maður sem var
stærstur í því smáa er verður manni
svo mikils virði í sorg og gleði.
Hann, sem að nafni hans litli heils-
aði með þessum orðum:
Mér þykir vænt um þig - þegar
hann kom sjúkur heim til okkar á að-
fangadag, til -að halda jólin með
Huldu og okkur.
Það voru góð og gleðileg jól. Við
þökkum þá daga og allt hans líf,
Þökkum honum fyrir hana Huldu og
biðjum guð að gefa henni styrk.
Friður sé með honurn.
Svava og fjölskylda.
í dag er til ntoldar borinn Loftur
Jóhannesson. Hann andaðist á
Landspítalanum 28. des. s.l. eftir
langvarandi veikindi. Loftur var
seinni eiginmaður mömmu. Alltaf
ríkti kyrrð og ró yfir þessum trausta
og hávaxna manni. Hann miklaði
ekki hlutina fyrir sér, var alltaf reiðu-
búinn til hjálpar ef á þurfti að halda.
I miklum veikindum mömmu fyrir
nokkrum árum, sást glöggt hve hann
var góður ntaður. Hann hjúkraði
hcnni af alúð, og studdi hana er það
versta gekk yfir. En svo snerist dæm-
ið heldur en ekki við, þegar Loftur
veiktist. Mamma stóð sig cins og
hetja"á þessunt erfiða tíma, þó að
þau grunaði hvernig endirinn yrði.
Loftur gerði sér grein fyrir alvöru
sjúkdómsins strax og hann upp-
götvaðist. En hann lét engan bilbug á
sér finna, og kvartaði aldrei.
Þegar ömmubörnin kontu í heim-
sókn után af landi þá stóð ekki á
Lofti að gamna sér við þau, eins og
þau væru hans eigin afabörn. Og
ekki spilltu pönnukökurnar fyrir sent
hann bakaði af mikilli list.
Við þökkum fyrir að hafa fengið
að kynnast Lofti. Megi Guð gefa
mömmu og systkinum hans styrk í
sorg þeirra.
Gunna, Geir, Siggi, Tobbi,
Símon, Bjarni, Kristín og
fjölskyldur.
■ Hið hreina og tæra vatn árinnar streymir fram.
■ Ýmis mannanna verk snerta
veiðivötn og hafa þannig áhrif á
umhverfi fisks. Þar má nefna virkj-
un vatna til raforkuframleiðslu,
vegalagningu og brúarsmíð og
mengun. Það sem seinast var nefnt,
mengun, verður gert að umtalsefni
í grein þessari. Áður hefur verið
fjallað í Tímanunt um virkjun og
vegagerð og áhrif þess á fisk og um-
hverfi hans.1’
Oft heyrist sagt, að íslensku
veiðivötnin séu með hreint og gott
vatn meðan að mengun valdi mikl-
um vandræðum og usla í vatnafiski
erlendis. Eru íslensku veiðivötnin
laus við allt sem heitir mengun;
hafa þau sérstöðu í þessu efni? Til
þess að fá svar við þessum spurn-
ingum skulum við athuga málið
nánar.
Hvar er
mengunarhættan mest?
Það er auðvitað flestum ljóst, að
helstu mengunarvaldar eru í
tengslum við fjölmenna og þétta
byggð og iðnaðarrekstur, stóran og
smáan. Af þeirri ástæðu má gefa
sér það, að hér á landi séu ekki fyrir
hendi að nokkru marki þau skilyrði
sem skapa mestan vanda erlendis.
Þá tryggir mikil fjarlægð landsins
frá helstu iðnaðarlöndum Vestur-
Evrópu, að ekki berist hingað loft-
inengun sem hrjáð hefur t.d. vötn í
Suður-Noregi og vaidið fiskdauða
þar í landi.
Hvar skyldi þá skórinn kreppa
að í þessu efni hér á landi, ef um
slíkt er að ræða?Til að glöggvasigá
því, er rétt að athuga hvar þétt
byggð er við veiðivötn hér á landi
og hvar eru verksmiðjur, sem
kunna að valda mengun?
Það er eðlilegt að benda fyrst á
frárennsli frá mannabústöðum, þar
á meðal sumarbústaðahverfi og þar
sem búskapurerstundaður, ogsem
látið er falla í straumvatn eða
stöðuvatn. Hér koma einnig við
sögu fiskeldisstöðvar, sem fjölgar
ört þessi árin, en margar þeirra eiga
frárennsli í veiðivötn. Þá má nefna
gróðurhús, sláturhús og bílaverk-
stæði.
Þéttbýlið yfirleitt
viðsjóinn
Við lauslega yfirferð um landið,
kemur í ljós, að á tiltölulega fáum
stöðum er þétt byggð við veiðivötn.
Reyndar er enginn meiriháttar
kaupstaður við þau ef undan er
skilin höfuðborgin okkar. Nær allir
kaupstaðir landsins eru við sjó.
Hins vegar er jrétt byggð á nokkr-
um stöðum. A Vesturlandi er öll
þétt byggð við sjó nema Mosfells-
sveit (Leirvogsá), og Borgarnes
á skolun á áburðardreifara. Slíkt á
ekki að gera með þeim hætti að far-
ið sé með hann í ána. Að lokum má
benda á að ekki má láta botn-
dreggjar úr súrheysturni fara í
veiðivatn, því að þar er um eitur-
efni að ræða, eins og í fyrrgreind-
um dæmum.
Ófremdarástand við
Varmá í Ölfusi
Þessar athuganir okkar á sviði
mengunar leiða í Ijós, að á nokkr-
um stöðum á landinu er ástæða er
til ætla að hættuástand gæti skapast
fyrir veiðivötn, ef ekki er aðgát
höfð. Þá er vitað um einn stað þar
sent ófremdarástand ríkir í þessum'
efnum. Það er Hveragerði en þar
fer frárennsli staðaríns beint í
Varmá.
Hitamengun
Auk þess er við Varmá stöðug
hætta á, að hitamengun valdi tjóni i
fiski. Þar er fengin reynsla af því að
gufuorka, án nauðsynlegrar kæl-
ingar, fór í ána og olli tjóni á fiski.
Þessi hætta á hitamengun er víðar
fyrir hendi hér á landi en við
Varmá.
Niðurstaða hugleiðinga þessara
vcrður því þessi: Við íslendingar
höfum ekki enn kynnst mengun að
neinu marki samanborið við aðrar
þjóðir. Erum við líklega nokkuð
vel settir með veiðivötn okkar hvað
mengun varðar. Þessu veldur fyrst
og fremst fámenni þjóðarinnar,
eins og fyrr var sagt, og hinar nátt-
úrulegu aðstæður hér á landi.
Þörf varðstöðu
Á hinn bóginn er fyllsta ástæða
til þess að fylgjast vcl með til að
koma í veg fyrir að mengun vaxi í
veiðivötnum. Kippa þarf í lag því,
sem fer aflaga. Gæta þarf þess að
óheillaspor verði ckki stigin íþessu
efni. Ætla má að í framtíðinni muni
hættan á aukinni mengun veiði-
vatna vaxa vegna aukinna umsvifa
fyrirtækja, scm ntengun fylgir. Þess
vegna er þörf dugmikillrar varð-
stöðu í þessum efnunt.
Mengunafvöldum
náttúruhamfara
Að síðustu skal vikið að mengun
af völdum náttúruhamfara, sem
enginn mannlegur máttur fær ráðið
við. 1 því efni má minna á Heklu-
gos; hlaup, sem koma í jökulárnar á
Suðurlandi vegna hita undir jökli,
og fleira. Nýjasta dæmi af þessu
tagi er þegar skriðjökull hljóp í
Hagavatn 1980 og ollí tvímælalaust
tjóni á fiskstofni HvítárogÖlfusár,
sem voru mengaðar af leirfram-
burði allt sumarið.
Einar Hannesson
Virkjanir og veiðivötn, Tíminn
19.5, 1983
Vegagerð og veiðivötn, Tíminn
3.1, 1984.
Varmá hjá Hveragerði. Reykjafoss.
Myndir: EH.
Einar Hannesson:
islensk veiði
vötn og mengun
(ósasvæði Hvítár). Á Vestfjörðum
er sömu sögu að segja. Á Norður-
landi er það Blönduós (Blanda),
Hofsós (Unadalsá) og Ólafsfjörð-
ur, sem er við ósasvæði samnefnds
vatns, sem skera sig úr í þessu efni.
Ella eru allir þéttbýlisstaðir ein-
göngu við sjó.
Á Austurlandi er það helst Egils-
staðir (Lagarfljót) og Höfn í
Hornafirði (Hornafjarðarfljót). Á
Suðurlandi: Hveragerði (Varmá),
Selfosskaupstaður (Ölfusá), Laug-
arvatn, Hella (Ytri-Rangá), Hvols-
völlur (Þverá), Kirkjubæjarklaust-
ur (Skaftá).
Verksmiðjur og
bílaverkstæði
Þá er næst að skoða ástandið, er
snertir verksmiðju- eða annan iðn-
aðarrekstur, sem leiðir af sér
mengun, en þá er ekki tekinn með
sá atvinnurekstur, sem er fyrir
hendi á áðurnefndum þéttbýlis-
stöðum.
Á Vesturlandi eru þrjú stóru iðn-
aðarverin: Álverið, Áburðar-
verksmiðjan, Sementsverksmiðjan
og Járnblendiverksmiðjan, sem
flest snerta hugsanlega loftmengun
gagnvart veiðivötnum.
Auk þess má nefna, eins og áður
fyrirtæki, sem nota ýmis efni, m.a.
olíur sem alls ekki mega fara í ár og
vötn. Hið sama og greint var frá
áður um minniháttar fyrirtæki, má
segja um Vestfirði og Norðurland
og reyndar einnig Austurland og
Suðurland. Auk þess má minna
sérstaklega á gagnvart Mývatni á
Kísiliðjuna og hina þéttu byggð í
Reykjahlíð.
Vatnaiögin 1923
Allt, sem hér hefur verið upp
talið, veldur mengun, mismikilli.
Þess vegna verða menn að gæta sín
til þess að valda ekki meiri óhreink-
un vatns, en brýnasta nauðsyn ber
til. Til þess að stuðla að þessu hafa
verið sett í lög ýmis ákvæði. Þar má
minna á hin merku Vatnalög frá
1923. Þau greina frá því, hvernig
standa skuli að þessum verndunar-
málum hvað vatn varðar.
Síðar hafa komið til sögunnar,
eftir því sem reynslan hcfur leitt í
ljós, ný ákvæði til að tryggja sóma-
samlega stöðu þessara frárennslis-
mála, ekki síst frá sjónarmiði heil-
brigðis.
Það er með mengun, eins og ým-
islegt annað, að menn verða ekki
varir við vandræði eða tjón af völd-
um þess fyrr en skaðinn er skeður.
Þess vegna er forvarnarstarf nauð-
synlegt íþessusambandi. Þáerogá
það að líta, að ekki er víst, að menn
verði varir við þó að óþverri fari í
vötn. Auðvelt er að fela verknað-
inn, þó að afleiðingarnar geti sagt
til sín síðar. Þess vegna er nauðsyn-
legt að ganga þannig frá hnútum,
að ekki sé boðið upp á slíkt.
Eiturefni í búskap
Nefna mætti til athugunar örfá
dæmi um hættu, sem veiðivötnum
getur stafað af búskap, og sem ber
að varast. í fyrsta Iagi, að baðvatn
af sauðfjár- og annarri dýraböðun,
sé ekki látið renna í á. Þá má minna