Tíminn - 09.01.1986, Side 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 9. janúar 1986
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar hlutastöður við læknadeild Háskóla
íslands, sbr. 10. gr. laga nr. 77/1979 um Háskóla íslands:
Hlutastaða lektors í geðlæknisfræði, viðtalstækni og sállækningum (dynam-
isk psykiatry).
Hlutastaða dósents í handlæknisfræði.
Hlutastaða dósents í bæklunarlækningum.
Hlutastaða lektors í heimilislækningum.
Hlutastaða dósents í hjartasjúkdómafræði innan lyflæknisfræði.
Hlutastaða dósents í meltingarsjúkdómum innan lyfjalæknisfræði.
Hlutastaða dósents í svæfingalæknisfræði
Hlutastaða dósents í taugasjúkdómafræði. Staðan sé bundin rannsóknarað-
stöðu á taugalækningadeild Landspítalans.
Hlutastaða dósents í húð- og kynsjúkdómafræði.
Einnig er laus til umsóknar lektorsstaða í lífeðlisfræði (heil staða) við lækna-
deild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að ofangreindar stöður verði veittar til
fimm ára frá 1. júlí 1986.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og
rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 7. febrúar nk.
Menntamálaráðuneytið 6. janúar 1986.
Traktor og sturtuvagn
Til sölu af sérstökum ástæðum Ursus traktor og
sturtuvagn 3ja ára gamall. Gott staðgreiðsluverð eða
greiðsluskilmálar. Allar upplýsingar í síma 91 -687787.
Happdrætti heyrnar-
lausra 1985
Dregið var í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra 20.
des 1985. Vinningsnúmereru þessi:
1. 14753 6. 8615
2. 6026 7. 12310
3. 11118 8. 9837
4. 7931 9. 1091
5. 2337 10. 2884
Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins að Klapparstíg
28 kl. 9-12 virka daga.
Félagið þakkar veittan stuðning.
Snjósleði
Skidoo Citation árg. '79, góður sleði. Upplýsingar í síma
99-1544 á kvöldin.
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARiNS
Námskeið fyrir málm-
iðnaðarmenn og
vélstjóra
• Suða með fluxfylltum vír.
Ætlað stjórnendum suðuframkvæmda. Haldið 23. og 24.
janúar.
• Framhaldsnámskeið í rennismíði og fræsingu.
Hefst 25. janúar.
• Efnisfræði stáls.
Hefst 4. febrúar.
• Suða á áli og ryðfríu stáli.
Hefst 8. febrúar.
• Kælitækni.
Hefst 22. febrúar.
Upplýsingarog skráning í símum 687000 og 687440.
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
200 ára afmælið:
Ýmislegt um að vera
á afmælisárinu
■ Eins og kunnugt er hefur verið
ákveðið að minnast þess með vegleg-
um hætti að tvö hundruð ár eru nú
liðin frá því að Reykjavík hlaut
kaupstaðarréttindi.
Skipuð hefur verið nefnd á vegum
borgarráðs til að hafa með höndum
yfirstjórn afmælishaldsins en nefnd-
in kom fyrst saman fyrir rúmu ári:
Að sjálfsögðu verður mest um að
vera í kringum sjálfan afmælisdaginn
þann 18. ágúst en í rauninni verður
haldið upp á afmælið allt árið með
einumogöðrum hætti. Ætlunin er að
leggja á það sérstaka áherslu að gert
verði átak í að fegra og snyrta
Reykjavík og að sem flestireinstakl-
ingar og fyrirtæki taki þátt í því.
Á afmælisdaginn 18. ágúst verður
forseta íslands boðið í opinbera
heimsókn til Reykjavíkur og eftir
hádegi þann dag er ætlunin að halda
fjölskylduhátíð í Hljómskálagarðin-
um með fjölbreyttri dagskrá.
Að lokinni fjölskylduhátíðinni er
fyrirhugað að bjóða upp á veitingar í
miðbænum svo eitthvað sé nefnt.
Um kvöldið verður svo hátíðardag-
skrá á Arnarhóli sem lýkur með
mikilli flugeldasýningu.
Ýmsar sýningar verða haldnar á
afmælisárinu og má þar nefna sýn-
ingu að Kjarvalsstöðum í lok ágúst-
mánaðar þar sem reynt verður að
bregða upp mynd af þróun Reykja-
víkur í máli og myndum.
Tæknisýning er fyrirhuguð um
sama leyti í nýja Borgarleikhúsinu
en ýmsar borgarstofnanir auk
Landsvirkjunar standa að henni.
Einnig verður opnuð sýning í Ár-
bæjarsafni nú í vor þar sem brugðið
verður upp myndum og munir sýndir
sem tengjast sögu höfuðstaðarins.
Síðast en ekki síst er Listahátíð í
Reykjavík fyrstu tvær vikurnar í júní
þar sem meðal annars verður tekið
mið af tvöhundruð ára afmælinu.
Enn er margt óupptalið svo sem
landsmót skáta í Viðey um mánaða-
mót júlí og ágúst, Reykjavíkurskák-
mót í febrúarmánuði og ýmis
íþróttamót sem haldin verða í borg-
inni sem sérstaklega verður vandað
til.
PRESTVIGSLA
Haraldur Kristjánsson vígöur
af biskupi íslands
■ Á sunnudaginn verður Haraldur
Kristjánsson cand theol vígður af
biskupi fslands herra Pétri Sigur-
geirssyni en Haraldur hefur verið
ráðinn aðstoðarprestur í Víðistaða-
sókn og Garðasókn í Kjalarnes-
prófastsdæmi.
Prestvígslan fer fram í Dómkirkj-
unni í Reykjavík og mun sr. Bragi
Friðriksson prófastur lýsa vígslunni
en vígsluvottar verða þeir sr. Sigurð-
ur Helgi Guðmundsson, sr. Gunn-
þór Ingason, sr. Sigurður Sigurðsson
og sr. Lárus P. Guömundsson.
Haraldur cr 28 ára gamall Selfyss-
ingur og lauk hann kandidatsprófi frá
Guðfræðideild Háskólans síðastliðið
haust.
Hann mun verða í hálfu starfi hjá
hvorum söfnuðinum fyrir sig og
vinna að ýmsum þáttum safnaðar-
starfsins í samvinnu við prestana sem
fyrir eru, þá sr. Braga Friðriksson og
sr. Helga Guðmundsson.
Neskaupstaður:
Nýr verkmenntaskóli
■ Um 20 sveitarfélög á Austur-
landi hafa sameinast um rekstur
verkmenntaskóla í Neskaupstað og
tekur hann við af framhaldsdeild
þeirri sem starfað hcfur þar síðan
1981.
Menntamálaráðherra undirritaði
samning um skólann rétt fyrir ára-
mótin og mun hann taka til starfa
innan skamms. Við skólann munu
um 140 nemendur verða við nám, en
grunndeildir verkmenntaskólans eru
rafiðnaðarbraut, málmiðnaðarbraut
og tréiðnaðarbraut. Auk þessverður
boðið upp á almennt bóknámssvið,
heilsugæslusvið. uppeldissvið og við-
skiptasvið.
Undirbúningur þessa skóla hefur
staðið í tvö ár og á aðalfundi sveitar-
félaganna sl. haust varsamþykkt ein-
róma að skora á sveitarfélögin að
ganga til liðs við verkmenntaskólann
og þá var skipuð bráðabirgða skóla-
nefnd, sem skipuð er 11 mönnum,
einum frá hverju þjónustusvæði fyrir
sig, en þau eru átta talsins á Aust-
fjörðum og þrír menn eru frá Nes-
kaupstað.
Nefndin kaus síðan þriggja manna
skólaráð sem fer með umboð henn-
ar á milli funda og stjórnar hún
skólanum ásamt skólameistara,
Smára Geirssyni.
Að sög Þorvaldar Geirssonar for-
manns skólanefndar verkmennta-
skólans í Neskaupstað er stefnt að
því að fá öll sveitarfélög á Austfjörð-
um til þátttöku í rekstri skólans og
hann bjóst við að um 70% Austfirð-
inga verði aðilar í janúarlok. Hann
sagði að stofnun verkmenntaskólans
í Neskaupstað sé eitt af sjálfstæðis-
málum Austfirðinga og tók fram að
nemendur geta enn sem fyrr stundað
nám í þeim framhaldsdeildum sem
starfandi eru á Höfn í Hornafirði,
Hallormsstað, Eiðum og Egilsstöð-
um og komið síðan í verkmennta-
skólann í Neskaupstað því námið er
samræmt.
Þorvaldur sagði að verkmennta-
skólinn væri spor í jafnréttisátt,
ncmcndur á Austfjörðum geta nú
sótt alla grunnframhaldsmenntun
heima í héraði.
Flugleiðir:
Skrifstofan flutt um set í New York
■ Nú er bara eftir að klippa borðann og opna þar með formlega. F.v. Einar
Gústafsson sölustjóri, Sigurður Helgason forstjóri, Knut Berg svæðisstjóri
Flugleiða vestan hafs, Sigurður Helgason stjórnarformaður og Thor Jörgens-
en skrifstofustjóri.
■ Aðalskrifstofur Flugleiða í New
York hafa verið fluttar úr Rockefell-
er Center á Fifth Avenue að 21 Penn
Plaza, rétt hjá Penn Station og Madi-
son Square á miðri Manhattan.
Söluskrifstofa Flugleiða verður
hins vegar áfram á 610 b Fifth Aven-
ue í Rockefeller Center.
Nýja húsnæðið að Penn Plaza er
mjög rúmgott og hentar starfsemi
Flugleiða mjög vel.
Starfsmenn Flugleiða í New York
gerðu sér dagamun þegar nýja hús-
næðið var tekið í notkun og var með-
fylgjandi mynd tekin við það tæki-
færi.