Tíminn - 09.01.1986, Side 12
12 Tíminn
NEYTENDASIÐAN
illllllll
Fimmtudagur 9. janúar 1986
Hin nýja íslenska húðmjólk frá Sjöfn á Akurcyri.
Ný íslensk húð
mjólk f rá Sjöf n
á Akureyri
■ Frá efnaverksmiðjunni Sjöfn á
Akureyri er nú komin ný húðmjólk
(bodylotion) og er hún sennilega
fyrst sinnar tegundar hér á landi,
því slík mjólk hefur ekki áöur verið
framleidd hér á landi.
Umbúðir Kópral húömjólkur en
svo ncfnist þessi nýja húðmjólk eru
hvítar polyethylene-flöskur með
einfaldri silkiáprentun og innihalda
250 ml.
Hönnun þessarar húðmjólkur
hefur tekið á annað ár og ilmurinn
var valinn í samráði við erlcnda
sérfræðinga í ilmframleiðslu.
Kópral húðmjólkin inniheldur
m.a. koljagen B5 vítamín og ilm-
olíu og í frétt frá Sjöfn segir að
þessi nýja húðmjólk hafi svipað
sýrustig og húðin, gerir hana þægi-
lega viðkomu, viöhaldi rakastigi
húðarinnar og næri hana þ.e. örvi
cndurnýjun dauöra húðfruma.
HUSRÁD SVANFRÍÐAR
Blómaráð
■ Margir eru með pottahlífar
sem þola ekki vatn. Þá er ágætt ráð
að taka kaffipoka sem búið er að
nota kaffið úr og klippa um það bil
helminginn ofan af honurn. Snúið
pokanum við þannig að prentið vís-
ár inn og látið pottinn ofan í
pókann.
“Nú er hægt að vökva án þess að
véra hræddur um að skemma
p'ottyhlífina. Ef pottarnir eru of
stórir í pokana þá er líka hægt að fá
kaffi í kílópokum.
Nýtið skápaplássið
Stundum er á heimilum skápur
t.d. gamaldags kústaskápur þar
sem plássið efst í skápnum nýtist ■
ekki. Skrúfið nokkra króka upp í
skápinn. Á hvern krók er síðan
hengd lykkja úr einhverju góðu
bandi sem dregið er í gegnum
klemrnu. Nú er hægt að hengja allt
mögulegt upp í skápinn.
Franskbrauð
með haframjöli
Það er mjög gott að hafa dálítið
haframjöl saman við franskbrauð.
Þá er það mikið hollara og trefja-
magnið eykst um leið. Prófaðu að
setja 1 bolla af haframjöli út í deig-
ið næst þégar þú bakar fransk-
brauð. Rrauðið fær líka skemmti-
lega skorpu ef það er penslað með
bræddu smjöri og haframjöli stráð
yfir áður en það er bakað.
Góð eplakaka
Setjið lag af eplamauki í form og
þar yfir er stráð muldum súkkulaði-
marengs. Skreytið með þeyttum
rjóma og beriö fram strax.
Rasp úr kornf lögum
Ef þig vantar rasp og átt ekkert í,
húsinu er þægilegt að grípa til korn-
flögupakkans. Pað er hægt að mala
þær með því að setja þær í plast-
poka og merja síðan með köku-
kcflinu.
Pössum olíulampana
fyrir börnunum
■ Ýmis konar olíulampar eru á
markaðinum og notkun þeirra til
heiniilisnota hefur aukist hin síðari
ár.
Fjölbreytni þessara lampa er tals-
verð en því miður er öryggi þeirra
ekki alltaf eins og best verður á
kosið.
Olían sem notuð er á þessa lantpa
er steinolía (Petroleum) og er hún
meðhöndluð á ýmsan máta til að
vera hæf til heimilisnota, er hún ým-
ist lyktarlaus eða með einhverskonar
blómailmi (ilmolía) og cr hún oft lit-'
uð gul, græn, blá o.s. frv. til að líta
bctur út í glærum ílátum.
Pað er einmitt þessi fallegi litur
sem stundum minnir á svaladrykki
og freistar því ungra barna til að súpa
á olíunni, en eitranir af völdum
lampaolíu eru meðal algengustu og
alvarlegustu eitrunarslysa sem
henda börn.
Á undanförnum árum hefur það
gerst æ oftar aö komið hefur verið
mcð börn á slysadeild eftir eitrun af
völdum lampaolíu. Eitrunarein-
kenni þessara barna hafa verið á mis- ■
munandi stigum en flest þeirra hefur
þurft að leggja inn á sjúkrahús. Ekk-
ert þeirra hefur látist vegna eitrunar-
innar en sum þeirra hafa verið í tíma-
bundinni lífshættu.
Vcgna þessa vill Hollustuvernd
ríkisins og læknar á Borgarspítalan-
um brýna það fyrir foreldrum að láta
olíulampa ekki standa þar sem börn
ná til og þessir aðilar vilja leggja sér-
staka áhcrslu á er böm verða fyrir því
að drekka slíka olíu að láta þau ekki
kasta upp vegna þess að við það stór-
eykst hættan á því aðolían geti borist
ofan í lungu.
Þegar slík slys gerast skal flytja
börnin tafarlaust á slysadeild eða
koma þeim undir læknishendur,
jafnvel þó magnið sé lítið.
Verum varkár vörumst slysin.
frá;nóv. 1984-nóv. 1985
■ Fyrirtækið Miðlun sem starfarað
alþjóðlcgri upplýsingaþjónustu hef-
ur gert'vcrðkönnun undanfarið ár.
frá noýember 1984 til sama mánaðar
1985, g fimm vöruflokkum og 100
einstcjícgm vörutegundum innan
þeirra. ..
í þes'sari verðkönnun kemur fram
að verðhækkun helstu vöruflokka til
heimillsnota er á bilinu 34—46% á
tímaþilinu. Hækkanir einstakra
vörutegunda cru hinsvegar mun
breytilegri eða á bilinu 2-90%.
Hækkun framfærsluvísitölu á
sama tímabili er hinsvegar 38,9%.
Samkvæmt könnun Miðlunar er
meðaltalshækkunin þessi:
Niðursuðu-og pakkavara 46%
Korn- og sykurvara 39%
Á kjöti og fiski 35%
Aðrar kælivörur * • 34%
Könnunin náði til þessara fimm
fyrrgreindu vöruflbkka og búa þeir
allir við frjálsa álagningu.
Verðþróun á vörum háðum verð-
lagsákvæðum var ckki könnuð í
þessari könnun og er rétt að benda á
að í nóvember sl. stóð yfir útsala á
kindakjöti en ekki á sama tíma t
fyrra.
Könnunin var unnin í náinni sant-
vinnu við þærverslanirsem þátttöku
óska og niðurstaða í einstökum
verslunum er trúnaðarmál milli
Miðlunar og viðkomandi verslunar.
Sameiginleg niðurstaða er send
hverjum þátttakanda Itonuni til
glöggvunar og samanburðar eigin
verðlagningar við meðaltalið. Ein-
stakar verslanir geta einnig keypt
samanburð á eigin verði og meðal-
tölum, þó þær séu ekki beinir þátt-
takendur í verðkönnun Miðlunar.
Þessi verðkönnun sem og aðrar
verðkannanir Miðlunar eru unnar af
Markaðsdeild fyrirtækisins, en starf-
semi deildarinnar felst í öflun upp-
lýsinga og hverskonar úrvinnslu á
þeim.
FRAMF/ERSlUVÍsiTALA 38,9 %
ÝMSAR KÆLIVÖRUR
KJÖT OG FISKUR
KORN OG SYKURVÖRUR
HREINLÆTIS- VÖRUR i II S3j
NIOURSUÐU- ÖG PAKKAV.
■ Niðurstöður úr könnun Miðlunar á hinum ýmsu vörunt sem gerð var
frá nóvember 1984 til nóv. 1985.