Tíminn - 09.01.1986, Side 13

Tíminn - 09.01.1986, Side 13
Fimmtudagur 9. janúar 1986 Tíminn 13 Bætt staða á Bandaríkjamarkaði ■ Heildarsala dótturfyrirtækja SÍS og SH í Bandaríkjunum, Cold- water og Iceland Seafood var samtals rúmar 350 milljónir dollara árið 1985. Rekstrarafkoma þessara fyrirtækja var jafnframt með betra móti, Coldwater skilaði hagnaði í fyrsta skipti í nokkur ár og að sögn Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra Iceland Seafood var 1985 besta ár fyrirtækisins. Nokkur skortur var á ýsu og karfaflökum en endar náðust saman varðandi þorskflök og blokk. Verðhækkanir urðu á árinu á ýsu og karfa, en verð á þorskflökum stóð nokkurn veginn í stað. Verð á blokk hækkaði mjög verulega, eða u.þ.b. 30% einkum síðustu mánuði árs- ins og er komið upp í 1,30 dollara pundið. Iceland Seafood: „Besta ár sem við höfum átt“ - segír Guðjón B. Ólafsson, forstjóri ■ Hjá Iceland Scafood, dóttur- fyrirtæki SÍS, var heildarsalan árið 1985 47.850 tonn að verðmæti 136,2 milljónir dollara, en það er aukning frá fyrra ári um 13,5% í verðmæti og 10% í magni. Salan skiptist þannig í megindráttum, að 28.000 tonn voru seld af verksmiðjuframleiddum fisk- réttum fyrir 69 milljón dollara sem er 7,8% magnaukning og 8,5% verð- mætaaukning. Seld voru um 15.500 tonn af fiskflökuin sem er aukning um 12.6%. Verðmæti flakanna nam 52,9 mill- ■ Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood. ■ Um 25% allra verksmiðjuframleiddra fiskrétta sem scldir eru til stofnana í Bandaríkjunum koma frá Iceland Seafood, dótturfyrirtæki Sambandsins í USA. jónum dollara sem er 17,5% aukning frá fyrra ári. Lang mest varð aukn- ingin þó í sölu skclfisks (rækja, liurn- ar hörpuskel) eða um 126%. Alls voru seld 1.060 tonn af skelfiski fyrir 9,7 milljón dollara en það er 48,1% aukning frá því árinu áður í dollur- um talið. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Ice- land Seafood sagði að enn væri ekki cndanlega búið að gera upp árið en þó væri ljóst að rekstrarniðurstað- an væri góð. „Árið 1985 er trúlega besta árið sem fyrirtækið heíur átt“, sagði hann. Söluaukningin hjá fyrir- tækinu nemur 16 milljón dollurum, og sagðist Guðjón telja, að þeir hefðu aukið hlutdeild sína í mark- aðnum. „Þó enn liggi ekki fyrir nein- ar tölur um heildarneyslu fyrir 1985 geri ég ráð fyrir að aukning hennarsé ekki jafn niikil og nemur söluaukn- ingunni hjá okkur," sagði Guðjón ennfremur. Iceland Scafood hefur nú um 25% af stofnanamarkaðnum fyrir verk- smiðjuframleidda fiskrétti, cn fyrir- tækið skiptir eingöngu við stofnanir en er ekki á smásölumarkaðnum. Aðspurður um hvort nægjanlegt framboð hefði verið af fiski frá ís- landi sagði Guðjón það ekki hafa' verið. „Það var skömmtun og skort- ur á árinu á ýmsuni fisktegundum, einkurn ýsu- og karfaflökum og það var naumt með þorskblokk. Birgðir eru nú í lágmarki bæði hjá okkur og í landinu, og ég reikna ekki með að jafnvægi komist á þorskblokkar- framboðið lyrr en með vorinu." Varðandi markaðshorfur á þessu ári sagðist Guðjón nokkuð bjartsýnn, þar sent ntiklar pantanir væru að berast þessa dagana, og desember hafi verið mjög góður mánuður. en þá var söluaukningin 35,2% miðað við sarna tírna 1984. „Ef dænia ntá út frá þessuni dögunt sem liðnir eru af árinu virðist fram- hald ætla að verða á þessum pöntun- um. Ytri skilyrði eru góð um þessar ntundir og ef framboð verður nægj- anlegt af hráefni og sveiflur ekki of miklar, má ætla aö útlitið sé nokkuð hagstætt lyrir næstu mánuði," sagði Guðjón að lokunt. Coldwater: „Lítils háttar hagnaður“ - segir Magnús Gústafsson, forstjóri ■ Hjá Coldwater var heildarsalan 1985, 215,7 milijónir, en það er 4% verðmætaaukning cn 5% magnsam- dráttur frá því 1984 að sögn Magnús- ar Gústafssonar forstjóra. Samdrátt- urinn í magninu stafar einkum af áherslubreytingum hjá fyrirtækinu, sem hefur dregið úr framleiðslu á fiskréttum úr ódýru hráefni, en lagt meiri áherslu á verðmætari vöru í staðinn. Skipting sölunnar hjá Cold- water var með þeim hætti að sal'a verksmiðjuframleiddra fiskrétta minnkaði um 9% að magni til en um 1% aðverðmæti. Salaáflökumjókst hins vegar um 7% að magni til og um 3% að verðmæti. Nokkur skortur var á ýsu og karfaflökum, og sagöi Magnús að þrátt fyrir aukið framboð ýsu frá Færeyjum hefðu þeir haft kaupendur að meiri ýsu. Aðspurður um það hvort aukinn útflutningur á ferskum fiski til Evrópu hefði dregið úr á framboði vestra sagði Magnús ■ Coldwater Seafood Corporation er dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum. ■ Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater. að sá útflutningur hefði haft einhver áhrif þó hann hafi ekki vcrið afger- andi. „Evrópumarkaðinn þarf vissulega að vinna. En það verður að gera með langtímasjónarmið í huga og af hnit- niiðun og viö megum ekki missa fót- anna vegna þess að við höldum að við séum að vinna í happadrætti." Ef svo fer, sagði Magnús ennfrem- ur, að samkeppnin aukist frá Evr- ópu, verðum við að sjálfsögðu að að- laga okkur að því. Rekstrarafkoman hjá Coldwater var betri 1985 en undanfarin ár og var um lítilsháttar hagnað að ræða. Magnús vildi ekki tjá sig nánar um hagnaðinn fyrr en þær upplýsingar hefðu verið kynntar stjórn og eig- endum fyrirtækisins. Þegar Magnús var spurður út í um- mæli sem höfð hafa verið eftir hon- unt í fjölmiðlum að undanförnu varðandi hvalveiðar íslendinga í vís- indaskyni, sagði hann að meira hefði verið gert úr þeim en efni stóðu til. Því væri hins vegar ekki að neita að þessar hvalveiðar væru fiskseljend- um áhyggjuefni, því hugsanlega gætu þær stórskaðað fiskmarkað fs- lendinga í Bandartkjununt. Hann sagði málið alvarlegra en svo, að ein- liver öfgasamtök eins og Green- peace ein og sér hygðust beita sér fyrir því að kaupa ekki íslenskan fisk. Hvalafriðun væri rnikið tilfinn- ingamál meðal almennings í Banda- ríkjunum, og þar teldu nienn ein- faldlega, að ekki ætti að drépa hval, sama hver ástæðan væri. „Ég vil bara leggja áherslu á að hlutfall hagsmuna íslendinga á Bandaríkjamarkaði annars vegar og af hvalveiðum hins vegar er hvalveiðunum mjög í óhag. Það tekur langan tíma að vinna markað, og þetta þarf að hafa í huga þegar fjallaö er um þessi mál," sagði Magnús að lokun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.