Tíminn - 09.01.1986, Page 15

Tíminn - 09.01.1986, Page 15
Fimmtudagur 9. janúar 1986 Tíminn 15 MINNING Fæddur 9. ágúst 1908 Dáinn 12. nóv. 1985 Laugardaginn 23 nóv. s.l. var til moldar borinn að Víðimýri Björn Ólafsson fyrrum bóndi og orgelleik- ari á Krithóli. Var hann þar lagður að barmi móður sinnar, móður okk- ar allra, móður sem dregur okkur til sín eitt og eitt, hennar sem á okkur öll með fyllstum og ríkustum rétti. Hartnær 400 manns fylgdu honum síðasta spölinn og mun það vera ein hin fjölmennasta jarðarför hér um slóðir í áratugi. Segir það nokkuð um manninn. Fyrri hlutaárs 1984 fór Björn heitinn að kenna sér meins og dvaldi hann eftir það að mestu fjarri heimili sínu og átthögum. Ég leit inn til hans þann 11. okt. sl. Þá var hann andlega óbugaður, ótrúlega kátur og hress. Síst grunaði mig þá, að svo skammt væri eftir. Pann 11. nóv. var ég staddur á Sauðárkróki og hugðist líta inn til vinar míns. Mér var þá tjáð að hann væri veikur. Ég hvarf frá, hugsandi. í fyrstu kennslustund morguninn eftir er ég kvaddur í símann. Ólafur á Krithóli tilkynnir mér lát föður síns. Þá er nú floginn ljúflingurinn. Björn Ólafsson var fæddur í Álfta- gerði í Seyluhreppi 9. ágúst árið 1908. Foreldrar hans voru Ólafur Sig- fússon, Jónassonar frá Hringey í Vallhólmi og kona hans Arnfríður Ingibjörg Halldórsdóttir, Einarsson- ar frá Krossanesi, bróðir Indriða skálds og séra Gísla í Stafholti. Björn ólst upp í foreldrahúsum með góðum og glaðsinna systrum og hef- ur þá tengst umhverfi sínu þeim böndum, sem aldrei rofnuðu. Ólafur í Álftagerði var sönghneigður og sagt er, að óvíða á einu heimili í Skagafirði hafi söngurinn verið meira iðkaður en þar. Ellefu ára gamall eignaðist Björn sitt fyrsta hljóðfæri. Nokkru síðar stundar hann orgelnám hjá Benedikt á Fjalli, annáluðum söngmanni. Systursonur Björns, Óskar Pétursson var ein- söngvari með Karlakór Akureyrar. en syngur nú einsöng með karlakór Reykjavíkur. Bræður hans tveir Gísli og Pétur syngja einsöng og tví- söng með Karlakórnum Heimi. Fjórði bróðirinn Sigfús, syngur ein- söng í blönduðum kór Rökkurkórn- um. Allir hafa þeir bræður bjarta ten- órrödd. Faðir þessara bræðra, mág- ur Björns, Pétur Sigfússon bóndi í Álftagerði var um árabil einsöngv- ari með Heimi. Fjölskyldur þessar eru nánast sem einn syngjandi svana- hópur. Árið 1929 verða þáttaskil. Björn kvænist Helgu Friðriksdóttur frá Valadal, dugmikilli og ágætri konu. Þau festu kaup í jörðinni Krithóli, sem liggur að Álftagerði og hefja þar búskap, og þar var ekki tjaldað til einnar nætur, því saga þeirra þar ent- ist í hálfa öld, uns þau afhentu son- um sínum jörð og áhöfn. Björn og Helga höfðu aldrei mikið umleikis í búskap, enda bóndinn oft kvaddur til annarra starfa utan heim- ilis. Hann var skepnuvinur. Fóðraði búpening sinn vel og hafði góðan arð af. Þrifamaður hvar sem á var litið. Sambúð Björns og Helgu var til fyrirmyndar. Milli þeirra ríkti gagn- kvæm virðing, tiltrú og kærleikur. Þau eignuðust fjögur börn. Kjartan og Ólafur bændur á Krithóli og dæt- urnar Guðríður og Bára búsettar á Akureyri. Björn frændi minn, frændi konu minnar og barna, var hógvær maður og óhlutdeilinn um annarra hagi. Flasfengni og yfirborðsháttur áttu ekki við skap hans. Viðmót hans var ævinlega hlýtt. Hann var félagslynd- ur og fórnfús og ævinlega reiðubúinn að Ijá því máli lið, sem til góðs mátti verða. Hann var raunsær og heil- skyggn á kosti og galla og lét með- fædda réttlætiskennd ætíð ráða gerð- um sínum. Allir sem kynntust Birni mátu drengskap hans og góðgirni. Persónulega óvildarmenn átti liann ekki. Krithóli Vinum og vandamönnum finnst umhverfið auðara og snauðara við brottför hans. Mér er ljóst að vanda- sanit er að bera lof á menn, svo að ekki verði oflof. Því skal sagt, að eins og flestir menn, jafnvel allir, þá hafði Björn sín mannlegu takmörk. Hitt vegur þó miklu mest, að hann var frá- bærlega vinsæll og af öllunt talinn drengur góður. Björn var frá 17 ára að aldri og fram undir lokadægur forsöngvari í Víðimýrarkirkju. Hann tók við því starfi af sínum gamla lærimeistara Benedikt á Fjalli. Hann leiddi einnig söng um árabil í Goðdala- og Mæli- fells- og Reykjakirkjum. Síðustu tvo áratugina æfði hann og stýrði 12-14 manna karlakór, sem hefur það hlut- verk eitt að syngja yfir moldum lát- inna manna í héraði. Mér telst svo til að Björn hafi mætt með þennan kór sinn í 14 kirkjum héraðsins. Ég veit fyrir víst, að margir eru þakklátir Birni fyrir þetta starf hans. í desembermánuði árið 1927 var Karlakórinn Heimir stofnaður. Björn var einn af stofnendum og alla tíð einn af burðarásum hans. Hann raddæfði oft við hlið söngstjóra. Hann var heiðursfélagi kórsins frá árinu 1977. Hann lét sig aldrei vanta á æfingar meðan heilsan leyfði. Björn var gleðimaður á góð- um stundum. En þó hann væri hrók- ur alls fagnaðar í veislugleði, var hann trúaður alvörumaður, hjartahlýr og hógvær. Hann hlúði að barninu í sál sinni uns yfir lauk, því barni er gatan greið og allir vegir færir. Ég held, að ánægjan af því að taka þátt í söng aukist að mun, ef menn tileinka sér þekkingu á sviði tónlist- ar. Björn átti hvorutveggja, næman smekk og þekkingu. í huga hans, svo sem margra annarra, var þó hið fé- lagslega gildi starfsins annar oge.t.v. í engu gildisminni þáttur fyrir hvern einstakling, en söngurinn. Og mér er til efs, að Björn hafi talið frístundum sínum betur varið á annan hátt en þann, að mæta á söngæfingar með glöðum og söngelskum félögum. Hans tilfinning var sú, að starf í slík- um félagsskap er hvorutveggja, skemmtilegt og þroskandi. Hann var auðugur af félagslegri óeigingirni og framsýni. Honum fylgdi gifta í starfi. Og enn sem fyrr er starf Heimis einn af burðarásum þess félags- og menn- ingarlífs, sem okkar byggðarlag þarf ogmáekkián vera. Úrþeim jarðvegi hefur sprottið margvísleg menning- arviðleitni, sem gert hefur mannlífið bjartara og betra. Björns Ólafssonar væri best minnst með öflugum og víðtækum stuðningi sem flestra við þann félagsskap, sem hann um alla tíð var og verður tengdur órjúfandi böndum, Karlakórnum Heimi. Enn er bjarminn hinn sami yfir brúnum fjalla, og í árdaga. þegar Björn Ólafsson ásamt fleiri vormönnum ýttu Heimi úr vör. Það er okkar allra að bera kyndilinn, sem hugsjóna- mennirnir tendruðu fyrir 58 árum. Fyrir kemur að ég hugsa til vina minna, þeirra sem horfnir eru. Sagt er að sálir hinna látnu hverfi út í ei- lífðina og dvelji þar í samfélagi. Um það hugsa ég lítt. Hitt skiptir máli hvort vinir í hinu jarðneska lífi hitt- ast á ný eftir dauðann. Vænt þætti mér unr, ef aldrei yrði lengra á milli okkar Björns heitins Ólafssonar en verið hefur í þessu lífi. Ég þakka Birni allar gleðistund- irnar. 31. deseniber 1985 Konráð Gíslason Lestunar- áætlun Hull: Dísarfell ..........31/1 Jan ................19/1 Dísarfell ..........27/1 Jan ................. 2/2 Dísarfell ...........10/2 Jan .................16/2 Dísarfell ...........24/2 Rotterdam: Dísarfell ..........14/1 Dísarfell ..........28/1 Dísarfell ...........11/2 Dísarfell ...........25/2 Antwerpen: Dísarfell ..........15/1 Dísarfell ..........29/1 Dísarfell ...........12/2 Dísarfell ...........26/2 Hamborg: Dísarfell ..........17/1 Dísarfell ..........31/1 Dísarfell ...........14/2 Dísarfell ...........28/2 Helsinki: Hvassafell........... 1/2 Larvik: Jan ................20/1 Jan ................. 3/2 Jan .................17/2 Gautaborg: Jan ................21/1 Jan ................. 4/2 Jan .................18/2 Kaupmannahöfn: Jan ................22/1 Jan ................. 5/2 Jan .................19/2 Svendborg: Jan ................23/1 Jan ................. 6/2 Jan..................20/2 Aarhus: Jan ................23/1 Jan ................. 6/2 Jan .................20/2 Gloucester, Mass.: Jökulfell...........17/1 Jökulfell .7.........20/2 New York: Jökulfell...........18/1 Jökulfell............21/2 Portsmouth Jökulfell...........20/1 Jökulfell............22/2 m. SKIRADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsmu Póslh 180 121 Reyk)avik Simi 28200 Telex 2101 MÓÐURMÁLSSKÓLINN hefur nú starfsemi sína á nýju ári og býöur upp á námskeið í ýmsum greinum móöurmálsins auk ýmiss konar þjónustu. Kennt veröur á kvöldin virka daga og e.h. á laugardögum. Stefnt veröur aö því aö á hverju námskeiði sóu einungis 5—10 þátt- takendur en hvert námskeiö sé 20 stundir. Nem- endur geta sjálfir haft umtalsverö áhrif á fram- kvæmd námskeiöa. Námskeiðin eru ætluð öllu áhugafólki um íslenskt mál og bókmenntir og ekki síður nemendum sem þurfa aö bæta sig í einhverri tiltekinni grein. Nám- skeiöin eru einnig hugsuð fyrir ýmiss konar hópa er tækju sig saman, t.d. innan fyrirtækja, félaga eöa klúbba. Viö getum kennt slíkum hópum á vinnustöðum þeirra eöa þar sem þeir hafa aöstööu fyrir félagsstarf. Viö hefjum kennslu í eftirfarandi greinum í janúar ef næg þátttaka fæst. Réttritun. Fariö veröur yfir helstu reglur um réttritun meö fjölbreyttum æfingum. Einnig fram- haldsnámskeiö. Greinar og ritgeröir og samning annare efnis. Hvernig gerum viö grein fyrir skoöunum okkar í rituöu máli? Hvernig byggjum viö greinar og ritgeröir? Fariö veröur yfir helstu einkenni góöra ritgerða og gerö þeirra æfö. Málfræöi íslenskrar tungu: upprifjun og skýringar á „nýju málfræöinni“ og samanburöur viö heföbundna mál- og setningafræöi. Skáldskapur, samning Ijóöa og smásagna. Viö bjóöum þeim sem sjálfir semja eöa hafa löngun til þess upp á aðstoö og gagnrýni. íslenskar fornbókmenntir. Fjaiiaö veröur um sögu bókmennta okkar og vikiö aö helstu bókmenntagreinum á fyrstu öldum íslands- sögunnar. Lesin skáldverk sem valin veröa í samráöi viö nemendur. Bókmenntir á 20. öld. Fariö veröur yfir helstu þætti bókmenntasögunnar á okkar öld og lesin valin skáldverk í samráöi viö nemendur. Þjónusta. Viö bjóöum upp á margs konar þjónustu, t.d.: a) Viö útvegum nemendum aukatíma, einum eöa fleiri í senn. b) Viö erum reiöubúnir aö taka aö okkur ýmiss konar námskeiö sem hópar taka sig saman um. c) Viö getum séö um aö lesa yfir handrit og próf- arkir og fylgt bókum og ööru efni gegnum prent- smiöju. Þátttökugjald er kr. 3000.- fyrir hvert námskeiö. Innritun fer fram e. kl. 19 til 18. janúar í síma 41311 (Heimir Pálsson) og 41059 (Þóröur Helga- son). Dagvist barna á einkaheimilum í janúar og febrúar mánuði verður tekið við umsóknum um leyfi til að taka börn í dagvist á einkaheimilum. Þeir sem hafa hug á að sinna þeim störfum vinsamlegast haf- ið samband sem fyrst, þar sem skortur er á slíkri þjón- ustu. Upplýsingar gefnar hjá umsjónarfóstrum á Njáls- götu 9, sími 22360 og 21596. Húsverðir og umsjónarmenn íbúðar- og atvinnuhúsnæðis: Námskeið um rekstur loftræsti og hitakerfa ætlað hús- vörðum og umsjónarmönnum húseigna verður haldið dagana 3., 4. og 6. feb. nk. kl. 13.00 til 18.00. Upplýsingarog skráning í símum 687440 og 687000. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ IÐNAÐARINS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.