Tíminn - 09.01.1986, Qupperneq 19
Tíminn 19
Fimmtudagur 9. janúar 1986
ÚTVARP/SJÓNVARP
WtHiWjJIAWÍH.
Birna Þórðar
í Gestagangi
■ Gestagangur verður hjá Ragn-
heiði Davíðsdóttur á Rás 2 í kvöld
kl. 21 eins og endranær á fimmtu-
dögum og verður gestur hennar í
þetta sinn bardagakonan djarfa
Birna Þórðardóttir.
Birna var og er mikil hugsjóna-
kona. Hún lét mikið til sín taka í
alls kyns mótmælaaðgerðum hér á
árum áður og hefur síður en skipt
um skoðun hvað varðar hugðar-
efni, þó að hún vinni ekki að þéim á
sama hátt og áður. Hún er þekkt að
því að halda fast við sín „prinsíp"
og hvika hvergi þó að á móti blási.
Dæmi um þessa þrautseigju hennar
er að ekki er svo auglýst staða
fréttamanns við Ríkisútvarpið að
Birna sæki ekki um!
Birna Þórðardóttir er gift Guð-
mundi Ingólfssyni djasspíanista
góðum, og í sumar fæddist þeim
barn, svo að nú eru þau orðin tvö.
■ Bima Þórðardóttir hefur vafa-
laust frá mörgu skemmtilegu að
segja.
Poppgátan
- undanúrslit hefjast
■ Keppni í undanúrslitum í
Poppgátunni á Rás 2 hefst í kvöld
kl. 23 og það eru þeir Pétur
Kristjánsson söngari og Ólafur
Jónsson kennari sem þar leiða sam-
an hesta sína. Umsjónarmenn eru
sem fyrr Jónatan Garðarsson og
Gunnlaugur Sigfússon.
Til stóð að byrja keppnina í
undanúrslitum sl. fimmtudag en
horfið frá því, þar sem útlit var fyrir
að tæknimenn hefðu þá lagt niður
vinnu. En í kvöld og næstu þrjú
fimmtudagskvöld fer keppnin fram
og lýkur þar með 30. janúar.
Utvarpkl. 22.50:
Skemmtiefni frá jólum
■ Hátíðadagskrá ríkisfjölmiðl-
anna var viðamikil og ekki viðlit
fyrir almenning að fylgjast þar með
öllum þeim liðum sem hugurinn
girntist. Það er þess vegna vel þegið
að eiga þess kost í fásinninu að
liðnum jólum að sjá og heyra ýmis-
legt sem ekki komst fyrir á sínum
tíma sökum anna á fleiri sviðum.
Þannig verður í útvarpi í kvöld
kl. 22.50 endurtekinn þátturinn
„Tímans rás“ sem áður var útvarp-
að á annan í jólum.
Af afgönsku flóttafólki
■ í kvöld kl. 20 verður í útvarpi
þáttur um afganskt flóttafólk er
nefnist „Þjóð í stríði" í umsjón
Gunnlaugs Stefánssonar, starfs-
manns Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar, en hann heimsótti afganskar
flóttamannabúðir í NV-Pakistan á
landamærunum við Afganistan í.
nóvember - desember sl.
Á þessu svæði dvelja um tvær og
hálf milljón afganskra flótta-
manna, sem flúið hafa stríðið
heima fyrir. Talið er að þetta séu
stærstu flóttamannabúðir heims.
Í þættinum f kvöld mun Gunn-
laugur lýsa ástandinu í flótta-
mannabúðunum, segja frá hjálpar-
starfinu sem þar fer fram og fjalla
um stríðið í Afganistan og af-
leiðingar þess bæði innan Afganist-
an og Pakistan. Þá verður einnig
fjallað um þá spurningu, hvernig
pakístönsk þjóð, sem hefur tuttugu
og sex sinnum minni þjóðarfram-
leiðslu á hvern íbúa en ísland, get-
ur tekið á móti jafn miklum fjölda
flóttamanna og raun ber vitni.
■ Gunnlaugur Stefánsson segir
frá heimsókn sinni í afganskar
flóttamannabúðir í Pakistan
Fimmtudagur
9. janúar
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
7.15Morgunvaktin.
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna: „Stelpurn-
ar gera uppreisn" eftir Fröydis
Guldahl Sonja B. Jónsdóttir les þýðingu
sína (4).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar. Tónleikar,
þulurvelurog kynnir.
10.10 Fréttir.
10.05 Málræktarþáttur Endurtekinn þáttur
frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs-
son flytur.
10.00 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaö-
anna.
10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.10 Morguntónleikar a. Dorothy Dorow
syngur lög eftir Adolphe Adan, Evu
Dell’Acqua, Julius Benedictog fleiri. Gun-
illa von Bahr og Lucia Negro leika með á
flautu og píanó. b. Kontrabassakonsert I
D-dúr eftir Johann Baptist Vanhal. Lud-
wig Streicher og Kammersveitin í Inns-
bruch leika. Erich Urbanner stjórnar.
12.00 Dagsrká. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 í dagsins önn - Umhverfi. Umsjón:
Ragnar Jón Gunnarsson.
14.00 Miðdegissagan: „Ævintýramaður,
“ - af Jóni Ólafssyni ritstjóra Gíls
Guðmundsson tók saman og les (6).
14.30 Á frivaktinni Sigrún Sigurðardóttir
kynnir óskalög sjómanna. (Frá Akureyri)
15.15 Frá Suðurlandi Umsjón: Hilmar Þór
Hafsteinsson.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 „Fagurt galaði fulginn sá“ Sigurður
Einarsson sér um þáttinn.
17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi: Kristín
Helgadóttir.
17.40 Listagrip Þáttur um listir og menn-
ingarmál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir
19.50 Daglegt mál Sigurður G. Tómasson
flytur þáttinn.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Þjóð í stríði Þáttur af afgönsku flótta-
fólki. Umsjón: Gunnlagur Stefánsson.
20.30 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar is-
lands í Háskólabíói - Fyrri hluti. Stjórn-
andi: Páll P. Pálsson. Einleikari: Joseph
Ognibene. a. Sinfónía eftir John Speight.
b. Hornkonsert nr. 1 í Es-dúr op. 11 eftir
Richard Strauss. Kynnir: Jón Múli Árna-
son.
21.20 „Gegnum lifið á sjötíuogáttasnún-
ingshraða" Þáttur um Ijóð Einars Más
Guðmundssonar Símon Jón Jóhanns-
son tekursaman.
21.45Tónleikar.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir. Tónleikar.
22.20 Einsöngur í útvarpssal Michael
John Clarke syngur íslensk og erlend lög.
Soffía Guðmundsdóttir leikur með á
píanó. (Frá Akureyri).
22.50 Timans rás Skemmtiþáttur á nokkr-
um rásum eftir Einar Georg Einarsson.
Umsjón: Þórhallur Sigurðsson. (Endur-
tekinn frá öðrum degi jóla).
23.25 Kammertónleikar Roswitha Staege,
Raymund Havenith og AnsgarSchneider
leika á flautu, píanó og selló. a. Inngangur
og tilbrigði eftir Friedrich Kuhiau um stef
eftir Carl Maria von Weber. b. Trió í g-
moll op. 63 eftir Carl Maria von Weber.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur
9. janúar
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórnendur:
Ásgeir Tómasson og Kristján Sigurjóns-
son.
HLÉ
14.00 Spjall og spil Stjórnandi: Ásta R.
Jóhannesdóttir.
16.00-17.00 I gegnum tíðina Stjórnandi:
Jón Ólafsson.
17.00-18.00 Einu sinni áður var Vinsæl lög
frá rokktímabilinu, 1955-1962. Stjórn-
andi: Betram Möller.
Þriggja mínútna fréttir sagöar klukkan 11.00,
15.00,16.00 og 17.00.
HLÉ
20.00-21.00 Vinsældalisti hlusenda Rás-
ar 2 Tíu vinsælustu lögin leikin. Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson.
21.00-22.00 Gestagangur Stjórnandi:
Ragnheiður Davíðsdóttir.
22.00-23.00 Rökkurtónar Stjórnandi:
Svavar Gests.
23.00-24.00 Poppgátan Spurningaþáttur
um tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garð-
arsson og Gunnlaugur Sigfússon.
17.00-18.30 Ríkisútvarpið á Akureyri -
svæðisútvarp.
17.00-18.00 Svæðisútvarp Reykjavíkur
og nágrennis (FM 90,1, MHz).
Föstudagur
10. janúar
19.10 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sig-
tryggsson.
19.20 Nú getur hann talið kýrnar (Ná bare
man kan tælle köerne) Dönsk barnamynd
um það hvernig drengur í Bhútan eignast
gleraugu. Þýðandi Jóhanna Jóhanns-,
dóttir. (Nordvision - Danska sjónvarpiö)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós
21.10 Skonrokk Umsjónarmaður Pétur
Steinn Guðmundsson.
22.10 Derrick Þrettándi þáttur. Þýskur
sakamálamyndaflokkur. Aðalhlutverk:
Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
23.10 Seinni fréttir.
23.15 Ást og kvöl (Love and Pain) Bresk bíó
mynd frá 1973. Leikstjóri Alan J. Pakula.
Aðalhlutverk: Maggie Smith og Timothy
Bottoms. Fertug kona og átján ára piltur
verða sessunautar í hópferð um Spán.
Þrátt fyrir aldursmuninn fella þau hugi
saman og faratvöein í ævintýraleit’Þýð-
andi Rannveig Tryggvadóttir.
01.10 Dagskrárlok.
flokksstarf
Skagfirðingar - Hofsósingar
Alþingismennirnir Páil Pétursson og Stefán Guömundsson verða til viðtals í
Höfðaborg fimmtudaginn 9. janúar kl. 13-15
Skagfirðingar - Sauðárkróksbúar
Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í
Framsóknarhúsinu Sauðárkrók fimmtudaginn 9. janúarkl. 16-18
Skagstrendingar
Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í
Fellsborg föstudaginn 10. janúar kl. 13-15
Austur Húnvetningar - Blönduósingar
Alþingismennimir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í
Hótel Blönduósi föstudaginn 10. janúar kl. 16-18
Suðurland
Kjördæmissambandið boðar til fundar meö forystumönnum framsóknarfélag-
anna á Suðurlandi svo og því fólki sem stendur að og ætlar að vinna að
sveitarstjórnarmálefnum laugardaginn 11. janúar n.k. í Framsóknarhúsinu
á Selfossi kl. 13.30. Dagskrá:
1. Flokksstarfið
2. Sveitarstjórnarkosningar
3. Önnurmál
Gestir fundarins eru alþingismennirnir Þórarinn Sigurjónsson, Jón Helgason
og Haukur Ingibergsson framkvæmdastjóri
Stjórnin
Ungir framsóknarmenn
Hafnarfirði
Aðalfundur félags FUF Hafnarfirði verður haldinn laugardaginn 11. janúar kl.
17.00 að Hverfisgötu 25.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Selfoss
Jón Helgason ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður verða til við-
tals og ræða þjóðmálin í Inghóli þriðjudaginn 14. janúar kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Framsóknarfélag Selfoss
Konur Ólafsvík
Landssamband framsóknarkvenna heldur námskeið fyrir konur á öllum aldri í
Mettubúð Ólafsvík dagana 10., 11. og 12. janúar. Námskeiðið hefst kl. 20
þann 10. janúar. Veitt verður leiðsögn í styrkingu sjálfstrausts, ræðumennsku,
fundarsköpum og framkomu í útvarpi og sjónvarpi. Þátttaka tilkynnist í síma
93-6306 eða 93-6234.
LFK
Þorlákshöfn og nágrenni
Jón Helgason, ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður verða til
viðtalsog ræðaþjóðmálin í Kiwanishúsinu í Þorlákshöfn 13. janúarkl. 20:30.
Allir velkomnir.