Tíminn - 09.01.1986, Síða 20

Tíminn - 09.01.1986, Síða 20
Víkingar Islandsmeistarar Víkingar svo gott sem tryggöu ser fslandsmeistaratign í handknattleik í gærkvöldi. Liðiðsigraði þá hitt toppliðið Val á sannfærandi hátt í Laugardalshöll og þarf nú „aðeins" að vinna sigur á KR-ingum til að kasta upp íslandsbikarnum. FH-ingar gerðu draum Stjörnunnar að alls engu með góðum sigri í Digra- nesi 31 -29. Þar var fjörugur leikur með rauðu spjaldi og tilheyrandi. Tíminn Fimmtudagur 9. janúar 1986 Hlutur stóriðju lækkar úr 19% í 14% milli ára - sem hlutfall af heildarútflutningi ■ Útflutningur stóriðju- fyrirtækjanna tveggja scm hlutfall af heildarútflutn- ingi landsmanna mánuð- ina jan.-nóvember lækk- aði úr I9% árið 1984 niður í um 14% á sama tínia 1985. Útflutningur þeirra 1985 umfram innflutning var rúmum þúsund mill- jónum minni en árið áður, reiknað á sama gengi bæði árin. Álútflutningur á |iessu II mánaða tímabili 1985 nam 3.022 milljónum króna, sem er nær sama upphæð í krónutölu og 1984, en um 874 mill- jón krónum minni sé tekið tillit til 29,1% hækkunar meðalgengis milli ára. Innflutningur til ÍSAL 1985 nam hins vegar 1.827 milljónum, sem cr nær sama tala og árið áður miðað við sama gengi bæði árin. Útflutningur kísiljárns á þessu tímbili 1985 var 1.152 milljónir sem er 43 milljónum minna cn á sama tíma 1984 miðað viö sama gengi bæði árin. Inn- llutningurinn var hins veg- ar um 402 millj., sem var 123 milljóna króna aukn- ing milli ára. HEI Flugumferðarstjóramálið: Persónulegt stríð? ■ Deilur magnast nú enn rhiHi flugumferðarstjóra á Reykjavíkurflugvelli og flug- málastjórnar. Kári Guðbjörns- son talsmaður flugumferðar- stjóra scgir að nú sé svo komið að margir flugumferðarstjórar íhugi að segja upp störfum því meira álag sé á þeim frá hendi flugmálastjóra en vinnunnar sjálfrar og að formanni Félags flugumferðarstjóra hafi í gær verið afhcnt bréf sem túlka megi sem hótun flugmálastjóra um brottvísun úrstarfi verði úr varnaraðgerðum þeim sem flugumferðarstjórar hafa boðað. En um hvað snýst deilan, hvað hafa flugumferðarstjórar á móti nýja skipuritinu? Pétur Einarsson flugmálastjóri sagði í samtali viö Tímann að sér væri það hulin ráðgáta. Sam- gönguráðuneytið hefði á sínum tíma margsinnis beðið þá um að koma með skriflegar athugasemdir við nýja skipurit- ið en athugasemdir frá flug- umferðarstjórum hefðu ekki borist fyrr en í desember og aðeins um 3 atriði. Ráðuneytiö hafi þá komið með lausnir í málinu en það hafi ekki dugað til. Spuröur um hvort ágreining- urinn stæði þá um ráðningu nýju vaktstjóranna skv. skipu- ritinu sagði Pétur: „Það var samkomulag milli mín og stjórnar Félags flugumferðar- stjóra að auglýsa stöðurnar innan stéttarinnar og þær voru auglýstar síðastliðið vor. Ein- ungis 2 menn sóttu um og þeir voru ráðnir. 2 gömlu varðstjór- anna sitja áfram en hinir 2 ásamt yfirflugumferðarstjóra settir í önnur verkefnasvið þar sem um kappnóga og mjög þarfa vinnu er að ræða, s.s. að semja starfsreglur ýmiskonar. útbúnað korta o.fl.“ Pétur sagði að það væri langt í frá að þessum mönnum hefði verið ýtt út í horn, því þeir héldu full- um launum og starfstitlum. Formaður félagsins hafi heldur ekki fengið neina hótun um brottvísun í gær vegna varnar- aðgerðanna, hann hafi fengið bréf um að enn væri verið að at- huga aðgerðir í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna og enn ætti eftir að leysa deilur fluginálastjórn- ar og félagsins um kennslumál nema í flugumferðarstjórn. „Flugumferðarþjónusta er mjög krefjandi starf og öll spenna í kringum þjónustuna afar óæskileg og þess vegna óskiljanlegt af hverju Félag flugumferðarstjóra hættir ckki þessum deilum," sagði flug- málastjóri að lokum. Kári Guðbjörnsson sagði að flugmálastjóri hefði á sínum tíma kallað nokkra flug- umferðarstjóra inn til sín og boðið þeim vaktstjórastöðu skv. nýja skipuritinu. Petta hefði kvisast út meðal flug- umferðarstjóra og þeir krafist þess í apríl á síðasta ári að stöðurnar yrðu auglýstar lausar til umsóknar. Pétur hefði þá hengt snepil upp í flugstjórnar- miðstöðinni en ekki auglýst þær í Lögbirtingablaðinu eins og lög mæltu fyrir um. Félagið hefði þá hvatt mcnn sína til að sækja ekki um stöðurnar en þessir tveir sem Pétur hefði boðið stöðurnar á sínum tíma sótt um í trássi við samþykkt félagsmanna sinna. Varðstjór- arnir tveir og yfirflugumferðar- stjóri hefðu gegn vilja sínum verið færðir til, hér væri líka einungis um 2ja ára verkefni að ræða og óvíst hvað tæki við hjá þessum mönnum að þeim tíma loknum. Mírún m Norski loðnubáturinn Artus í togi á leið til Seyðisljarðar. Ef myndin prentast vel má greina dráttartaugina við stefni bátsins. Tíma-myndir: Pröslur Varðskipiö Týr aðstoðaði norskan loðnubát sem: Fékk nótina í skrúf una ■ Norski loðnubáturinn Artus sendi frá sér beiðni um hjálp klukkan 8.30 í gærmorg- un. Báturinn var þá staddurum áttatíu sjómílur austur af Dala- tanga. Eftir að ólag kom á bátinn flæktist nótin í skrúf- unni. Varðskipið Týr var kom- ið á staðinn tveim tímum eftir að beiðnin barst. Kafarar Landhelgisgæslunnar um borð í Tý ætluðu að freista þess að kafa niður að skrúfunni og skeranótina lausa.Bræla var á staðnum, og því ákveðið að draga Artus inn í mynni Seyðis- fjarðar, þar sem sjór varlygn- ari. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk hjá Land- helgisgæslunni var búist við því í gærkvöldi að skipin yrðu komin inn á Seyðisfjörð um klukkan 21. Pá átti að kanna aðstæður, og um leið hvort hægt væri að losa nótina. Artus er svo til fullhlaðinn með um sex hundruð tonn. Áhöfn Artusar er í kringum tíu manns. ES LfN: Enn er mótmælt Hagsmunaaðilar láta í sér heyra ■ Það eru ekki bara SÍNE-félagar sem mót- mæla reglugerð mennta- málaráðherra frá 3. jan. sl. þar sem kvcðið er í raun á um 30-35% skerðingu námslána á þessu ári, Iðn- nemasamband ísland hefur líka sent frá sér mótmæli gegn skerðingunni og telur brottvikningu Sigurjóns Valdimarssonar ótvírætt bera keim af pólitískum of- sóknum ráðherra í garð sjóðsins, stjórn Bandalags íslenskra sérskólanema tekur og í sama streng og lýsir fullum stuöningi við starfsfólk Lánasjóðsins. Fulltrúar fjármálaráðu- neytisins í stjórn sjóðsins hafa og sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem þeir segja að það sé ótvírætt að það sé stjórn sjóðsins en ekki framkvæmdastjórinn scm beri ábyrgð á fjárhagsáætl- unum LÍN og setja mikla fyrirvara vegna þáttar meiri- hluta stjórnarinnar og munu taka þá hlið málsins upp á viðeigandi vettvangi. Mrún Meirihlutasamstarfið í Stúdentaráði að bresta ■ Verulegir brestir eru komnir í meirihlutasamstarf Vöku og Umbótasinna í Stúd- entaráði Háskólaíslandsvegna afskipta Sverris Hermannsson- ar menntamálaráðherra af mál- efnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ritstjóri Stúd- entablaðsins hefur sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með viðbrögð ráðsins við reglugerð- arbreytingu ráðherra og gera má ráð fyrir að samstarfslok fylgi í kjölfarið. í bréfi sem sent var stjórn SHÍ í fyrradag lýsir Ágúst Hjörtur Ingþórsson því yfir að hann hafi ákveðið að láta af starfi sínu sem ritstjóri Stúd- entablaðsins. Þar segir enn- fremur: „Á meðan núverandi menntamálaráðherra undirbýr næstu atlögu að Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, hafandi fyrrverandi Vökumenn sem helstu ráðgjafa, sitja talsmenn meirihlutans hinir rólegustu og bíða þess sem koma skal. Sam- starfi við slíkt fólk uni ég illa og vil ekki verja aðgerðir né að- gerðaleysi þess.“ Hrólfur Ölvisson er formað- ur félags Umbótasinna. í sam- tali við Tímann sagði hann að Umbótasinnar muni hittast fljótlega til að taka afstöðu til framhalds á samstarfinu í Stúd- entaráði. Það er fyrst og fremst tvennt varðandi lánamálin sem þeir geta ekki sætt sig við. í fyrsta lagi að Stúdentaráð hef- ur alls ekki brugðist við þeirri ráðstöfun gagnvart lánasjóðn- um sem felst í breytingu menntamálaráðherra á reglu- gerð um útreikning á námslán- um með tilliti til framfærslu. í öðru lagi að fulltrúi stúdenta skuli hafa tekið þátt í að semja við fjármálaráðherra um að ný- legt 50 milljóna króna framlag til lánasjóðsins skuli hafa feng- ist gegn því að upphæðin yrði síðan dregin af framlaginu á ár- inu 1986. Þetta hafi valdið því að Umbótasinnar beri ekki lengur traust til nefnds fulltrúa, þar sem að hann hafi ekki kynnt réttum aðilum málið áður en ákvörðun var tekin. S.S.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.