Tíminn - 15.01.1986, Page 2

Tíminn - 15.01.1986, Page 2
2 Tíminn Miðvikudagur 15. janúar 1986 Um 3% hækkun framfærsluvísitölu: „Frjálsar“ kartöfl- ur hækka gífurlega Hækkanir hins opinbera vega þungt í vísitölu Gífurleg verðhækkun varð enn á hinum „frjálsu" kartöflum í desem- ber s.l. - rúmlega 19% og þar með hcfur kartöfluverð hækkað um tæp- lega 28% á tvcim mánuðum sam- kvæmt útreikningum á vísitölu fram- færslukostnaðar í byrjun janúar. Framfærsluvísitalan reyndist 164 stig, sem er 2,94% hækkun frá byrj- un desember. Af þessari hækkun stafa 0,8% af hækkunum á matvör- um og 1% vcgna hækkunar á töxtum ýmissa opinberra þjónustuliða 1. janúar s.l. Vísitala 164 stig þýðir að verð á því sem er í vísitölugrunninum hefur hækkað um 64% að meðaltali frá því vísitalan var síðast sett á 100 í febr. 1984, þ.e. fyrir tæpum tveim árum. Á þeim tíma hefur verð á kartöflum hins vegar hækkað um 152%. Af öðrum matvörum er fiskurinn það eina sem hefur meira en tvöfaldast í vcrði - hækkað um 106%. Hækkun matvöruliðarins í heild er um 77% á tímabilinu. Fiskur og kartöflur virð- ast því ekki lengur vera hagkvæm- ustu innkaupin fyrir auralitla sem þurfa að spara. Hækkun matvöruliðarins í des- ember einum var 3,37%. Auk kart- aflnanna varð veruleg hækkun, rúm 10% á grænmeti og ávöxtum og um 4% á kjötvörum, en minna á öðrum vörum. Athyglivert er að verðhækkanir urðu litlar sem engar í jólamánuðin- um á fatnaði, skófatnaði og ýmsum smærri vörum til heimuisnota, en þessar vörur höfðu hins vegar hækk- að um 5-7% í nóvember. Rafmagns- og hitunarkostnaður hækkaði hins vegar um rúm 14% um áramótin, barnagæsla, húshjálp og þessháttar um 11%, heilsuvernd um rúm 7% og opinberar sýningar og fleira um 9,5%. Má því segja að það opinbera ásamt ræktendum jarðargróða hafi átt einna drýgstan þátt í vísitölu- hækkunum að þessu sinni. - HEI VIÐ ERUM ALTROMPA OG NÚSLÁUM VIÐ ÚT SUBARU Eia Val á greiðslukjörum: 20.000 kr. staðgreiðsluafsláttur eða lánagreiðslur í allt að tvö ár. fjórhjóladrifna háþekju sendibílnum. Farangursrými 2,7 rúmm. Vél 1000 cc. Hægt að skipta úr og í fjórhjóladrif á yfir 100 km hraða. Þrennar dyr, sem auðvelda hleðslu og afferm- ingu. 3ja ára reynsla um allt ísland hefursannað ágæti hans í snjó og öllum veðrum. Verg frá kr 359.00O.- Tökum flesta notaða bíla upp í nýja. INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurmn /R<iuðayerði, simi 33560 Fálki trónir á tré í Hljómskálagarðinum um helgina. Tímamynd Árni Bjarna. FÁLKAR í REYKJAVÍK Nýlega sást fálki tróna á tré í Hljómskálagarðinum og ku það ckki óalgeng sjón á þessum árs- tíma að sögn Ævars Pedersen náttúrufræðings hjá Náttúru- fræðistofnun íslands. Hann sagði að líklega væri þetta ungfálki á flækingi en þeir flækjast víða urn land utan varp- tímar.s sem er í apríl. Fullorðnu fálkarnir eru meira kyrrir á sama stað sérstaklega ef nóg fæða er fyrri hendi en t.d. í Reykjavík er rnikið af dúfum sem er afbragðs fæða fyrir fálka. Pá sækja þeir mikið í endurnar á Tjörninni og í aðra fugla en mest Lifir fálkinn á rjúpu. Ævar sagði að óvenju mikið væri af fálka um þessar mundir, en það væri mjög misjafnt milli ára. Oftast hefðu þeir hjá Nátt- úrufræðistofnun orðið varir við 4- 5 fálka en nú hafa þeir fengið 12- 15 fálka inn á stofnunina. marga í slæmu ástandi, þeir hefðu fengið yfir sig grút eða lýsi frá múkkum eða fýl og eýðileggði það íjaðra- búnað fálkanna og Iamaði flugetu þeirra og fuglinn veslaðist upp. Yfirleitt hverfur fálkinn úr þéttbýli þegar fer að nálgast varptímann sem er í apríl eins og áður segir og verpa þeir lang- oftast á heimaslóðum, þó er það ekki algilt. íslendingar hrella Svía Pórarinn Sigþórsson og Þorlákur Jónsson náðu öðru sæti á sterku tví- menningsmóti í bridge sem haldið var í Lundi í Svíþjóð um helgina, og Sævar Þorbjörnsson og Úlfur Árna- son náðu þriðja sæti. Alls tóku 56 pör frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Póllandi þátt t' mótinu auk íslend- inganna. Þórarinn og Þorlákur tóku strax forystuna á mótinu og unnu m.a. eina lotuna með yfirburðum. Seinni daginn gekk þeim síðan ekki eins vel og í lokin tókst sænsku pari, Bennet og Holmer, að skjótast uppfyrir þá. Sævar og Úlfur náðu þriðja sætinu í lokin en þeir eru búsettir í Kaup- mannahöfn og Svíþjóð. Tvö önnur íslensk pör tóku þátt í mótinu, Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson sem enduðu í 9. sæti, og Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson sem enduðu rétt fyrir ofan miðju. Ný útgáf ustjórn Tímans Svo sem kunnugt er hætti út- gáfufélagið Nútíminn útgáfu á NT um áramótin. Nýtt útgáfufélag í eigu Fram- sóknarflokksins og Framsóknarfé- laganna í Reykjavík hóf þá að gefa út Tímann að nýju. Stjórn þessa nýja útgáfufélags hefur ver- ið skipuð. í hennieigasæti Krist- inn Finnbogason. formaður, Al- freð Þorsteinsson, Finnur Ing- ólfsson, Guðmundur Bjarnason, Jón Kristjánsson og Sigrún Magnúsdóttir. Varamenn eru: Hallur Magnússon og Páll Péturs- son.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.