Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 18. janúar 1986 Breiðholtsbúar Eftirfarandi námsflokkar eru í boði á vorönn 1986 í Mennningarmiðstöðinni við Gerðuberg: Þýska I. flokkur mánudaga kl. 18.00-19.20 Enska byrjendur mánudaga kl. 18.00-19.20 Enska I. flokkur þriðjudaga kl. 19.25-20.50 Enska II. flokkur þriðjudaga kl. 21.00-22.20 Enska II. flokkur mánudagur kl. 19.25-20.50 Enska III. flokkurfimmtudaga kl. 19.25-20.50 Enska IV. flokkur fimmtudaga kl. 21.00-22.20 Saumar miðvikud. eða fimmtud. kl. 19.25-22.20 Fullbókað er á mánudögum og þriðjudögum. Lokainnritun fer fram í Gerðubergi mánudag 20. janúar kl. 17.00 til 19.00. Kennsla hefst 20. janúar. Námsflokkar Reykjavíkur símar 12992 og 14106. Laugarneshverfi Eftirfarandi námsflokkar eru í boði í Laugalækjarskóla á vorönn 1986. Vélritun 1. fl. mánud. kl. 19.25-20.50 Bókfærsla2.fl. mánud. kl. 19.25-20.50 Bókfærsla 1. fl. mánud. kl. 21.00-22.20 Enska 3. fl. mánud. kl. 21.00-22.20 Enska 1. fl. miðvikud. kl. 18.40-20.05 Þýska 1. fl. þriðjud. kl 21.00-22.20 Þýska 2. fl. þriðjud. kl. 19.25-20.50 Sænska 1. fl. þriðjud. kl. 19.25-20.50 Sænska 2. fl. þriðjud. kl. 21.00-22.20 Sænska 3. fl. mánud. kl. 19.25-20.50 Kennsla hefst mánud. 20. jan. Námsflokkar Reykjavíkur sími 12992-14106 Miðbæjarskólanum. ítTlti Frá Gigtarfélagi VuJLf íslands Vinningar í happdrættinu féllu á eftirtalin númer. Ferða- vinningar eftir vali: Kr. 60.000,-Nr. 16808 Kr. 40.000,- Nr. 23728 Kr. 25.000,-Nr. 1069 Kr. 25.000,- Nr. 4550 Kr. 25.000,- Nr. 5507 Kr. 25.000,- Nr. 5508 Kr. 25.000,-Nr. 11923 Kr. 25.000,-Nr. 16256 Kr. 25.000,-Nr. 22310 Kr. 25.000,- Nr. 25306 Kr. 25.000,- Nr. 26934 Kr. 25.000,- Nr. 27096 Húsbúnaður eftir vali Kr. 20.000,-Nr. 1703 Kr. 20.000.-Nr. 3177 Kr. 20.000,- Nr. 10141 Kr. 20.000,-Nr. 12749 Kr. 20.000,-Nr. 21691 Kr. 20.000,- Nr. 23342 Kr. 20.000,- Nr. 27032 Þökkum félagsmönnum og öðrum landsmönnum stuðn- ing við Gigtlækningastöðina. Gigtarfélag íslands Ármúli 5-108 Reykjavík, nnr. 2638-8287 Sími: 91-30760 Bæjarstjórnarkosningar áSelfossi 1986 Eins og aðrir landsmenn ganga Selfyssingar að kjörborðinu á þessu ári og kjósa fulltrúa til sveitarstjórn- ar. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur myndað meirihluta í bæjar- stjórn og haft þar rúmt forskot fram yfir minnihlutann. Er nær dregur að því að spilin verði stokkuð upp að nýju eru framboðsaðilar farnir að huga að sínum málum. Alþýðuflokkurinn „Skipun framboðslista er óráðin hjá okkur enn sem komið er. Það verður haldinn fundur hér alveg á næstunni þar sem við byrjum að velta þeim málum fyrir okkur. Ef menn verða ekki sjálfkjörnir í sætin eins og í tvö undanfarin skipti þá á ég von á því að haldið verði prófkjör," sagði Steingrímur Ingvarsson hjá Al- þýðuflokknum á Selfossi. Að sögn Steingríms hafa Alþýðu- flokksmenn ekki hafið kosningaund- irbúning af neinni alvöru að öðru leyti en því að hugað hefur verið að útgáfustarfsemi vegna kosninganna. Hann kvaðst álíta að menn færu að taka við sér hvað úr hverju. Framsóknarflokkurinn „Hér stendur nú yfir svokallað forval og þar tilnefna félagsmenn menn á framboðslistann, en það hef- ur ekkert komið út úr því ennþá. Að því loknu verður haldið prófkjör þannig að úrslit ættu að liggja fyrir eftir helgina,“ sagði Ingvi Eben- hartsson fulltrúi Framsóknarflokks- ins í bæjarstjórn. Ingvi sagði að það væri ekki hægt að segja að eiginlegur kosningaund- irbúningur væri hafinn hjá fram- sóknarmönnum á Selfossi. Þess væri ekki að vænta fyrr en listinn hefði endanlega verið skipaður, sem yrði líklega nú í mánaðarlokin. Sam- kvæmt reynslu fyrri ára myndi kosn- ingabaráttan hefjast fyrir alvöru upp úr febrúarmánuði. Sjálfstæðisflokkurinn „Prófkjör verður nú á laugardag- inn síðan verður vafalaust hefðbund- in vinna í framhaldi af því. Prófkjör- ið verður ekki lokað heldur opið öllu stuðningsfólki og flokksbundnum í Sjálfstæðisflokknum. Þannig að efstu sæti væntanlegs framboðslista ættu að liggja fyrir eftir helgina,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson sem hefur um árabil starfað að bæjarmálefnum á Selfossi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Óli gat þess að hann yrði ekki í framboði í þetta skiptið þannig að hann myndi ekki taka virkan þátt í kosningunum í vor. Hann kvaðst hins vegar vita að umtalsverður undirbúningur kosningabaráttunnar væri ekki hafinn. Slagurinn væri oft- ast stuttur en snarpur á Selfossi og ekkert benti til þess að það ætti eftir að breytast. Alþýðubandalag „Það hefur verið ákveðið að halda forval í febrúar í tveimur lotum. Það er því ekki nákvæmlega Ijóst hvenær endanlegur framboðslisti verður tilbúinn, því það er uppstillingar- nefnd sem gengur frá listanum að loknu forvaIi,“ sagði Þorvarður Hjaltason hjá Alþýðubandalaginu. Hann kvaðst geta fullyrt að gengið hefði verið frá listamálum eigi síðar en um miðjan marsmánuð. Að frátöldu venjubundnu flokks- starfi sagði Þorvaldur að formlegur kosningaundirbúningur væri ekki hafinn. Kynningarstarf fyrir kosn- ingarnar sérstaklega hæfist aldrei fyrr en framboðslistinn hefði endan- lega verið skipaður. Hann bætti því | við að Alþýðubandalagið á Selfossi gæfi út mánaðarlegt blað sem líklega yrði helgað kynningu á frambjóð- endum og stefnumálum þegar þar að kæmi. Árbæjarbúar Eftirfarandi námsflokkar eru í boöi á vorönn 1986 Félagsmiðstöðinni Árseli. Enska 1. fl. mánud. kl. 18.00-19.20 Enska2. fl. mánud. kl. 19.25-20.50 Enska 3. fl. mánud. kl. 21.00-22.20 Þýska 1. fl. miðvikud. kl. 18.00-19.20 Þýska3. fl. miðvikud. kl. 19.25-20.50 Leikfimi mánud og miðvikud. A-hópur kl. 17.10-17.50 B-hópurkl. 17.55-18.35 C-hópurkl. 18.40-19.20 Aðeins er hægt að bæta örfáum við í leikfimihópana. Lokainnritun ferfram í Árseli mánud. 20. jan. kl. 17.00- 19.00. Kennsla hefst sama dag. Námsflokkar Reykjavíkur símar: 12992-14106 Miðbæjarskólanum. Laus staða Laus er til umsóknar lektorsstaða í lífeðlisfræði (heil staða) við læknadeild Háskóla fslands. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf, rann- sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil sinn og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 15. febrúar 1986. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1986. Staða þessi er endurauglýst til leiðréttingar á auglýsingu dags. 6. janúar 1986. Menntamálaráðuneytið 15. janúar 1986 -ss

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.