Tíminn - 18.01.1986, Blaðsíða 13
Laugardagur 18. janúar 1986
Tíminn 17
Bandarískur hagfræðingur:
Norður-Suður viðræður
verða aldrei tvíhliða
-segir Dr. A. J. Kondonassis
Fyrir skömmu kom hingaö til lands bandaríski
hagfræðingurinn Dr. A. J. Kondonassis á vegum
Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Hérlendis
hélt hann einn fyrirlestur og hitti að máli ýmsa þá er
láta sig efnahagsmál varða. Meðan á dvöl hans stóð
átti blaðamaður Tímans stutt viðtal við Kondonass-
is og hér á eftir fylgir útdráttur úr máli hans.
Fyrirlestur Kondonassis fjallaði
um ólíkar aðferðir við fjármögnun
efnahagsþróunar, “Financing Econ-
omic Development: A Number of
Options“, en það er efni sem á ekki
síst við svokölluð þróunarlönd og
vanda þeirra. Af því tilefni barst tal-
ið að samskiptum iðnvæddra ríkja og
vanþróaðra.
Kondonassis sagði að eðlilega
skipti afstaða Bandaríkjamanna til
uppbyggingar í þróunarlöndum
miklu máli, þar sem Bandaríkin
væru sá aðili sem léti lang stærstar
upphæðir í té þróunaraðstoð í doll-
urum talið, þó svo að ýmis önnur ríki
t.d. Norðuriönd létu af hendi hærra
hlutfall af þjóðarframleiðslu. Hann
benti ennfremur á að sérstaða
Bandaríkjanna gagnvart þróunar-
löndum fælist einnig í því að fjár-
mögnun verkefna og bein aðstoð
með bandarísku fé ætti sér hlutfalls-
lega langa sögu og því byggi þó
nokkur reynsla þar að baki.
Hvað varðar vel þekkt hugtak um
svokallaðar Norður-Suður viðræður
um nýskipan í efnahagsmálum
heimsins, sagði Kondonassis að það
væri hugmynd sem bandarísk stjórn-
völd hefðu lýst velþóknun 4, enda
væri þátttaka þeirra skilyrði fyrir
raunhæfari framkvæmd þar að lút-
andi. Hins vegar væri það ljóst að
það væri fráleitt að tala um tvær að-
skildar ríkjablokkir í þessum skiln-
ingi. Allar viðræður hlytu að verða
margþættar vegna misjafns þróunar-
stigs ótal ríkja, en ekki tvíhliða eins
og oft virðist gefið í skyn.
Kondonassis sagði í framhaldi af
þessu að skuldastaða ríkja þriðja
heimsins gagnvart iðnríkjum væri
áþreifanlegt dæmi um hversu flókin
og samtengd efnahagsmál heimsins
væru orðin. Reyndar væri þetta eitt
ógnvænlegasta vandamál sem steðj-
aði að efnahagslegu jafnvægi í heim-
inum. í veði væru hundruð milljarða
dollara sem væru að stórum hluta
útlán viðskiptabanka í einkaeigu. Ef
einhverjir af stærri skuldunautunum
gætu ekki greitt skuldir sínar eða
neituðu að gera það, myndi slíkt
ekki einungis hafa áhrif á framtíðar-
lánstraust viðkomandi ríkis, heldur
einnig á heildarstöðu lánadrottn-
anna. „Þessi staðreynd sýnir best
hversu heimurinn hefur minnkað,
fjöldi aðila eru háðir innbyrðis og í
Ijósi þess er skuldastaða þróunar-
landa vandamál sem t.d. bandaríska
ríkisstjórnin á að láta sig rniklu
varða. Það verðurað koma í veg fyr-
ir algera greiðslustöðvun nteð samn-
ingum," sagði Kondonassis.
Aðspurður um samhengi milli
framtíðarmöguleika þróunarjanda
og síaukinnar tilhneigingar iðnríkja
til að grípa til innflutningshafta eða
verndarráðstafana fyrir eigin fram-
leiðslu, sagði Kondonassis að það
væri mjög hættulegt ef einstök rtki
litu til framtíðarinnar einvörðungu
út frá þröngum eiginhagsmunum.
Slíkt hefði t.d. gerst í upphafi krepp-
unnar miklu, og flestir hagfræðingar
væru sammála um að það hefði verið
til þess að gera ástandið enn verra en
ella hefði orðið. Nú væri málum
þannig háttað að öll ríki í heiminum
væru meira og minna háð viðskiptum
hvert við annað, þó svo að tíma-
bundnir erfiðleikar hefðu valdið því
að kröfur um verndarstefnu hefðu
gerst háværari en verið hefur um ára-
bil. Hinar ýmsu ríkisstjórnir yrðu að
gera sér grein fyrir því að aukin og
margþætt samskipti ríkja heims yrðu
til þess að kalla fram mjög alvarlegt
ástand ef stærri aðilar gripu til slíkra
örþrifaráða.
„Ég er bjartsýnismaður og því lít
ég björtum augum til framtíðarinnar
þar sem efnahagsmál í heiminum eru
annars vegar. En sú bjartsýni byggist
á því að hin ýmsu ríki tileinki sér við-
Bandaríski hagfræðingurinn Dr. A. J. Kondonassis kom hingað til lands ■
stutta heimsókn á vegum Menningarstofnunar Bandaríkjanna.
Mynd: Árni Bjarna
horf samstarfs og samhæfingar í
efnahagsmálum. Sú var raunin að
mörgu leyti í upphafi áttunda ára-
tugarins og árangurinn lét ekki á sér
standa," sagði Kondonassis. Hann
bætti því við að ótal áföll hefðu orðið
til þess að hefta umrædda þróun en
nú væri brýnt að hleypa lífi aftur í
anda samvinnu meðal þeirra ríkja
sem mest áhrif hafa á stöðu efna-
hagsmála í heiminum og mestu geta
valdið um þessar ntundir. Ef hægt
væri að kæfa þær raddir er krefjast
einangrunar og einstefnu væri engin
ástæða til að örvænta.
Kondonassis lét þess getið að
þetta væri fyrsta heimsókn hans
hingað til lands og að honum litist
mjög vel á það sem hann hefði séð af
landi og þjóð. Héðan hélt hann til
Grikklands og Júgóslavíu.
-SS
Skúli Skúlason:
Sala loðskinna
í London og
Kaupmannahöfn
Nokkrar athugasemdir vegna
viðtals blaðamanns Tímans við Jón
Ragnar Björnsson, sem birtist í
Tímanum þann 12. janúar 1986,
Eins og mörgum er kunnugt
stofnuðu loðdýraræktendur með
sér félag árið 1970 sem skírt var
Samband íslenskra loðdýrarækt-
enda, sem skammstafað er SIL.
Fyrir nokkru var ráðinn fram-
kvæmdastjóri til félagsins, sem
heitir Jón Ragnar Björnsson og
skömmu síðar stofnað verslunarfé-
lagið Hagfeldur sf. sem hefur ann-
ast vöruútvegun og útflutning fyrir
félagsmennina og var Jóni Ragnari
falið að veita félaginu forstöðu.
DPA uppboðshúsið í Kaupmanna-
höfn annast uppboð á skinnum fyr-
ir Hagfeld sf., samkvæmt sérstök-
um tvíhliða samningi SÍL og
Danska Loðdýrafélagsins. Þannig
að Hagfeldur sf. getur eingöngu
selt í gegnum DPA.
Annað fyrirtæki, sem heitir
Kjörbær hf., í Kópavogi hefur
þjónað svipuðum markmiðum síð-
an 1970, þ.e.a.s. innflutningi og út-
flutningi á vörunt til loðdýrabú-
anna. Kjörbær hf. hefur haft um-
boð fyrir Hudsons Bay & Annings
Ltd. frá árinu 1970, og nú nýverið
einnig fyrir Hudsons Bay uppboðs-
húsin í New York og Toronto. Þar
eð ntjög náið samstarf hefur hafist
milli þessara þriggja uppboðshúsa,
sem kemur fram í því að ef loð-
skinn eru óseld hjá einu þeirra þá
eru sömu vörur nokkrum dögum
síðar falar hjá hinum HB uppboðs-
húsunum.
Þar eð JRB gegnir áðurgreind-
um tveim framkvæmdastjórastörf-
um, getur oft verið erfitt að átta sig
á því fyrir ókunnuga hvort hann er
að mæla fyrir hönd hagsmunafé-
lagsins SÍL eða verslunarfélagsins
Hagfelds sf. Ólíkt öðrum fulltrúum
hagsmunasamtaka þá hefur hann
uppi ýmsar ábendingar til loðdýra-
ræktenda um á hvern hátt þeir eigi
að haga viðskiptum sínum og er
hann þá væntanlega að tala fyrir
hönd verslunarfélagsins Hagfelds
sf. Og heldur dregið úr því að menn
beindu viðskiptum sínum til sam-
keppnisfyrirtækisins Kjörbæjar hf.
og Hudsons Bay í London. Ef til
vill geta menn gert sér í hugarlund
að formenn Kaupmannasamtak-
anna, stórkaupmanna eða t.d. Bíl-
greinasambandsins færu að nota
aðstöðu sína á þann hátt að lof-
syngja eigin fyrirtæki og biðja
menn um að skipta við þau, en
heldur draga úr fólki með það að
versla hjá samkeppnisaðilunum.
En þetta sýnir okkur að starf JRB
er ekki einfalt og erfitt að þjóna
tveim herrum og erfitt að sjá hvers
hagsmunir eru mikilvægari, hinna
almennu félagsmanna SÍL eða
verslunarfélagsins Hagfelds sf.
Baráttan milli turnsins og tenings-
ins í sálarlífi framkvæmdastjórans
hlýtur því að vera all hörð á stund-
um og ekki öfundsverð.
í viðtalinu við framkvæmda-
stjórann koma frant hinar merki-
legustu upplýsingar fyrir loðdýra-
ræktendur, sem viðskipti eiga við
Hagfeld sf., t.d. Það að Hagfeldur
sf. hefur keypt minka og refaskinn
af framleiðendum, betri verð fást í
Danmörku. best fyrir framleiðendur
að senda á einn stað (DPA)
o.s.framv.
Allar eru þessar upplýsingar Hin-
ar markverðustu. Ég vil taka þær
eftir röð og byrja á kaupunt á loð-
skinnunum. Þegar verslunarfélagið
Hagfeldur sf. kaupir loðskinn af
framleiðendum merkir það um lcið
að framleiðcndum hefur verið
greitt ákveðið verð fyrir skinnin.
Með öðrum orðum ef skinnin selj-
ast á hærra verði heldur en inn-
kaupsverðið er þá hlýtur Hagfeldur
sf. ágóðann, en ef lægra verð fæst
fyrir skinnin þá ber Hagfeldur sf.
tapið. Næst vitnar framkvæmda-
stjórinn í ummæli annarra manna
um það að hærra verð fáist fyrir
skinnin í Kaupmannahöfn heldur
en í London. Þarna hefur fram-
kvæmdastjórinn losað marga loð-
skinnaframleiðendur við mikinn
höfuðverk, því svo margir hafa álit-
ið. sig hagnast á því að skipta við
HB í London. Nú hafa menn þetta
sem sagt á hreinu og þurfa ekki
frekar vitnanna við. Það gæti þó
verið framkvæmdastjóranum
nokkuð umhugsunarefni að Holl-
endingar, sem cru með mikla loð-
skinnafrantleiðslu, skiftu skinnum
sínum milli Hudsons Bay í London
og DPA í Kaupmannahöfn fyrir
nokkrumm árum í tilraunaskyni.
Staðan er þannig í dag aö þeir
senda 95% refaskinnanna á Hud-
sons Bay og 65% minkaskinnanna.
Einnig er merkilegt að danskir
refabændur skuli scnda 45000 refa-
skinn til Hudsons Bay í vctur eða
stóran hluta frantleiðslunnar. Það
gerist auðvitað ýmislegt í sambandi
við þau verð, sem fengist hafa í
þessunt tveim ofangreindu upp-
boðshúsunt, en grófasta dæmið
mun vera um refabóndann í ná-
grenni Rcykjavíkur, sem fékk 42%
hærra verð fyrir blárefaskinn sín
hjá Hudsons Bay í London hcldur
en hjá DPA í Kaupmannahöfn og
var þó uppboð Hudsons Bay síðar í
maímánuði heldur en hjá DPA.
Vegna sílækkandi verðlags s.l. vet-
ur þá átti það uppboðshús, sem síð-
ar seldi, á brattann að sækja.
Markaðshlutdeild Kjörbæjar og
Hudsons Bay á íslenskum loö-
skinnum hcfur verið allt frá 20-
100% frá árinu 1970 eða mismikil
frá ári til árs. Mikill meirihluti
bænda er í viðskiptum við Kjörbæ
hf. bæði í skinnum og búraefni. Úr
viðskiptaheiminum vindur fram-
kvæmdastjórinn sér að vísinda-
legra sviði, þ.e.a.s. kynbótunum.
Telur Itann menn betur setta með
því að senda sem mest af skinnun-
um til DPA í þágu kynbótanna. Ef
til vill veil framkvæmdastjórinn
meir en undirritaður, cn cftir þeim
söluskýrslum, sem undirritaöur
hefur séð frá DPA s.l. ár, þá er
erfitt að gera sér grein fyrir því að
hægt sé að nota þær á virkan hátt. I
fyrsta lagi koma þær of seint til
bóndans eftir febrúaruppboðið hjá
DPA, í öðru lagi er ákaflega flókin
uppsetning á upplýsingunum,
þannig að erfitt er að vinna úr þcim
ncma meö öflugum tölvum og
gagnagrunns-hugbúnaði, sen1
mjög fáir bændur ciga, og í þriðja
lagi sagði Dr. Stefan Aðalsteins í
afar fróðlcgu erindi, sem hann
flutti á síöasta aðalfundi SÍL, sem
haldinn var á Hallormsstað s.l.
sumar að ógerningur væri að á-
kvarða faðerni hvolpanna, þegar
tvíparað væri. En tvípörun er víð-
ast framnkvæntd vcgna hættunnará
því að annar karlinn sé ónýtur.
Undirritaður tekur fram að hann
er ekki vanur því að svara dylgjum
og rangfærslum á opinberum vett-
vangi í garð Kjörbæjar hf. eða
Hudsons Bay írá ofangreindum
framkvæmdastjóra, cn okkur
fannst hcldur langt gengið í þctta
skiptið.
Við vildum beina þeint tilmælum
til framkvæmdastjórans og yfir-
manna hans í framtíðinni að
drengilegra sé hjá þeim að borga
fyrir auglýsingar sínar í blöðunum
heldur en að kría sér út ókeypis
auglýsingar í viðtölum við blaða-
menn. Mætti til dæntis hugsa sér
auglýsingu eitthvað á þessá leið:
Hagfeldur sf er bctri heldur en
Kjörbær hf. DPA er betra heldur
en HB. Undirskrift Hagfeldur sf.
Á þennan hátt l'æri ekkert ntilli ntála
að það væri verslunarfélagið Hag-
feldur sf., sem væri að auglýsa sitt
ágæti.