Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. janúar1986 Tíminn 17 CONCORDE tíu ára Hraðfleygasta farþegaflugvél heims er á ýmsan hátt vandræðagripur Þegar flugvé! hins nýja tíma komst loks á loft í fyrstu áætlunartlugferð- ina, sögðu sérfræðingar strax að þessi rekstur væri vonlaus. Þegar tekist hafði að yfirstíga alla tækni- lega örðugleika og þróunarvanda- mál, en það tók tuttugu ár, hafði fjármálagrundvöllurinn gjörbreyst í farþegaflugi. Concorde-þotan sem flaug með tvöföldum harða hljóðsins og með ógurlegum hávaða, auk þess sem hún brenndi gífurlega miklu eldsneyti og hafði lítið farþegarými, virtist vonlaust fyrirtæki. Þessi hraðfleygasta, dýrasta og margflóknasta flugvél allra tíma, er samt sem áður enn í förum og nú í mánuðinum er haldið upp á tíu ára afmæli hennar. Saga Concorde hófst árið 1956 þegar frönskum flugvélarsmiðum tókst að telja forsetann, Charles de Gaulle, á að hefja framkvæmdir við smíði flugvélar sem slá mundi öll met á skemmri og lengri flugleiðum. En vegna hins háa hönnunarkostnaðar urðu Frakkar sér úti um bandamann við smíðina, Stóra-Bretland. Samn- ingar voru undirritaðir 29. nóvember 1962. Farartækið varð að pólitísku metnaðarmáli. En brátt kom í Ijós að vélin mundi alls ekki henta á skemmri flugleið- um, vegna þess hve mikið eldsneyti fór í flugtak og lendingu. Eyðslan var ekki komin niður á skaplegt stig fyrr en upp í háloftin var komið. Því var nú fyrst og fremst miðað við lengri vegalengdir og tókst um síðir að koma flugþolinu upp í 6500 kíló- metra. (747 Jumbo flýgur 10500kíló- metra án lendingar). En þegar vélin var hæf til fjölda- framleiðslu kom í ljós að Rolls Royce hreyflarnir sem áttu að knýja hana voru orðnir úreltir. Til þess að kom- ast yfir hljóðhraða skömmu eftir flugtak þurfti að nota sérstaka for- þjöppu og það krafðist svo mikils eldsneytis að eyðslan varð 1200 lítrar á farþega á leiðinni París-New York, en það er þriggja og hálfrar stundar flug. Það er þrisvar og hálfum sinn- um meira en Boeing 747 notar. Þó virtist sem þetta afsprengi fransks og breskt hugvits ætlaði að spjara sig. Frá 1968 hefur fyrirtækið fengið 74 pantanir frá 16 flugfélög- um. Kurt Matzak, flugstjóri, prófaði vélina árið 1971 hinn 21. júlí fyrir Lufthansa. Hann flaug hcnni í tvær og hálfa klukkustund eftir að hafa verið á námskeiði í tvo daga og „flogið" í prófunarklefa. Hann flaug vélinni frá llugvellinum í Toulouse og fór í stóran hring yfir Miðjarðar- hafinu. •’Ég var stórhrifinn af vélinni," segir Matzak, „þótt hún geri miklar kröfur til flugmannsins. Það á til dæmis við um lendingu, en vélin er ekki búin venjulegum lofthemlum, heldur verður að halla henni á sér- stakan hátt, áður en lent er, til þess að bremsa. Þannig er ekki dregið úr eldsneytisgjöfinni við lendingu. heldur gefið í. Þá er trjónu vélarinn- ar hallað niður á við um leið nneð vökvabúnaði, því annars sæi llug- maðurinn ekki niður á brautina." Kurt Matzak fór lofsamlegum orð- um um vélina í skýrslu sinni, en þeg- ar forráðamenn Lufthansa höfðu kannað hagkvæmniþætti við rekstur flygildisins, féllu þeir frá kaupunum. Þáverandi forstjóri sagði háðskur á svip: „Segið mér hve margar Conc- orde þotur við eigum að kaupa og ég skal verða fljótur að reikna út hve- nær við verðum gjaldþrota." Skömmu síðar skall olíukreppan yfir og verð á flugvélaeldsneyti tvö- faldaðist. Öll flugfélög reyndu að rifta pöntunum sínum á þotunni. Um það bil 153 milljörðum ís- lenskra króna hafði verið varið til þróunar vélarinnar og þegar fram- leiðslu var hætt árið 1976 höfðu 16 vélar verið smíðaðar. Verð hverrar vélar var um tíu milljarðar króna, eða ígildi sex Jumbó þotna. Þegar á fyrsta ári töpuðu ríkis- flugfélögin Air France og British Airways miklum fjárhæðum á vél- inni. Til þess að forða slysi gripu stjórnmálamennirnir til gamallar brellu. Þeir negldu kostnaðinn niður við ákveðna upphæð og létu hallann hvcrfa út úr bókhaldinu. Fyrir vikið í stjórnklefanum. Tækin fyrir miðju stjórna hreyflunum fjórum sem knýja vélina áfram á 2200 kílómetra hraða. losnaði t.d. British Airways við halla sem nam tíu milljörðum ísl. krónaog fengu skattborgararnir að greiða brúsann. í bókhaldinu kemur fram hagnaður af vélinni sem ncmur 70 ísl. krónum! Síðan hefur reksturinn gengið ögn betur með hverju árinu og er það að þakka auknu lciguflugi. Það færist nefnilega í vöxt a stórríkt fólk og fyrirtæki sem vilja láta á sér bera, leigi vélina í útsýnis ogskemmtifcrð- ir. Klukkustundin kostar 1.2 milljón- ir. Þórarinn Þórarinsson skrifar um JIERLEND MALEFNIL Rætist vonin um árið 1986 sem ár friðarins? Hið athygllsverðasta við tillögur Gorbachovs er að Rússar eru nú tilbún- ir til að semja um eftirlitsferðir tii að tryggja að umsömdum takmörkun- um og eyðingu vopna sé framfylgt. UM ÞESSAR mundir eru að hefjast að nýju í Genf viðræður milli sendinefnda Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem vinna að því að ná samkomulagi um fækkun bæði langdrægra og meðaldrægra eldflauga, og bann við geimvopn- um. Viðræður þessar hófust á síð- astliðnu ári og hefur verið unnið að þeim á þann hátt, að nefndirnar hittust með vissu millibili. Millibils- tíminn hefur verið notaður til undirbúnings áframhaldandi við- ræðum. Viðræðurnar nú eru hinar fyrstu eftir Genfarfund þeirra Gorbac- hovs og Reagans í nóvember. Þess vegna er þeim veitt aukin athygli og meiri vonir bundnar við þær en' áður. Meðal annars gera menn sér nokkra von um að einhver árangur kunni að hafa náðst fyrir fund þeirra Gorbachovs og Reagans, sem haldinn verður á þessú ári, en ekki erenn ljóst, hvort hann verður haldinn í júní eða september. Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt, að árið 1986 skuli helg- að friðinum og verða alþjóðlegt friðarár. Vegna viðræðna risaveld- anna um þessi mál, þykir nú nokkur von tii þess, að árið 1986 geti reynst árangursríkara í þessum efnum en undanfarin ár. ÞAÐ hefur bersýnilega verið keppikefli hins nýja leiðtoga Sovétrfkjanna, Michaels Gorbac- hovs, að Rússar næðu frumkvæði í afvopnunarmálinu. Þetta hefur honum að verulegu leyti tekist. Af hálfu Bandartkjanna hefur því oft- ast verið haldið fram, að hér væri um áróðursbrögð að ræða. Þó verður að játa að ýmsar tillögur b.,. ,-y. Gorbachovs hafa verið nær veru- leikanum en flestar fyrri tillögur Sovétmanna. Gorbachov hefur hagnýtt sér það tækifæri, að árið 1986 hefur verið helgað friðinum af hálfu Sam- einuðu þjóðanna. Hann hóf árið með því að birta ávarp, þar sem hann lagði fram áætlun um að öll- um kjarnavopnum yrði útrýmt fyrir aldamót. Einnig yrði kemískum vopnum útrýmt. Ólíkt því, sem áður hefur gerst, hefur Reagan forseti tekið þessum tillögum vel og sagt sig fagna þeim, þótt ekki geti hann fallist að sinni á sum atriði þeirra, eins og þeim að hætt verði tilraunum með kjarnorkuspreng- ingar og rannsóknir til undirbún- ings geimvopnum. Bandarfkjamenn, sem eru til hægri við Reagan, og Evrópu- menn, sem telja allar tillögur Sovétríkjanna áróður, hafa ekki tekið jjeim eins vel og m.a. talið þær sprottnar af því, að Gorbachov vilji tjalda öllu sem til er fyrir þing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, en það kemur saman seint f næsta mánuði. Þar sem áætlun Gorbachovs er einhver hin ítarlegasta, sem gerð hefur verið um útrýmingu kjarna- vopna, þykir rétt að rifja hér upp. nokkur meginatriði hennar. í fyrsta lagi er lagt tii, að öllum kjarnavopnum verði útrýmt fyrir aldamót, jafnt kjarnaoddum og skotpöllum fyrir eldflaugar. Þetta verði gertí þremur áföngum. Fyrsti áfangihn, sem verði framkvæmdur á næstu 5-8 árum, verði fólginn f því, að Bandaríkin og Sovétríkin fækki um helming þeim kjarna- vopnum, sem nái til iandsvæðis 1 —i"' ■. hvor annars. Á þeim skotpöllum, sem eftir verða, haldi hvort ríkið um sig 6000 kjamaodda. Þá verði út rýmt öllum meðaldrægum eld- flaugum Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna í Evrópu. Annað stig skuli hefjast ekki síðar en 1990 og standa í 5-7 ár. Þá eiga Bandaríkin og Sovétríkin að ljúka þeirri af- vopnun, sem samið var um í fyrsta áfanga og halda áfram frekari fækkun kjarnavopna. Þá eiga önn- ur ríki, sem ráða yfir kjarnavopn- um, að hefja þátttöku í þessari af- vópnun, m.a. á þann hátt að hætta frekari framleiðslu þeirra. í öðrum áfanga á svo að hætta öllum tilraun- um með kjarnavopn. Þriðji áfangi á að hefjast 1985 og ljúka 1999, en þá á að vera búið að útrýma öllum kjarnavopnum í heiminum. Tutt- ugasta og fyrsta öldin á að vera kjarnavopnalaus öld. í öðru lagi gerir áætlun Gorbac- hovs ráð fyrir því, að Bandarfkin og Sovétríkin hætti strax öllum kjarnorkusprengingum. önnur ríki taki einnig þátt í þessari fryst- ingu, þótt það verði ekki strax. Sovétríkin hættu þessum spreng- ingum sfðastl. sumar og lofuðu þá að stöðva þær fram til áramóta. Þau hafa nú framlengt þetta í þrjá mánuði og skora á Bandaríkin að gera slfkt hið sama. Eins og áður segir, hefur Reagan hafnað því. 1 þriðja lagi gerir áætiun Gorbac- hovs svo ráð fyrir þvf, að samið verði um eyðileggingu alira kem- fskra vopna og framleiðslu þeirra hætt. HtÐ athyglisverðasta við tiilög- ur Gorbachovs er vafalítið það, að lýst er yfir þvf, að Rússar séureiðu- ................... ^aniiiu I búnir til að semja um eftirlitsað- ferðir til að tryggja það að um- sömdum takmörkunum og eyðingu vopna sé framfylgt. Hingað til hafa þeir verið tregir til að semja um slfkt eftirlit, en Bandaríkin hafa lagt mikla áhersiu á það. Það getur þó reynst Bandarfkjamönnum erfiðara en Rússum að semja um slíkt eftirlit, þar sem það yrði ekki aðeins að ná til ríkisfyrirtækja, heldur einnig einkafyrirtækja, en bandarfsk fyrirtæki eru yfirleitt andvíg öllu opinberu eftirhti með rannsóknum þeirra og framleiðslu. Eins og áður segir, hefur Reagan að þessu sinni fagnað tillögum Gor- bachovs, þótt hann hafi lýst yfir þvf, að hann geti ekki fallist á öll atriði þeirra. Hann sé hins vegar fús til að ræða um tillögumar og senniiega mun hann einnig leggja fram gagntillögur. Horfumar f þessum efnum eru því betri en lengi áður. Þess er þó vart að vænta, að árið 1986 verði slíkt friðarár, að samkomulag náist á því um öll hin viðkvæmu deiluatriði, sem hér er um að ræða. Hins vegar gæti á árinu þokast nokkuð f sam- komulagsátt. AUt mannkyn á mikið undir því, að sú verði þróunin og þá ekki síst þjóðir risaveldanna. Mikili vandi og þung ábyrgð hvflir á herðum þeirra Gorbachovs og Reagans. Eins og jafnan áður gerir Gor- bachovs það að skilyrði, að Banda- rfkin hætti öllum fyrirætiunum sín- um um geimvopn eða geimvarnar- vopn, eins og Reagan kallar þau. Reagan hafnar þessu eins og sakir standa, en ótrúlegt er aöBandarf k- in haldi þessu til streitu, ef raun- hæft samkomulag næst um eyðingu kjarnavopna. ■ ......' i i >immiém"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.