Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 18

Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 18
18 Tíminn Sunnudagur 26. janúar 1986 Rannsóknariögreglumennirnir Haraldur Árnason og Jónas Hallsson. Starf þeirra er ekki síð- ur að sanna sakleysi manna en Sekt. Tímamynd: Árni Bjarna. Helgarblað Tímans heimsótti stofnanir, skemmtistaði, sjúkra- hús og hótel á höfuðborgarsvæð- inu þar sem lög og reglugerðir um brunavarnir eru þverbrotin. Það er engu iíkara en verið sé að biða eftir stórum eldsvoða þar sem fjöldi manns yrði eldi að bráð. Dauðagildrur Við samantekt þessarar greinar heimsótti blaðamaður Helgarblaðs Tímans stór sjúkrahús, stofnanir, skemmtistaði og hótel í Reykjavík sem á engan hátt fullnægja settum lögum og reglugerðum um bruna- varnir. Við teljum að það þjóni engum til- gangi á þessu stigi málsins að nefna nöfn á stöðum eða stofnunum sem heimsóttir voru en margir hverjir voru nánast skólabókardæmi um það hvernig reglur og lög eru þverbrotin hvað brunavarnir snertir. Víða úti á landsbyggðinni virðist ástandið vera jafnvel enn verra. Dæmi eru til um félagsheimili þar sem neyðarútgangar hafa verið bolt- aðir. aftur til að koma í veg fyrir að gestum væri hleypt inn bakatil í hús- in þegar samkomur eru en um leið loku fyrir það skotið að fólk geti flúið eld ef upp kæmi. Eitt stærsta hótelið í höfuðborg- inni er þannig úr garði gert að ef eld- ur kæmi upp í anddyri eða uppgangi þá væri útilokað fy rir gesti á efri hæð- um hússins að komast þaðan lifandi. Sjúkrahús í næsta nágrenni borg- arinnar þar sem hundruð manna dvelja er í svo slæmu ástandi hvað varðar brunavarnir að það má telja kraftaverk að þar hafi ekki orðið stórir mannskaðar enn sem komið er. Svona mætti lengi telja. Hverjir bera ábyrgðina í lögum allra þjóða eru það eig- endur og forráðamenn bygginga og fasteigna sem bera ábyrgð á bruna- vörnum hver fyrir sig. í lögum um brunavarnir og bruna- mál sem sett voru árið 1982 er það Félagsmálaráðuneyti sem fer með yfirstjórn brunamála í landinu en Brunamálastofnun ríkisins fer með daglegan rekstur brunamála en við þá stofnun starfa aðeins sex menn. { sveitarfélögunum eru það sveit- arstjórnir og slökkviliðsstjórar á hverjum stað fyrir sig sem fara með brunamál sveitarfélagsins en bruna- liðsstjórar á landinu öllu eru um 70 talsins. Allir verkfærir menn á aldrinum 18 til 60 ára eru svo samkvæmt lögunum skyldir til þjónustu í slökkviliði og er þeim skylt að koma til slökkviæfinga allt að 20 klukku- stundir á ári og auk þess skuli þeir koma hvenær sem eldsvoða ber að höndum samkvæmt nánari reglum um útköll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.