Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 23

Tíminn - 26.01.1986, Blaðsíða 23
Sunnudagur 26. janúar 1986 Tíminn 23 FJOLBRAGÐAGLIMAN ervinsæl skemmtun Sá sem er undir í glímunni stendur alltaf verr að vigi. En áður en við er litið hefur lánið snúist við, sá sem áður var ofan á er skyndilega kominn á vald óvinarins. Ef allt væri sem sýnist í fjölbragðaglímunni þyrftu fæstir keppendanna að kemba hærurnar. Alls kyns brögðum og sjónhverfingum er beitttil að koma í veg fyrir að keppendur fari sér að voða, enda eins gott. HELGARSPEGILL: Bændur! Á síðasta ári seldi BOÐI 5 Boðaturna. Nú höfum við náð mjög góðum samningum um sölu á 10 þetta ár. Þvi hvetjum við alla þá sem hyggja á slíkar framkvæmdir að setja sig í samband við sölumenn okkar, sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og þekkingu á þessum efnum, og gefa allar upplýsingar. Boðaturnana er hægt að fá í öllum stærðum, meö topplosun- arbúnaði, sem gegnir tvíþættu hlutverki. Við fyllingu sér hann um að jafna til svo heyið leggist betur. Þetta gerir það að verk- um að turninn tekur um 15-20% meira hey en meðöðrum bún- aði. Viö losun vinnur búnaðurinn eðlilega, alls óháður ástandi heysins og blæs því um rör til gjafar. Hafið samband við sölumenn okkar í síma 91-651800, Kaplahrauni 18, Hafnarfirði. - en ekki öll þar sem hún er séö! BOÐA FOÐURTURNAR um sjónvarpsáhorfendum gefst kost- ur á að njóta margsinnis í viku hverri í fjölbragðaglímusýningum þeim sem njóta ómældra vinsælda. I aug- um óvanra er þetta heldur óhugnan- leg sjón, en þeir sem sjóaðir eru vita mæta vel að allt er þetta sauðmein- laust grín að aðeins sett á svið til að veita áhorfendunum góða skemmtun. Það eina í glímuhringn- um sem er ósvikið, eru glímu- mennirnir sjálfir, 250 kílóa sköllótt kjötflykki eða síðhærðir glæsilegir. piltar. Suntir þeirra eru klæddir eins og böðlar, aðrir sem kúrekar eða indíánar. En allir eru þeir kattliðugir og kunna glímubrögðin út í æsar. Urslitin eru ákveðin fyrirfram en kapparnir draga samt ekkert af sér í glímunni. Og víst eru fangbrögðin óhugnanleg í augum áhorfandans! v „The Animal'- ryðst inn í hringinn öskrandi eins og górilluapi. Hann er trylltur og grimmur og er mættur til að gleypa andstæðinginn lifandi. Og það er engin ástæða til að ætla annað en að honuin takist það. Þessi tveggja metra hái risi, sem hnyklar vöðvana og gefur frá sér skelfileg hljóð er ógnvekjandi. „The Evil Missing Ling“ ráfar eirðarlaust um í hringnum, hring eft- ir hring. Svipurinn á grænleitu and- litinu er fjarrænn. Kcppinauturinn liggur í einhvers konar hrúgu á miðju sviðinu, handleggir og fótleggir snúa til ýmissa og óvenjulegra átta og blóðið lagar úr bringu og andliti. Það hefur greinilega ekki mátt miklu muna að hann kveddi þennan heim. Þetta eru aðeins tvær svipmyndir af ótalmörgum, sem mörgum erlend- OÐI H F

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.