Tíminn - 28.01.1986, Síða 1

Tíminn - 28.01.1986, Síða 1
STJÓRNLAUS STRÆTISVAGN lenti inni á skólalóð við ísaksskóla í gærdag, eftir árekstur við jeppabifreið. Strætisvagninn ók suður StakkahlíðogjeppinnkomeftirBólstaðarhlíðinni.Til- drög slyssins voru þau að ökumennirnir sáu hvor annan of seint þegar komið var að gatnamótunum. Bílstjóri strætisvagnsins reyndi aðsveigjafrá, en lenti við það ájeppanum. Mikil hálka var ágatnamótunum og vagninn drekkhlaðinn. Hann rann á járngrindverk og braut það niður, og inn á skólalóðina. Sjónarvottar segja að mesta mildi sé að ekki fór verr, þar sem skólalóðin var þéttsetin börnum. Þau forðuðu sér hvert sem betur gat. Bílstjóri srætisvaansins var flutt- ur á slysadeild, og jeppinn varfjarlægður meö krana- bifreið. HANN MÁTTI þakka sínu sæla ökumað- ur Benz-bifreiðarinnar, sem sést á myndinni. Eftir harðan árekstur við hús á Kleppsveginum, þar sem bíllinn stórskemmdist, slapp hann með smávægi- leg meiðsli. Ökumaður bílsins var einn á ferð þegar óhappið varð. Til- drögin voru þau að öku- maður missti stjórn á bíln- um sökum hálku. Tals- verð ferðvarábílnumog flaug hann fram af vegar- kantinum og klessti á húsvegginn. TVEIR VARAÞINGMENN tókusætiá Alþingi í gær. Þetta eru Vigfús Jónsson varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, sem tekur sæti Halldórs Blöndal, og Þórður Skúlason varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi vestra, sem tekur sæti Ragn- ars Arnalds. HARÐUR ÁREKSTUR varð miiii véi- gröfu og fólksbifreiðar í Tryggvagötu, á móts við Hamarshúsið í gærdag. Flytja varð ökumann og far- þega fólksbílsins á slysadeild. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli þeirra reyndust. SOLUMIÐSTOÐ hraðfrystihúsanna hefur samið við Japana um sölu á 2.500 smálestum af frystum loðnuhrognum. Verðið sem fæst er 1.750 dollarar hver smálest, en það er um 30% hærra en í fyrra. Heildarverðmæti þessa sölusamnings er 185,5 milljón króna eða 4.375 þúsund dollarar. Á FUNDI ÆSKULÝÐSNEFNDAR Blindrafélagsins sem haldinn var 15. þessa mánaðar var samþykkt að skora á menntamálaráðherra að beita sér nú þegar fyrir því að sett verði lög um fram- haldsmenntun fatlaðra nemenda. Nefndin bendir á að frumvarp um framhaldsskóla hefur legið í fórum ráðuneytisins svo að árum skiptir. Stefnuleysi í fram- haldsmenntun fatlaðra getur valdið fötluðum ung- mennum óbætanlegu tjóni, segir í ályktun fundarins. KVIKMYNDAHÚSAGESTUM á Bretlandi fjölgaði um a.m.k. 34% á seinasta ári þrátt fyrir aukna myndbandaeign almennings þar í landi. Ný bresk könnun sýnir að myndbandaeigendur fara oftar í bíó en þeir sem ekki hafa keypt sér mynd- bandstæki. Þetta þykir benda til þess ao kvikmynda- hús muni lifa af myndbandavæðinguna og jafnvel blómstra við hliðina á myndbandaleigum. KRUMMI „Ég var að heyra að varamennirnir í þróunarfélags- stjórninni fái ekki stólana sína fyrr en þeir hafi verið þrýstiprófaðir..." Nýtt „Kaffibaunamár í uppsiglingu? FÉKK KAABER KAFFIAFSLÁTT? - Heimildir Tímans segja að ríkissaksóknari hafi beðið um rannsókn Samkvæmt hcimildum sem Tíminn telur öruggar hefur Ríkissaksóknaraembættið sent beiðni til Rannsóknarlögreglu ríkisins, um að kannað verði hvernig staðið er að innflutn- ingi á kaffi hjá fyrirtækinu Ó. Johnson og Kaaber. Heimild- armaður Tímans sagði að ríkis- saksóknari hefði viljað fá svar við þeirri áleitnu spurningu hvort Kaaber hefði ekki flutt inn frá söntu mörkuðum og Sambandið á sínum tíma, og þá hverjir hefðu verið umboðs- aðilar, og hvort þeir hefðu flutt inn kaffi með afslætti á þeim tírna sent veittur var afsláttur til Sambandsins. Þá cr ósvarað spurningunni hvernig þeim af- slætti hafi verið varið og hvert hann hafi runnið. Þórður Björnsson ríkissak- sóknari sagöist ekkert hafa um málið að segja, en vildi ekki neita þessu. Jónatan Sveinsson saksóknari sagðist hvörki getað staðfest að slík beiðni hefði verið lögð fram, né vildi hann neita því að beiöni hefði verið scnd til Rannsóknarlögreglu ríkisins um ófanrædda rannsókn. Bragi Steinarsson tók i sama streng. Hallvaröur Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri sagði í samtali við Tímann í gær að hann vísaði öllum spurningum um þetta mál til ríkissaksóknara. Heimildir Tímans segja að tæp vika sé liðin síðan ríkissak- sóknari sendi beiðnina til rann- sóknarlögreglustjóra. -ES Atvinnubílstjórar mótmæltu Samtök atvinnubílstjóra efndu í gær til mótmæla fyrir utan aþingishúsið með því að aka þar framhjá fylktu liði. Þetta er í annað skipti sem bílstjórar mótmæla á þennan hátt hækkun þungaskatts, en bráðabirgðalög þess efnis frá síðasta ári verða að öllum líkindum senn staðfest. Mótmælin ursökuðu að flestir atvinnubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu lögðu niður vinnu á tímabilinu hálf tvö til hálf þrjú síðdegis í gær. Ekki hlaust af truflun á þingstörfum. Sjá nánar um þing bls.3. Tímamynd Árni Bjarna Sameining hjá leigubílstjórum - í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellssveit Leigubílstjórar í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellssveit hafa ákveðið að ganga í eina sæng frá og með næstu mán- aðamótum. Munnlegt sam- komulag hefur verið gert um sameiningu Frama félags leigu- bílstjóra í Reykjavík og Neista félags starfsbræðra þeirra í Hafnarfirði. Með þess- ari samúiningu verður höfuð- borgarsvæðið eitt atvinnusvæði fyrir leigubílstjóra. Eins og málin standa í dag, er ekið á hærri taxta, þegar far- ið er frá Rcykjavík og í Hafn- arfjörð og öfugt. Með samein- ingunni er þcssu breytt og fjar- lægð á starfssvæðinu skiptir ekki máli. Þá opnast sá mögu- leiki fyrir atvinnubílstjóra, sem starfa í nágrenni Reykjavíkur að aka í höfuðborginni. Fundur vcrður haldinn í Neista næstkomandi þriðju- dag, þat sem endanlega veröur tekin afstaða til sameiningar- innar. Sigurður Skúli Bergsson full- trúi í samgönguráðuneytinu, sagði í samtali við Tímann í gær, að mcð þessari samein- ingu væri lagður grundvöllur að gamalli hugmynd, sem væri sameining allra leigubílastöðva á höfuðborgarsvæðinu. Um santeininguna sem slíka sagði Sigurður. „Við vonumst til þess að með þessari hagræð- ingu verði hægt að tryggja betri þjónustu um leiðogmöguleikar bílstjóranna aukast." -ES

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.