Tíminn - 28.01.1986, Síða 5

Tíminn - 28.01.1986, Síða 5
ÚTLÖND UTLOND Umsjón: Ragnar Baldursson FRANSKT KAMPA- VÍNSMET París-Reuter Frakkar slógu öll framleiðslumet á kampavfni á seinasta ári. Þeir fram- leiddu hvorki meira né minna en 195,42 milljón flöskur að sögn sam- taka kampavínsframleiðenda. Þetta er tveggja prósenta aukning frá því árið 1984 þegar þeir fram- leiddu 188,04 milljón flöskursem var einnig met. Frakkar settu líka met í útflutningi kampavíns. Samtals flutu 72,79 milljón kampavínsflöskur út úr Frakklandi sem er 16% aukning frá fyrra ári. Bretarog Bandaríkjamenn fengu bróðurpartinn af útflutningn- um, Bretarskoluðu úr 15,35 milljón- um flaskna en Bandaríkjamenn úr 14,35 milljónum. Svíar tölvuskrá alla eyðnibera Stokkhólmur-Reuter Sænsk stjórnvöld hafa í hyggju að tölvuskrá alla þá, sem talið er að séu smitberar eyðniveiki (AIDS . ónæmistæringar), til þess að hægt vcrði að fylgjast með útbrciðslu þessa hættulega sjúkdóms. Lars-Olof Kallings, forstjóri Veirurannsóknarstöðvar sænska ríkisins segir tölvuskráningu eyðni- bera nauðsynlcga þar sem hætta sé á að þeir veikist og smiti aðra. Þaö verði að fylgjast með því hverjir smitberarnir séu, hvaðan þeir komi og hvað margir þeirra veikist af eyðni. Nú þegar hafa um níu hundruö menn með mótefni gegn eyðni fund- ist í Svíþjóð en allir þeir, sem hafa mótefni, eru taldirsmitberar. Flcstir sænsku smitbcranna eru citurlyfja- sjúklingar, vændiskonur eða hommar. Nær þrjátíu hafa veikst og mcira en einn tugur hefur látist. Veirurannsóknarstöðin, sem hcf- ur yfirumsjón með eyðnirannsókn- um Svía, bíöur nú aðeins cftir lcyfi frá tölvueftirlitsnefnd Svíþjóðar scnt veröur að samþykkja alla tölvu- vinnslu á persónulcgum upplýsing- um um hópa fólks. Samtök sænskra homma hafa mótmælt tölvuskráning- unni sem þau scgja brjóta gcgn cin- staklingsfrclsi einstaklinga sem óvíst cr að séu smitbcrar. >'r. Tíminn 5 Frönsku njósnararnir, Marfart og Dominique, sem tóku þátt í að sökkva grænfriöunga- skipinu Rainbow Warrior, hafa ákveðið að nota tækifærið og ganga menntaveginn á meðan þau dúsa í fang- elsinu. Damascus-Reuler Hamid Jalloud, aðalritari Al- þjóðasambands arabískra verkamanna, sem um 40 milljón verkamenn eiga aðild að, segir að félagar í sambandinu muni bregð- ast hart við öllum „árásaraðgerð- um“ Bandaríkjanna eða ísraels gegn Líbýu eða Sýrlandi. Jalloud sagði á blaðamanna- fundi í gær að aðildarfélög sam- bandsins myndu grípa til aðgerða án tillits til þess hvernig stjórn- völd í arabaríkjum brygðust við bandarískum eða ísraelskum árásum. Hann nefndi bann við flutningi á bandarískum vörum með skipum og flugvélum sem dæmi um hugsanlegar aðgerðir auk þess sem verkamenn myndu sniðganga bandarískan varning. Þriöjudagur 28. janúar 1986 verkamenn styðja Gaddafi Nýja Sjáland: Franskir hryðjuverka- menn í háskóía Wcllinglon-Reuler: Frönsku njósnararnir tveir, sem fyrir nokkru voru dæmdir í tíu ára fangelsi á Nýja Sjálandi fyrir hryðju- verk gegn grænfriðungum, hafa sótt um inngöngu í nýsjálenskan há- skóla. Geoffrey Palmer dómsmálaráð- herra Nýsjálendinga, hefur sam- þykkt fyrir sitt leyti umsókn njósnar- anna, Alains Marfarts og Dominiq- ues Prieurs, um að fá að stunda nám við Masseyháskóla sem utanskóla- nemendur. Utanskólanemendur stunda nám aðallega bréflega og geta fangelsis- limir þannig lokið háskólanámí á meðan þeir afplána dóma sína. Sem stendur taka um 25 fangar á Nýja Sjálandi bréflega þátt í háskólanámi. Marfart og Prieur tóku þátt í sprengjuárás franskra njósnara á grænfriðungaskipið, Rainbow Warr- ior, í júlí á seinasta ári. Einn áhafn- armeðlimur drukknaði þegar skipið sökk í höfninni við Auckland. Frönsk stjórnvöld hafa beðið Ný- sjálendinga um að leyfa Marfart og Prieur að koma til Frakklands en umsókn þeirra urn inngöngu í nýsjá- lenskan háskóla bendir til þess að þau búi sig undir langa fangelsisvist. Gaddafi með öðruni arabaleiðtogum. Carter segir að þvingunaraðgerðir Reagans hafi rofið einangrun Gaddafis í arabaheiminum og gert hann að hetju í augum araba. Jimmy Carter: Reagan breytti Gaddafi í hetju London-Reuter Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna segir að tilraunir Reagans Bandaríkjaforseta að undanförnu til að einangra Muamm- ar Gaddafi Líbýuleiðtoga hafi aðeins upphafið Gaddafi og valdið óeiningu á milli Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Carter sagði þetta á blaðamanna- fundi sem hann hélt í London í gær. Hann gagnrýndi Reagan harkalega Arabískir fyrir að hafa ekki tekið frumkvæði í afvopnunarviðræðum stórveldanna, í friðarumleitunum í Miðausturlönd- um og fyrir að beita sér ekki fyrir af- námi kynþáttamisréttis í Suður- Afríku. Carter sagði engan vafa leika á að Gaddafi stæði á bak við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi en það væru til réttar aðferðir til að fást við hryðju- verk og það væru til rangar aðferðir. Það hefði verið rangt af Bandaríkja- mönnum að grípa til aðgerða sem „kostuðu okkur hér um bil ekkert. og krefjast þess af bandamönnum okkar að grípa til aðgerða sem hefðu kostað þá mikið". Carter sagði að Gaddafi hefði að mestu verið útskúfaður af öðrum arabaþjóðum en þungur málþófs- þrýstingur og hernaöarþrýstingur Bandaríkjamanna á hann „hefðu í einu vetfangi gert hann að hetju". Það hefði verið rangt að beita þving- unaraðgerðum sem hefðu veitt Gaddafi upphefð og rekið fleig á milli Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra. Gleymum þeim ekki Munið eftir Kópavogsheimilinu. Tékkareikningur 979 í Landsbanka Islands Breiðholtsútibúi. Móttaka í öllum bönkum og spari- sjóðum landsins. Takmarjdð er: Fullkomið bruna- varnakerfi í Kópavogshæli. Kiwanishreyfingin Jt

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.