Tíminn - 28.01.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 28.01.1986, Qupperneq 6
6Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuömundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúí: NíelsÁrniLund Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Innblaösstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Efnisþættir Ijósir Ríkissaksóknari hefur nú gefið út ákæru á hendur nokkrum af frammámönnum Sambandsins vegna meintra ávirðinga þeirra um að hafa m.a. ekki skilað Kaffibrennslu Akureyrar sérstökum útflutningsafsláttum sem Kaffiútflutningsráð Brasilíu ákvað á árunum 1979-1981. Allt er mál þetta hið óvenjulegasta en í þeim dúr um það fjallað af andstæðingum samvinnuhreyfingarinnar að um talsvert sakamál sé að ræða enda þótt allir efnis- þættir þess liggi ljósir fyrir og einsýnt að sambands- menn krefjast algerrar sýknu fyrir dómi. Pegar málið kom í fjölmiðlum fyrir réttu ári gerði Sambandið ítarlega grein fyrir afstöðu sinni, og kom það m.a. fram að Kaffiútflutningsráð Bras- ilíu hefði veitt afslættina vegna erfiðleika í sölu kaffis. Þessir svokölluðu „Avosos“, ásamt verð- tryggingarbótum voru sagðir háðir ýmsum skilyrð- um, svo sem að þá mátti ekki nota nema í sambandi við frekari kaffikaup frá Brasilíu, auk þess að vera bundnir afhendingartíma sendinga, skilvísum greiðslum fyrri kaupa og að ekki mætti draga af- slættina frá þeirri sendingu sem hinir raunverulegu „Avosos“ voru veittir fyrir. Þessi skilyrði ollu því að leita varð erlendrar fyrirgreiðslu um notkun nokkurra afslátta-viðurkenninganna, ella hefðu fjármunir tapast. Skattayfirvöld grandskoðuðu bókhald Sam- bandsins varðandi þessi atriði, væntanlega með það í huga hvort fyrirtækið hefði fallið í einhverja freistni um meðferð þessara verðmæta, en ekki var hægt að benda á neitt misferli, enda skilaði gjaldeyririnn sér að fullu. Allt reyndist rétt á þessum vettvangi og er það þýðingarmikið á tímum þegar vart má drepa niður fingri við rannsóknir án þess að holt sé undir. En þetta mega andstæðingar samvinnuhreyfingar- innar gjarnan íhuga, þegar þeir leita fanga. Um kaffiverðið innanlands má geta þess að það var ákveðið af verðlagsyfirvöldum sem byggðu ákvörðun sína á rökstuddum beiðnum aðalkeppi- nauta Kaffibrennslunnar á markaðnum. Verð á Bragakaffi var aldrei hærra en leyft hámarksverð, jafnvel stundum lægra, því hafa neytendur aldrei verið hlunnfarnir. Ljóst er að engir einstaklingar eða fyrirtæki gera kröfu í þessu máli og engar fjárbótakröfur eru held- ur gerðar af hendi ákæruvaldsins. Þess aðalrök mið- ast m.a. við það að tekjufærslur á milli Sambandsins og eigin dótturfyrirtækis voru ekki gerðar upp með tilskildum hætti, þótt vitað sé að ef um hrein heild- söluinnkaup með endursölu til Kaffibrennslunnar hefði verið að ræða, en ekki umboðssöluviðskipti - þá hefði löglega verið að öllum viðskiptaháttum staðið gagnvart Kaffibrennslu Akureyrar. Ákæru- efnið kann því að snúast um „tekniskt“ millifærslu- atriði sem þeir sambandsmenn álíta að ekki varði við lög. Þriðjudagur 28. janúar 1986 ORÐ I TIMA TOLUÐ Stór, sterkur og ómengaður Pungaviktarskribent Morgun- blaðsins, Leifur Sveinsson, fór á kostum í laugardagsútgáfu blaðsins. Hinir mörgu og tryggu lesendur Mogga fengu að njóta stílfimi hans og leiðsagnar á ekki færri en þrem stöðurn. í Lesbók birtust tvær bráðhnyttnar sögur um Eyþór í Lindu í sagnabankanum. Leiðari Lesbókar er eftir Leif og er yfirskriftin „Deyddu ekki draum- sýn mína “ og í sjálfu aðalblaðinu er grein eftir sama höfund. Þar er hann kynntur sem annar af for- stjórum Völuhdar hf., en í kynn- inguna vantar að hann á sæti í stjórn Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Fyrirsögn á grein stjórnarmanns- ins er „Skilum Albert aftur í Framsókn." Hér er höfðinglega boðið og ekki af vancfnum. Það á sem sagt að færa Framsóknar- flokknum fyrsta þingmann Reyk- víkinga á silfurfati. í flestum prófkosningum innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur Albert borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína, hefur lengi verið fyrsti þingmaður kjördæmis- ins og oddviti í borgarstjórn. Nú er komið á daginn að Reykjarvíkur- íhaldið hefur í öll þessi ár verið að kjósa Framsókn yfir sig. Ekki að undra þótt Framsóknarflokkurinn eigi erfitt uppdráttar í höfuðborg- inni þar sem áhrifamesti fulltrúi flokksins er á allt öðrum lista en þeirra eigin. Allra flokka kvikindi Stjórnarmaðurinn í Árvakri skrifar: „Sjálfstæðisflokkurinn er stór og sterkur flokkur, sem okkur á að þykja vænt um og halda ó- menguðum. Því miður hefur þetta ekki tekist sem skyldi á undanförnum árum og áratugum. Inn í raðir flokksmanna hafa laumað sér allra flokka kvikindi undir því yfirskini að þeim hafi orð- ið hughvarf, hjarta þeirra slái nú til liægri í stað vinstri áður. Til að ráða bót á þessu þarf að hreinsa til í flokknum ogskila þess- um kynskiptingum aftur til sinna gömlu flokka. Gott er að byrja á Albert Guð- mundssyni." Kenning Árvakursmannsins er að Jónasi frá Hriflu hafi tekist með slægð að planta iðnaðarráðherra inn í Sjálfstæðisflokkinn. „Enginn flokkur hefur fengið slíka óhappa- sendingu í allri stjórnmálasögu íslands." „Þess vegna er það tillaga mín að Albert Guðmundssyni verði skilað aftur til Framsóknar, þaðan sem hann kom." Hitt er annað mál að enginn kannast við að Albert hafi nokkru sinni verið framsóknarmaður. né þau launráð sem Jónas frá Hriflu bruggaði fyrir mörgum áratugum. En áhrifa þess framsýna stjórn- málamanns gætir víðar en margir hyggja. Einniggæti vcrið að Albert kynni að vilja ráða einhverju um hvar hann velur sér húsmennsku þcgar stóri og sterki flokkurinn skilar honum af sér til að halda ár- unni ómengaðri. Ómenguð ára Mörgum ágætum sjálfstæðis- manni verður hætt, þegar farið verður að skila kynskiptingunum til sinna gömlu flokka, til að halda stóra og sterka flokknum ómeng- uðum. Það verður mikill happadráttur fyrir Alþýðuflokkinn þegar forscti Sameinaðs þings kveður þar dyra á ný, svo að dæmi sé nefnt. Margir aðrir flokkar eiga von á góðum sendingum. I greininni „Deydduekkidraunr- sýn mína" vitnar Morgunblaðseig- andinn í afa sinn. Harald Níelsson, af verðugu stolti. Hverjum skyldi hann skila móðurbróður sínum. Afhjúpaður framsóknarmaður. Fagnaðarfundir með góðu.gömlu félögunum. Stór, sterkur og ómengaður. Jónasi Haralz bankastjóra, þegar kynskiptingunum verður vísað til síns heima? Ára stóra og sterka flokksins skal vera hrein ogómenguð. Þang- að skal enginn óþveginn líta og rannsaka verður hjörtun og nýrun í öllum þeim sem æskja þar inn- göngu. Umfram allt, deyðum ekki draumsvnina og höldum Sjálf- stæðisflokknum ómenguðum. Ópólitískur pólitíkus En vindar pólitísks hreinleika blása víðar en um Leif Sveinsson og erfðaeign hans. Davíð Scheving Thorsteinsson. löngum miðstjórn- armaður Sjálfstæðisflokksins og áhrifamaður um mótun stefnu hans og störf, geystist rétt einu sinni fram í fjölmiðlaljósin, yfirkominn af hneykslan vegna pólitískra af- skipta af Þróunarfélaginu. Fyrir bænastað Þorsteins Páls- sonar formanns Sjálfstæðisflokks- ins, var hann sjálfur gerður að stjórnarformanni félagsins. En þegar hann komst að því að for- sætisráðherra hafði áhuga á að til- tekinn maður yrði ráðinn sem framkvæmdastjóri, varð pólitíski þrýstingurinn svo óbærilegur, að Davíð hljóp úr stjórninni og tók annan sjálfstæðismann með sér. Þróunarfélagið er stofnað að tilhlutan forsætisráðherra og ríkið er langstærsti hluthafinn. Það mun áreiðanlega óheyrt að stærstu hlut- hafarnir í þeim félögum sem Davíð Sch. á hlut í hafi uppi neinar óskir urn hverjir stjórna eigi þeim fyrir- tækjum. Pólitískur meydómur ósnortinn. Það er því von að manninum blöskri. Samkvæmt kenningu Davíðs eiga kjörnir fulltrúar, það er stjórnmálamenn að halda sig á mottunni og hafa helst ekki afskipti af einu né neinu. „Athafna- mennirnir" eru þeir sem ráðskast eiga með til dæmis þá fjármuni sem ríkissjóður leggur í hlutafé félaga. Rétt er það að oft hafa stjórn- málamönnum verið mislagðar hendur með afskiptum af atvinnu- málum, en „athafnamennirnir" hafa víst ekki alls staðar hreinan skjöld heldur, eða hvað? Undantekningin mikla Davíð Sch. Thorsteinsson er varamaður í bankaráði Seðlabank- ans, og situr þar fundi þegar ein- hver af aðalmönnum Sjálfstæðis- flokksins eru forfallaðir. Löngum hefur verið gagnrýnt með hvaða hætti bankaráð ríkis- bankanna eru skipuð, og þykja kosningar í þau í besta lagi pólitísk. Ef Davíð er undantekning væri gaman að fá að frétta með hvaða hætti hann er kominn inn í banka- ráð Seðlabanka íslands. Einnig mun forstjórinn eiga innhlaup í stjórn Iðnaðarbankans, en þar eru pólitíkusar hvergi með klærnar og bankaráð og banka- stjórn hreinþvegin af öllum póli- tískum hugrenningum. Ára stóra og sterka flokksins skal vera hrein. Allra flokka kvikindi skulu það- an á brott og flokkurinn skal verða ómengaður. Annar krossfarinn vill að hreins- að verði til í flokknum og kynskipt- ingunum verði skilað til sinna gömlu flokka. Hinn vill að aðrir flokkar hætti að skipta sér af pólitík og að forystumenn þeirra einbeiti sér að því að leggja einkaframtak- inu til fé og láti sér síðan í léttu rúmi Iiggja hvernig „athafna- mennirnir" valsa með það. Stofnun eðatrúfélag Annars er ekki alveg vel gott að átta sig á viðhorfum þeirra félaga. Þegar stóri og sterki flokkurinn hans Leifs verður búinn að losa sig við óværuna, heldur hann þá áfram að vera stór og sterkur? Ætlar hann aðeins að skila flokksmönn- urn til sinna gömlu flokka, eða eiga atkvæðin að fylgja með? Getur hann þá haldið áfram að taka undir með skáldinu: „Rauður niinn er sterkur, stór/stinnur mjög..." Um pólitísk afskipti af málefn- um Davíðs liggur heldur ekki allt á ljósu. Það er ekki pólitík þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins velur hann til setu í bankaráði Seðlabankans og það er ekki þrýst- ingur stjórnmálamanns þegar Þor- steinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins æskir þess að hann verði gerður að formanni stjórnar Þróunarfélagsins, en það er óþol- andi pólitískur þrýstingur þegar sá aðili sem fer með stærsta hlutann í félaginu lætur í Ijósi vilja um hver verði ráðinn framkvæmdastjóri. Þetta er jafnvel ofaukið skilningi Jóns Ingvarssonar sem nú er kom- inn út í bæjarútgerð, og situr sem fastast f stjórn Þróunarfélagsins. Það er farið að veltast fyrir manni hvort Sjálfstæðisflokkurinn er stofnun eða trúfélag. Stjórn- málaflokkur er fyrirbærið greini- legaekki. 0_ó_

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.