Tíminn - 28.01.1986, Síða 8

Tíminn - 28.01.1986, Síða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 28. janúar 1986 Bikarmeistaramót íslands í fímleikum fór fram um helgina. f A-flokki stúlkna sigraði Björk, hlaut 154,90 stig en Gerpla varð í öðru sæti með 154,45 stig. Gerplustúlkur sigruðu svo i bæði B og C-flokki stúlkna. Ármenningar sigruðu í A-llokki karla. Á Tímamynd Sverris má sjá einn þátttakandann spreyta sig á tvíslánni. Tfmamynd: Sverrir. Þetta eru körfuknattleiksmenn Fram sem fyrir nokkru tryggðu sér fslandsmeistaratitilinn í 1. deild körfuboltans þrátt fyrir að mótinu sé ekki nærri lokið. Um helgina unnu Framarar lið Þórs frá Akureyri 69-50 í 1. deildarkeppninni og Þór mátti einnig þola tap gegn liði ÍS 75-63. Sem sagt, gott Framarar. Tímamynd-Sverrir Þriðjudagur 28. janúar 1986 Tíminn 9 Heimsbikarkeppnin á skíðum: „Ég er mjög kátur“ Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Ekki er, öli nótt úti hjð ÍR-ingum - sigruðu ÍBK í Keflavík og nú munar aðeins fjórum stigum á þeim og KR-ingum ÍR-ingar eru ekki búnir að segja sitt síðasta orð í úrvalsdeildinni í körfu. Um helgina sigruðu baráttu- glaðir Reykjavíkurbúarnir lið Kefl- víkinga með 78 stigum gegn 76 í íþróttahúsinu í Keflavík. Góöur sigur og mikilvægur því liðið á nú mögu- leika að halda sér uppi í úrvalsdeild- inni. ÍR hefur hlotið 6 stig en KR- ingar hafa 10 stig. Leikur þessara liða þann 9. febrúar næstkomandi gæti því átt eftir að skipta öllu máli í fallslagnum. ÍR-ingar voru yfir gegn Kcflvík- ingum rncst allan tímann og léku á fullu. Kcflvíkingar voru hins vegar dulítið úti á þekju og náðu sjaldan að komast í hæsta gír í leik sínum. í hálfleik var staðan 45-38 fyrir ÍR og í síðari hálfleik juku þeir enn þann Nokkrir leikir voru á ÍSIandsmót- inu í blaki um helgina. V íkingar fóru til Akureyrar og sigruðu KA 3-0 í góðum leik af hálfu sunnanmanna. Hrinurnar fóru 15-7, 15-9, 15-2. Þá komu Þróttarar frá Ncskaupstað suður ogtöpuðu tveimurviðureignum. Fyrstá Laugarvatni l'yrir heimamönnum HSK -áU-21 ársliði Islands Landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri lék fyrri leik sinn gegn landsliði Oatar unt helgina og sigruðu Qatarbúar með einu marki gegn engu. Markið kom á Frá Guðmundi Karlssyni fréttaritara Tíinans í V-pyskalandi: Hameln sigraði Wanne-Eiekel með 24 mörkum gegn 22 í 2. Búndes- lígu um helgina. 1 þessari íslend- ingabaráttu var spennan og baráttan gífurleg og úrslit réðust ckki fyrr en á lokamínútunum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og staðan 11-10 fyrir Hameln cr leik- menn gengu til hlés. Hameln hafði Uerdingen vann Frá Guömundi Karlssyni fréttaritara Tím- ans í V-Þýskalandi: „Þó við hefðum spilað fram á sunnudag hefði okkur ekki tekist að skora mark,“ sagði vonsvikinn for- seti Stuttgart eftir tap liðs síns á heimavelli fyrir Uerdingen. Atli og Lárus áttu báðir mjög góðan leik með liði Uerdingen sem lék skynsamlega gegn Ásgeiri Sigurvins- syni og félögum. Lokatölurnar 0-2 og sagði Atli þetta vera draumabyrj- un eftir hvíldina að undanförnu. Werder Bremen sigraði Saar- brúcken 1-0 og er efst í deildinni með 31 stig. Bayern Munchen og „Gladbach" koma næst með 27 stig en bæði liðin nældu sér í tvö stig um helgina. Búið er að draga í undanúrslitum þýska bikarsins. Stuttgart mætir Dortmund og Mannheim leikur gegn Bayern Múnchen. mun og voru komnir í 77-64 þegar rúm mínúta v«r til leiksloka. En mínútan er lengi að líða í körfu. Keflvíkingar tóku sig saman í andlit- inu, minnkuðu muninn og hefði körfuskot Jóns Kr. Gíslasonar ratað rétta leið í lokasekúndunum hefði þurftaðframlengja. Svofórþóekki. ÍR-ingar eiga hrós skilið fyrir góða baráttu. Björn Steffensen var at- kvæðamestur í stigaskoruninni, með 21 stig. Jón Örn Guðmundsson skor- aði 17 stig og Karl Guðlaugsson var með 14 stig. Hjá Keflvíkingum var Guðjón Skúlason stigahæstur með 15 stig, ungur bakvörður í stöðugri framför. Ingólfur Haraldsson skoraði 13 stig, Jón Kr. var með 10 stig og Hrcinn Þorkelsson kom næstur með 9 stig. 0-3 og þar fóru hrinum 15-11, 15-3 og 17-15. Síðan tapaði Þróttur N fyrir Fram 0-3 eða í hrinuni 15-9, 15-11, 15- 10. Víkingsstulkurnar fóru með körlunum norður um helgina og unnu KA-stúlkur tvívegis. Fyrst 3-0 og síðan 3-2 í hörkuleik. síðustu mínútum lciksins. Loftur Ólafsson KR-ingur kom boltanum reyndar einu sinni í net andstæðinganna en markið var dæmt af. Liðin takast at'tur á í kvöld. svo undirtökin í síðari hálfleik en á 52. mínútu jafna gestirnir 21-21. Þá batt Kristján Arason vörnina saman og skoraði einnig og sigurinn varð Hameln. Kristján lék einn sinn albesta leik nieð Hameln, skoraði níu mörk, þar af fjögur úr vítum. Bjarni Guðmundsson átti líka ágætan leik nteð Wanne-Eickel og skoraði fjögur mörk. Hameln cru nú efstir í deildinni en nú er að hefjast langt frí í handboltanum hér vegna undirbúnings og keppni landsliðsins í heimsmeistaramótinu í Sviss. ...í næsta mánuði veröur undirritaður samningur á milli NBC-sjónvarpsstöðvar- innar í Bandaríkjunum og framkvæmdanefndar ólym- píuleikanna í Seoul. Samning- ur þessi hljóðar uppá um 300 milljónir dollara eða rúman milljarð íslenskra króna. NBC varð hlutskörpust bandarísku sjónvarpsstöðv- anna í keppninni um að ná sjónvarpsréttinum... ...Hal Sutton varð þremur inilljónum króna ríkari cr hann sigraði á Phoenix Open golfmótinu í Bandaríkjunum urh helgina. Sutton varð rétt á undan Calvin Pcetc og Tony Sills og fór á samtals 17 undir pari. ÞeirPeeteogSillsvoruá 15 undir pari... ...Nýsjálenska stúlkan Lorr- aine Moller sigraði í alþjóð- legu maraþonhlaupi kvenna í Osaka í Japan um helgina. Hún kom í markið á tímanum 2:30,24 klst. og varð langfyrst. Eriko Asai frá Japan varð önnur... ...Kínverjinn Yang Yang sigraði Danann Ib Frcderik- sen f úrslitaleik á opna japanska meistaramótinu í badminton urn helgina. Hrinurnar enduðu 5-15, 15-6 og 15-8... ...Tele Santana, þjálfari Brasilíumanna í knattspyrnu. hefur ákveðið að þeir lcik- menn sem leika í Brailíu muni fara í æfingabúðir strax eftir að hann velur hópinn þann 14. febrúar. Þeir verða síðan eingöngu í æfingabúð- um og fá ekki að spila með liðurn sínum í brasilísku deildinni. Þá mun hann að öllum líkindum kalla heim þrjá leikmenn sem spila á Ítalíu. Þeir eru Cerezo, Edinho og Junior... Firmakeppni hjáVal Árleg firma- og félagshópakeppni körfuknattleiksdeildar Vals verður haldin helgina 8.-9. febrúar 1986. Keppnisstaður er íþróttahús Vals að Hlíðarenda v/Laufásveg. í síðustu keppni sigraði Fjarðarkaup í Hafn- arfirði eftir hörkuúrslitaleik við Vélsmiðjuna Faxa. Þátttaka tilkynnist í síma 11134 fyrir 1. febrúar n.k. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um fyrirkomulag keppninnar. wmtr , *, i §?j5iyife & '« C/ Rcykjavíkurmótinu í innanhússknattspyrnu lauk síðastliðið föstudagskvöld. Framarar sigruðu í Mfl. karla en Valsstúlkurnar unnu kvennakeppnina. KR sigraði í 6., 5. og 2. flokki, Fylkir í 4. flokki og Valur í 3. flokki. Til hamingju. Tímamvnd: Árni Rjarna Islandsmótið í blaki: Þróttur N tapaði tveim - í Reykjavíkurferð sinni - Víkingur vann fyrir norðan Qatar náði sigri Vestur-þýskur handknattleikur: Kristján frábær - sagði Stenmark eftir 81. sigur sinn í heimsbikarkeppni Sænski skíðakóngurinn Ingemar Stenmark vann sinn 81. sigur í heimsbikarkeppninni á skíðum um helgina er hann sigraði í svigi í St. Anton í Austurríki. Stenmark var aðeins á eftir Júgó- slavanum Rok Petrovik eftir fyrri ferð svigsins en vann þann mun upp í síðari umferðinni og vann. Saman- lagður tími kappans var 1:47,59 en Petrovik var 0,28 sekúndum á eftir honum. Þctta var 38.sigur Stenmarks í svigi í heimsbikarkeppninni. Þriðji í sviginu var annar Svíi Jonas Nilson að nafni. „Ég er mjög NBA karfan Lakers töpuðu öðrum leik sínum á stuttum tíma í NBA- körfuknattlciknum Liöið lá fyrir Nuggets 127-115 um helgina og fyrir Clippcrs 120- 109. Þá sigruðu Boston erki- fjendurna 76ers á sunnudag- inn í hörkuleik 105- 103. Ann- ars koma hér úrslitin um helg- ina: Clippers-Lakers 120-109 Celtics-Warriors 135-114 Bucks-Pacers 117-92 Hawks-Knicks 117-100 76ers-Cavaliers 121-114 Pistons-Mavericks 129-120 Spurs-Nuggets 113-98 Nuggets-Lakers 127-115 Jazz-Clippers 130-90 Supersonics-Nets 106-99 Trail Blazers-Kings 129-125 Bullets-Hawks 111-103 Bucks-Knicks 104-88 Pacers-Warriors 124-101 Mavericks-Spurs 123-107 Bulls-Suns 133-114 Rockets-Pistons 117-112 Celtics-76ers 105-103 Kings-Blazers 121-116 Staðan í NBA er þessi: Austurdeild: Atlantshafsridill: U T Celtics .... 33 8 76ers .... 29 15 Nets .... 26 19 Bullets .... 23 21 Knicks Miöríkjaridill Bucks .... 30 15 Hawks .... 24 18 Pistons .... 21 23 Cavaliers .... 18 25 Bulls .... 16 28 Pacers .... 12 31 Vesturdeild Miövesturriðill: Rockets .... 30 14 Nuggets .... 25 19 Spurs .... 24 21 Mavericks .... 20 21 Jazz .... 22 24 Kings .... 17 28 Kyrrahafsriðill: Lakers .... 32 10 Trail Blazers .... 28 20 Clippers .... 17 29 Supersonics .... 16 28 Suns . . . . 15 27 Warriors .... 14 34 kátur með þennan sigur," sagði Sten- mark og bætti við „þetta var erfið braut og ég var ekki rnjög sjálfs- öruggur þar sem ég hef kennt til í baki að undanförnu." Á laugardaginn var keppt í risa- svigi kvenna í Frakklandi. Sigurveg- arinn var frá Ítalíu. Sú heitir Mieaela Marzola og var þetta fyrsti sigur hennar í heimsbikarkeppninni. Þessi nítján ára stúlka hafði reyndar aldrei komist ofar en í 15. sæti í keppni í heimsbikarkeppninni. „Mig hefur dreymt um að sigra á móti í heims- bikarkeppninni í mörg ár," sagði Marzola eftir sigurinn. í öðru sæti í risasviginu var Elisabeth Kirchlcrfrá Austurríki og Traudl Hacher varð í þriðja sæti. Konurnar kepptu í svigi í Saint Gervais í Frakklandi á sunnudaginn og þar bar hæstan hlut Roswitha Steiner. Hún kom í mark rétt á und- an heimakonunni Perine Pelen og Mateja Svet frá Júgóslavfu varð þriðja. „Égskíða mjög vel um þessar ntundir og var viss unt að ég myndi sigra," sagði ánægð Steiner eftir sigurinn. Þá bárust þær fréttir að Vreni Schneider frá Sviss yrði frá keppni í heintsbikarkeppni kvenna eftir að hún reif liðbönd í keppni á laugar- dag. Schneider er í þriðja sæti í stiga- keppni heimsbikarkeppninnar hjá konum en þar er Erika Hess í efsta sæti og Maria Walliser frá Sviss er í öðru sæti. Stenmark skælbrosandi enda sigraöi hann. Ekki skyldi hann vera aö aug- lýsa skíöin? Nykanen er efstur - í skíðastökkinu Heims- og ólympíumeistarinn í skíðastökki Matti Nykanen frá Finnlandi er nú kominn í efsta sætið i stigakeppninni í skíðastökki í heims- bikarkeppninni. Nykanen vann sigur í stökki af 90m palli í Sapporo í Japan um helg- ina. Hann stökk 120m og 108,5m. Nykanen hafði áður unnið stökk af 70m palli á föstudaginn á sama stað. Nykanen er með 115 stig í stiga- keppninni en Ernst Vettori frá Aust- urríki er annar með 110 slig. Nýtt heimsmet Olsens Bætti stangarstökksmetið um sentimetra Bandaríkjamaðurinn Billy Olson setti enn eitt heimsmetið í stangar- stökki innanhúss um helgina. Olson stökk nú 5,89m og bætti eigið met urn einn sentimetra. Hann hafði sctt met fyrir stuttu en misst það í hendur Sergei Bubka frá Sovétríkjunum en náð því aftur og nú bætir hann metið enn. Olson setti nýja heimsmctið á innanhússmóti í Albucjuerque í Bandaríkjunum. Budd byrjar vel Zola Budd frá Bretlandi byrjaði móti í London um helgina og setti keppnistímabil sitt á hlaupabraut- um lcið Samveldismet. Tími Budd inni vel. Hún sigraði í 1500m hlaupi á var 4:06.87. Heimsmet í langstökki A-þýska stúlkan Heike Brechsler setti nýtt heimsmct í langstökki innanhúss um helgina. Hún stökk 7,29 á móti í A-Berlín. Fyrrunt heimsmct átti sovéska stúlkan Gal- ina Chistyakova sem var 7,25 Heike á líka heimsmetið utanhúss sem er 7,44. Úrvaisdeildin í körfuknattleik: Valsmenn höfðu betur - í slag Reykjavíkurfélaganna og eru örugglega í 3. sæti Valsmenn sigruöu KR-inga með 86 stigum gegn 83 í skemmtilegu ein- vígi Reykjavíkurrisanna í úrvals- deildinni í körfu í Hagaskóla á sunnudagskvöldiö. Leikurinn var jafn allan tímann en Valur haföi yfír- höndina í hléinu 41-44. Frekar lítið var unt að menn hittu oní körfuna til að byrja með. Birgir Mikaelsson KR-ingur var að vísu undantekning á þessari reglu, hann skoraði fyrstu sex stigin fyrir KR og virkaði frískur. KR-ingar höfðu for- ystuna framan af en þegar þrettán mínútur voru liðnar komust Valsar- ar yfir 23-22 og héldu forystunni það sem eftir lifði hálfleiksins. Torfi Magnússon var mjög góður og skor- aði grimmt fyrir Val í fyrri hálfleik og Ástþór Ingason hélt uppi spili KR- inga. Síðari hálfleikurinn byrjaði með látum. Valsmenn höfðu nauma for- ystu allt þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þá var jafnt 75-75 og KR- ingar með Pál Kolbeinsson í broddi fylkingar höfðu þá átt mjög góðan kafla. Þeir náðu hins vegar ekki að nýta sér þennan jákvæða leikkafla. Valsmcnn voru þrjóskir og þegar upp var staðið höfðu þeir sigrað 86- 83. Torfi Magnússon var bestur Vals- ara, skoraði 25 stig og var sterkur í vörn sem sókn. Sturla Örlygsson var með 17 stig og Kristján Ágústsson skoraði 12 stig. Þeir tveir áttu báðir ágæta sprettti. Einar Ólafsson, 10 stig, og Tómas Holton, 6 stig komu næstir Valsara í stigaskoruninni. Birgir Mikaelsson skoraði heil 31 stig fyrir KR. Hann átti eins og gefur að skilja góðan leik í sókninni en varnarmennska hans var slök og allt að því áhugalaus. Guðni Guðnason Evrópumót B-þjóða í badminton: Islendingar ágætir Þrír leikir unnust og 6. sætið náðist íslenska unglingalandsliöiö í badminton stóö sig frábærlega á Evrópumóti B-þjóða sem haldiö var ■ Ungverjalandi um helgina. Liðið Lattek hættir Þjálfari Bayern Múnchen í v- þýsku knattspyrnunni, Udo Lattek, hefur ákveðið að taka ekki boði liðsins um að halda áfram þjálfun hjá liðinu eftir að samningur hans rennur út í sumar. Lattek vildi semja til tveggja ára en Bayern aðeins til eins árs og uppúr því tók Lattek ákvörðunina um að hætta. hafnaði í sjötta sæti og sigraði þjóðir sem fyrir mótið höfðu verið mun hærra á styrkleikalistanum yfir bestu unglingalandslið Evrópu. ísland var í riðli með Walesbúum og írum. Liðið sigraði Wales 4-3 en tapaði fyrir írum 2-5. Okkar fólk lék því um 5.-8 sætið. í þeirri keppni voru heimamenn Ungverjar lagðir að velli 4-3, Austurríkismenn gjör- sigraðir 7-0 en tap 2-5 var uppá teningnum gegn Norðmönnum. Þau sem kepptu fyrir íslands hönd voru Ása Pálsdóttir og Guðrún Gísladóttir frá Akranesi, Guðrún Júlíusdóttir, Helga Þórisdóttir, Snorri Ingvarsson, Árni Þór Hall- grímsson, Ármann Þorvaldsson og Haukur P. Finnsson, öll úr TBR. var hins vegar í góðu formi í vörn sem sókn. Hann skoraði 16 stig. Guðmundur Björnsson og Páll Kol- beinsson skoruðu báðir 10 stig og Ástþór Ingason var með 6 stig. Ást- þór átti reyndar mjög góðan leik, duglegur leikmaður sem spilar sam- herja sína vel upp. Leikinn dæmdu Sigurður Valurog Kristbjöm Albertsson og komust þeir vel frá sínum hlutverkum. hb Meistaramótið í atrennulausum stökkum: íslandsmet Gunnlaugs - í þrístökki - Ingibjörg stökk vel Gunnlaugur Grettisson, KR, setti nýtt íslandsmet i þrístökki án at- rennu er hann stökk 10,17 metra á Meistaramóti íslands í atrennulaus- um stökkum. Gamla metið átti Jón Pétursson, KR, en hann stökk 10,08m árið 1960. Gunnlaugur sigraði einnig í lang- stökki án atrennu, stökk 3,20 metra en annar var Úlfar Arnarsson með stökk uppá 3,19m. Unnar Garðars- son, HSK, sigraði hins vegar í há- stökkinu, fór l,62m og Gunnlaugur varð annar með stökk uppá sömu hæð. Ingibjörg Ivarsdóttir HSK, er í góðu formi um þessar mundir. Hún sigraði í tveimur greinum á meistara- mótinu, stökk 2,75 í langstökki og 8,10 í þrístökki. Inga Úlfsdóttir varð önnur í langstökkinu með stökk upp á 2,62m en í þrístökkinu varð hlaupadrottningin Svanhildur Krist- jónsdóttir í öðru sæti, stökk 8,08m. Björg Össurardóttir. FH, sigraði í‘ hástökkinu, fór l,15m og Helen Ómarsdóttir varð önnur með 1,05m. Helen er FH-ingur. Enska bikarkeppnin i knattspyrnu: York mætir Liverpool Annað árið í röð sem liðin mætast í gærdag var dregið um hvaða lið mætast í fimmtu umferð bikar- keppninnar ensku. Drátturinn sann- aði hið fornkveðna að sagan endur- tekur sig. York mætir Liverpool en það sama var einmitt uppá ten- ingnum í fyrra. Þá sigruðu „Púllar- ar“ stórt á Anfield eftir að hafa náð jöfnu á heimavelli Jórvíkurliðsins. Endurtekur sagan sig nú? Derby fær lið Sheff. Wed í heim- sókn og Peterborough tekur á móti Brighton. Luton keppir við Arsenal og Southampton mætir Aston Villa ellegar Millwall. West Ham eða Ips- wich leikur gegn Man.Utd eða Sund- erland, Man.City eða Watford tekur á móti Reading eða Bury og Notts County eða Tottenham mætir Ever- ton. Leikirnirfaraframþann 15. febrú- ar næstkomandi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.