Tíminn - 28.01.1986, Síða 10

Tíminn - 28.01.1986, Síða 10
10 Tíminn ÍÞRÓTTIR Þriðjudagur 28. janúar 1986 Enska knattspyrnan: Robsonafvelli - Var rekinn útaf í leiknum gegn Sunderland - Lineker gerði tvö - Ekki vinnur Tottenham - Hearts vinnur og vinnur í Skotlandi Frá Rafni Rafnssyni fréttaritara Tíinans í Fnglandi: Bry;m Robson fyrirliði enska landsliðsins var sendur af leikvclli fyrir röfl við dómara í viðureign Sunderland og Man.Utd á Roker Park, heimavelli fyrrnefnda liösins. Leiðinleg bý'rjun hjá Robson sem kom nú inn í lið Man. Utd. að nýjueft- ir langa fjarveru vegna meiðsla, raunar hafði hann aöeins leikiö í tólf mínútur í I. deildinni frá því í októ- ber. Hvorugt liðið skoraði mark á Rok- er Park, hagstæð úrslit fyrir Man.Utd sem tekur á móti Sunder- land á Old Trafford á miðvikudaginn og ætti að komst í fimmtu umferð bikarkeppninnar. United var sterk- ara liðið á laugardaginn en mátti þó þakka fyrir að fáekki á sig mark á 55. mínútu, þá átti Alkinson skot að marki eftir hornspyrnu en MeGrath bjargaði ótúrlega á línu. Allinson skoraði strax á I. mínútu úr víti fyrir Arsenal í stórsigrinum á Rotherham. Robson, Nicholas og Rix skoruðu síðan allir áður en All- inson bætti sínu öðru marki við á 81. mínútu. Tynan náöi að setja inn eitt mark fyrir Rotherham. Stevc llodge var í sviðsljósinu í leik Aston Villa og Millwall. Hann skoraöi mark Villa en brá sérsíðan í handbolta í sínum eigin vítateig. Hendi? Jú, en ekkert var dæmt. Ge- orge Graham framkvæmdastjóri Millwall var hoppandi illur eftir leik og spurði hvort nauðsynlegt væri að taka boltann báðum höndum og halda honum á lofti til að fá á sig víti. Fátt var urn svör. McLeary skoraði fyrir Millwall og liðin rhætast aftur í kvöld. Everton sigraði nágrannalið sitt Blackburn örugglega 3-1. Pat Van der I lauwe skoraði tvö mörk. annað sjálfsmark. Hin tvö mörkin gerði markakóngurinn Gary Lineker. Roberts og McEwan skoruðu fyrir Hull gegn Brighton. Það dugði skammt fyrir Humbersidcliöiö. Gestirnir að sunnan skoruðu þrjú mörk og eru komnir áfram. Terry Connor skríraði tvö mörk fyrir Brig- hton og Saunders geröi það þriðja. Harford, Hill, North og Parkin skiptu mörkum Luton bróöurlega á milli sín í stórsigrinum á Bristol Rovers. Parkin var þó ekki ánægður með sitt mark. Hann er nefnilega leikmaður Bristol. Davis skoraði fyrir Man.City. Jac- kket skoraði úr víti fyrir Watford. Við vitum allt um þann leik. Ekki sigrarTottenham. Liðið fékk þó óskabyrjun á móti Notts County því Allen skoraði strax á 3. mínútu. McFarland jafnaði hins vegar fyrir heimaliðið og önnur viöureign er því óumflýjanleg. Miðlandaliðið Pctcrborough sigr- aði Carlisle 1-0. Það var Shephard sem skoraði eina mark leiksins. Scnior skoraði að sjálfsögðu fyrir Reading gegn Bury en Young hafði áður náð forystunni fyrir Bury. Liðin þurfa því að leika aftur. Leikmenn Derby brugðu sér til Shcffield og lögðu þar Unitedlið borgarinnar nokkuö óvænt. Hind- march skoraði markið á 34. mínútu. Miðvikudagsliðið frá Sheffield var hins vegar í góðu formi á laugardag- inn. Thompson, Champman, Ster- land, Blair og Marwood voru allir á skotskónum í 5-0 sigrinum á Orient. David Armstrong skoraði tvö mörk fyrir Southampton í sigrinum á Wigan. Cockcrville skoraði einnig fyrir Southampton. Wcst Ham og Ipswich skildu jöfn á Upton Park. Hvorki McAvennie né aðrir leikmenn heimaliðsins náðu að skora, þökk sé lrábærri varnar- mennsku Terry Butehers. Lið Jórvíkurborgar sigraði Al- trincham 2-0 og Birminghambanarn- ir cru því úr leik. Bamton og Ford skoruðu fyrir York. I Skotlandi hcldur Hearts áfram að sigra og skiptir þá ekki máli hvort leikiö er í deild eða bikar. Sigurinn á Rangers 3-2 var góður en leikurinn, sjálfur var oft á tíðum í grófara lagi. Gary McKary, Colin McAdam og John Robertson skoruðu mörkin fyr- ir I learts og liðið cr því komið áfram í fjórðu umferð skosku bikarkcppn- innar. Evrópuknattspyrnan: Platini skorar enn - er nú markahæstur á Ítalíu ásamt Serena og Rummenigge Michael I’latini skoraði mark um helgina einsog við varað búast. Plat- ini skoraði fyrsta niarkið í 3-0 sigri Juventus á nieisturuni fyrra árs Vcr- ona. Platini er nú markahæstur á íta- líu ásamt félaga sínum Aldo Sercna sem einnig skoraði í leiknum. Dan- inn Laudrup skoraði síðan þriðja mark Jnvcntus scm cr finini stigum á undan Roma í öðru sæti. Roma vann afar mikilvægan sigur á Napólí er liöin áttust við í Róm. Þar voru 65 þúsund áhorfcndur sem fylgdust með Garella skora fyrra ENGLAND ÚRSLIT Bikarkcppnin, fjórða umferö: Arsenal-Rotherham 5-1 Aston Villa-Millwall ........... 1-1 Everton-Blackurn................ 3-1 Hull-Brighton................... 2-3 Luton-Bristol Rovers............ 4-0 Man. City-Watford............... 1-1 Notts County-Tottenham ......... 1-1 Peterborough-Carlisle........... 1-0 Reading-Bury.................... 1-1 Sheff. Utd.-Derby............... 0-1 Sheff. Wed.-Orient.............. 5-0 Southampton-Wigan............... 3-0 Sunderland-Man. Utd ............ 0-0 West Ham-Ipswich................ 0-0 York-Altricham ................. 2-0 Chelsea-Liverpool .............. 1-2 1. deild: Oxford-Coventry................. 0-1 2. deild: Crystal Palace-Norwich ......... 1-2 Grimsby-Stoke................... 3-3 Portsmouth-Middlesbrough........ 1-0 Skotland: Bikarkeppnin, þriöja umferð: Airdrieoniars-Partick .......... 0-0 Arbroath-Clyde ................. 0-0 Ayr-Stenhaousemuir.............. 1-0 Berwick-Alloa................... 2-3 Celtic-St. Johnstone ........... 2-0 Clydebank-Falkirk............... 0-0 Dundee Utd.-Morton.............. 4-0 East Fife-St. Mirren............ 1-1 Hearts-Rangers ................. 3-2 Kilmarnock-Stirling............. 1-0 Motherwell-Brechin.............. 1-1 Nairn County-Dundee............. 0-7 Queens Park-Dumbarton .......... 1-0 Hibernian-Dunfermline .......... 2-0 mark Roma áður en rauðhærði Pól- verjinn Boniek tryggði sigurinn með marki úr þvögu. Diego Maradona var langbcstur í liði Napólí en gat ekki komið í veg fyrir sigur Roma. Ray Wilkins skoraði fyrir AC Míl- anó kom liðinu í þriöja sæti í deild- inni. Þá skoraði Rummeniggc fyrir Intcrogcrhann með lOmörk skoruð ásamt Serena og Platini. Enski leik- maðurinn Paul Rideout skoraöi jöfnunarmark Bari gegn Como eftir að Brassinn Dirceu hafði náð forystu fyrir Como. Urslit: R Vellino-Milan ................... 1-1 Como-Bari.......................... 1-1 Inter-Udinese...................... 2-1 Juventus-Verona.................... 3-0 Lecce-Fiorentina .................. 2-1 Pisa-Atalanta ..................... 1-1 Roma-Napoli........................ 2-0 Sampdoria-Torino .................. 0-0 Juventus er efst meö31 stigeftir 19 umferðir en Roma kemur næst með 26 stig og AC Mílanó er með 23 í þriðja sæti. Spánn: Rcal Madrid heldur þriggja stiga forskoti á Barcelona í spænsku deild- inni eftir sannfærandi sigur á Zara- goza 1-0. Þrátt fyrir jafnan leik var sigltrinn sanngjarn. Það var Valdano sem skoraði markið eina. Barcelona vann At.Bilbao í gróf- um leik þar sent þrír leikmenn þurftu að fara af velli vegna meiðsla og Andoni „Slátrarinn frá Bilbao" Gi- okoetxea var rekinn af vclli rétt und- ir lok leiksins. Barcelona vann 3-1. Mörk Barcelona gerðu Vigo, Cald- ere og Carrasco en Gallego skoraði fyrir Bilbao. Ein athyglisverðustu úrslitin á Spáni var 6-0 sigur Real Socieda á Valcncia en Sociedad er ekki þekkt fyrir að skora meira en mark í leik. Þá sigraði Hercules Sevilla 2-1 og halar inn stig í botnbaráttunni. Úrslit: Hercules-Sevilla..................... 2-1 Barcelona-At.Bilbao.................. 3-1 Cadiz-Osasuna........................ 2-0 Valladolid-At.Madrid 2-1 Real Madrid-Zaragoza 1-0 Celta-Racing 1-2 Sporting-Espanol 1-1 Sociedad-Valencia 6-0 Real Betis-Las Palmas 1-1 Eftir 22 umferðir þá hefur Real Madrid 36 stig en Barcelona er með 33. Þrjú lið koma næst. At. Madrid. At. Bilbao og Sporting öll með 27 stig. Belgía: Club Brugge er enn efst í Belgíu. Liðið sigraði CS Bruggc 3-1 um helgina. Anderlecht náði sigri á heimavelli 1-0 á Bevercn. Watersc- hei gerði 0-0 jafntefli gegn Machelen á heimavelli. Club Brugge er með 37 stig eftir 23 umferöir en Anderlecht er nieð 33 stig. Ghent er í þriðja sæti með 28 stig. Chelsea óheppið Frá Kafni Rafnssyni fréttaritara Tímans í Fng- landi: Lið Chelsea gat varla talist af- burða heppið í sjónvarpsleiknum gegn Liverpool á sunnudaginn. Ekki nóg með að liðið tapaði 1-2 á Stam- ford Bridge heldur meiddist aðal- skorari liðsins Kerry Dixon illa í fyrri hálfleik og þurfti að bera hann af velli. Cannonville kom inná en rétt fyrir leikhlé meiddist svo varnar- maðurinn Colin Lee. Leikmenn Chelsea voru því aðeins tíu í síðari hálfleiknum og náðu ekki að sigrast á tveggja marka forskoti Liverpool þrátt fyrir góðar tilraunir. lan Rush skoraði fyrir Liverpool undir lok fyrri hálfleiks, gott mark hjá Rush úrþröngri aðstöðu. Annað mark Liverpool kom svo í byrjun síðari hálfleiks. Mark Lawrenson komst einn inn fyrir eftir sendingu frá Paul Walsh og skoraði örugglega. David Speedie náði að minnka muninn á 64. mín með hreint frá- bæru marki, skoruðu með banana- skoti sem Grobbi átti ekki mögu- leika á að verja. Bryan Robson lét reka sig af velli í fyrsta leik sínum í langan tíma. Slæm byrjun. Super Bowl XX: Chicago vann létt - 46-10 urðu lokatölur og Pats áttu enga möguleika Það fór eins og marga grunaði og allir meiri háttar sérfræðingar í amerískum fótbolta spáðu. Chicago Bears gjörsigruðu New England Patriots í úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum, Super Bowl. Leikur- inn endaði 46-10oger þaðstærsti sig- ur í Super Bowl í 20 ára sögu keppn- innar. Eins og stigin gefa til kynna þá var ekki mikil spenna í lciknum. Staðan í leikhlé var 23-3 og það var fyrst og fremst varnarleikur Chicago sem var frábær og lagði grunninn að sigrin- um. Til marks um það þá náðu varn- armenn Chicago að fella stjórnanda Patriots alls sjö sinnum og liðið frá Foxboro náði aðeins að komast fá- eina jarda með boltann í höndunum (running yards). Þá náði stjórnandi Pats ekki að klára eina einustu send- ingu í fyrri hálfleik og þurfti að skipta honuni útaf. Meðal þeirra sem skoruðu fyrir Chicago voru McMahon, stjórnandi liðsins en hann skoraði tvö „touch- down", Mat Suhey og William „ís- skápur" Perry sem notaði öll sín 150 kíló til að ryðjast í gegnum vörn Pats af um það bil meters færi frá mark- línunni. Þess má geta að Richard Dent varnarmaður hjá Chicago var kosinn maður leiksins. Breytingar hjá Robson Frá Rafni Rafnssyni fréltaritara Tímans í Eng- landi. Um daginn var Bobby Robson landsliðseinvaldur búinn að velja 22 leikmenn sem komu til greina í landsleikinn gegn Egyptum en sú viðureign fer fram annað kvöld. Eft- ir leiki helgarinnar er augljóst að níu leikmenn komast ekki til Egypta- lands vegna anna með félagsliðum og ellegar meiðsla. Butcher, Martin, Waddlc, Hoddle, Barnes og Hodge þurfa allir að leika aftur í bikarnum og Dixon, Brace- well og Robson Arsenalmaður eru allir meiddir. í gærdag bætti Robson þeim Danny Wallace, Ricky Hill, Gordon Cowans og Dave Watson inní hóp sinn til að geta verið viss um að mæta Egyptum með fullskipað lið

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.