Tíminn - 30.01.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.01.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. janúar 1986 IllllllHllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllll Tíminn 5 UNESCO VILL EFLA ESPERANTO UNESCO, Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðuþjóðanna ítrekaði nýlega stuðning sinn við al- þjóðamálið esperanto og hvatti að- ildarríki sín til að minnast þess að árið 1987 verða liðin hundrað ár frá því að esperanto varð til. Samkvæmt málgagni Alþjóða- samtaka esperantista, UEA, hefur esperanto notið stuðnings UNESCO frá því árið 1954 að ályktun til stuðn- ings málinu var samþykkt á þingi UN- ESCO. Amadou Mahtar M’Bow, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, hefur margoft lýst yfir stuðningi við esperantohreyfinguna, m.a. í ávarpi sem hann flutti á alþjóðaþingi esper- antista 1977 sem haldið var í Reykja- vík. í ályktun, sem allsherjarþing UN- ESCO samþykkti á fundi sínum í Sofíu í Búlgaríu í lok seinasta árs, er stuðningur við esperanto ítrekaður og lögð áhersla á þá „miklu mögu- leika sem esperanto býður upp á fyrir alþjóðlegan skilning og sam- skipti þjóða í hinum ýmsum löndum". í ályktuninni, sem var samþykkt einróma, skorar UNESCO á aðildar- ríki sín aö „minnsta hundrað ára afmælis esperanto á viðeigandi hátt, með yfirlýsingum, útgáfu á sér- stökum frímerkjum og með því að fjalla um tungumálavandann í skól- um og æðri menntastofnunum þar sem esperanto verði kynnt”. Esperanto er eina tilbúna tungu- málið sem hefur náð nokkurri út- breiðslu í heiminum. Pólski læknir- inn L.L. Zamenhov lagði grunninn að esperanto með kennslubók sem hann birti árið 1887. Þar setti hann fram grundvallarreglur málsins sem hafa haldist óbreyttar þótt málið hafi þróast mikið og orðaforði þess auk- ist. Esperantistar telja að tungu- málaglundroðinn í heiminum hindri gagnkvæman skilning fólks af rnis- munandi þjóðerni og auki á ófriðar- hættu. Stjórnmálamenn og herfor- ingjar ættu erfiðara með að etja þjóðum út í styrjaldir ef íbúar hinna ýmsu landa hefðu náin og milliliða- laus samskipti. Esperantistar segja útilokað að enska eða einhver önnur þjóðtunga verði almennt viðurkennd sem al- þjóðamál enda brjóti slíkt gegn jafn- rétti þjóða. Þeir benda á að íbúar arabaríkjanna noti aðallega arabísku í samskiptum sín í milli, Austur-Evrópumenn noti rúss- nesku, niargir Afríkumenn noti frönsku o.s.frv. Eina raunhæfa lausn- in á turgumálaglundroðanum hljóti því að vera auðlært og tjáninga- ríkt tungumál eins og esperanto sent hafi verið sérstaklega búið til með al- þjóðasamskipti fyrir augum. Amadou Mahtar M’Bow aðalframkvæmdastjóri UNESCO (t.v.) ræðir við Júgoslavann Tibor Sekelj fulltrúa Alþjóðasamtaka esperantista, UEA, eftir seinasta allsherjarþing UNESCO sem var haldið í Sofiu seint á síðasta ári. Nýliðar í her El Salvadors búa sig undir sókn gegn skæruliðum og bændum sem styðja þá. El Salvador: Hermenn reka bændur af fjalli Guazapaeldfjall, Kl Salvador-Keuter Herinn í E1 Salvador heíur að undanförnu brennt þorp og skóga í hlíðum eldfjallsins Guazapa skammt frá höfuðborginni San Salvador og rekið mörg þúsund bændur, sem þar bjuggu, burt frá hcimilum sínum. Herferð stjórnarhersins fyrir því að útrýma allri byggð á fjallinu, þar sem skæruliðar hafa ráðið ríkjum undanfarin sex ár, hófst þann 9. janú ar síðastliðinn. íbúar á fjallinu voru áður taldir um fimmtíu þúsund en starfsmenn hjálparstofnana segja að nú séu líklega ekki nema urn 1.500 eftir og herinn segir að aðeins um sex hundruð bændur leynist enn á fjall- inu. Stjórnin kallar hcrferðina gegn bændum „Fönixaðgerðirnar” eftir eldfuglinum Fönix enda skilur her- inn eftir sig sviðna jörð þar sem áður voru þorp, akrar og skógar. Skæruliðar hafa notið stuðnings bænda á fjallinu í stríði sínu gcgn stjórninni sem nú hefur staðið í sex ár. Bændur hafa látið þeirn í tc mat, skjól og nýliða í skæruliðahcrinn. Yfirmenn hersins töldu því nauðsyn- legt að þurrka alla byggð út á fjall- inu, sem er í 25 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni, til þess að vinna svæðið af skæruliðum. Þcgar útrýmingu byggðarinnar veröui lokið er ætlunin að stofna ný þorp á fjallinu undir stjórn hersins. Yfirmenn í hernum segja að sálræn- ar aðferðir veröi notaðar til að vinna fyrrverandi stuðningsmenn skæru- liða í hópi bænda til stuðnings við stjórnina. Bændur fái síðar leyfi til að setjast að í nýjum þorpum nálægt þorpunum sem nú hafi vcrið cyði- lögö. UTLÖND Umsjón: Ragnar Baldursson Bretar hafa fengið nóg af Thatcher London-Reuter herra fyrir kosningarnar. Fjórð- Meirihluti breskra kjósenda tel- ungur aðspurðra taldi Norman ur að Margrét Thatcher ætti að Tebbit besta leiðtogann, sem dragasigíhléfyrirnæstukosningar íhaldsmenn gætu fengið, en hann samkvæmt nýrri skoðanakönnun særðistísprengjuárásírskraskæru- sem var birt í gær. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem náði til 1.048 kjósenda, vilja 51% að hún hætti sem forsætisráð- liða í október 1984. Alíka margir völdu Michael Heseltine sem sagði af sér sem varnarmálaráðherra 9. janúar vegna sölumála Westland- þyrlufyrirtækisins. Alþjóðasorg vegna geimferjuslyssins Moskva-Canaveralhöföi-Reuter: Ríkisstjórnir og þjóðarleiðtogar víðsvegar um heim sendu Reagan Bandaríkjaforseta og bandarísku Svíastjórn hótar lögum gegn verðbréfabraski Stokkhólmur-Reuter Sænska stjórnin hótaði því að setja ströng lög um verðbréfavið- skipti ef verðbréfasalar tækju ekki upp heiðarlegri viðskiptahætti á næstu sex mánuðum en hingað til hafa tíðkast. Stjórnin skipaði nefnd í seinasta mánuði til að rannsaka vafasöm verðbréfakaup nokkurra fram- kvæmdastjóra lyfjafyrirtækisins, AB Leo, sem fengu að kaupa verðbréf langt undir markaðsverði. Talið er líklegt að nefndin leggi til að sett verði lög sem banni alla takmarkaða verðbréfasölu þannig að öll verðbréf verði framvegis að vera boðin til sölu til hæstbjóðanda á frjálsum markaði. þjóðinni í gær samúðarskeyti vegna geimferjuslyssins í fyrradag þar sem sjö geimfarar fórust. Mikhail Gorbachev Sovétleiðtogi var meðal þeirra fyrstu sem sendi samúðarskeyti þar sem hann lýsti yfir sorg sinni vegna þessa hörmu- lega slyss. Leiðtogar ýmissa vest- rænna ríkja sendu einnig samúðar- skeyti og sömuleiðis Kínverjar. Jón Páll páfi sagði í gær að fráfall geimfaranna hefði valdið öllu mannkyninu mikilli sorg og í viku- legu ávarpi sínu í páfagarði bað hann fólk að biðja fyrir geimförunum og fjölskyldum þeirra. Hjá málgagni pólska hersins vott- aði hins vegar ekki fyrir samúð held- ur var því haldið fram að geimfararn- ir væru fórnarlömb áætlunar Banda- ríkjamanna um að ná yfirráðum í geimnum til að tryggja sér sigur í framtíðarstríði um jörðina. Ekki er enn vitað hvað olli spreng- ingunni í eldsneytisgeymum geim- ferjunnar en talið er hugsanlegt að leki í geymunum eða í leiðslum hafi valdið henni. I geymunum. sem voru utan á geimferjunni, voru 385.000 gallon af vetni í vökvaformi og 140.000 gallon af súrcfni. Sér- fræðingar segja að vetnið hefði ekki getað brunnið eitt sér heldur hljóti það að hafa komist í snertingu við súrefnið með leka. Myndir af flugtakinu sýna að rétt áður en sprengingin varð skriðu litlar logatungur upp eftir eldsneytistank- inum. Nú er verið að leita að braki úr geimferjunni ’á fimmtán þúsund ferkílómetra svæði í von að það veiti vísbendingar um það hvernig slysið átti sér stað. Skorað hefur verið á fólk að skila öllu braki sem það finn- ur en embættismenn óttast að sumir kunni að geyma brakið sem minja- grip-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.