Tíminn - 30.01.1986, Qupperneq 6

Tíminn - 30.01.1986, Qupperneq 6
6Tíminn Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvstj.: GuömundurKarlsson Ritstjóri: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: NíelsÁrni Lund Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Innblaðsstjóri: OddurÓlafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.- Geir Hallgrímsson hrakinn í útlegð Pá er Geir Hallgrímsson hættur á þingi, a.m.k. um stundar sakir og mun innan tíðar taka við bankastjóra- stöðu í Seðlabankanum. Trúlega hefur hann ekki sóst eftir því embætti, miklu fremur má halda að hann taki við starfinu nauðugur vegna meinlegra örlaga. Upp- vöðslumenn hægri sveiflunnar í Sjálfstæðisflokknum hafa valdið því að stjórnmálaferli Geirs Hallgrímsson- ar lýkur á frekar leiðinlegan hátt. Geir Hallgrímsson hafði mörg skilyrði til að verða gegn stjórnmálamaður enda varð hann það á margan hátt. Hann er vel menntaður, ágætlega greindur, vinnu- samur og skyldurækinn. Andstæðingar hans geta borið honum það að óhætt er að treysta honum í samningum. Hann þyrfti ekki að vinna nein drengskaparheit til þess að orðum hans væri trúað. Hins vegar skorti hann leik- arahæfileika, sem gefist hafa mörgum stjórnmála- manninum vel. Ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar beið mikinn ósigur í þingkosningunum 1978. Hún hafði gripið til ráðstafana til að draga úr verðbólgu. Andstæðingunum tókst að beita hinum ferlegustu talnablekkingum og ekki var brugðist við þeim á nógu markvissan hátt. Þar átti Geir Hallgrímsson verulega sök. Geir Hallgrímsson fékk hins vegar gullið tækifæri í þingkosningunum 1979 til að rétta hlut sinn. Óróapiltar í Alþýðutlokknum felldu ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar og Sjálfstæðisflokkurinn fékk því sterka stöðu. En þá fataðist Geir Hallgrímssyni bogalistin. Hægri sveiflan var þá komin til sögu í Sjálfstæðisflokknum og talsmenn hennar fengu því framgengt, að flokkurinn dró að húni fána leiftursóknarinnar og skefjalausrar markaðs- hyggju. Sjálfstæðisflokkurinn varð því fyrir verðskuld- uðu áfalli í kosningunum 1979. Eftir það náði Geir Hallgrímsson sér aldrei til fulls, en fékk þó við stjórnarmyndunina 1983 hlutverk sem honum fannst henta sér vel og hann gegndi með ánægju. Vafalaust hefur það verið helsta ósk Geirs Hali- grímssonar að gegna því starfi áfram. Það átti ekki fyrir honum að liggja. Innan Sjálfstæðisflokksins færðust hægrisveiflumenn í aukana og gerðu látlausa hríð að þeim mönnum, sem höfðu valist í ráðherrastöður af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Til að gera hlut sinn skárri, settu þeir á oddinn, að formaður Sjálfstæðisflokksins ætti að taka sæti í stjórninni. Vafasamt er þó, að þeir séu miklir vinir Þorsteins Pálssonar, nema þeim takist að stjórna honum. Endalok þessara óláta hægrisveiflu- manna lauk þannig, að Geir Hallgrímsson ákvað að draga sig úr stjórninni og eftirláta formanni Sjálfstæðis- flokksins sætið. Það má því segja, að hægrisveiflumenn hafi beint og óbeint hrakið Geir Hallgrímsson í pólitíska útlegð. Por- steinn Pálsson má reynast vel, ef hann á að verða ríkis- stjórninni svipuð stoð og Geir Hallgrímsson var. Vafa- lítið munu margir sjálfstæðismenn harma það, hvernig hægri sveiflumenn léku Geir Hallgrímsson að lokum. Fimmtudagur 30. janúar 1986 llllllllllllllllllli SAMTÍNINGUR ill!í!lillll!lil'l!llllill7;i|:iil!l|iiiÍ!':lll|il|;Íiií|l|j:ilíl| Varaformaður Fylgi f lokkanna í D.V. í fyrradag var birt skoð- anakönnun um fylgi stjórnmála- flokkanna. Það sem mesta athygli vekur er hve margir af þeim sem spurðir voru tóku ekki afstöðu eða 53%. Það þýðir að innan við 300 manns svöruðu spurningunni. Það er allt of lítil þátttaka til að hægt sé að taka mark á útkomunni, en þó gefur hún einhverjar vísbendingar um fylgi flokkanna. t>á vekur hrun Alþýðuflokksins athygli, en þó er það í fullu sam- ræmi við spár margra stjórnmála- manna, sem töldu að sigurganga Jóns Baldvins, formanns flokksins yrði ekki löng. Leikaðferð hans er svipuð og hjá spilamanni sem kýs að taka strax á háspilin þá slagi sem hann getur, hugsa ekki um „makk- erinn“ og sitja svo uppi með ein- tóma hunda í lok spilsins. Óvíst er hvort „verður búið að gefa" upp á nýtt þegar til kosninga kemur. í könnuninni kemur fram mest fylgi við Sjálfstæðisflokkinn en þess ber að gæta að trúlega svara lang- flestir sjálfstæðismenn spurningum D. V. þegar þeir eru spurðir um af- stöðu til stjórnmálaflokkanna vegna þess að blaðið fylgir þeim að málum og að þeir eru meirihluta hópur sem óragur er að láta skoðanir sínar uppi. Miðað við það hve margir tóku ekki afstöðu í könnuninni er fylgi Sjálfstæðis- flokksins ekki mikið þar sem þeir sem ekki tóku afstöðu eru eflaust andstæðingar flokksins en hafa ekki eða vilja ekki gefa upp hug sinn m.a. vegna þess að um marga flokka er að ræða á vinstri vængnum, sem þeir geta valið um. Þar er reikandi fylgið. í>ó á fylgi Sjálfstæðisflokksins að vera félagshyggjuflokkunum hvatning til að hugsa ráð sitt, m.a. hvort ekki sé ráðlegt að þeir hugi að frekari samvinnu sín í milli. Vart er til þess hugsandi að sjálf- stæðismenn ráði einir högum landsmanna svipað og þeir gera nú í Reykjavík. Búinn með trompin bregður á leik „Ef ég væri ... Ræða varaformannsins var furðulegur samsetningur og alveg laus við að vera málefnaleg. Hann kaus að flytja mál sjálfstæðismanna haldinn blindu sem námuhestur sem fer, og sér aðeins í eina átt. Ræða Friðriks mæltist illa fyrir af hans flokksmönnum sem blöskraði að heyra til hans og meira að segja Morgunblaðið kýs að segja sem minnst um ræðuhöld hans en gerir aftur á móti ræðu forsætisráðherra góðskil. Seturmeira aðsegjamynd af honum á síðu sem ekki er gert á hverjum degi. Já, svona vill oft fara þegar hátt er reitt til höggs út af engu eða vit- lausu tilefni. Trúlega reynir Þor- steinn Pálsson formaður að komast sem fyrst á fætur aftur til að taka við stjórn flokksins. Það er ekki á hverjum degi sem Friðrik Sophussyni er trúað fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins, formennsku í flokknum. Þannig var það þó á Alþingi í fyrradag þeg- ar fram fóru utandagskrárumræður um viðhorf í stjórnmálunum. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins var veikur og trúði Friðrik til að flytja mál sjálf- stæðismanna. Nú var tækifærið sem Friðrik hafði beðið eftir og nú skyldi hann sýna sítia forystuhæfi- leika og stjórnkænsku (hann sóttist eftir formennsku í flokknum en féll fyrir Þorsteini á sínum tíma). Mál- flutningur hans byggðist upp á skömmum út í Framsóknarflokk- inn og kaus Friðrik að líkja honum við trjónukrabba sem gæti séð í allar áttir. Hann vildi með þessu koma þeirri skoðun sinni á fram- færi að framsóknarmenn hefðu beitt pólitík í mannaráðningum hjá Þróunarfélaginu, en þannig vinnu- brögð eru óþekkt hjá Sjálfstæðis- flokknum að hans dómi. E.t.v. förlast óreyndum varaformanni nokkuð minni í þessum efnum og minnast menn á mannaráðingar sjálfstæðismanna til útvarpsins, til sjónvarpsins, til Lánasjoðs ísl. námsmanna, til Byggðasjóðs, til Þróunarfélagsins o.s.frv. sem lengi væri hægt að telja upp. Aðeins skal minnt á þetta til að fræða vara- formann Sjálfstæðisflokksins um mannaráðningar sinna manna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.