Tíminn - 30.01.1986, Side 16

Tíminn - 30.01.1986, Side 16
(TÖLSKU KNATTSPYRNUHETJURNAR Paolo Rossi og Bruno Conti hafa veriö valdir í ítalska landsliðið sem mætir V-Þjóðverjum í vin- áttuleik í næstu viku. Báðir þessir leikmenn hafa ekki verið í landsliöshóp Itala síðustu mánuðina. Rossi og Conti slógu í gegn í heimsmeistarakeppninni á Spáni árið 1982 og greinilegt er að sá gamli refur Enzo Bearzot, þjálfari landsliðsins, ætlar að treysta á vana menn til að verja heimsmeistaratign ítala í keppninni í Mexíkó næsta sumar. ítalarhafa leikið 26 landsleiki síðan þeir urðu heimsmeistarar, níu hafa unnist og jafnmargir tapast en átta leikir hafa endað með jafntefli. Lesa má um fleiri íþróttaviðburði á bls. 9 í dag. Fimmtudagur 30. janúar 1986 Kennarar: 1 smnhrauttii f o InfnrAiiivi^ MLcmgpreyiin r d loiuroum - vilja samnings- og verkfallsrétt Fundur Kennarasanrbands fslands á Hótel Sögu skoraði á stjórnvöld að veita kennurum í KÍ nú þegar sjálfstæðan samn- ings- og verkfallsrétt og að leið- rétta nú þegar þann launa- mismun sem er milli kennara í HÍK og KÍ. Þá lögðu kennarar áherslu á að stjórnvöld stæðu við loforð sín um lögverndun starfsheitis og starfsréttindi kennara og lýstu stjórnvöld ábyrg fyrir þeim alvarlega kennaraskorti sem nú er í land- inu, sem stafaraf slæmum kjör- um kennara og hefur þegar kontið verulcga niður á starfi margra skóla. Bréf barst frá Þorsteini Páls- syni fjármálaráðherra um að hann væri tilbúinn til þess að veita kennurum í KÍ samnings- rétt scm væri þannig að kennar- ar í KÍ gengju undir lög unt kjarasamninga fyrir opinbera starfsmenn nr. 46/1973 en und- ir þau heyrir BHM og fleiri að- ilar. Með þessum lögum cr samningsréttur einungis tryggður en ekki verkfallsrétt- ur og ef ekki semst cr málum vísað til Kjaradóms. Valgeir Gestsson formaður Kennarasantbandsins sagði að slíkan samningsrétt ætluðu kennarar í KÍ sér ekki heldur fullan samnings- og verkfalls- rétt. Valgeir sagði aö kennarar væru orðnir langþreyttir á lof- oröum stjórnvalda, sent ekki hefði verið staðið við og sagði að nú vildu kennarar aðgerðir og efndir loforðanna. Undir þau orð tóku Sigrún Árnadóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Kári Arnórs- son skólastjóri Fossvogsskóla, en þau sögðu jafnframt að að- gerða væri að vænta af hálfu kennara ef stjórnvöld kæmu ekkert til móts við kröfur þeirra og skoruðu þau á félaga sína að standa saman um að ná fullum samningsrétti, launa- jöfnuði milli kennarafélaganna og að ná fram lögverndun á starfsheitinu. Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra sagði að ekki yrði hægt að lögvernda starfsheiti kennara fyrr en kennarafélögin sameinuðust og sagðist hafa fullan hug á að koma samningsréttinum í höfn því „það er frumskilyrði og mannréttindi að fá að semja um sölu á vinnu sinni". Sverrir sagði að vilji væri fyrir því í menntamálaráðuneytinu að leiðrétta kjör kennara og sagð- ist skilja að „nú duga engin orð heldur athafnir", en bætti því jafnframt við að hann væri ekki einn við stjórnvölinn. Mikið fjölmenni var á fund- inum og bárust fundinum bar- áttu- og stuðningskveðjur frá kennarafélögum um allt land og lögðu flest áherslu á samn- ingsréttinn, launajöfnuð og lögverndun starfsheitisins, svo og á bætt kjör kennara. AH Valgeir Gestsson formaður K.í. „Við viljum launajöfnun milli kennarafélaganna tafarlaust og fullan samnings- og verkfallsrétt.“ Myndin er tekin á fjölmennum fundi Kennarasambands fslands á Hötel Sögu í gær. Tímamynd: Sverrír. HeildarsalaÁTVR: Fimmtíu þúsund króna vín og tóbaksreikningur - fyrir hvert heimili á landinu á síðasta ári fslendingar borguðu á síð- asta ári um 1.200 milljónum króna hærri upphæð fyrir áfengi og tóbak frá ÁTVR heldur en ríkissjóði tókst að innheimta af þeim í tekju- og eignaskatt. Nærri lætur að inn- heimtir tekju- og eignaskattar til ríkissjóðs hafi numið sem svarar um 37 þús. krónum á hvert heimili í landinu, en sala áfengis og tóbaks um 52 þús. krónum á heimili. Heildarsala ÁTVR - 3.726 milljónir króna - fór á síðasta ári í fyrsta skipti langt fram úr innheimtu ríkissjóðs á tekju- og eignasköttum - 3.065 millj. króna - og er þá miðað við skatta á bæði einstaklinga og félög. Umrædd skattheimta hafði þá aukist um 13% frá 1984 en sala ÁTVR um 43,4% eða um 11% meira heldur en kauptaxtar hækkuðu á sama tíma, að mati Þjóðhagsstofn- unar. Þessi 3.726 milljón krónu sala ÁTVR skiptist þannig að 2.126 milljónir komu í kassann fyrir áfengi en 1.600 milljónir fyrir tóbak. Að viðbættri smásöluálagningu á tóbaki og álagningu vínveitingahúsa á þann hluta áfengisins sem þar er seldur lætur nærri að lands- menn hafi varið um 4.265 mill- jónum króna til kaupa á þess- um tveim vöruflokkum ÁTVR árið 1985. Mannafli á íslenskum vinnu- markaði er talinn um 119 þús. manns. Hver þeirra hefur því varið tæplega 36 þús. krónum af launununt sínum að meðal- tali til kaupa þessara nauð- synjavara. Til frekari samanburðar má geta þess að árið 1984 var ÁTVR áttunda stærsta fyrir- tæki á íslandi miðað við sína 2.598 milljóna króna veltu það ár og hafði þá hoppað úr 11. sæti árið áður. Næst í röðinni kom SÍF um 18 rnillj. króna neðar. Með öðrum orðum, að þó nokkuð vantaði á að sölu- verðmæti alls saltfisks sem framleiddur er á íslandi dygði til að standa undir áfengis- og tóbakskaupum landsmanna þetta ár, sem áætla má um 2.960 milljónir króna að við- bættri álagningu í búðum og börum. - HEI MALSHOFÐUN í ATHUGUN Frá frcttaritara Tímans í London, D.Keys. Málshöfðun er nú í undir- búningi vegna gjaldþrots bresku ferðaskrifstofunnar Sonic World, en hún skuldar sem kunnugt er íslenskum að- ilum stórfé. Nigel Lander, fyrrverandi framkvæmda- stjóri skrifstofunnar sagði í samtali við Tímann í gær, að hann væri að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur þeim aðilum sem með gerðum sín- um hefðu valdið því að fyrir- tækið fór á hausinn. „Við erum í augnablikinu að ráð- færa okkur við lögfræðinga vegna þessa máls," sagði Lander. „Við viljum reyna að hreinsa bæði nöfn Sonic World og okkar sem einstakl- inga. Vonandi verður þetta til þess að við komumst í að- stöðu til að greiða skuldu- nautum okkar á íslandi a.m.k. einhvern hluta þess sem við skuldum þeim.“ sagði Lander enn fremur. Lander vildi að svo komnu máli ekki segja nánar frá því um hvað hugsanleg ntálshöfðun snérist. Hins vegar er skiptaráð- andi Sonic World einnig að kanna forsendur fyrir lögsókn vegna þessa máls. Philip Ev- ans hjá endurskoðunar- fyrirtækinu I.P.Evans & Co í London og talsmaður skipta- ráðanda staðfesti í gær að um hugsanlega málshöfðun væri að ræða. Rannsókn skipta- ráðenda beinist nú meðal annars að því hvort um brot á breskum hegningarlögum sé að ræða. Samkvæmt upplýs- ingum Tímans mun skipta- ráðandi taka ákvörðun um hvort af lögsókn verður eða ekki innan fjögurra vikna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.