Tíminn - 15.02.1986, Síða 1

Tíminn - 15.02.1986, Síða 1
6. tbl. 2. árg. 1986 umfram allt langaði hann að Lubbi fyndi hvað snjórinn er skemmtilegur. Loks kom að því nokkrum dögum fyrir jól. Fyrsti snjórinn féll. „Lubbi, það snjóar," hrópaði Jóna. Hún klæddi sig í kuldaúlpu, setti á sig trefil og fór ! vettlinga. Síðan þaut hún út. En Lubbi beið inni, þrýsti trýninu að rúð- unni og starði á snjókornin. „Komdu, litli kjáni,“ sagði Jóna og tosaði í Lubba. „Snjórinn meiðir þig ekkert." En Lubbi stökk úr fangi Jónu og pomsaði í snævi þakta jörðina, POMM! En hvað þetta var skrýtið. Snjórinn var djúpur og mjög kaldur. í byrjun fannst Lubba erfitt að ganga, hann varð eiginlega að stökkvatil að komast áfram. En brátt lærði hann að ganga og hlaupa í snjónum. Hann meira að segja reyndi að borða snjóinn, en hann bráðnaði jafnharðan í munni hans. Þá kastaði Jóna snjóþolta í áttina að honum og hló þegar Lubbi góndi á snjókarlinn sem hún var að byggja. „Hann er ekki alvöru-karl, kjáninn þinn,“ sagði Jóna hlæjandi. En snjórinn var alvöru-snjór og það var gaman. Lubbi og Jóna skemmtu sér vel. SNJÓR Lubbi hvolpur hafði aldrei séð snjó fyrr, en Jóna vinkona hans hafði að sjálfsögðu oft séð snjó. Hún tengdi saman í huganum gjaf'r, góðan mat, skemmtun, jól og svo snjó. „Snjórinn er frábær, Lubbi," hvíslaði Jóna að hvolpinum sínum. „Ég veit að þér mun þykja hann jafn skemmtilegur og mér. Þegar það fer að snjóa þá muntu skilja hvað ég á við.“ Lubbi og Jóna biðu eftir snjónum. Jóna vildi sýna Lubba hvernig hún gæti hnoðað snjóbolta og byggt snjókarl. En

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.