Tíminn - 15.02.1986, Blaðsíða 8
I
Barna-Póstur
Kæri barna-póstur!
Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir alveg meiriháttar blað.
Þrautirnar eru æðislegar og mér þykir gaman aö glíma
við þær.
P.S. Mig langar að eignast pennavini á aldrinum 9-11
ára. Ég er 10 ára. Áhugamál mín eru margvísleg.
Halla Magnúsdóttir,
Vogatungu 28,
200 Kópavogi.
Kæri póstur!
Þetta er frábært blað en það mættu vera miklu fleiri
þrautir og stærri krossgátur. í leiðinni ætla ég aö biðja
um pennavini á aldrinum 11-13 ára. Sjálf er ég 12 ára.
Áhugamál mín eru: Dans, íþróttir, músik og sætir
strákar.
Gunnur Hjálmsdóttir,
Dalbraut 41,
300 Akranesi.
Besti póstur!
Má ég senda sögur í Barna-Tímann? Svar óskast fljótt.
Inga Birgitta Árnadóttir,
Brúnagerði 1,
640 Húsavík.
Kæra Inga!
Þú skalt endilega senda sögur í Barna-Tímann. Og í
leiðinni hvetjum við fleiri krakka til að semja sögur og
senda okkur.
Kæri Barna-Tími
Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir æðislega gott blað
og svo ætla ég að biðja um pennavini. Áhugamál mín
eru íþróttir (handbolti, fótbolti, sund og skíði), dans,
tónlist, pennavinir og fleira. Krakkar á aldrinum 12-13
ára, helst strákar.
Með fyrirfram þökk.
Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir,
Uröarteigi 29,
740 Neskaupstað.
Kæru krakkar!
Einar Örn Eiðsson, Heiðarskóla (2.hæð) sendi okkur
þessa krossgátu. Hann langar að biðja lesendur
Barna-Tímans að ráða hana.
1. konunafn
2. rándýr
3. konunafn
4. sníkjudýr
5. karlmannsnafn
(Lausnarorðið er'
samheiti fuglsins
sem oft er kallaður
krummi.)
En þá eru það vinningshafar fyrir 3. tbl.
5. þraut. Hrærigrautur:
Guðmundur Jóhannsson, Bakkaseli 34, 109 Reykja-
vík.
6. þraut. Athyglin:
Ragnar Bergmann Traustason, Flúðaseli 90, 109
Reykjavík.
7. þraut. Kóngur nr. 4
Margrét Aðalgeirsdóttir, Háagerði 4, Akureyri
8. þraut. Veistu svarið?
1. grár
2. Guðmundur
3.31
4. mýs
5. Akureyri
6. Bogdan
7. kópur
8. 75+47
9. G
10. Það er að segja
Sigrún Þ. Geirsdóttir, Reykjavegi 7 B, Mosfellssveit,
270 Varmá.
p 'ju isse» (3)
jniioBui Bo jniuuBjOcj (a) numdsgej j bj8a ge e o j>j>)Ais (9)
V 'Ju pueg (o) e Ju <?!an (v)
:iMninVHd VblNSnVT