Tíminn - 15.02.1986, Side 6
vil ég segja
■ ■ ■
Kæri Barna-Tími!
Ég þakka gott blað en samt
vil ég koma með nokkrar
ábendingar. Ég á fimm ára
bróður og kann hann flesta
stafina (ekki alla). Hann
skoðar Barna-Tímann allt-
af og við lesum blaðið alltaf
fyrir hann. Bróðir minn get-
ur ekRi svarað nema litjum
hluta í „Veistu svarið?" og
sér yfirleitt ekki öll atriðin í
„Er athyglin í lagi?“. Hann
getur ekki reynt að lesa
neitt í blaðinu nema
kannski stærstu stafina
(fyrirsagnirnar) og finnst
mér því að það mættu vera
þrautir fyrir þau allra
I
i í \VV> a*X Y1*'' ]Y hN\ ;
\ (/ \-.-A
\ \ (
V
\
V
Litli apinn eralveg orðinn ruglaður. hvaðaspotti erfestur í flug-
drekann? Er það band nr. A - B - C - D eða 3? Reyndu að leysa
þrautina áður en þú lítur á lausnina sem er aftast í þlaðinu!
RGLNOIFU
Hvað heita þessir náungar?
Stafaröðin í nöfnunum þeirra hefur eitthvað brenglast!
(Svör aftast).
yngstu, t.d. mætti vera smá
kafli, stórt letraður og létt
lesefni, léttar myndir í „At-
hyglinni" og léttari spurn-
ingar. Ég get ekki einu sinni
svarað öllum spurningun-
um nema leita eftir svari og
ég er 15 ára. Ég tek það
fram að ég er ekki tossi í
skóla þó ég viti ekki svör við
spurningunum. Ég veit
samt að þetta má ekki vera
of létt til að það komi ekki of
mörg svör rétt. En það er
hægt að hafa léttari spurn-
ingar og svoleiðis annars
staðar í blaðinu og þær
þurfa ekki að vera verð-
launaðar.
Ég vona að þið takið þetta
til greina.
Með þökk fyrir að lesa þetta
bréf.
Unnur Hallgrímsdóttir,
Birkihlíð 18,
550 Sauðárkrókur.
Kæra Unnur!
Bestu þakkir fyrir bréfið og
ábendingarnar. Við munum
reyna að hafa létt verkefni
með í Barna-Tímanum og
við viljum benda á að yngri
börnin hafa örugglega
gagn og gaman af litmynd-
inni sem yfirleitt er í blað-1
inu. En við tökum tillögur
þínar til greina og vonum
að þú skrifir aftur og látir
okkur vita hvernig gengur.
Bestu kveðjur.
Barna-Tíminn.
Hvaða kassi er öðruvísi en hinir allir? Er það kassi nr. 1,
2, 3, 4 eða 5? (Svar aftast).