Tíminn - 22.02.1986, Page 6

Tíminn - 22.02.1986, Page 6
vil ég segja... Eg er oft í heimsókn hjá ömmu minni því mamma vinnur alveg til klukkan sex og ég er búin í skólanum á hádegi. Þess vegna fer ég oftast til ömmu beint úr skóla og er hjá nenni fram á kvöldmat. Amma hjálpar mér oft með handavinnuna mína og svo fæ ég líka að gera auka-handavinnu hjá henni því hún á svo marga hnykla. Ég prjónaði tvo fall- ega bangsa og gaf frænku minni annan og vinkonu minni hinn í jólagjöf. Svo er ég líka að teikna og mála á daginn og svo; spilum við oft. Oftast spilum við spil sem heitir Marías. Ég er líka búin að læra að leggja kapal. Svo þegar hann gengur upp þá hugsa ég mér að ég fái ósk og óska mér alls konar. Um daginn vorum viö að baka eða eiginlega ekki að baka. Við bjuggum til alvöru súkkulaði. Það versta er að ég man ekki alveg hvað var mikið af hverju, en ég ætla samt að segja hvernig við fórum að. Efnið í súkkulaði var: Brædd jurtafeiti, flór- sykur og kakó. Fyrst er jurtafeitin eða smjörlíkið brætt og á meö- an það er að bráðna er flórsykurinn og kakóið sett í skál og hrært saman. Þegar smjörlíkið er svo bráðnað er því hellt saman við og hrært vel í. Síðan er hrær- an sett á smjörpappír og settinn í ísskáp. Eftirsvona klukkutíma er komið fín- asta súkkulaði sem gott er að borða með rúsínum. Amma átti líka hnetur með. Það var ofsa gott. Stundum skrifa ég líka bréf eins og til dæmis þetta sem ég vona að verði birt, elsku, besti Barna-Tími. Kærar kveðjur, Arnheiður G., 10 ára, Reykjavík. Magnús múrari þarf að flytja alla múrsteinana í burtu. Hann getur aðeins borið þrjá múrsteina í einu. Hvað þarf hann að fara margar ferðir til að Ijúka verkinu? (Svar aftast) Allir eru þeir eins.... og þó??? Aðeins tveir karlar eru alveg nákvæmlega eins í öllum smáatriðum. Hvaða karlar eru það? Reyndu að sjá þaö áður en þú lítur á lausnina sem er aftast í blaðinu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.