Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 8. mars 1986 SPEGILL XnneBancroft Guðs. 3ane Foi barn Jane tekur mikinn þátt í pólitísku starfi manns síns Toms Hayden, á gott með að lynda við soninn Troy en oft vilja þær misskilja hvor aðra dóttirin Vanessa og hún. Jane Fonda: „Það verður ekki helst munað eftir mér fyrir hvað ég er sæt!M Jane Fonda er orðin 47 ára og hefur víða látið til sín taka um æv- ina. Hún er alþekkt að því að beita sér af krafti að því sem hún á annað borð hefur áhuga á og hefur það í sumum tilfellum komið henni út úr húsi hjá fjölda fólks. Nú á hún það til að setjast niður og hugleiða for- tíðina og reyna að gera sér grein fyrir því hvað hún hefði betur látið ógert og hvað hún hefði átt að gera öðru vísi. Tilefni þessara hugleiðinga hennar eru kannski öðrum þræði leikur hennar í kvikmyndinni Agn- es-barn Guðs. En kannskieruþað líka þau tímamót að Vanessa dóttir hennar er orðin 17 ára og farin að heiman til háskólanáms. Sjálfri er Jane minnisstætt þegar hún var send að heiman í háskóla- nám, þar sem hún þekkti engan og átti að bera alla ábyrgð á sér sjálf. Hún gafst upp eftir 2 ár og hefur aldrei sest á skólabekk síðan. Það er eitt af því sem hún sér mikið eftir. Ég hef oft reynt að tala um þetta við Vanessu en einhvern veginn kemur allt öfugt út úr mér þegar ég ætla að vera einlæg við hana. Van- essa er alveg eins og ég, þrjósk, hefur sínar sjálfstæðu skoðanir, er tilfinninganæm, skiptir oft um skap - og vantar sjálfstraust. Ég á aldrei í svona vandræðum með að tala við Troy bróður hennar, sem er 12 ára. En ég held líka að foreldrum hætti til að vera stífari við börnin af sama kyni, sjái sjálfa sig í þeim,“ segir Jane, en bætir því við að það skipti líka máli í samskiptum þeirra mæðgnanna að hún skildi við föður Vanessu, Roger Vadim. Sjálf upplifði hún að foreldrar hennar skildu og nokkru síðar framdi móðir hennar sjálfsmorð. Viðbrögð Jane við þeim voðaat- burði urðu þau að hún fékk sjúk- dóminn bulima, þ.e. tróð í sig mat þangað til hún stóð á blístri og kast- aði sfðan öllu upp. bessi sjúkdóm- ur sagði ekki skilið við hana fyrr en hún gekk með Troy. f>að er ekki bara skólanámið sem hún sér eítir að hafa ekki klárað. Annað er að hafa aldrei fest sig í neinum trúarbrögðum. Foreldrar hennar voru ekki sérlega trúaðir og fóru hvort sína leið í þeim efnum. Roger Vadim er yfirlýstur trúleys- ingi og Tom Hayden núverandi maður hennar er afskiptalítill í trú- málum. En nú sér Jane eftir því barnanna vegna að hafa ekki fest sig í einhverjum söfnuði, og það þrátt fyrir að hún segist vera trúuð. En kvikmyndin Agnes-barn Guðs kom henni til að hugsa enn meira um þessi mál. Eitt er það sem hún iðrast ekki eftir og það eru heiftarleg mótmæli hennar gegn Víetnam-stríðinu og heimsókn til Norður-Víetnam sem- margir eiga bágt með að fyrirgefa henni. Jane heldur mikið upp á Kathar- Jane Fonda hefur skrifað bók fyrir miðaldra konur, en Katharine Hepburn finnst vanta þar kafla um súkkulaði! Katharine Hepburn segist borða mikið súkkulaði og þess vegna sé hún svona sæt! ine Hepburn sem hún hefur þekkt frá barnæsku og vildi gjarna líkjast. Hún sendi vinkonu sinni bók sína með leiðbeiningum fyrir miðaldra konur um hvernig þær geta haldið sér ungar og fékk þetta svar frá Katherine: Dásamleg bók og mjög fróðleg. En mér finnst þú ættir að bæta við kafla um súkkulaði. Ég er alltaf að borða súkkulaði. Þess vegna er ég svo sæt! Þetta svar átti vel við Jane. Hún veit sem er að hvorki hún né Kath- arine verða sérstaklega í minnum hafðar fyrir hvað þær eru sætar! I-ITI Ond .................111111 FRÉTTAYFIRLIT Reuter HÖFÐABORG — Þjóðar- flokkurinn í Suður-Afríku sem fer með völd í landinu ætlar að halda ráðstefnu síðar á þessu ári. Þykir það óvenjulegt og gæti táknað verulegar breyt- ingar á stjórnarstefnunni. Ríkisstjórnin hefur nýlega af- létt neyðarástandi því sem hún kom á í sumum héruðum landsins og sleppt úr haldi fönqum sem haldið var í nafni neyðarlaganna. BONN — Helmut Kohl kansl- ari V-Þýskalands lýsti yfir ánægju sinni með ákvörðun japanskra stjórnvalda sem fylgdu fordæmi vestur-þýskra stjórnvalda og lækkuðu al- menna vexti. Kohl sagði slíkar aðgerðir hjálpa efnahagslífi heimsbyggoarinnar og styðja sérstaklega efnahagslíf ríkja þriðja heimsins. WASHINGTON - At vinnuleysi í Bandaríkjunum jókst úr 6,7% í janúar uppí 7,3% ífebrúar.Aukninginersú mesta síðan í maí 1980. BAHREIN — Togbátar héldu á floti olíuskipinu frá Kýpur sem varð fyrir eldflauga- árás á Persaflóa. Að minnsta kosti tveir áhafnarmeðlima létu lífið í árásinni sem haldið er að íranirberi ábyrgðá. STOKKHÓLMUR Mynd sú sem sænska lögregl- an birti af hugsanlegum morð- ingja Olofs Palme hefur valdið því að símalínur lögreglunnar eru rauðglóandi og hundruð manna telja sig kannast við svip mannsins. Engar hand- tökur hafa þó orðið í Svíþjóð enn sem komið er. PARIS - Stjórnmálakona í Frakklandi sagði konur verða þann hóp sem tapaði í væntan- legum þingkosningum í land- inu í þessum mánuði. Hún sagði konur vera fórnarlömb karlrembu í stjórnmálaflokkun- um. Aðeins 28 af 491 þing- manni landsins eru konur. KAIRÓ — Richard Murphy aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna mun halda til Egyptalands í næstu viku til viöræðna við Hosni Mubarak forseta og aðra embættis- menn. Rætt verður um hinn hæga framgang friðarvið- ræðna í Mið-Austurlöndum. NÝJA DELHI - Stjórnvöld i Jammu og Kashmir héraði Indlands eiga nú í vök að verj- ast eftir áð Kongressflokkurinn ákvað að hætta stuðningi sín- um við þau vegna bardaga og ofbeldisaðgerða milli hindúa og múhameðstrúarmanna í héraðinu. SINGAPÚR — Stjórnvöld í Singapúr tilkynntu um miklar skattalækkanir í því skyni að örva viðskiptalífið í landinu, koma í veg fyrir hrun á eigna- markaðinum og fá fleiri erlenda aðila til að fjárfesta í landinu. N'DJAMENA — Gouara Lassou utanríkisráðherra Chad sagði heri stjórnarinnar hafa drepið 864 uppreisnar- hermenn í bardögum í norðurhluta landsins fyrir þremurdögum. GABORONE — Útvarpið í Botswana sagði skæruliða- samtök Afríska þjóðarráðsins hafa kallað tvo embættismenn sína frá landinu, eftir viðræður þeirra við stjórnvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.