Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Laugardagur 8. mars 1986 Úrskurður Guðmundi G. Þórarinssyni í hag: Þjóðviljinn víttur af siðanefnd B.Í. - brot á siðareglum talið alvarlegt Siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands hefur úrskurðað að frétt sem birtist í f>jóðviljanum á forsíðu blaðsins þann 7. janúar s.l. um tengsl Guðmundar G. Þórarinssonar við fyrirtækið Þýzk-íslenska hf. teljist alvarlegt brot á 3. gr. siðareglna B.l. Siðanefnd greinir brot á siðareglum svo: a) óverulegt bjámælisvert c) alvarlegt d) mjög alvarlegt. ísafjörður: Gleymdi sér í sigurvímu Lögreglan á ísafirði hefur undan- farna daga verið við radarmælingar. Nokkrir hafa vcrið tcknir yfir lögleg- um hraða. Yfirleitt er ekki til afsök- un fyrir því þegar menn verða of þungstígir á bensínpedalann. Sumir reyna. Síðastliðinn þriðju- dag rétt eftir kvöldmat var einn þungstígur tekinn. Þegar lögreglu- þjónninn kom að þílnum sagði mað- urinn að það hefði verið sælan cftir sigrinum á Dönum sem fékk hann til þess að gleynta sér. Ekki komst hann upp með það og á yfir sér sekt fyrir of hraðan akstur. -ES GuðmundurG. Þórarinsson kærði skrif Þjóðviljans fyrir siðanefndinni þann 24. janúar s.l., en þá hafði blaðið birt frétt um meint skattsvik Þýzk-íslenska hf. og lagt áherslu á að hann væri einn af stærstu hluthöfum og að auki fyrrverandi stjórnarfor- maður og framkvæmdastjóri. Jafn- framt var minnt á í því sambandi að Guðmundur væri fyrrv. alþm. Fram- sóknarflokksins og núverandi gjald- keri flokksins. f niðurlagi úrskurðarins segir m.a.: „Svo sem fyrr greinir, fer ekki á milli mála, að nafn Guðmundar G. Þórarinssonar er tengt ætluðu brota- náli um umfangsmikil skattsvik. Frá- sögnin er hins vegar bæði röng og villandi um atriði, sem kunna að hafa verulega þýðingu um ábyrgð Guð- mundar í þessu efni. Heimildir blaðamannsins um aðild Guðmund- ar G. Þórarinssonar að Þýzk-ís- lenska standa engan veginn undir fréttinni. Vinnubrögðum hér er greinilega áfátt bæði um gagnasöfn- un og úrvinnslu. Krafa um vönduð vinnubrögð hlýtur að vera því brýnni þeim mun alvarlegri sökum, sem maður er borinn og æru hans mis- boðið. Athugasemdir Þjóðviljans 2 dögum seinna hagga ekki þessari niðurstöðu". Áður hefur komið fram að Guð- mundur seldi eignarhlut sinn í um- ræddu fyrirtæki árið 1979 og gegndi störfum framkvæmdastjóra einungis við sérverkefni á tímabilinu apríl 1983 fram í janúar 1984. -SS „Ég trúi því ekki að nokkur maður hér á fslandi fari af stað með sjónvarpsstöð, þegar skermarnir eru orðnir svona ódýrir.“ Tíma-mynd Sverrir Beið með ávísunina þegar við opnuðum - segir framkvæmdastjóri nýopnaörar verslunar meö sjónvarpsmóttakara Nú geta menn fengið erlendar sjónvarpsstöðvar inn á gafl hjá sér. með ýmisskonar afþreyingarefni fyr- ir 150 þúsund krónur. Umboðs- og heildverslunin Rafeind í Árntúla hefur nú öðlast einkaumboðsrétt á íslandi l'rá japanska stórfyrirtækinu NEC á búnaði til móttöku sjón- varpscfnis um fjarskiptatungl. Noröurlandaráösþingi í Khöfn lokið: Engar stórdeilur - segir Páll Pétursson fráfarandi forseti ráðsins í tilefni af því að þingi Norður- ingarathöfn sem tram fór áður en landaráðs í Kaupmannahöfn er lokið sjálft þinghaldið hófst. Athöfninni hafði Tíminn símleiðis samband við var sjónvarpað beint til flestra í tilefni af þcssum samningi var verslunin Rafcind opin í gær þeint sem vildu kanna hvað erlendar sjón- varpsstöðvar voru að sýna. Þegar Tíminn leit inn unt tvö leytið í gær var úr nógu að moða. íþróttir frá Svíþjóð, reyndar ekki handknatt- leikur, tónlistarefni og teiknimyndir. Arnar Hákonarson framkvæmda- stjóri Rafeindar var sýningarstjóri og skipti um rásir. Hann sagði áhuga meðal fólks vera mikinn og einn einstaklingur mætti tilbúinn með ávísun í gærmorgun þegar verslunin opnaði klukkan níu um morguninn. „Uppsetningarkostnaður við ein- býlishús er um fimm þúsund krónur. Málið horfir öðruvísi við þegar um fjölbýlishús er að ræða. Þá fer það eftir þeim lögnum sem fyrir eru,“ sagði Arnar. Móttökuskermurinn sem fæst fyrir 150 þúsund krónur er einnota. Ætli fjölbýlishús að kaupa í santeiningu disk, þarf sérstakt tæki -„túncr" fyr- ir hvert stjónvarpstæki svo viðkom- andi geti valið um rásir sjálfur. Söluaðilar á móttökuskermum eru bjartsýnir og margir hverjir búast við því að góð sala verði fyrir HM í knattspyrnu. „Við höfum þegar samið við tvær stöðvar um sýningar á efni frá þeim, og þriðji samningurinn er í burðar- liðnum. Nokkrar rásireru brenglað- ar úti, þannig að þær nást ekki hér. Hinsvegar eru það gleðitíðindi að tveir DBS hnettir fara á loft í haust, og á þá geta allir horft endurgjalds- laust. Ég spái því að 3-400 skermir seljist í ár hér á íslandi," sagði Arnar. Rafeind er með opið í dag og gefst fólki kostur á erlendu efni ýmisskonar. -ES Pál Pétursson fyrrv. forseta ráðsins og leitaði fregna af því hvernig þing- ið hafði gengið í heild sinni. Páll sagði að þetta hefði verið sér- lega minnisstæð vika. Allir þeir er sóttu þingið hefðu verið flemtri slegnir vegna morðsins á Olof Palme, en jafnframt einhuga um að sýna minningu hans tilhlýðilega virð- ingu. Það hefði því verið mikið vandaverk að standa að þeirri minn- Norðurlandanna og sýnt frá henni í sjónvarpsstöðvum víðar um heim. Að sögn Páls setti fyrrnefnt voða- verk nokkurn svip á sjálft þinghald- ið. Engar pólitískar stórdeilur komu upp eins og svo oft á fyrri þingum og meiri hógværðar gætti í öllum mál- flutningi. Þær þrjár tillögur sem íslensku fulltrúarnir lögðu hvað mesta áherslu á komust allar nokkuð áleið- Félag bókagerðarmanna: Verkalýðsfor- ystan gagnrýnd Nýgerðir kjarasamningar voru samþykktir með semingi á fjölmenn- um fundi í Félagi bókagerðarmanna í fyrradag. Stór hluti fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna en samningarnir voru samþykktir með meirihluta atkvæða gegn 18. Á fundinum kom fram hörð gagn- rýni á verkalýðsforystuna, sem sögð var hafa brugðist hagsmunum verka- fólks í þessum samningum með því að „knýja þessa samninga upp á verkalýðsfélög,“ eins og segir í frétt frá Félagi bókagerðarmanna. Af því tilefni var samþykkt ályktun á fund- inum þar sem segir m.a. að „forysta verkalýðshreyfingarinnar í sam- vinnu við atvinnurekendur hafi bundið hendur verkalýðsfélaga til að sækja þann rétt sem verkafólki ber og allar ytri aðstæður buðu upp á.“ Þá kemur fram í ályktuninni að fé- lagið telur að samningar af þessu tagi megi ekki endurtaka sig og endar hún á eftirfarandi hvatningarorðum: „Fundurinn hvetur allt verkafólk til að stilla saman strengi og vinna sjálft og sameinað að undirbúningi næstu samningagerðar, þá fyrst er von til þess að raunhæfar kjarabætur fáist.“ -BG is á þinginu. Páll sagði að tillaga um samnorræna þjóðskrá hefði hlotið samþykki, tillaga um stofnun norrænnar líftæknistofnunar á ís- landi hefði reyndar ekki verið sant- þykkt í endanlegri mynd „en verið bjargað fyrir horn“, og tillaga um norræna samstarfsáætlun gegn krabbameini hefði verið vísað til nefndar og yrði líklega samþykkt á þinginu í Helsinki á næsta ári. „Til- lagan um krabbameinsvarnirnar er stefnu markandi og það er ánægjulegt hversu margir fulltrúar af öllum Norðurlöndunum gerðust flutnings- menn að henni. Að öðru ólöstuðu tel ég mig geta fuliyrt að þessi tillaga hafi hlotið mjög mikla athygli á þing- inu,“ sagði hann. Páll lagði áherslu á að nokkur aukning hefði orðið á umsvifum Norðurlandaráðs á síðastliðnu ári á þann hátt að Norðurlöndin hefðu komið fram í einstökum málum sem heild út á við. Þetta ætti t.d. við málalcitan við bresku stjórnina vegna loftmengunar frá Bretlandi sem ylli umtalsverðum skaða á skóg- um í norðanverðri Evrópu. Hann gat þess að untræddri málaleitan hefði ekki verið tekið vel og því hefðu Norðurlöndin í gegnum Norður- landaráð talið sig knúin til að taka af skarið með því að boða til ráðstefnu um loftmengun sem sótt verður af þingmönnumogsérfræðingumfrá 16 þjóðum austan tjalds ogvestan. Sjálf ráðstefnan verður haldin í Stokk- hólnti á komandi hausti. „Það hefur verið mikil reynsla fyr- ir mig að gegna embætti forseta Norðurlandaráðs undanfarið ár og ég hugsa með þakklæti til þeirra sem hafa verið mér innan handar og sýnt mér trúnað,“ sagði Páll. -SS Frönsk kvikmyndavika í Regnboganum Gullöld og nýbylgja í dag hefst í Regnboganum frönsk kvikmyndavika á vegum Alliance Francaise. Á henni verða sýndar sögufrægar myndir eftir nokkra af þekktustu leikstjórum Frakka. Bæði verða sýndar myndir frá hinni svokölluðu gullöld, sem stóð á árununt í kring- um seinna stríð, og nýbylgjunni, sem kom fram um 1960. Fulltrúar gullaldarinnar eru þeir Jean Renoir, René ClairogC. Áut- ant-Lara, og nýbylgjumennirnir eru Jean-Luc Godard, FrancoisTruffaut og Eric Rohemer. Bæði þessi tímabil er um margt merkileg og hafa haft víðtæk áhrif á kvikmyndasöguna. Gullöldin ein- kenndist af sókn í tæknilega full- komnun í leik og tækni. Nýbylgjan var hinsvegar andsvar við gullöldinni og leikurinn var einfaldaður og leik- stjórnin gerð persónulegri. Auk mynda frá þessum tímabilum verða sýndar í þessari viku tvær nýrri myndir eftir þá Jacques Demy og Claude Sautet. Bændur vilja blaðafulltrúa Bændur verða að nýta sér betur en verið hefur til þessa fjölmiðla til að koma á framfæri hagsmunamálum sínum, og vera til andsvara óvægn- um áróðri á stéttina, meðal annars með því að.ráða hið bráðasta blaða- fulltrúa til starfa hjá bændasam- tökunum. Svo ályktaði formannafundur Búnaðarsambands A-Húnavatns- sýslu á fundi sínum nú fyrir skömmu, og vildi með þessu ítreka fyrri álykt- anir sínar um þetta sama etm. Erindið var lagt fyrir á Búnaðar- þingi sem nú er að ljúka. Með erind- inu fylgdi greinargerð, þar sem segir m.a. „Markviss upplýsingamiðlun verður æ ntikilvægari eftir því sem samkeppnin harðnar. „Ennfremur sagði í greinargerðinni að tillaga sú sem send var Búnaðarþingi 1985 hafi lítið látið af sér leiða. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.