Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 08.03.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn Framkvæmdastjórn LFK Næsti fundur verður mánudaginn 10. mars kl. 17. 20 að Rauðarárstíg 18. Dagskrá. Námskeið, útgáfumál, miðstjórnarfundur. LFK Landstjórn og framkvæmdastjórn LFK Fundurverðurföstudaginn 14. marskl. 19-20 að Rauðarárstíg 18. LFK Framsóknarkonur á miðstjórnarfundi Hittumst í hádeginu laugardaginn 15. mars að Rauðarárstíg 18 og ræðum málin. LFK Stjórnmálaskólinn Stjórnmálaskóli SUF og LSK. Stjórnmálaskólinn veröur starfræktur á eftirtöldum dögum: íslensk haglýsing Efnahagsmál Stjórnkerfið Vinnumarkaðurinn Utanríkismál Sjávarútvegur Landbúnaður Iðnaður Opinberþjónusta Sveitarstjórnarmál Skaftfellingar Jón Helgason, ráðherra og Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður verða til viðtals og ræða þjóðmálin í félagsheimilinu Kirkjubæjar- klaustri laugardaginn 8. mars kl. 14. Allir velkomnir. Miðstjórnarfundur Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins 1986 verður haldinn dagana 14.-16. mars n.k. í Hótel Hofi, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16 föstudaginn 14. marsog áætlaðað honumljúki um kl. 13 sunnudaginn 16. mars. Aðalmenn í miðstjórn, sem sjá sér ekki fært að mæta á fundinn, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það í tíma. Framsóknarvist Spiluð verðurframsóknarvist nk. sunnudag kl. 14aðHótel Hofi, Rauð- arárstíg 18. Allir velkomnir. Stjórnin Stjórnarfundur SUF Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna verður haldinn laugardaginn 8. mars nk. kl. 10 að Rauðarárstíg 18, Reykjavík. SUF Seltirningar Framsóknarfélag Seltjarnarness heldur almennan félagsfund miðvikudaginn 12. mars kl. 20.30 í fé- lagsheimilinu. Dagskrá: 1. Framboðslisti bæjarstjórnarkosninganna í vor 2. Önnurmál. Félagarfjölmennið mánud. 6. mars kl. 20.30 mánud. lO.mars kl. 20.30 mánud. 17. mars kl. 20.30 laugard. 22. mars kl. 10.00 mánud. 24. mars kl. 20.30 þriðjud. 1. apríl kl. 20.30 laugard. 5. apríl kl. 10.00 mánud. 7. apríl kl. 20.30 laugard. 12. apríl kl. 10.00 mánud. 14. apríl kl. 20.30 Laugardagur 8. mars 1986 DAGBÓK Neskirkja: Samverustund aldraðra í dag, laugardaginn 8. mars kl. 15.00, verður samverustund aldraðra í Nes- kirkju. Farið verður í ferð frá kirkjunni kl. 15.00 inn í Bústaðakirkju. Sr. Guðmundur Oskar Ólafsson Félagsvist í Digranessókn Félagsvist verður spiluð í safnaðarheimili Digranessóknar, Bjarnhólastíg 26, Kópa- vogi, í dag, laugardaginn 8. mars kl. 14.30. Kvenfélag Bústaðasóknar Kvenfélag Bústaöasóknar heldur fund mánudaginn 10. mars í safnaðarheimili Bústadakirkju kl. 20.30. Gestur frá félag- inu „Lífsvon“ kemur á fundinn. Aðalfundur Kvenfélags Kópavogs Aöalfundur Kvenfélags Kópavogs veröur haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 20.30 í Félagsheimilinu. Safnaðarráðsfundur í Reykjavíkurprófastsdæmi Framhaldsfundur veröur haldinn í Safn- aðarráði Reykjavíkurprófastsdæmis sunnudaginn 9. marskl. 16.00. Fyrri fund- urinn var 16. febr. en honum var ekki lokið, svo boðað er til framhaldsfundar. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. Miklar umræður urðu á síðasta fundi um málefni kirkjugarða, störf organista o.fl. Pá voru um 90 manns mættir á fund- inum Á sunnud. verða margar tillögur á dagskrá. Veitingar verða í boði kirkju- garðanna. Safnaðarráðsfundi sækja prestar, for- menn sóknarnefnda og safnaðarfulltrúar auk starfsmanna safnaðanna í hálfu starfi eða meir og sóknarnefndarmenn, sem og annars áhugafólks. Kökubasar Samtök Svarfdælinga í Reykjavík halda sinn árlega kökubasar í safnaðar- heimili Langholtskirkju sunnudaginn 9. mars og hefst hann kl. 15.00. Félagsvist á laugardaginn 8. mars kl. 2 e.h. í félags- heimilinu Skeifunni 17. Allt spilafólk velkomið mcðan húsrúm leyfir. Kaffiveitingar. Húnvetningafélagið 8. mars Baráttufunur kvenna Baráttufundur kvcnna 8. mars. í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna, í Hlaö- varpanum, Vesturgötu 3, kl. 14.00. Fundurinn hefst með göngu frá Hljóm- skálanum kl. 13.30. Ávörp, söngur, upp- lestur o.fl. Féiagsvist Kvenfélags Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur spilakvöld á þriðjudagskvöldið 11. mars. Þá vcrður spiluð félagsvist í félagsheimili bæjarins kl. 20.30. Keflavíkurkirkja Sunnudagaskóli kl. 11.00. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00. Aðatsafnaðarfundur í kirkjunni eftir messu. Venjulega aðalfundarstörf. Kosin verður sóknarnefnd eftir nýjum reglum. Sóknarprestur Færeyskur basar: Sjómannskvinnur halda basar í dag Sunnudaginn 9. mars verður basar í Færeyska sjómannaheimilinu að Brautar- holti 29 og hefst hann kl. 15.00. Auk handavinnu færeyskra kvenna verður Iðnþróunarfélag í Kópavogi Mánudaginn 17. mars verður haldinn stofnfundur iðnþróunarfélags í Kópa- vogi. Fundurinn verður í Félagsheimili , Kópavogs, Fannborg 2, hefst kl. 20.30. Á síðustu misserum hefur mikið verið fjallað um þá aðstoð sem bæjarfélög, fyrirtæki og stofnanir geta veitt hvert öðru, í uppbyggingu atvinnulífsins. Hér er átt við mótun nýrra framleiðsluvara, aðstoð við markaðssetningu, útvegun fjármagns til fyrirtækjareksturs og vöru- þróunar og búa fyrirtækjum eðlilega að- stöðu innan bæjarfélaganna. Þetta er meðal annars eitt af markmiðum fyrirhug- aðs Iðnþróunarfélags Kópavogs. Félagið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á að standa í atvinnurekstri, hvort heldur er i iðnaði, þjónustu. sjávarútv. eða verslun. Einnig er öllum þeim aðilum á Höfuðborgarsvæðinu sem áhuga hafa á rekstri í Kópavogi, velkomið aðgerast fé- lagar. Aðalfundur Tónlistarbandalags íslands Tónlistarbandalag íslands var stofnað fyrir einu ári. Meginmarkmið bandalags- ins er efling tónlistar á fslandi. f T.B.Í. eru nú 35 félögogsamtök, sem hafa tónlist á stefnuskrá sinni. Innan vé- banda þessara félaga og samtaka eru yfir 10.000 manns. Tónlistarbandalag íslands heldur nú sinn fyrsta aðalfund frá því að stofnfund- urinn var haldinn í mars 1985. Verður hann haldinn laugard. 15. mars kl. 14.00 í fundarsal veitingahússins Gaukur á Stöng, 2. hæð. Er þessi aðalfundurT.B.Í. opinn öllum sem áhuga hafa á málefnum bandalagsins. Sinfóníuhljómsveit Æskunnar I Hamrahlíðarskóla I dag Sinfóníuhljómsveit Æskunnar mun haida tónleika í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag kl. 11 fyrir hádegi. Verkefni hljómsveitarinnar að þessu sinni er Sinfónía nr. 9 eftir Gustav Mahler. Stjórnandi er Paul Zukofsky. Tónleikar I Filadelfíukirkjunni Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Kirkjukórasamband íslands og Félag ís- lenskra orgelleikara standa fyrir 15 tón- leikum, þar sem öll orgelverk J.S. Bachs eru flutt. Nú er komið að 9. tónleikunum í þess- ari tónlcikaröð. en þeir verða haldnir mánudaginn 10. mars n.k. kl. 20.30í Fíla- delfíukirkjunni Hátúni 2. Flytjandi á þessum tónleikum er Árni Arinbjarnar- son, en hann cr organleikari Fíladeifíu- kirkjunnar og Grcnsáskirkju. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og má þar m.a. nefna sónötu nr. 3 í c-moll og hina stóru Toccötu og Fúgu í F-dúr. Mörg fleiri verk verða flutt á þessum tónleikum. m.a. sáimforleikir tengdir boðskap föst- unnar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Norræna húsið: Ljósmyndasýning I anddyrl I dag, iaugard. 8. mars kl. 14.00, er opnuð sýning á ljósmyndum Georgs Oddner í anddyri Norræna hússins. Þetta er farandsýning. scm Louisianasafnið í Danmörku efndi til með stuðningi frá Norræna menningarmálasjóðnum. Myndirnar cru frá þrjátíu ára ferli Svíans Georgs Oddner 1955- 85. Sýningin vcrður opin á venjulegum opnunartíma hússins, kl. 9-00-19.00nemt sunnud. kl. 12.00-19.00 til 23. mars. kökubasar og flóamarkaður. Hér er um að ræða fjáröflunarleið til styrktar byggingasjóði Færeyska sjó- mannaheimilisins. Markaðurinn er árlegt framlag færeyskra kvenna, sem búsettar eru í Reykjavík og nágrenni. Konurnar- hafa með sér kristilegan félagsskap sem heitir „Sjómannskvinnuhringurinn“. Fræðslunefnd Kársnessóknar: Fyrirlestrar um hjónabandið Þriðjud. 11. mars kl. 20.30 flytur sr. Þorvaldur Karl Helgason fyrri fyririestur sinn í safnaðarheimilinu Borgum í Kópa- vogi. Fyrirlestrarnir fjalla um hjónabandið, mikilvægi þess og vandamál sem upp geta komið. Fyrirlestrar þessir eiga erindi til allra, en þó sérstaklega til unga fólksins og þeirra, sem vilja læra af reynslu annarra og hvernig bregðast eigi við vanda sem upp kann að koma. Viku síðar flytur hann síðari fyrirlestur sinn á sama stað og tíma. Fræðslunefnd Kársnessóknar tekur fram, að heitt verði á könnunni og nefndarfólki væri ánægja í að sjá sem flesta koma og njóta kvöldsins með kenni- manninum Þorvaidi. Sunnudagsferð Útivistar Sunnud. 9. marskl. 13.00: Þjóðleið mán- aðarins, Hellisheiði-Hellukofinn. Geng- ið með vörðum að Hellukofanum og Draugatjörn. Farmiðar við bíl, en frítt er fyrir börn í fylgd fullorðinna. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Páskaferðir Ferðafélagsins Á vegum Ferðafélags íslands eru skipu- lagðar fimm lengri ferðir um bænadaga og páska. Fjögurra daga ferð á Snæfellsnes, komið til baka á páskadag. Gengið á Snæ- fellsjökul og þeir sem hafa áhuga ætlu að taka skíði með og renna sér niður jökul- inn. Gist í svefnpokaplássi í Arnarfelli á Arnarstapa. Til Þórsmcrkur eru farnar tvær feröir, fimm og þriggja daga. Þar er gist í Skag- fjörðsskála og farnar gönguferðir dag- lega. Skíðagönguferð tii Landmannalauga. Ekið veröur að Sigöldu og gengið þaðan á skíðum (25 km) í Laugar, en Ferðafélagið sér um flutning á farangri með snjóbíl, sem verður í samfloti með göngufólkinu, sem þá aðeins þarf að hafa léttan „dagspoka" á baki. Þetta er 5 daga ferð og gist í upphituðu sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Fimm daga ferð í Öræfi ug Suöursveit - gist í svefnpokaplássi á Hrollaugsstöðum. Dagsferð með snjóbíl á Skálafellsjökul. Bókamarkaður á Hverfisgötu 46 Bókamarkaðurinn 1986, sem Bóka- varðan gengst fyrir að þessu sinni, verður á Hverfisgötu 46 í stórum salarkynnum og byrjar á mánudaginn kl. 9.00. Til sölu verða bækur af öllu tagi, íslenskar og er- lendar og t.d. „pocket“-bækur á 20-30 kr. stk. Á öllum íslenskum bókum sem scldar verða á þessum markaði verða aðeins tvö verð: 50 og 100 krónur, einnig hlaðar af blöðum og tímaritum á lágu verði. Markaðurinn stendur alla þessa viku og um næstu helgi og er opið kl. 9.00-21.00 daglega. Rafmagn, vatn, hiiaveita Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má hringja i þessi simanúmer: Rafmagn: I Reykjavik, Kópavogi og Seitjarn- arnesi er sími 686230. Akureyri 24414. Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar 1321. Hitaveita: Reykjavik sími 82400, Seltjarnarnes Sími621180, Kópavogur41580.eneftirkl. 18.00 og um helgar i síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir lokun 1552. Vestmann- aeyjarsími 1088 og 1533, Hafnarfjörður 53445. Simi: Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Ak- ureyri, Keflavik og Vesfmannaeyjum tilkynnist í síma 05 Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er i sima 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er par við tilkynningum • á veitukerfufn borgarinnar og i öðrum tilfellum, þar sem borgarPúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.