Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 15. apríl 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR Leifur Kr. Jóhannesson: Frá Stof nlánadeild landbúnaðarins að gefnu tilefni 1 grein í Tímanum 10. apríl s.l. „Vandinn séður úr sveitinni“ eftir leiðslu. Þetta tók gildi við lán- veitingar á árinu 1980. Fjósbyggingar Hörð Sigurgrímsson, bónda í Holti 3. Samhliða þessum ákvörðunum Fjós, Fjöldi Meðal- er vikið að Stofnlánadeild landbún- var ákveðið að taka mið af Ár fjöldi bása stærð aðarins á þann hátt, að ekki verður framleiðslurétti umsækjanda í 1975 46 1384 30,1 komist hjá að gera athugasemdir. viðkomandi búgrein þ.e. bú- 1976 47 1422 30,3 Hörður ræðir í greiri sinni um marki. 1977 39 1320 33,9 framleiðslustjórnun í landbúnaðin- Frá árinu 1980 til 1983 voru 1978 36 890 24,7 um á árunum frá 1979 til 1986 og umsóknir sendar Framleiðslu- 1979 17 455 26,8 gagnrýnir þar ýmislegt sem ég mun ráði landbúnaðarins til umsagn- 1980 16 350 21,9 leiða hjá mér, enda hlutverk ann- ar vegna stærðarmarka. 1981 20 508 25,4 arra að svara, en segir síðan: Framleiðsluráð svaraði með 1982 21 505 24,0 „Á þessum árum hefur Stofn- því að upplýsa um búmark við- 1983 26 579 22,3 lánadeild lánað hiklaust til bygg- komandi umsækjanda. Frá og 1984 23 774 33,6 inga í hefðbundnum búgreinum. með árinu 1984 var tekin upp sú 1985 x) 31 741 23,9 Oft ekki spurt hvort menn hefðu kvóta. Jón ráðherra sagði hér á fundi að þeir í Stofnlánadeild vinnsluregla í Stofnlánadeild- inni að færa inn á allar umsóknir um framkvæmdalán búmark x)Þar af 10 endurbótalán. hagræðingar og hefðu ekki hlýtt tilmælum hans um að stöðva þessi lán.“ Varðandi fyrri efnisliðinn þykir mér rétt að birta greinargerð um lánveitingar Stofnlánadeildar til fjós- og fjárhúsbygginga sem hefur verið send búnaðarblaðinu Frey til birtingar að gefnum ýmsum tilefn- um í blaðaviðtölum og umtali manna á meðal. í þessari greinar- gerð kemur fram hvernig hefur verið unnið að þessum málum af hálfu Stofnlánadeildar. Greinar- gerðin fer hér á eftir: Greinargerð um lánveitingar Stofnlanadeildar tandtMÍnaðarins til fjós- og fjárhúsbygginga frá árinu 1975-1985. Miklar umræður hafa farið fram síðustu vikur um framleiðslumál landbúnaðarins og þá einkum í hinum svonefndu hefðbundnu bú- greinum. Inn í þær umræður hafa fléttast lánveitingar Stofnlánadeildaf land- búnaðarins til þessara búgreina. Þar hefur gætt nokkurs misskiln- ings viljandi eða óviljandi. Ekki hefur verið haft fyrir því að afla réttra upplýsinga og þykir rétt af þeim ástæðum, að uppíýsa eftir- farandi: 1. Árið 1977 við lánveitingar það ár eru fyrst tekin upp stærðar- mörk (hámarksstærð) á fjós og fjárhúsbyggingum og þá lánað að hámarki út á 35 bása fjós og 500 kinda fjárhús þegar um einbýli var að ræða en nokkru stærra á félagsbú. 2. Þegar ákveðið var að taka upp framleiðslustjórnun í nautgripa og sauðfjárframleiðslu 1979 ákvað stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins að lækka stærð- armörk á fjósum sem lánað yrði út á í 30 bása sem hámark. Þetta var gert vegna þess að talin var ástæða til að hamla gegn aukinni mjólkurfram- viðkomandi jarðar og þá jafnan tekið mið af því, enda réttur, sem bændur hafa talið sig eiga nokkuð vísan. Ekki hefur í raun verið hægt að miða við annað en þann framleiðslurétt, sem hver jörð hefur haft. 4. Stærð bygginga hjá bændum hefur verið nokkuð mismun- andi. Algengasta stærð á fjósum hefur oftast verið á bilinu fyrir 18 til 40 kýr, en í einstaka tilfelli stærri þegar um félagsbú hefur verið að ræða. Stærð fjárhúsa hefur verið algengust fyrir 200 og allt upp í 700 kinda hús. Því hefur oft verið haldið fram að Stofnlánadeildin hafi lánað umfram stærðarmörk. Það er rangt. Þrátt fyrir það er deildinni kunnugt um að sumir hafa byggt umfram lánshæf stærðarmörk, þrátt fyrir aug- ljósa erfiðleika í markaðsmál- um. Þá er rétt að upplýsa að sumir hafa þegar byggt áður en sótt hefur verið um lán og lánsloforð fengið. Fyrirtæki bænda, samvinnu- félög, bankar o.fl. hafa fjár- magnað þessar framkvæmdir í trausti þess að lán fengist síðar. Þetta hefur m.a. stuðlað að aukinni þenslu og verið flest ár umfram getu eða lánsfjármögu- leika Stofnlánadeildar, enda markmið deildarinnar að draga úr lánveitingum þar sem mark- aður hefur ekki verið nægur fyrir viðkomandi búvörur. 5. Hér á eftir er birt tafla yfir fjölda fjósa og fjárhúsa, sem Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur veitt lán til á árunum 1975 til 1985 eða s.l. 10 ár. Fjárhúsbyggingar Fjárhús, Fjöldi Meðal- Ar fjöldi fjár stærð 1975 75 19.885 265 1976 69 19.995 290 1977 69 20.245 293 1978 72 23.860 331 1979 46 14.240 310 1980 36 11.740 326 1981 34 9.185 270 1982 27 8.910 330 1983 31 10.190 329 1984 18 6.400 355 1985 18 6.440 358 Eins og fram kemur á töflunni hér að framan hefur verið dreg- ið mikið úr lánveitingum út á fjós frá árunum 1975 til 1976 og hafa þar minnkað um vel helm- ing ef miðað er við s.l. 6 ár eða á þeim tíma sem framleiðslu- stjórnunin nær yfir. Margar af þeim umsóknum sem í gangi hafa verið s.l. ár og á þessu ári eru vegna hag- ræðingar við eldri fjósbygging- ar, t.d. vantar víða haughús og jafnvel viðurkennd mjólkurhús. Þegar unnið er að slíkum endurbótum er oft erfitt að komast hjá einhverri stækkun, sem oftast er þá nýtt fyrir geld- neyti. Þá liggur oft fyrir að loka eigi fjósum að mati dýralækna ef ekki eru gerðar viðunandi endurbætur eða þá jafnvel byggt nýtt. Talið er að framleiðsla af ca. 30 þús kúm nægi til að fullnægja markaðnum. Miðað viðending- artíma bygginga þyrfti að byggja rúmlega 30 fjósa (30 kúa) að meðaltali á ári til viðhalds. Þar sem ekki er nein heildar- úttckt á ástandi bygginga á jörðum í landinu er ekki hægt að fullyrða neitt ákveðið um endurbyggingaþörf næstu ára, en þó er víst að víða liggur við að fjósum sé lokað af heilbrigð- isástæðum þar sem þau full- nægja ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til þeirra. Það er að færast í vöxt að eldri byggingar séu endurbættar þar sem bændur sjá ekki fram á að geta staðið undir kostnaði við dýrar nýjar byggingar. Taflan um fjárhúsbyggingar sýnir að verulega hefur verið dregið úr lánveitingum til fjár- húsbygginga og miðað við árin 1975 til 1978 þá hafa lánveiting- ar s.l. 2 ár aðeins verið 30% af því sem lánað var þá. Sömu vinnureglum hefur ver- ið beitt við lánveitingar til fjár- húsa og gert var gagnvart fjós- um þ.e. tekið mið af búmarki viðkomandi jarðar. í sambandi við lánsloforð vegna byggingaframkvæmda á hefðbundnum búgreinum hefur það verið haft að megin mark- miði að lána fyrst og fremst til endurnýjunar og fylgja þar með þeirri framleiðslustefnu, sem í gildi hefur verið. Mörgum umsóknum hefur verið synjað af þessum ástæð- um. Þá er rétt að minna á að þótt bændur hefji framkvæmdir áður en sótt er um lán þá er það engin trygging fyrir því, að lánað verði út á framkvæmdina. ( greinargerðinni kemur fram að deildin hefur tekið mið af því búmarki, sem viðkomandi um- sækjandi og jörð hefur haft. Bænd- ur hafa, þar til nýja reglugerðin um búvöruframleiðslu var sett, litið á búmarkið sem ákveðinn fram- leiðslurétt sem þeir ættu og gætu treyst á. Að minnsta kosti verður trauðla skilið til hvers því hefur verið úthlutað, ef því fylgdi enginn réttur. Framleiðslustjórnun hefur ekki verið í höndum Stofnlána- deildar en mjög eðlilegt er að hún hagi lánveitingum í samræmi við framleiðslurétt. Það hefur deildin gert og dregið verulega úr lánveit- ingum til hefðbundinna búgreina. Mörgum bændum hefur verið synj- að um lán til bygginga í fyrrgreind- um búgreinum á þessum árum og hefur ekki alltaf verið vel séð. Það er því rangt sem kemur fram í grein Harðar í Holti að deildin hafi lánað hiklaust til bygginga í hefðbundnum búgreinum og ekki spurt um kvóta. Hver umsókn hefur verið vandlega skoðuð með tilliti til þess framleiðsluréttar, sem viðkomandi jörð hefur haft. Hitt er svo annað mál að ýmsir, sent hafa fengið lán hafa byggt stærri byggingar, en lánarcglur deildarinnar segja til um og hafa fjármagnað þær umframstærðir annarsstaðaren frá Stofnlánadeild. Þar kann töluverður hluti vandans að leynast. Þessir bændur hafa svo sótt um aukið búmark vegna of stórra bygginga og ætlast til að þeir fengju það. Þetta hefur í ýmsum tilfellum verið erfitt að fást við og oft kostað mörg orð að halda mönnum niðri,efþaðmáorðaþað svo. Það má e.t.v. álasa Stofnlána- deildinni fyrir það, að hafa ekki synjað algjörlega um lán í slíkum tilvikum, en bændur hafa talið að þeint væri frjálst að byggja umfram stærðarmörk deildarinnar ef þeir fjármögnuðu framkvæmdina sjálfir. Engin lög bönnuðu það. En alleiðingarnar eru augljósar, vönt- un á framleiðslurétti og stórkost- legir fjárhagserfiðleikar. Sökin á þessu sem öðru er ekki alltaf annarra. Þá er komiö að síðari efnislið í grein Harðar, þar sem hann skýrir frá því að „þeir í Stofnlánadeild- inni hefðu ekki hlítt tilmælum hans (þ.c. landbúnaðarráðherra) um að stöðva þessi lán.“ Undirritaður kannast ekki við að hafa fengið slík tilmæli og dregur í efa að rétt séu eftir höfð. Landbúnaðarráðherra hefur eigi aö síður rætt lánamál Stofnlána- deildar við undirritaðan og óskaði hann eftirás.l. ári að allar umsókn- ir um lán í hefðbundnum búgrein- um yrðu vandlega skoðaðar og rcynt að draga úr lánveitingum eins og fært væri, en ekki að þær yrðu stöðvaðar með öllu. Ég hef heyrl það sjónarmið að hætta ætti öllum lánveitingum til hefðbundinna búgreina og það frá bændum, en það kemur yfirleitt frá þeim, sem búnir eru að byggja upp og koma sér vel fyrir, en ckki hinum, scm þurfa að endurnýja húsakost. Hér er ekki um cinfalt mál að ræða. Það hlýtur að þurfa að fara fram cðlilcg cndurnýjun í atvinnugreininni, ef ekki á illa að fara í sveitunum, ungir taki við af þcim eldri, cn það þarf að fara fram með skipulcgum hætti, cn ckki af hreinu handahófi cins og myndi verða, ef lánveitingar yrðu stöðvaðar. Sjálfsagt er að fram- leiðslustjórnun ráði mcstu um þróun framleiðslumála í hcfð- bundnum búskap og þar með endurnýjun og uppbygging í sveit- um landsins. Stofnlánadcildinni bcr svo að haga lánveitingum í samræmi við það. Ef það er hinsvegar skoðun bænda og samtaka þeirra og land- búnaðarráðherra að Stofnlána- deildin eigi að taka fram fyrir hendur þeirra, sem falið er að stjórna framleiðslumálum bænda, þá þætti mér það fréttnæmt Slík fyrirmæli ættu þá fyrst að berast Stofnlánadeildinni, en ekki sem skilaboð í dagblöðum. Það sem hér hcfur verið fjallað um getur jafnframt verið svar við ýmsum ummælum, sem fallið hafa á síðustu vikum um málefni Stofn- lánadeildar landbúnaðarins. Reykjavík, 11. apríl 1986 Leifur Kr. Jóhannesson, forstöðum. Stofnlánadeildar landbúnaðarins Alyktun frá Samtökum herstöðvaandstæðinga Þann 1. apríl síðastliðinn svaraði Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra fyrirspurn á Alþingi frá Steingrími J. Sigfússyni alþingis- manni um hernaðarframkvæmdir Bandaríkjamanna hér á landi. Fram kom í svari ráðherra að Geir Hallgrímsson fyrrverandi utanrík- isráðherra heimilaði í október síð- astliðnum bandaríska hernum að reisa sérstaklega styrkta, hálfnið- urgrafna stjórnstöð á Keflavíkur- flugvelli. Samtök herstöðvaandstæðinga fordæma áform um byggingu slíkr- ar stöðvar. Sprengiheldri stjórn- stöð á Keflavíkurflugvelli er ekki ætlað að verja íslendinga ef til átaka kemur milli stórveldanna. Þvert á móti er hlutverk hennar að verja þá sem koma til með að stjórna átökunum. Stjórnstöðin kallar á öflugri kjarnorkuárás á Keflavíkurflugvöll en ella má búast við ef til ófriðar dregur. Hún eykur því á tortímingarhættuna sem vofir yfir þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins vegna nábýlis við herstöð- ina. Jafnframt er stöð þessi viðbót við stórkostlega hernaðaruppbygg- ingu Bandáríkjamanna hér á landi síðustu árin og er mál að linni. Alþingi og utanríkismálanefnd þess fengu ekkert um ákvörðunina að vita fyrr en hálfu ári eftir að hún var tekin. Það er með öllu óverj- andi og raunar lögbrot að jafn afdrifarík ákvörðun og hér um ræðir skuli hafa verið tekin án samráðs við Alþingi. Utanríkis- og öryggismál íslendinga eru ekkert einkamál utanríkisráðherra. Samtök herstöðvaandstæðinga hvetja alþingismenn til að setja nú þegar skorður við hernaðarupp- byggingu Bandaríkjamanna hér á landi. Þaðerömurlegur vitnisburð- ur um stefnu fslendinga í öryggis- málum að hernaðarframkvæmdir á íslandi skuli fara dagvaxandi á friðarári Sameinuðu þjóðanna, þegar þjóðir heims ættu að samein- ast um að draga úr gegndarlausri sóun vígbúnaðarkapphlaupsins. Fyrir hönd Samtaka herstöðva- andstæðinga, Ingibjörg Haraldsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.