Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1986, Blaðsíða 1
NORSKUR RÆKJUTOG- ARI , Ole Nordgard strandaöi í ísafjarð- arhöfn á tíunda tímanum í gærkvöld. Togarinn var á útleið þegar hann strand- aði á leirbotni í höfninni á móts við menntaskólann. Rækjutogarinn Hafþór dró norska skipið laust aftur rúmum klukkutíma eftir að það hafði strandað. Ekki var Ijóst í gærkvöldi hvort skemmdir urðu á norska skipinu, en það var talið ólíklegt. MARTA UNNARSDÓTTIR og Sigurður Gestsson urðu um helgina íslandsmeistarar í vaxtarrækt á íslands- móti í Broadway. Þetta er annað árið í röð sem Sigurður vinnur íslandsmótið í vaxtarrækt og nú atti hann kappi við Jón Pál Sigmarsson sem einnig hefur orðið íslandsmeistari i þessari íþróttagrein. Júlíus Ágúst Guðmundsson varð Islands meistari í unglingaflokki. BSRB hefur ákveðið að fresta auka- þinai því um skipulagsmál sem ákveðið hafði verið að halda í maí. Aukaþingið verður þess í stað haldið í nóvember og var sú ákvörðun tekin til að betri tími gefist til að ræða skipulagsmál bandalagsins í félögunum. BIRT VAR ÁKÆRA í okurmál- inu í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Ákær- an var birt nokkrum mönnum sem lánuðu aðalsakborningi, Hermanni Björgvinssyni sameiginlegan spilasjóð sinn. Málið var um leið þingfest. Alls lánuou mennirnir Hermanni um sjö hundruð þúsund krónur. Málið verður fljótlega tekið fyrir í Sakadómi Reykjavík- ALEXANDER STEFÁNS- SON félagsmálaráðherra sat fyrir nokkru fund á vegum Evrópuráðsins þar sem evrópskir jafnréttisráðherrar fjölluðu um aukna hlutdeild kvenna í stjórnmálum og ákvarðanatöku í þjóðfélaginu. Með ráðherranum á fundinum var Gylfi Krist- insson, deildarstjóri í félagsmálaráðu- neytinu. Fulltrúar frá öllum aðildarríkjum Evrópuráðsins tókuk þátt í ráðherrafund- inum. Auk þeirra sátu fundinn fulltrúar frá Finnlandi, Kanada, Júgóslavíu og nokkr- um alþjóðastofnunum, samtals 105 full- trúar. FRANSKA skáldkonan og heim- spekingurinn Simone De Beauvoir lést á sjúkrahúsi í gær 78 ára að aldri. Beauvoir var lengi í tygjum við Jean-Paul Sartre. Hún er best þekkt fyrir bók sína „The second sex“ þar sem hún rannsakaði alls konar form kynjakúgunar. Sú bók átti sinn þátt í stofnun nútíma kvennabaráttuhreyf- inga. KRUMMI Okurmálið tekur óvænta stefnu Hermann farinn af landi brott Hermann Björgvinsson, aðal- sakborningur og aðalvitni ákæru- valdsins í okurlánamálunum fór erlendis síðastliðinn laugardag. Hermann er ekki í ferðabanni, en innan nokkurra daga átti að birta honum ákæru í málinu. Líkur benda til þess að tafir verði á afgreiðslu mála nokkurra einstakl- inga sem ákærðir hafa verið vegna okurmálsins. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Hermann hafi flúið land með fjölskyldu sína. Ekki tókst að afla upplýsinga um hvert Hermann og fjölskylda hans héldu, en fjórar vélar fóru frá Flugleiðum á laugardag. Til New York, Chicago, Kaupmannahafnar og Glasgow. Ólöf Pétursdóttir héraðsdómari Nauðgun? Maður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til fjögurra daga, vegna nauðgunarkæru sem stúlka lagði fram á hendur honum. Málið er í rannsókn og á mjög viðkvæmu stigi sagði lögreglumaður hjá rann- sóknarlögreglunni í gær. í Kópavogi frétti í gær að Hermann væri farinn erlendis og staðfesti útlendingaeftirlitið það við hana. Ólöf sagði í samtali við Tímann í gær að það væri matsatriði í hverju máli fyrir sig, þar sem okurmálið væri tekið fyrir, hvort Hermann væri kallaður sem vitni. Hún sagði að hægt væri að birta öllum ákærur nema Hermanni ef hann yrði ekki kominn heim þá. Verjandi Hermanns, Grctar Haraldsson, dvelst úti á landi og hefur enginn náð í hann fyrir þær sakir. -ES Annarleg heimsókn „Ég hef nú aldrei fcngið svona heimsókn áður,“ sagði húsráðandi á Kambsveginum í Reykjavík þegar knúð var dyra hjá honum á laugardag. Þessi Subaru bifreið er mikið skemmd eftir að ökumaður missti vald á bifreiðinni og hún fór inn í garð, í gegnuni grindverkið og yfir ruslatunn- una og niður tröppurnar. Engin meiðsl urðu á fólki. - ES/Tímamynd-Sverrir Ferðamaður rændur og honum misþyrmt - málið er upplýst segir RLR Þrír Reykvíkingar misþyrmdu dönskum manni í grennd við Hótel Loftleiðir, aðfaranótt laug- ardags og rændu veski hans og skilríkjum. Daninn var að skemmta sér á veitingastaðnum Kreml við Aust- urvöll. Þegar hann kom út af staðnum var honum boðin öku- ferð með þremur mönnum. Hann þáði farið. Þegar hafði verið ekið um bæinn í nokkurn tíma kom upp ósætti í bílnum og var hann stöðvaður. Daninn fór út úr bíln- um og var eltur uppi af mönnun- um þremur. Þegar þeir náðu honum réðust þeir að honum og börðu hann í götuna. Síðan spörkuðu þeir í hann. Áður en þeir yfirgáfu manninn rændu þeir veski hans. Jakki mannsins var allur rifinn, og vantaði stykki í jakkann þar „sem veskið hafði verið. 26 krónur voru í veskinu, auk skilríkja. Eftir rúmlega hálf- tíma fékk maðurinn bíl og komst upp á slysavarðstofu, þar sem hann var saumaður í andliti eftir barsmíðina. Að sögn Rannsóknarlögreglu ríkisins er málið upplýst og vitað hverjir misþyrmdu manninum. Daninn kærði málið á laugar- dag til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. - ES Nýr miðbær í austurborginni hugmyndum um Fossvogsbraut endanlega vikiö til hliðar 10-15% lægra í austanverðri Hugmyndin er að austur-mið- borginni þótt þar séu öll hús bær rísi í Suður-Mjódd og tengist nýleg. því athafnasvæði sem fyrirhugað Þessu er hægt að breyta með er í næsta nágrenni. Þar verður veglegur miðbæjarkjarni með allri eðlilegri þjónustu og því mannlífi sem miðborgum fylgja. Frá þessu svæði eru greiðar sam- göngur í allar áttir og greið leið úr hverfum austurborgarinnar. Nær helmingur Reykvíkinga býr austan Elliðaáa. Samt er skipulagi þar svo háttað að hverf- in eru nánast svefnbæir, þjónusta léleg, atvinnufyrirtæki víðsfjarri og um langan veg að fara til að komast í iðandi mannlíf og í námunda við þær stofnanir sem allir borgarbúar eiga erindi við. Af þessum sökum er íbúðaverð réttu skipulagi og liggja fyrir hugmyndir og tillögur þar um. Þetta kemur fram í viðtali við Alfreð Þorsteinsson, sem skipar 2. sætið á lista Framsóknarflokks- ins til borgarstjórnarkosninga. Með tilkomu austur-miðbæjar verður hin umdeilda Fossvogs- braut óþörf og leggja framsókn- armenn til að horfið verði frá; lagningu hennar en Fossvogurinn gerður að útivistarsvæði, sem nær allt frá Nauthólsvík inn að Ell- iðaám. Nánar um þessi baráttumál framsóknarmanna í Reykjavík og fleira um tillögur þeirra og stefnu á bls. 12.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.