Tíminn - 22.04.1986, Page 6
6 Tíminn
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSH YGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: Níels Árni Lund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Einar Ágústsson
Einar Ágústsson verður til grafar borinn í dag.
Einar lést í Kaupmannahöfn eftir skamma sjúk-
dómslegu.
Einar Ágústsson valdist snemma til trúnaðar-
starfa og valdi sér starfsvettvang í samvinnuhreyf-
ingunni og í stjórnmálum þar sem hann var í
fremstu víglínu í borgarmálum og landsmálum.
Hann kaus að starfa í anda samvinnu og félagshyggju
og sá grundvöllur var bakgrunnur að lífsstarfi hans.
Einar vann á vettvangi samvinnuhreyfingarinnar
og í borgarmálum þar til leið hans lá í landsmála-
pólitík. Árið 1971 myndaði Ólafur Jóhannesson
ríkisstjórn eftir langt tímabil Framsóknarflokksins
utan stjórnar á viðreisnarárunum. Þessi ríkisstjórn
tók til hendi í ýmsum málum, en það langstærsta
og afdrifaríkasta var útfærsla fiskveiðilögsögunnar
í 50 mílur. í hlut Einars kom embætti utanríkisráð-
herra og það erfiða verkefni að stjórna sókn og
vörn í þessu máli á alþjóðavettvangi. Hann hélt á
því af þeirri lagni og festu sem dugði til sigurs á
þeim vettvangi og einnig kom í hans hlut að stýra
þessum sama þætti landhelgisbaráttunnar þegar
ráðist var í að færa út í 200 mílur og afla þeirri
útfærslu viðurkenningu.
Sagnfræðingar framtíðarinnar munu áreiðan-
lega gera landhelgisbaráttu íslendinga, hinni seinni
sjálfstæðisbaráttu þeirra, skil í heild með söguritun.
Þáttur Einars Ágústssonar í þeirri sögu verður stór
og seint verður fullmetinn þáttur þessa glæsilega
fulltrúa á erlendum vettvangi í þessari baráttu.
Hann hafði nægilega festu til þess að fylgja fram
málum, en var þó einstakt prúðmenni og ljúfmenni
í samstarfi.
Leið Einars lá í utanríkisþjónustuna þegar
þingmennsku og ráðherradómi lauk og starfaði
hann erlendis til æviloka sem sendiherra í Kaup-
mannahöfn. Hann hvarf snögglega af vettvangi og
það er skarð fyrir skildi, þegar hans nýtur ekki
lengur við.
Einar var einn af þeim stjórnmálamönnum sem
hafði bætandi áhrif á umhverfi sitt. Með honum var
gott að starfa, hann var þeirrar gerðar.
Hann var einn af þeim mönnum sem lagði hönd
á plóginn til þess að þoka „út um fet“ því akurlendi
framfara og bættra lífskjara', sem brotið hefur verið
síðustu áratugina. Öll þjóðin þakkar honum störfin
og samstarfsmenn hans sakna vinar og félaga.
Er Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sam-
einaðs Alþingis minntist Einars Ágústssonar á
þingfundi mælti hann þessi orð, sem eru orð að
sönnu og lýsa vel viðhorfum andstæðinga jafnt sem
samherja í stjórnmálum til hans.
„Hvarvetna gat hann sér góðan orðstír. Hann
var hógvær og rökfastur í málflutningi, prúðmenni
í allri framgöngu, drengskaparmaður í hvívetna.“
Tíminn þakkar Einari að leiðarlokum öll sam-
skiptin á liðnum árum og vottar ástvinum hans
dýpstu samúð.
Þriðjudagur 22. apríl 1986
llllllil GARRI Illilllllllllllllllllllllllllllllllliiiilllll
Svigurmæla-Svavar
í eldhúsuntræðunuiti frá Alþingi
sl. fimnitudag varði Svavar
Gestsson, formaður Alþýðubanda-
lagsins, nær öllum ræðutíma sínum
til árása á Framsóknarflokkinn og
stjórnarforystu hans. Sagði hann,
að hamingja og velsæld þjóðarinn-
ar væri undir því komin að Fram-
sóknarflokkurinn yrði minnsti
flokkur á Alþingi í næstu kosning-
um og ný valdatíð Alþýðubanda-
lagsins hæfist.
Það má með sanni segja, að
kokhraustur sé maðurinn, sem
mesta sök átti á þvt, hve illa tókst
til hjá ríkLsstjórn Gunnars Thor-
oddsen 1981-83. Svavar og félagar
hans Hjörleifur Guttormsson og
Ragnar Amalds stóðu gegn öllum
tillögum í ríkisstjórninni, sem lík-
legar voru til að koma cfnahagslífi
landsmanna á réttan kjöl. Þeir
gátu aðeins fallist á bráðabirgðaúr-
ræði á bráðabirgðaúrræði ofan.
Þegar gaddinn herti, pissuðu þeir
bara oftar í skóinn sinn. M.a.
skerti Svavar vísitölu kaupgjalds
ekki sjaldnar en fjórtán sinnum í
þcirri ráðherratíð sinni og var sú
vísitala þó heilagri öllu heilögu i
Alþýðubandalaginu. Það undir-
strikaði Svavar rækilega þcgar
ríkisstjórn Steingríms Hermanns-
sonar sleit það óheillakerfl úr
sambandi.
Flengdi sjálfan sig
Úr ríkisstjórn hrökklaðist Svav-
ar svo með allt niður um sig scm
berskjaldaður óþurftarmaður
skynsamlegrar landstjórnar á Is-
landi. Eins og nienn inuna tók
stjómarmyndun eftir kosningaraar
1983 nokkurn tíma. M.a. fékk
Svavar Gestsson að spreyta sig á
myndun meirihlutastjórnar. Svo
ólmur var hann að komast í stólinn,
að hann sást ekki fyrir og lagði
fram drög að málefnasamningi
ríkisstjórnar sinnar, sem hann
nefndi neyðurrádstafanir til fjög-
urra ára. Þar með kvað hann upp
yfír sjálfum sér þyngri áfellisdóm
en nokkur annar íslcnskur stjórn-
málamaður hefur fyrr og síðar. Og
víst var neyðarástand. Verðbólgan
æddi áfram og var komin í 130%,
þegar ný stjórn tók við. Gífurleg
aukning varð á erlendum skuldum
sem til var stofnað svo innflutning-
ur héldist gangandi. Atvinnuveg-
irnir voru komnir í þrot og kaup-
máttur almennings hrapaði.
Framsóknarmenn hafa viður-
kennt, að það voru mistök að lifa
svo lengi í voninni um, að þeir
Gísli, Eiríkur og Hclgi tækju að
hrcssast og að slíta hefði átt þessari
vandræðastjórn árinu lýrr. Þeir
eru nú rcynslunni ríkari: Þegar
alvarlegur efnahagsvandí steðjar
að þjóðinni verður hann ekki leyst-
ur með Svavari og Co.
KAUPMÁTTUR GREIDDS TÍMAKAUPS MIÐAÐ VIÐ
VÍSITÖLU FRAMF£RSLUKOSTNAÐAR
VERKA
KONUR
Ráðherra fátæktarinnar
Ein af fullyrðingum Svavars í
elhúsumræðunum varsú, aðfátækt
hefði haldið innreið sína á íslandi
með tilkomu núverandi ríkisstjórn-
ar. Því raiður er það svo, þrátt fyrir
eflingu velferðarkerfisins á undan-
Svavar -höfúndur Ásmundur -höf-
fátæktarinnar. undur kúrfunnar.
förnum áratugum, að margir hafa
átt erfitt með að láta enda ná
saman. í fyrsta sinn hefur nú farið
fram könnun á fjölda þess fólks,
sem hefur lægri tekjur en taldar
eru þurfa til lífsframfæris sam-
kvæmt vísitölugrundvelli fram-
færslukostnaðar. Könnun þessi
byggir á skattframtölum og stingur
í augu hve stór hluti sjálfstæðra
atvinnurekenda er undir „fátækra-
mörkum" samkvæmt þeim.
ingamálaráðherra. Hún birtist i
nýjasta fréttabréfí Kjararannsókn-
arnefndar, en Ásmundur er for-
maður nefndarinnar og ritstjóri og
ábyrgðarmaður fréttabréfsins.
Þessi teikning þarf ekki margra
skýrínga við. Hún sýnir hið gífur-
lega hrap kaupmáttarins á síðasta
valdaári Svavars Gestssonar. Þá
var hann sannkallaður ráðherra
fátæktarinnar. Á þessu ári mun
kaupmáttur aukast verulega og
verðbólgan stefnir í 6-7% í lok
ársins. Atvinna er næg og við-
skiptakjör batnandi og aukning
þjóðartekna verður mun meiri en
gert var ráð fyrir i upphafi ársins.
Þegar þetta cr haft í huga og
það, sem hér hefur vcrið rakið af
„afrekum“ Svavars Gestssonar í
síðustu ríkisstjórn, iná það teljast
meira en lítil óskammfeilni af hon-
um að ráðast með slíkum svigur-
mælum á þá sem eru að moka eftir
hann fíórinn. En hvemig stendurá
því, að maðurinn leyfír sér þetta?
Höfuðástæðan cr augljóslega sú,
að maðurinn kann ekki að skamm-
ast sín. Hann skákar svo í því
skjólinu, að almenningur sé búinn
að gleyma því, sem gerðist á árinu
1983. Þar skjátlast honum hrapal-
lega.
Það er crfitt um vik að meta
þessa könnun um fátækt á íslandi
þar sem ekki er unnt að gera
marktækan samanburð við ástand
þessara mála nokkur ár og áratugi
aftur i timann. Fjöldi þeirra gagna,
sem lögð voru til grundvallar í
þessari könnun, gætu líka reynst
meira en lítið vafasöm, ef grannt
yrði skoðað. Þróun kaupmáttar
launa er við þessar aðstæður tví*
mælalaust tryggari til samanburðar
um kjör fólks. Sé það gert, fer
ekkert milli mála hver skapari
fátæktarinnar cr. Vinur og velunn-
arí Savars Gestssonar, Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, hefur látið
teikna þá kúrfu, sem birt er hér
með pistlinum til „dýrðar“ fýrrver-
andi félags-, heilbrigðis- og trygg-
Vonbiðill íhaldsins
í eldhúsræðunni telur Svavar
Framsóknarflokkinn réttdræpan
vegna þess, að hann myndaði ríkis-
stjórn með Sjálfstæðisflokknum.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn-
arflokkur hafa verið höfuðand-
stæðingar í íslenskutn stjórnmálum
frá því þeir voru stofnaðir. En
þegar mikinn vanda hefur borið að
þjóðinni og engin leið önnur fær til
lausnar en að þessir flokkar leggð-
ust saman á árina til að koma
þjóðarskútunni á réttan kjöl, hafa
þeir boríð gæfu og þjóðhollustu til
að leggja árgreiningsefni til hliðar
í bili til að tryggja farsæla afkomu
þjóðarinnar.
Garrí.
llllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Nú á að þjóna vélunum
Um árabil stóð þjóðmálaumræð-
an í því fari að þrástaglast á
offjárfestingu í fiskiskipum, sér-
staklega togurum. Margir stjórn-
málamenn, hagfræðingar og
ótíndir strákar vissu mæta vel að
fjárhagsörðugleikar þjóðarinn-
ar stöfuðu einkum af togarafjöld-
anum. Orkuver og verksmiðjur
voru framtíðin.
Á sama tíma og hæst var galað
um þá hræðilegu sóun sem fiski-
skipafjöldinn átti að vera var
fjárfest, af eldlegum áhuga, í alls-
kyns þarflegum hlutum og óþörf-
um. Steinsteypan þótti öruggust og
aldrei var hnoðaðof miklu upp af
henni. Margt af þeim smíðaverk-
um er nú til sölu langt undir
kostnaðarverði.
Spádómar um orkuverð voru
fjarri öllu sanni og orkuþörfin
misreiknuð hrapallega. En áfram
var haldið þangað til að jafnvel var
orðin offramleiðsla í Kröflu. Svo-
lítið hefur nú verið hægt á þessu
sviði.
Nú vilja verktakar fara að leggja
vegi, sem er allra góðra gjalda vert
nema að það skortir fé til þcirra
framkvæmda.
Vegalagningin á einkum að vera
hagkvæm vegna þess að nota á þau
tæki sem verktakafyrirtækin hafa
sankað að sér.
Það hefur komið fram að ekki
eru verkefni nema fyrir um helm-
ing þeirra stórvirku vinnuvéla sem
keyptar hafa verið til landsins.
Vélar sem ekki eru nýttar og engin
verkefni eru til fyrir eru náttúrlega
ekkert annað en offjárfesting og
stuðla að fátækt en ekki framför-
um.
Þegar svo er komið á einfaldlega
að búa til verkefni til að vélarnar
hafi nóg að starfa. Sú spurning
hlýtur óhjákvæmilega að vakna
hvort framkvæmdir séu til að þjóna
vélum eða því fólki sem þeirra eiga
að njóta.
Framkvæmdaglaðir verkfræð-
ingar hljóta, eins og aðrir, að verða
að gera sér grein fyrir því að það
eru takmörk fyrir hve mikið er
hægt að framkvæma hjá fámennri
þjóð. Stórvirk vinnutæki eiga að
létta verk og gera þau ódýrari. En
þegar vitlaust er kalkúlerað verða
þau ekki annað en fjárhagsleg
byrði.
Tækniframfarir koma engum að
gagni nema menn viti hvernig á að
fara með þær og tækjakaup út í
bláinn bera ekki verkviti gott vitni.
Byggingakranar og tækninýj-
ungar eða húsaverksmiðjur hafa
ekki lækkað byggingakostnað
heldur þveröfugt.
Nú stendur yfir tölvuvæðing og
hætt er við að margir sjáist ekki
fyrir í kaupumá þeim dýru tækjum
eða geri sér fyllilega grein fyrir til
hvers og hvernig á að nota þau. En
sölumennirnir ráða ferðinni.
Undir öllu þessu stendur fiskur-
inn sem dreginn er úr sjó af skipum
sem fyrir nokkrum árum voru talin
til hins mesta óþarfa og standa
öllum framförum fyrir þrifum.