Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn -
Láúdjardagðr 3T.'mafí 986
Vinnueftirlit varar starfsfólk viö hávaða
á vinnustöðum:
Heyrnarskemmdir
eru ólæknandi
- 30% starfsmanna í iðnaði vinna
í hávaða yfir hættumörkum
Hávaðamælingar Vinnueftirlits
ríkisins benda til þess að um 30%
starfsmanna í iðnaði séu að jafnaði í
hávaða yfir hættumörkum. Og
athuganir hjá Heyrnar- og talmeina-
stöð benda til þess að 20% þeirra
sem heyra illa hafi heyrnardeyfu af
völdum hávaða, segir m.a. í nýjum
bæklingi, sem Vinnueftirlitið hefur
gefið út í þeim tilgangi að vekja
stjórnendur og starfsmenn á hávaða-
sömum vinnustöðum til vitundar um
nauðsyn hávaðavarna og heyrnar-
verndar.
Vakin er athygli á því að tapi fólk
heyrn er það ekki aðeins um stundar
sakir - heldur í eitt skipti fyrir öll.
Varanlegt heyrnartjón stafar af
skemmdum á starfsemi innra eyrans
og engri meðferð eða lækningu er
hægt að beita til að ráða bót á þeim.
Heyrnartjón verður venjulega smátt
og smátt á löngum tíma. Fyrst hættir
fólk að greina háa tóna - án þcss að
verða vart við mikil óþægindi af því.
En svo hverfur t.d. fuglasöngur og
sumt í tónlist. Og loks verður erfitt
að fylgjast með samtali. Fyrst verður
erfitt að greina samhljóðana og loks
verður erfitt að fylgjast með samtali,
einkum ef önnur hljóð trufla. Auk
þess að valda heyrnartjóni eru rann-
sóknir taldar hafa leitt í ljós að
hávaði á vinnustað rýri afköst hjá
starfsfólki og bitni á heilsufari þess,
m.a. í þreytu, streitu, taugaveiklun
og svefnleysi.
Þótt öruggast sé að láta mæla
hávaðann getur fólk nokkuð áttað
sig á því sjálft hvenær hann fer að
verða varasamur. T.d. er orðið erfitt
að tala í síma sé hávaðinn kominn í
70-75 dB og við 85 dB verður fólk að
hrópa hvert í eyru annars til að geta
talað saman.
Þcim sem vilja kynna sér bækling-
inn er bent á að srtúa sér til Vinnu-
eftirlitsins eða umdæmiseftirlits-
manna þess.
Ylyndin gefur nokkra hugmynd uni
hávaða við ýmar aðstæður. Hávaða-
styrkur miðast við orku hljóðsins og
tvöfaldast við hver þrjú desihcl. Það
er orkustyrkurinn sem ræður mestu
um hve varasamur hávaðinn er - og
tvöföldun hans helmingar tímann
sem vogandi er að dvelja í hávaðan-
um. •
HEI
Nýtt búvöruverð frá 2. júní:
Hækkun til bænda 2,5%
Nýtt búvöruverð tekur gildi frá og
með 2. júní. Hækkunin til bænda
nemur 2.5 prósentum að sögn Guð-
mundar Sigþórssonar í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Ekki hefur vcrið tekin
ákvörðun um hækkun niður-
grciðslna, svo að (illum líkindum
mun útsöluverð úr búðum hækka
um 2,5% eftir helgina. Seinnipartinn
í gær var fundur í fimrn manna nefnd
um ákvörðun vinnslu og heildsölu
kostnaðar en ekki lá fyrir ákvörðun
um hann þegar Tíminn fór í pentun
í gærkvöldi.
n
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis:
Um 5 millj. króna
hagnaður í fyrra
Heildarinnlán Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis voru
komin í rúmar 953 millj. kr. um
síðustu áramót og höfðu þá aukist
um 55,6% á árinu, að því er fram
kom á aðalfundi nýlega. Hagnaður
SPRON varð nú um 5 millj. kr. á
árinu, en var um 11 millj. kr. tap
árið áður. Heildarútlán sjóðsins
voru 651 millj. kr., sem var 47,6%
aukning milli ára. Um 55% útlán-
anna fóru til einstaklinga. Útlánin
hafa á ný í niiklum meirihluta farið
yfir á verðtryggða formið.
Lausafjárstaðan við Seðlabank-
ann batnaði um tæplega 51
millj. á árinu-úr31 millj. kr. skuld
í urn 20 millj. kr. inneign um
síðustu áramót.
Innlán á Trompreikninga
SPRON meira en þrefölduðust á
árinu og urðu nær helmingur af
öllum innlánum. Hlutfall almennu
sparisjóðsbókanna lækkaði hins
vegar úr 47% niður í 30% af
innlánum.
Starfsmannafjöldi SPRON - um
63 stöðugildi - stóð í stað milli ára
og er aukinni tölvuvæðingu og
hagræðingu þakkað að ekki þurfti
að fjölga.
-HEI
Vinnuskóli Kópavogs:
Tómstundastarf
fyrir fatlaða
Gekk vel í fyrra og verður framhaldið í
ár af sama krafti
Vinnuskólinn í Kópavogi mun
bjóða fötluðum ungmennum upp á
tómstundastarf í sumar, annað árið
í röð. Kópavogsbær er eina sveitar-.
félagið sem hefur veitt fé
til vinnuskóla síns til að hann geti
sinnt fötluðum. Starfið í fyrra tókst
með afbrigðum vel og ekki við öðru
að búast en að sama verði upp á
teningnum í ár, Þeir sem vilja taka
þátt í starfinu geta haft samband við
skólann í síma 44461 á venjulegum
skrifstofutíma. Leiðbeinandi í ár
verður Andri Örn Clausen leikari.
- gse
Hæstiréttur:
HNÍFSTUNGA
Hæstiréttur hóf í gær málflutn-
ing í máli ákæruvaldsins gegn
Hjálmari Baldurssyni er stakk
fyrrverandi eiginkonu sína tveim-
ur stungum í húsi við Bjárkargötu
þann 14. maí 1984. Hjálmar var
dæmdur til tveggja ára l'angels-
isvistar í undirrétti.
HÁGÆÐAVÉLAR Á VIÐRÁÐANLEGU VERÐI
FENDr
AFBURÐAVÉL FYRIR ATORKUMENN
□ Landsbem
Heyhledslrvagnar, allar stærðir og gerðir.
FENDT hefur til að bera emstakan tækmbunad
★ Kraftmikill, hljóðlátur sparneytishreyfill
★ TURBOMATIC-vökvatengsli tryggir rykkjalausan
akstur við allar aðstæður og utilokar slit á
kuplingu. Aksturseiginleikar eins og í sjálf-
skiptum bilum.
★ Fullsamhæfður girkassi með yfirgírum. Með 40
km/t sparakstursgírum sparast eldsneyti um
30%, þegar ekið er á 25 km/t hraða i milliferðum.
Allir gírar fullsynkróniseraðir, jafnt áfram sem
aftur á bak.
★ Afturhjóladrifsvélar með fjöðrun á framhjólum.
★ Fjórhjóladrif fyrir fulla hreyfilorku. Sjálfvirkur
mismunadrifslás á framöxium, fótstýrður lás á
afturöxlum.
★ Einfalt og auðvelt viðhald.
★ Tvær kraftmiklar vökvadælur (40+35 1/mín),
samtengjanlegar, búa yfir nægri orku við alla
tækjavinnu.
★ 3-hraða aflúrtak, 540, 750 og 1000 sn/min. Enn
ein nýjungin hjá FENDT sem stórlega sparar
eldsneyti t.d. við heyskaparvinnu. Aflúrtaksás-
inn er tengjanlegur undir fullu álagi.
★ Frambeizli og aflúrtak að framan er hagkvæmur
aukabúnaður. Hvortveggja fyrir fulla orku og
óháða stjórnun.
★ Fyrsta flokks ökuþægindi og aðbúnaður öku-
manns. Hljóðeinangrað öryggishús á gúmmi-
legum, breiðar dyr beggja megin 0,7 m2 flatt gólf,
lúxussæti með girstöngum hægra megin. Háv-
aðamörk um 80 db.
Vinsamlegast pantið tímanlega
VESTURÞÝSK FAGTÆKNI - NÝR VALKOSTUR TIL BETRI AEKOMU
HIMEL-heyblásturskerfi fyrir hlöður og
turna, þurrt og vott hey.
HIMEL-heygrabbar og heylyftur.
HIMEL-færibönd. _______________
búvélar sf. sími: 91-687050
Sigtun 7—105 Reykjavík
Pósthólf 8840
L ANDSBERG-plógar, allar stærðir og gerðir
LANDSBERG-ofanklórur fyrir votheysturna