Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Scantool
Bandslípivélar
SCANTOOL
75x2250 mm Kr. 55.040 m.sölusk.
SCANTOOLI
100x1500 mm Kr. 26.719 m.sölusk.
Dönsk gæðavara
■ \0 J jj^_ ^ 71 - VÉLAVERSLUN
Bíldshöföi 18 • 112 Reykjavík • Sími 685840
Til sölu
notaðar vélar
Traktorar
Belarus 820x4 árg. ’83
Zetor 6945x4 árg. 79
Ursus C-360 árg ’80
Ursus C-335 árg. 77
MF 240 árg. ’83
MF 130 árg. ’83
Heyhleðsluvagnar
Class 26m3 árg. 78
Eli 24m3 árg. ’81
Kemper 24m3 árg. 71
Yfirfarnar heyvinnuvélar
Spragelse sláttutætari árg ’82
Farenslöse sláttyþyrla árg. ’84
Ath. Vantar vélar og tæki á skrá.
BOÐI HF
KAPLAHRAUNI 18
220 HAFNARFIRÐI:
S-91.651800
Bændakonur ath.
10 ára prúð og barngóð stúlka óskar eftir að gæta
barna og vinna létt störf upp í greiðslu.
Uppl. i síma 39713 - 671873 - 83703.
Laugardagur 31. máí 1986
Trúbadorinn Bubbi Morthens.
LOKSINS
Sönn trúbadorplata með Bubba Morthens
„Það er fyrst núna að Bubbi
sendir frá sér plötuna sem hann
hefur lengi ætlað að gera, sanna
trúbadorplötu,“ sagði Ási í Gramm-
inu, þegar Tíminn leitaði frétta af
Bubba Morthens, en Grammið mun
gefa út þessa nýju plötu hans.
Eins og margir vita hefur Bubbi
gert samning við sænskt hljómplötu-
fyrirtæki og hefur hann unnið að
upptökum þár í landi. Nú hefur
verið ákveðið að sú plata komi út
síðari hluta ársins og þótti þá við
hæfi að gefa áðurnefnda plötu út
núna.
Plata Bubba verður tvöföld og öll
órafmögnuð. Helmingur laganna er
tekinn upp á tónleikum, annað í
hljóðveri. Rætur tónlistarmannsins
Bubba Morthens liggja í trúbador-
mennskunni, hann byrjaði í þeirri
tegund tónlistar og var búinn að
spila lengi þegar hann sneri sér að
rokkinu og stofnaði Utangarðs-
menn. En þó Bubbi hafi verið okkar
sterkasti rokkari unt margra ára
skeið sagði hann aldrei skilið við
trúbadorinn eins og þeir vita sem
sótt hafa tónleika hans.
Ásmundur Jónsson, eins og
Grammarinn heitir fullu nafni, sagði
liðið ár afkastamikið í trúbadors-
mennsku Bubba og sagði hann útgáf-
una virkilega þarfa, þar sem Bubbi
hafi alltaf verið vaxandi söngvari og
lagasmiður.
Á plötunni er að finna lög sem
Bubbi hefur aldrei gefið út áður, auk
eldri laga í nýjum útsetningum.
Nokkur lög á plötunni hafa komið út
með rokkaranum Bubba Morthens,
þar má nefna lögin Blindsker og
Giftu þig 19, sem voru á plötu Das
Kapital og í spegli Helgu, sem var á
Egó plötunni I mynd. En þessi lög
fá allt aðra meðhöndlun hjá trúba-
dornum Bubba og varla mun vera
hægt að segja þetta sömu lögin.
Nokkrir blúsar verða á plötunni,
örfáir gamlir í nýjum útsetningum,
þar á meðal Segulstöðvarblúsinn og
Skeggrótarblúsinn og ísbjarnarblús-
inn sem er dúett með Megasi. Þeir
félagarnir eiga annan dúett á plöt-
unni, en það er bragurinn um Jónas
Hallgrímsson, sem finna má á fyrstu
plötu Megasar.
Bandaríski blúsarinn Leadbelly
er hefur haft mikil áhrif á Bubba,
en Bubbi tekur einmitt tvo blúsa
eftir hann á nýju plötunni.
Nýja platan kemur væntanlega út
um miðjan næsta mánuð og ætti að
verða kjörgripur í plötusafn þeirra
sem dálæti hafa á trúbadornum
Bubba Morthens. ÞGG
Simply Red á Listahátíð
Þetta eru ljótu karlarnir í
Stranglers, þeir hættu bara við
Listahátíðina okkar, eins og allir
hlökkuðu til. En við höfum röska
menn sem bjarga þessum málum og
núna hefur það verið afráðið að
nýstyrnin í Simply Red sæki okkur
heim.
Steinar Bcrg sagði í samtali við
blaðið að sú hljómsveit hafi reyndar
verið á lista hjá sér þegar hann
leitaði eftir hljómsveitum á hátíðina
í upphafi þessa árs. Pá var hljóm-
sveitin ekki eins þekkt og hún er í
dag og hann sagðist ekki hafa viljað
taka óþarfa áhættu með þá hljóm-
sveit. Núna er hinsvegar annað upp
á teningnum. Lagið Holding Back
the Years er komið hátt á vinsælda-
lista um alla Evrópu, er þessa vikuna
í 6. sæti breska listans og stefnir upp
á við. Plata sveitarinnar Picture Book
stefnir sömuleiðis hátt og má geta
þess að nefnd plata situr nú í 6. sæti
DV listans, en sá listi er miðaður við
plötusölu. Nýjustu fréttir herma að
sveitin sé að hasla sér völl í Banda-
ríkjunum. Hver veit nema Simply
Red verði komin á toppinn í Bret-
landi um þær mundir sem hún sækir
PLÖTUR IIIIIIIIIIIIIIIIJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIB
Rolling Stones - Dirty Work
Lítið nýtt
Mér finnst það alltaf jafn skondið
þegar ég man eftir því að „strákarn-
ir“ í Stones eru á aldur við pabba, -
og þvílík orka og þvílík ending. Peir
virðast ekki geta hætt og það er af
hinu góða, því þeim fe'r vel að vera
strákarnir í Stones.
Nokkur ár eru nú liðin frá síðustu
plötu hljómsveitarinnar þannig að
hin nýja, Dirty Work. var sannkall-
aður hvalreki á fjörur fjölmargra
aðdáenda hljómsveitarinnar og þeir
svíkja ekki unnendur rokksins, það
eitt er víst.
í raun og veru er það furðulegt
hvernig Rolling Stones hefur getað
haldið ferskleikanum og um leið
varnað því að verða of fágaðir. Það
er einmitt þess vegna sem hljóm-
sveitinni hefur auðnast þessi langi
aldur.
Nýja plata Rolling Stones. Dirty
Work inniheldur 10 lög, þar af átta
frumsamin. Þar er að venju hlutur
þeirra Jaggers og Richards metur.
cn þáttur Ron Woods verður sífellt
meiri og er hann skrifaður meðhöf
undur þeirra Jaggers og Richards í
fjórum lögum plötunnar.
Rolling Stones er rokkhljómsveit
og sem slík bregst hún ekki vonum
manna með DirtyWork og ég er
ekki frá því að platan sé rökkaðri en
síðustu plötur hljómsveitarinnar. En
okkur heim, það væri skemmtileg
tilviljun.
Steinar Berg sagði að Simply Red
ætti miklar þakkir skildar fyrir fljót
viðbrögð. Þeir verða að spila á miklu
festivali í Múnchen 15. júní, koma
hingað með flugi árla þann 16., spila
í Höllinni þá um kvöldið og kveðja
landið strax næsta dag. Það er mikið
að gera hjá þessum mönnum og
vonandi gleðjast sent flestir yfir
gerðum samningum við hljómsveit-
ina.
ÞGG
einn galli finnst mér þó vera á
plötunni og hann er sá að á köflum
minnir Dirty Work á sólóplötuMick
Jaggers Shc’s the Boss, stm út kom
á síðasta ári, sérstaklega lögin One
Hit (To the Body) og gantli smellur-
inn Harlem Shuffel. Ekki svo að
segja að sú plata hafi verið vond
heldur kom Jagger þar fram sem
sólóisti og ætti ekki að leika sama
leikinn með hljómsveitinni Rolling
Stones.
Platan Dirty Work er vel gerð
plata enda ættu liðsmenn hljómsveit-
arinnar að vera farnir að þekkja
hver annan eftir áratuga samstarf.
Saman hafa þeir skapað ódauðlegar
rokkperlur þó ég eigi tæpast von á
því að slík gullkorn megi finna á
Dirty Work. Platan er engu að
síður hin áheyrilegasta og Stones
aðdáendur ættu að gleðjast, en ekki
á ég von á því að þeir félagarnir
stækki aðdáendahópinn með plöt-
unni Dirty Work.
ÞGG