Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.05.1986, Blaðsíða 16
Laugardagur 31. maí 1986 PRIMOPLEX Diska- og hnífakerfi í öllum stæröum Vönduð tæki á góöu veröi Plógar í öllum stæröum og gerðum Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Innritun nýnema í dagskólafyrirskólaárið 1986-87 fer fram í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní kl. 9 til 18. Á umsókn skal greina (1) námsbraut og (2) það tungumál sem umsækjandi hyggst leggja stund á sem þriðja erlent mál (á eftir dönsku og ensku). í skólanum er stundað nám til stúdentsprófs á fornmálabraut, nýmálabraut, félagsfræðibraut, náttúrufræðibraut, eðlisfræðibraut og tónlist- arbraut. Sem þriðja mál eru í boði franska, spænska og þýska. Þeir nemendur sem skilað hafa umsóknum til skólans án þess að tilgreina námsbraut og/eða þriðja mál eru beðnir að tilkynna val sitt skrifstofu skólans í síma 685155 eða 685140. Rektor. 16Tíminn llllllllllillllllllllll r SímonÞórirJúlíusson Fæddur 12. apríl 1966 Dáinn 17. maí 1986 í dag verður til moldar borinn, frá hinum iorna helgistað Þykkvabæjar- klaustri, Símon Þórir Júlíusson. Símon fæddist að Norður-Hjá- leigu í Álftaveri 12. apríl 1966, sonur hjónanna Arndísar Salvars- dóttur, f. 14/5. 1929 og Júlíusar Jónssonar, f. 26./2. 1920. Foreldrar Arndísar voru hjónin Salvar bóndi að Bjarnastöðum, síðar Reykjafirði, Ólafssonar í Lágadal, Jónssonar og Ragnheiður Hákonar- dóttir bónda að Reykhólum, Magn- ússonar bónda að Kletti í Geiradal, Jónssonar. Foreldrar Júlíusar voru hjónin Jón alþingismaður Gíslason í Norður- Hjáleigu og Þórunn Pálsdóttir Sím- onarsonar. Faðir Jóns var Gísli hreppstjóri Magnússon í Norður-Hjálegu, en móðir Gísla var Anna Jónsdóttir komin í beinan karllegg frá Þorsteini Magnússyni, sýslumanni að Þykkva- bæjarklaustri og voru margir sýslu- menn og lögréttumenn í karllegg hennar. Kona Gísla var Þóra Brynjólfs- dóttir, Þykkvabæjarklaustri, Eiríks- sonar og var heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir rausn og myndarskap. Þannig standa að Símoni og syst- kinum hans skaftfellskir og vestfirsk- ir ættastofnar, ættir manna sem kunnu að velja viðsjál jökulvötn og lög í brimlendingu og gjörhygli þess- ara manna átti Símon í rtkum mæli. Þau hjónin Jón Gíslason og Þór- unn Pálsdóttir kona hans héldu uppi hinni gömlu reisn Norður-Hjáleigu heimilisins með skörungsskap og hafa arftakar þeirra dyggilega fetað í þeirra fótspor. Á þessu heimili ólst Símon upp og leyndi það sér ekki, að hann var alinn upp á rótgrónu menningar- heimili. Símon var glæsimenni og ætíð snyrtilegur, háttprúður og hógvær í allri framkomu og viðkynningu og hugljúfi allra. Hann var íhugull maður og hugs- andi, íþróttamaður og miklum gáf- um gæddur, athugull og vandvirkur að hverju sem hann gekk. Símon hafði nýlokið húsasmíða- námi og átti aðeins eftir að ljúka sveinsprófinu, hann var hagur vel og kont vandvirkni hans og nákvæm athygli sér vel í þessu starfi hans. Hann var heitbundinn Margréti Árnadóttur, dóttur Árna Jóhannes- sonar frá Gröf í Skaftártungu og konu hans Helgu Ingimundardóttur. Ég votta henni. foreldrum hans, systkinum, aldurhniginni ömmu hans, Þórunni Pálsdóttur og öllum aðstandendum mína dýpstu og inni- legustu samúð og bið algóðan Guð að styrkja þau í hinni miklu sorg þeirra. Blessuð sé minning hans. Ingimundur Stefánsson Yfir storð fer döpur dánarfregn. Drúpir hugur. - Byrgir sólu ský. Vinahjörtun sœrir sorgin tnegn. Svíður undin djúpa brjóstum í. Sorglegt er að sjá þitt rúmið atiða, sveinninn prúði, ernú varðst herfang dauða Fyrir skömmu fórstu til þin heim, fannst þá pabba og mömmu, vinur minn. Gleðin ríkti góða í ranni þeim. Glöð þau litu barnahópinn sinn. - Nú er skipt, - og skildi fyrir orðið skarð, - því nú er sœtið autt við borðið. (Böðvar Bjarnason) Enn er höggvið stórt skarð í systkinahópinn okkar. Hann Símon bróðir okkar er látinn. Það var sem ský drægi fyrir sólu og hugur vor fylltist myrkri og vonleysi. Aðeins eitt komst að, hver er tilgangurinn með lífinu? Hver er tilgangurinn með því þegar ungmenni er kippt burt svo skjótt úr blóma síns lífs? Ér hann einhver? Ef svo er, þá sjáum við hann ekki! Símon var yngstur okkar systkin- anna og munum við ætíð minnast hans sem okkar „litla bróður“. Hann var glettinn og hýr og var ávallt létt og bjart í kringunt hann. Öll eigum við fagrar minningar um þennan góða dreng. Þegar í barnæsku sýndi hann merki þess að hann væri bráð- greindur og að allt léki létt í hendi hans, þó hann létið lítið yfir því. Að lundarfari bjó Símon yfir miklu jafnaðargeði sem kom best frani í öllum hans samskiptum við aðra, hvort sem var við vinnu, í leik eða gagnvart mótlæti. Hann var einstak- lega hjálpsamur og natinn og vildi öllum allt hið besta. Hann var ekki að æðrast yfir hlutunum og ef í harðbakkann sló, brást hann ávallt við á sinn glettna og friðsama hátt, þannig að málin fengu farsælan endi.' Við kveðjum þig Símon, hinsta sinni með þessum ljóðlínum Davíðs Stefánssonar. í blóðið var þér borin bróðurtryggð og festa. Heldur kaust þú hylli heimamanna en gesta. Fáskiptinn við fjöldann fórstu þína vegi. Afl og andans þroski óx með hverjum degi. Ástkæri bróðir! Við þökkum þér af heilum huga fyrir ógleymanlegar samverustundir sem urðu allt of fáar. Hvíl þú í friði! Systkinin Bakföll af lækk- andi olíuverði í austri og vestri 1. Bandarískir bankar hafa veitt olíufélögum firnamikil lán, sem ekki sætir tíðindum í sjálfu sér. Síðan olía féll í verði, hefur hins vegar verið ofarlega á baugi, að 563 banda- rískir bankar eiga fjórðung lána sinna eða meira hjá olíu- og gasfé- lögum, að því er Federal Deposit Insurance Corporation hermir. Nema þessi lán $ 61 milljarði, en af þeirri fúlgu hafa 59 bankar lánað $ 57 milljarða eða 92%. Óttast banda- rísk yfirvöld, að að ýmsum þeirra kreppi, ef olíuverð helst lengi eins lágt og það hefur verið undanfarnar vikur. Þetta er þó aðeins önnur hlið málsins. Mörg vanþróuð lönd skulda bandarískum (og evrópskum) bönk- um stórfé, og sum þeirra hafa gjald- eyristekjur sínar að miklu leyti af olíusölu. Til dæmis fóru í fyrra 35,8% af andvirði útfluttrar olíu frá Mexíkó til greiðslna á afborgunum og vöxtum til útlendra banka. Við þessum vanda hafa bandarískir bankar að nokkru leyti brugðist með því móti að selja þessi lán sín með afföllum til annarra banka. Er sagt, að slík tilfærsla lána hafi numið $ 2,5-3,5 milljörðum í fyrra. (Sjá Ec- ,onomist 12.04.86). 2. Lækkun vaxta í Bandaríkjunum að undanförnu hefur að sjálfsögðu haft í för með sér hækkun verðbréfa. Hafa auðhringir og stór fyrirtæki sætt lagi. Frá því snemma í janúar í ár og fram í apríl varð upphæð útboða þeirra eins og svarar $ 40 milljörðum á ári eða næstum tvöfalt hærri en í fyrra. Að auki munu um 160 fyrirtæki hafa gefið út almenn hlutabréf eins og svarar til $ 74 milljarða á ársgrundvelli. Þannig hefur Indland Steel gefið út 3 millj- ónir almennra hlutabréfa í ár. Af þessum sökum hefur dregið úr skammtímalánum banka til fyrir- tækja í ýmsum greinum. . Hins vegar hafa skuldir banda- rískra fyrirtækja verið vaxandi hlut- fall af markaðsverði þeirra á undan- förnum árum. Talið er, að skuldir annarra fyrirtækja en peningastofn- ana sem hundraðshluti markaðs- verðs hafi hækkað úr 45 árið 1979 upp í 57 árið 1984. (Ecenomist 29.03.86). 3. Olía og gas hafa á undanförnum árum verið í kringum fjórir fimmtu hlutar útflutnings Rússa að andvirði. En þeir drógu úr útflutningi á olíu í fyrrahaust, þegar verð á olíu lækk- aði. Giskaði Efnahagsstofnun Evr- ópu í fyrra á, að gjaldeyristap Rússa af verðfalli olíu ofan í $ 15-20 á tunnu næmi $ 5-7 milljörðum. Halda nú Rússar að sér höndum um inn- flutning á matvælum, þótt þeir keyptu í fyrra 57 milljónir tonna af komi, meira en nokkru sinni áður. Minnkaði innflutningur á matvælum um 21% fyrstu þrjá ársfjórðunga 1985. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.