Tíminn - 08.06.1986, Page 13
Zia ul-Haq. Hann neitar að land hans hafi nokkur áform á
prjónunum um smíði kjarnasprengju.
um bann við smíði kjarnavopna.
Þáverandi forsætisráðherra,
Zulfikar Ali Bhutto, hét því þá
að hin bláfátæka þjóð hans, sem
telur 90 milljónir manna, skyldi
fá að éta gras og lauf uns landið
stæði Indlandi jafnfætis á sviði
kjarnavopna. Fjárhagsaðstoð
fékk hann hjá öðru islömsku
ríki, Líbýu. Gadhafi mun hafa
gert sér vonir um að fá að
launum kjarnavopn til ráð-
stöfunar, er hann gæti ógnað
atómveldinu ísrael með.
í lok árs 1975 sneri vísinda-
maður einn heim frá Evrópu,
sem átti eftir að verða helsti
frumkvöðull kjarnavopnasmíð-
innar. Þetta var dr. Abdul Qu-
ader Khan, sem eftir 1960 hafði
numið málmfræði í Berlín og í
Delft.
í Hollandi, V-Þýskalandi og í
Englandi er kjarnaofna-
brennsluefnið U-235 magnað
upp í 3-4 prósent í þúsundum af
skilvindum, líkt og eru í þvotta-
vélum. I náttúruúrani er styrk-
leikinn aðeins um 0,7 prósent.
Khan tókst að skoða sig um í
háleynilegum stjórnstöðvum
SPl og SP2, þar sem skilvind-
urnar eru í fullum gangi og
kynnast gerð þeirra, um leið og
hann komst yfir trúnaðarskjöl
um þau fyrirtæki sem búnaðinn
lögðu til.
Bhutto gerði Khan að yfir-
manni áætlunarinnar. Var hon-
um ætlað að koma styrkleikan-
um af U-235 upp í 90 prósent,
sem hæfilegt er í atómsprengju.
Það var svo 1977 að Zulfikar Ali
Bhutto var steypt af stóli af
hernum undir stjórn Zia ul-
Haq og tveimur árum síðar var
hann tekinn af lífi. Með aftöku
Bhutto var endi bundinn á að-
stoðina frá Líbýu, en Saudi
Arabar veittu aðstoð í staðinn.
Þjóðverjar veittu Abdul Qui-
ader Khan mikilsverðan stuðn-
ing 1977 og 1978, þegar verk-
fræðingur að nafni Albrecht Mig-
uele setti upp fyrir hann búnað
til þess að framleiða úran-hexa-
fluorið, sem þarf til að geta
aukið U-235 magnið í skilvind-
um.
Þann 4. júní 1978 skýrði Khan
frá fyrsta árangri sínum. „Þetta
var sögulegur dagur,“ sagði
hann, „því þá tókst okkur að
framleiða sterkt úran í fyrsta
sinn.“
Eftir að hann hafði komið
upp tveimur vinnusölum, öðrum
við flugvöllinn í Islamabad, en
hinum í Sihala, gat hann nú
tekið til starfa í eigin atómverk-
smiðju.
„Khan Research Laborator-
ies,“ nefndist hún og er 30 km
suðaustan við Islamabad.
1 vinnusölunum, sem eru dul-
málaðir, til þess að þeir sjáist
síður úr njósnagervihnöttum,
eru um 7000 skilvindur.
í öðrum salnum eru skilvind-
urnar af hollenskri gerð, en af
þýskri gerð í hinum og svarar
málið á fyrrnefndum stálstöng-
um til þess að þar muni þeim
ætlaður staður. Úr umræddum
880 kílóum má smíða fáeinar
tylftir af skilvindum.
Það skiptir meginmáli að út-
vega hið harða stál, því fyrrver-
andi starfsmaður verksmiðjunn-
ar hefur sagt: „Vikulega
splundruðust nokkrar af skil-
vindunum, því þær þoldu ekki
hinn geysilega þrýsting við snún-
inginn.“
Stálið hefur því lengi verið
Akkilesarhæll kjarna-sprengu-
áforma Pakistana. Leyniþjón-
ustur á Vesturlöndum og tolla-
ytirvöld hafa lagt sig í framkróka
um að koma í veg fyrir útflutning
þess, en með misjöfnum árangri.
Þannig hafði Lizard Ltd. pant-
að slíkt stál í október 1984.
Leyniþjónustan komst á snoðir
um málið og tókst að koma í veg
fyrir viðskiptin. En tveimur vik-
um síðar fékk fyrirtækið nýja
pöntun frá fyrirtæki í Köln, sem
síðar kom á daginn að var í
tygjum við Inam Shah. Stálið
var sent til Hamborgar og þaðan
rakleitt til Pakistan. Flutnings-
kostnaðinn greiddi sendiráð
Pakistana í Bonn. Þá hefur gam-
all skólabróðir Abdul Quader
Khan, Hollendingurinn Henk
Slebos, sem rekur lítið en sér-
hæft rafiðnaðarfyrirtæki, reynt
að smygla margslags raftækni-
búnaði til Pakistan. Þar á meðal
voru hljóðgreiningartæki, sem
hafa þarf til að meta hvernig
skilvindurnar vinna. Tvívegis
var hann stöðvaður er hann vildi
koma þannig tækjum úr landi.
Velskur kaupsýslumaður hefur
og oftar en einu sinni verið
hindraður í að koma úr landi
ýmsum tækjum sem þarf til
gerða skilvindanna, en þar er um
háþróaðan búnað að ræða. Fleiri
mætti nefna.
Til dæmis hefur Tyrkinn Gún-
es Cirek, sem á verkfræðistofu í
Istanbul, verið grunaður um að
eiga þátt í því að koma um
Tyrkland til Pakistan bandarísk-
um kjarnatæknibúnaði, þar á
meðal 32 hálfkúlum, sem hver
er 33 sentimetrar að þvermáli.
Fagmenn fullyrða að hálfkúl-
urnar, sem eru úr stáli og áli,
sanni að það eigi að byggja
kjarnasprengju. I þeim á að
pressa úranið þannig saman að
það nái hinum svonefnda „krit-
iska“ massa er veldur keðju-
verkun óg kjarnasprengingu.
Frá því í júní 1984 hefur það
verið ljóst að Pakistanar sækjast
ekki aðeins eftir úrani til frið-
samlegra nota. Þá var pakist-
anskur verslunarmaður tekinn
fastur í Houston í Texas, er
hann ætlaði að smygla úr landi
háþróuðum rofum, svonefndum
„kryptronum“, en þá nota'
Bandaríkjamenn til þess að
tendra sprengjur sínar.
Forsætisráðherra Pakistana,
Zia ul-Haq, sagði að rofana hefði
átt að nota í neyðarljós á sjúkra-
bíla. Víst er talið að Pakistanar
hafi útvegað sér þessa rofa eftir
öðrum leiðum síðar, en þeir
hafa þegar tendrað svonefnda
„kalda“ kjarnasprengju í til-
raunaskyni. Enn hefur þeim þó
ekki tekist að afla nægs magns af
„sprengju-úrani“ ef að líkum
lætur. I ryksýnum sem vestrænir
leyniþjónustumenn hafa tekið í
grennd kjarnarannsóknastöðva
Pakistana finnst 30 prósent U-
235, sem bendir til að 1987 ætti
að vera til staðar búnaður til
framleiðslu á tíu kílóum af
„sprengju úrani“. Þá mætti
framleiða eina sprengju árlega.
Verður Pakistan fyrsta islam-
ska kjarnorkuveldið? Fyrir af-
töku sína 1979 sagði Bhutto í
dauðaklefanum: „Kristnir, gyð-
ingar, hindúar og kommúnistar
eru orðnir að kjarnorkuveldum,
en ekki við múhameðstrúar-
menn. Þetta breytist brátt.“
Óljóst er hver pólitísk þróun
verður í Pakistan. Dóttir
Bhuttos, Benazir, sem kynni að
ná völdum af Zia ul-Haq er lítt
hliðholl Bandaríkjunum og höll
undir Gadhafi. Komist hún í
valdastól eygir Líbýuleiðtoginn
þar með möguleika á að fá
kjarnavopn í hendur.
Bandaríkjamenn vita ekki í
hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Þeir vilja styðja Pakistana vegna
andstöðunnar gegn innrásarlið-
inu í Afghanistan. En á hinn
bóginn vilja þeir síst að islömsk
þjóð fái kjarnavopn til umráða.
1984 hvatti Reagan Zia ul-Haq
til þess að framleiða í hæsta lagi
fimm prósent úran.
Talsmaður ul-Hag í Bonn,
Abdul Waheed, segir að landar
hans noti alls ekki nema þrjú
prósent úran, sem sé
brennsluefni fyrir kjarnakljúf-
inn í Karatschi.
Talsmaðurinn er því greini-
lega ekki vel upp fræddur.
Kjarnaofninn, sem er hinn eini í
Pakistan, er þungavatnsofn og
honum nægir náttúruúran eitt
saman.
Kjarnasprengja á flutningavagni. Islömsku ríkin hafa fullan hug á aö koma sér upp þessum vopnabúnaði til þess að geta steytt hnefann framan í gömlu
kjarnorkuveldin, ef þörf krefur. Til dæmis mundi Gadhafi ekki slá hendinni við þeim.