Tíminn - 08.06.1986, Síða 16
16 Tíminn
Sunnudagur 8. júní 1986 .
líka að færa sér í nyt það umtal
sem óvissan veldur. Pessi
málglaði náungi er jafn fast
lokaður og ostruskel um málið
og sagði fyrir skemmstu: „Ég
mun ekki ljóstra þessu upp fyrr
en eftir fáeinar vikur. Þar til
mega menn velta þessu fyrir
sér.“
Það er líka svikalaust gert.
Hver sá sem er yfir 1.80 á hæð
með grannar mjaðmir og þjálf-
aðan líkama, auk nokkurra hára
á bringunni, telst koma til
greina. Þeir sem best þekkja til
málanna hafa þó álitið sjö menn
líklegasta. Ef til vill verður hinn
23ja ára gamli Jason valinn, en
það verður aðeins fornafn hans
sem menn verða að læra, því
seinna nafnið er kunnuglegt.
Hann er nefnilega sonur Sean
Connery, - James Bond no. eitt.
Ungi maðurinn er þó fremur
vondaufur. „Ég býst við að ég
ú stendur mikil leit
yfir í Hollywood:
Menn leita að
manni sem hefur
fleira til brunns að
bera en algengt er, - hann
verður að geta laðað að sér
ljóskurnar með hnefastyrk,
persónutöfrum og skotfimi.
Hann verður að vera jafn glæsi-
legur, hvort sem hann íklæðist
smóking eða sundskýlu má
hvorki láta sér bregða þótt á
vegi hans verði tímabomba eða
kynbomba.
Já, ntenn eru að leita að
nýjum James Bond. Það verður
sá fjórði sem hlutverkið leikur.
Áður hafa þeir gert það gott í
rullunni Sean Connery, sem nú
er orðinn 55 ára og talinn of
gamall fyrir hlutverkið, George
Lazenby, sem aðeins fór með
hlutverkið í einni mynd og Ro-
ger Moore, sem nú er orðinn 58
ára og hefur að dómi fram-
leiðandans Cubby Broccoli „of
margar hrukkur í andlitinu," til
þess að geta leikið þennan fræg-
asta spíón allra tíma. Það eru
miklir peningar í spilinu: Á 25
árum hafa þær 14 Bond myndir
sem settar hafa verið saman
skilað af sér nær milljarði dollara
og þá er videoarðurinn og sjón-
varpsarðurinn ekki reiknaður
með.
Það er hið strangasta leynd-
armál hver hljóta skal hlutverkið.
Framleiðandinn Broccoli reynir
Leitað að nýjum
ROGER MOORE. Hann er nú
orðinn of gamall í slaginn.
Margir
eiga
möguleika
á að hreppa
hnossið
ERLEND MALEFNI
Pórarinn Þórarinsson skrifar:
Dimmur skuggi hvílcli yfír
ráðherrafundinum í Halifax
Vígbúnaðarsinnar ráða orðið ferðinni í Hvíta húsinu
UTANRÍKISRÁÐHERRA-
FUNDUR Atlantshafsbandalags-
ríkjanna, sem haldinn var í Halifax
í Kanada í síðastliðinni viku, er
einhver sá ömurlegasti í allri sögu
bandalagsins. Að frumkvæði
Carringtons lávarðar, framkvæmda-
stjóra bandalagsins, fóru fram nokk-
uð frjálslegar umræður og skoðana-
skipti á fundinum. Carrington lá-
varður virðist hafa talið, að eins og
málum væri komið, væru slík
skoðanaskipti heppilegri en að sagt
væri já og amen við öllum hugmynd-
um risaveldisins í Nató, Bandaríkj-
anna, svipað og mun gerast á fund-
um Varsjárbandalagsins, þar sem
Sovétríkin marka stefnuna.
Það, sem öðru fremur setti svip
sinn á ráðherrafundinn í Halifax,
var sú tilkynning Reagans forseta
tveimur dögum fyrir fundinn, að
hann myndi ekki fylgja Salt-2 samn-
ingnum nema fram undir áramót, en
þá myndu Bandaríkin hefja vígbún-
að án tillits til samningsins. Samning-
ur þessi, sem var gerður af þeim
Carter og Brésnjef, fjallar um tak-
mörkun kjarnavopna. Reagan var
þá á móti honum og samningurinn
hefur aldrei verið samþykktur af
Bandaríkjaþingi, en samt hafa bæði
Carter og Reagan og ráðamenn
Sovétríkjanna fylgt ákvæðum hans.
Öllum kemur saman um, að það hafi
lagt verulegar hömiur á framleiðslu
kjarnavopna.
Af hálfu hernaðarsinna í Banda-
ríkjunum með Weinberger varnar-
málaráðherra í fararbroddi, héfur
að undanförnu verið lagt kapp á að
Bandaríkjamenn hættu að fylgja
ákvæðum samningsins og því m.a.
borið við, að Sovétríkin hefðu brotið
hann, en þau mótmæla því og stend-
ur hér fullyrðing gegn fullyrðingu.
Nokkuð er það, að Evrópuríkin í
Nató liafa ekki viljað taka þessa
röksemd gilda og lagt fast að risa-
veldunum að fylgja samningnum
áfram. Þau hafa haldið því fram,
eins og Carrington lávarður hefur
orðað það, að betra væri að hafa
gallaðan samning en engan santning.
Salt-2 gæti einnig verið heppilegur
grundvöllur að nýjum og betri samn-
ingi um takmörkun kjarnavopna, ef
hann yrði ekki felldur úr gildi.
Um þetta hafa átt sér mikil átök
bak við tjöldin meðal fylgismanna
Reagans. Þeir, sem vilja enga samn-
inga gera við Sovétríkin, nema þeir
tryggi yfirburðastöðu Bandaríkj-
anna, hafa viljað að hætt yrði að
fylgja Salt-2. Hinir, sem vilja reyna
að semja við Sovétríkin á jafnréttis-
grundvelli, hafa viljað að Salt-2 yrði
fylgt áfram eða a.m.k. meðan þeir
Reagan og Gorbachev væru að reyna
að semja.
Það var ljóst af yfirlýsingu Reag-
ans fyrir ráðherrafundinn í Halifax,
að hernaðarsinnar hefðu sigrað í
átökum á bak við tjöldin í Hvíta
Weinberger varnarmálaráðherra
mótar orðið stefnu Reagans.
húsinu. Reagan hefur fallist á rök
þeirra og reyndar fleiri á sviði víg-
búnaðarmála að undanförnu. Sátta-
stefnan eða slökunarstefnan hefur
verið látin víkja fyrir vígbúnaðar-
stefnunni. Allar horfur benda því
orðið til þess, að stórkostleg vígbún-
aðaralda sé að hefjast í samskiptum
risaveldanna í stað þeirra afvopnun-
arsamninga, sem menn væntu sér að
myndu leiða af vinsamlegum fundi
þeirra Reagans og Gorbachevs í
Genf og fylgja átti eftir með fundum
þeirra á þessu og næsta ári.
Eftir þennan fund Reagans og
Gorbachevs urðu vígbúnaðarsinnar
í Bandaríkjunum æfir og virðast nú
hafa komið ár sinni þannig fyrir
borð, að þeir ráða orðið ferðinni.
Gamall og þreyttur forseti, sem
yfirleitt hefur látið ráðgjafa sína
móta stefnuna, hefur snúist til liðs
við þá, enda er það ekki í ósamræmi
við fyrri sjónarmið hans.
MARGIR ráðherrar Evrópuríkja
á Halifaxfundinum lýstu andstöðu
við umrædda ákvörðun Reagans og
skoruðu á hann að láta Salt-2 halda
óformlega gildi sínu áfram. Utanrík-
isráðherra Kanada mun hafa riðið á
vaðið, en ráðherrar Evrópuríkjanna
í Nató síðan flestir fylgt í kjölfarið.
Síðan hefur verið tekið undir þetta
af ríkisstjórnunum heima fyrir.
Meðal annars hefur sjálf Margaret
Thatcher gengið fram fyrir skjöldu
og flutt ræðu í þinginu, þar sem hún
skoraði á risaveldin bæði að fylgja
Salt-2 áfram, en Rússar hafa lýst sig
fúsa til þess, ef Bandaríkjamenn
geri slíkt hið sama. Hins vegar muni
Sovétríkin ekki hika við að fylgja
Bandaríkjunum eftir, ef þau magna
vígbúnaðarkapphlaupið, eins og nú
virðast horfur á.
I Bandaríkjunum hefur umrædd
ákvörðun Reagans sætt hörðum
mótmælum og hafa Kennedy öld-
ungadeildarþingmaður og McNam-
ara fyrrv. varnarmálaráherra riðið á
vaðið. Líklegt er, að þetta geti orðið
mikið deilumál í þingkosningunum í
haust. en að það virðist nú úr
sögunni, að þeir Reagan og
Gorbachev hittist fyrir þær.
AF HÁLFU hernaðarsinna í Banda-
ríkjunum er því m.a. haldið fram,
að erfið efnahagsstaða Sovétríkj-
anna, m.a. vegna kjarnorkuslyssins,
og aukinn vígbúnaður Bandaríkj-
anna muni neyða Rússa til að semja
á þeim grundvelli, að Bandaríkin
haldi yfirburðunum. Þeir, sem
þekkja til sögu undanfarinna ára-
tuga, mótmæla þessu sem þvættingi.
Rússar hafi aldrei verið ófúsari til
undanláts en þegar þeir hafa staðið
höllum fæti. Þeir vilji ekki láta það
sjást, að þeir telji stöðu sína veika.
Það er von margra þeirra Evrópu-
manna, sem vilja koma á samningum
milli risaveldanna, að Reagan haldi
áfram að fylgja SaIt-2 eftir kosn-
ingarnar í haust, þótt hann lýsi yfir
öðru nú. Til þess að svo geti orðið,
þarf hann að verða fyrir verulegum
þrýstingi frá Vestur-Evrópumönn-
um. Ef til vill hefur fundurinn í
Halifax gert nokkurt gagn, þvf að
hann hefur sýnt Bandaríkjastjórn
hvernig vindurinn blæs í Vestur-
Evrópu.
Það er fráleitt af Bandaríkja-
mönnum að halda, að þeir geti lifað
einangraðir í heiminum og þurfi
ekki á góðri sambúð við neina aðra
að halda. Bandaríkin og Vestur-
Evrópa þurfa að halda saman, en
það getur því aðeins orðið á heil-
brigðum grundvelli, að Bandaríkin
telji sig ekki hafa allan húsbóndarétt
í Atlantshafsbandalaginu líkt og
Sovétríkin í Varsjárbandalaginu.
Að óbreyttri núverandi stefnu
Bandaríkjastjórnar liggja leiðir
Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu
sundur. Bandaríkjastjórn þarf að
gera sér Ijóst, að núverandi vígbún-
aðarstefna hennar er hið mesta vatn
á myllu Sovétríkjanna sem hugsast
getur.