Tíminn - 11.06.1986, Side 5
Miðvikudagur 11. júní 1986
Tíminn 5
ÚTLÖND . '
Afvopnunarráöstefnan í Stokkhólmi:
Tíminn líður en verulegur
árangur lætur á sér standa
- Kanadíski varautanríkisráöherrann sagöi pólitíska hagsmuni geta eyöilagt fyrir samningum
Stokkhólmur-Reuter
Afvopnunarráðstefnunni í Stokk-
hólmi var framhaldið að nýju í gær
og hófst með viðvörun frá kanadísk-
um ráðamanni um að þörf væri á
mikilli samningaviðleitni næstu vik-
urnar ætti ráðstefnan að hafa eitt-
livað gildi.
Jantes Taylor varautanríkisráð-
herra Kanada sagði í ræðu við opnun
næst síðustu fundalotu þessarar ráð-
stefnu að pólitískir hagsmunir hcfðu
eyðilagt fyrir diplómatískum samn-
ingum.
„Ráðstefnumeðlimir hafa forðast
almenn atriði ogorðagjálfurog reynt
að finna leiðir að ákveðnum og
öruggum samningunt," sagði Taylor
fulltrúum hinna 35 þjóða sem ráð-
stefnuna sækja.
„En þrátt fyrir góðan árangur
síðustu vikurnar og mánuðina vofir
yfir hættan á pólitískri tregðu og
stöðnun,“ varaði sá kanadíski ráð-
stefnugesti við.
Stokkhólnrarráðstefnunni cr ætl-
að að leita leiða til að draga úr
hættunni á stríði í Evrópu. Hana
sækja fulltrúar frá öllum ríkjum
Evrópu að Albaníu undanskildri og
fulltrúar frá Bandaríkjunum og Kan-
ada. Ráðstefnunni lýkur þann I9.
september næstkomandi.
Bandarískur fulltrúi sagði árangur
þann sem næðist á ráðstefnunni
„standa og falla" með útkomunni úr
þessari fundalotu.
Flestir eru sammála um að spurn-
ingin um tilkynningu, þ.e. að öll
löndin komi sér saman um að láta
hvert annað vita um vissar hernaðar-
aðgerðir sínar, sé helsta atriðið sent
komast þarf að samkomulagi um í
nýbyrjuðum fundarhöldum.
„Ef okkur tekst að komast að
samkomulagi unt að láta vita um
hreyfingar landherja og semja um
innihald og takmörkun á tilkynning-
um hugsa ég að samningar náist um
önnur atriði." sagði áðurnefndur
fulltrúi frá Bandaríkjunum.
Meðal annarra íhugunarefna sem
ráðstefnufulltrúarnir glíma við eru
útgáfa á tímatöflum hernaðaræfinga
sem aðrar þjóðir niyndu fá svo og
leyfi til að fylgjast með æfingunum.
Bandarísku fulltrúarnir á Stokkhólmarráðstefnunni eru bjartsýnir á að
árangur náist. Sá sem brosir heitir Goodby.
Bólivía:
Hálft tonn
af kókaíni
í höndum
lögreglunnar
La Paz-Rcuter.
Lögreglan í Bólivíu komst í
feitt nú nýlega. Þá gerði hún
upptækt rúmlega hálft tonn af
kókaíndeigi sem er virði sem
samsvarar sex milljónum króna
fyrir hreinsun. Lögreglan komst
yfir þetta geysilega magn um
síðustu helgi þegar árás var gerð
á lítinn flugvöll í Cochabamba-
héraðinu í Mið-Bólivíu.
Embættismaður sagði í símtali
við fréttamann Reuters að eitur-
lyfjalögreglusveit sem kallast
„Hlébarðarnir" og eru studdir af
Bandaríkjastjórn, hefðu fundið
592 kílógrömm af kókaíni um
borð í lítilli flugvél sem var á
flugbrautinni.
Fernando Barthelmey innan-
ríkisráðherra landsins tilkynnti
nýlega um nýjar ráðstafanir til að
berjast gegn eiturlyfjaframleiðsl-
unni í Bólivíu, en þar er ein
mesta framleiðsla í heimi á kóka-
laufinu, hráefninu sem kókaín er
unnið úr.
Barthelemy sagði nýju lögin
gera ráð fyrir einfaldari og þar af
leiðandi styttri réttarhöldum yfir
þeim sem grunaðir eru um eitur-
lyfjasmygl. Refsingar í eiturlyfja-
málum verða einnig hertar.
Formósa:
Moskvuförívændum
hjá landsliðskonum
Formósa-Rcufer
Hin andkommúníska ríkisstjórn á
Forntósu hefur gefið íþróttaliði frá
landinu í fyrsta skipti leyfi til að
heimsækja Sovétríkin og keppa þar
á alþjóðlegu íþróttamóti. Stjórnvöld
segja að íþróttir og stjórnmál eigi að
vera aðskilin.
Talsmaður utanríkisráðuneytisins
sagði að landslið Formósu í kvenna-
körfubolta myndi taka þátt í heims-
meistaramótinu sem haldið verður í
Moskvu í ágúst.
Kvennaliðið vann sér rétt til að
keppa á mótinu með því að lenda í
þriðja sæti á Asíuleikjunum í þessari
íþróttagrein. Leikamir vom haldnir í
Malasíu í síðustu viku.
Eitthvað balndast þó íþróttir og
stjórnmál saman hjá stjórnvöldum á
Formósu því í síðustu viku bönnuðu
þau að sýnt yrði frá leik Sovétríkj-
anna og Ungverjalands í heims-
meistarakeppninni í knattspyrnu.
Ástæðan var sú að bæði liðin komu
frá löndum þar sem kommúnisminn
ræður ríkjum. Ráðamenn sögðu að
einungis yrði sýnt frá leikjum komm-
únistaliðanna þegar þau mættu
liðum frá „frjálsa hciminum".
Noregur:
Gro til Caracas
Osló-Reuter
Að sögn talsmanns norsku ríkis-
stjórnarinnar mun Gro Harlem
Brundtland forsætisráðherra að öll-
um Iíkindum eiga viðræður við Ja-
ime Lusinchi forseta Venezúela í
Caracas þann 19. júní næstkomandi.
Þar verður til umræðu olíufram-
leiðslan í heiminum og vandamál
henni tengd.
Þetta mun vera í fyrsta skiptið
sem valdamesti ráðamaður Noregs,
sem er ekki innan OPEC (Samtaka
olíuframleiðsluríkja) á viðræður við
æðsta leiðtoga Venezúela sem er
innan OPEC.
„Stjórnin í Caracas hefur ekki
gefið staðfestingu á hvenær fundur-
inn verður en líklegast verður hann
haldinn þann 19. júní," sagði Mort-
en Wetland talsmaður forsætisráðu-
neytisins.
Brundtland hefur sagt stjórn sína
reiðubúna til samstarfs við OPEC til
að stöðva verðfallið á olíunni en
einungis með því skilyrði að hin
þrettán rfki bandalagsins sýni meiri
vilja í þá átt að minnka framleiðslu-
kvóta sinn.
Fréttaskýring:
Austurrísk stjórn-
mál á krossgótum
Reuter.
Stjórnmálaforingjar sögðu í gær
að austurrísk stjórnmál væru á
krossgötum eftir sigur Kurt Wald-
heims í forsetakosningunum síð-
astliðinn sunnudag. Sigur Wald-
heims þýddi að sósíalistar höfðu
eftir sextán ára valdaferil misst
forsetaembættið úr höndum sér.
Foringjarnir sögðu að sigur
Waldheims yfir sósíalistafram-
bjóðandanum Kurt Steyrer gæfi til
kynna að fólk væri orðið leitt á
stjórn Sósíalistaflokksins (SPO).
Fred Sinowatz kanslari Austur-
ríkis sagði af sér í kjölfar kosninga-
sigurs Waldheims. Sinowatz, sem
er 57 ára gamall, mun þó enn um
sinn leiða SPO en hinn nýi yfirmað-
ur ríkisstjórnar sósíalista verður
Franz Vranitzky, 48 ára, sem var
fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sin-
owatz.
Þjóðarflokkurinn (OVP) sem er
í stjórnarandstöðu hefur krafist
nýrra þingkosninga eftir úrslitin á
sunnudaginn. Talsmenn flokksins,
sem studdi Waldheim í kosninga-
baráttunni, sögðu austurrískan al-
menning búinn að fá nóg af stjórn
SPO og öllum þeim hneykslismál-
Sigur Waldheims í forsetakosning-
unum í Austurríki síðastliðinn
sunnudag getur átt eftir að hafa
veruleg áhrif á austurrísk
stjórnmál.
um og spillingarmálum sem plagað
hafa stjórn Sinowatz síðustu þrjú
árin.
Alois Mock leiðtogi OVP sagði
ríkisstjórnina vera að falli komna
og fimmta breytingin á þremur
árum myndi engu bjarga í því máli.
Heimildir innan SPO segja hins-
vegar að Sinowatz hafi sagt af sér
kanslaraembættinu til að einbeita
sér að málefnum flokksins og búa
hann vel undir kosningarnar sem
áætlað er að halda í apríl á næsta
ári.
Sumir hafa hinsvegar enga trú á
að ríkisstjórnin undir forsæti Vran-
itzky muni auka vinsældir sínar á
þessu tímabili. Vranitzky, sem
tilheyrir hægri armi SPO, tók óvin-
sælarákvarðanir er hann gegndi
fjármálaráðherraembættinu og
hefur því almenningsálitið ekki
með sér þegar hann tekur við starfi
kanslara næsta mánudag.
Raunar hafa margir meðlimir
SPO, og sérstaklega þeir sem eru á
vinstri vængnum, þá skoðun að
flokkurinn hafi ekki nema gott af
því að komast í stjórnarandstöðu
til að geta einbeitt sér betur að
stefnumálum sínum og skoðana-
flutningi.
Sigur Waldheims gæti því ekki
einungis dregið dilk á eftir sér hvað
varðar uppgjör við nasistatímabilið
heldur gæti hann snúið við valda-
hlulföllum í austurrískum stjórn-
málum.
Kartafla gegn getnaði
Wageningen, Holland-Rcutcr.
Hollenskir vísindamenn hafa
þróað nýja tegund af kartöflugrasi
sem gæti verið ræktað í Evrópu til
að sjá lyfjaiðnaðinum fyrir hráefni
í getnaðarvarnarpillur.
Vísindamenn við rannsóknarstöð-
ina í smábænum Wageningen
sýndu landbúnaðarráðherrum
ríkja Evrópubandalagsins nýja
kartfölugrasið í gær. Ráðherrarnir
áttu reyndar óformlegan viðræðu-
fund í gær og notuðu tækifærið til
að heilsa upp á rannsóknarmenn-
ina.
Nýja kartöflugrasið er blending-
ur af hinu venjulega kartöflugrasi
og villtri tegund sem vex í Suður-
Ameríku. Sú tegund inniheldur
mikið af alkaloid solasodine sem
einmitt er notað í framleiðslu getn-
aðarvamarpilla.
A tímabilinu 1. maitil 30. sept. Átímabilinu 1. júní til 31. ágúst
Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18 00 fyrir brottför rútu til Rvk Þrið|udaga: Fra Stykkishólmi kl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl 18.00 Til Stykkishólms kl 21.30
Fimmtudaga Föstudaga: Samatimataflaog mánudaga. Frá Stykkishólmi kl 14 00. eftir komu rútu. Laugardaga: Fra Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suöureyjar Fra Brjanslæk kl, 15.00 Til Stykkishólms kl. 19 00
Viökoma i inneyjum Á timabilinu 1. júli til 31. áqúst
Frá Brjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Miövikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjanslæk kl 14 00 Til Stykkisholms kl. 18 00. fyrir brottför rútu.
Viökoma er ávallt i Flatey á báöum leiöum.
Bílaflutninga er nauösynlegt aö panta meö fyrirvara.
Frá Stykkisholmi:
Hjá afgreiöslu Baldurs
Stykkisholmi.s.: 93-8120
Frá Brjánslæk:
Hjá Ragnari Guömundssyni
Brjánslæk, s.: 94-2020.