Tíminn - 11.06.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.06.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Útsölustaðir: Kaupfélögin um land allt. Sambandið by99ingavörur, Suðurlands- braut 32. Umboð: Verslunardeild Sambandsins Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir maímánuð er 15. júní. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Útsölustaðir: Kaupfélögin um land allt. Sambandið byggingavörur, Suðurlands- braut 32. Umboð: Verslunardeild Sambandsins illlllilí DAGBÓK 11 Listahátíð í Reykjavík Sýning í Ásgrímssafni í Ásgrímssafni hefur verið opnuð sýn- ingá Reykjavíkurmyndum Ásgríms Jóns- sonar í tilefni af Listahátíð í Reykjavík og 200 ára afmæli borgarinnar síðar í sumar. Flestar myndirnar eru málaðar á árun- um 1910-1920 en 1909 snýr Ásgrímur heini frá námi erlcndis og sest að í Reykjavík. Á þessum árum bjó hann víða um borgina, m.a í Vinaminni í Grjótaþorpi. I heimili Ásgríms á Bergstaðastræti 74, eru á neðri hæð hússins sýndar vatnslita- myndir, en uppi á vinnustofunni hefur verið komið fyrir olíumálverkum. Ásgrímssafn verður í sumar opið alla daga, nema laugardaga, milli kl. 13.30 og 16.00. Aðgangur er ókeypis. Minningarkort Hjálparsveita skáta í Kópavogi Minningarkortin fást á cftirtöldum • stööum: Skrifstofu Landssambands Hjálparsveitar skáta, Snorrabraut 60, Reykjavík. Bókabúöinni Vedu, Hamra- borg, Kópavogi. Siguröi Konráðssyni, Hlíðarvegi 34, Kópavogi sími 45031. Foreldrasamtök barna með sérþarfir Hin árlega skógræktarferð verður farin laugardaginn 7. júní. Mætum öll á Fossá kl. 13.30 og greiðum landskuldina. Kveðja - Stjórnin. Útivistarferðir Kvöldferdir iniövikuda^ 11. júní í kvöld, miövikud. 11. júní, veröur fariö um Esjuhlíðar. Gengiö veröur um Pvcrfelliö og leitaö „gulls“ viö Mógilsá. Frítt fyrir börn meö fullorönum. Brottför úr Grófinni (bílastæöinu v. Vesturg. 2) og BSÍ, bensínsölu 5 mín. síðar. Triniindagar á Jónsmessu: Rcykjavíkurganga Útivistar veröur sunnud. 22. júní. Brottför úr Grófinni kl. 10.30 og frá Skógræktarstöðinni Fossvogi kl. 13.00. Kl. 14.00 verður gengiö frá Elliöaárstöö upp í Elliðaárdal. Nánar auglýst um helgina. Útivistar-helgarferðir 13.15. júní 1. 1‘órsrnörk - Frábær gistiaðstaða í skálum Útivistar Básum. Gönguferðir viö allra hæfi, m.a. í Teigstungur og Múlatungur. sem hafa opnast með til- komu nýrrar göngubrúar Útivistar á Hruná. Áukaferð þriðjudag 17. júní kl. 8.00. Fyrsta miðvikudagsferðin verður 25. júní. Hægt að dvelja á milli ferða, t.d. vera frá 13.-17. júní. 2. Húsafell-Surtshellir o.fl. Tjöld. Fjöl- breyttar göngulciðir. Hellaskoðun í stærstu hraunhella landsins m.a. Stefáns- helli, Surtshelli og jafnvel Víðgelmi. Sundlaug. 3. Eiríksjökull-Surlshcllir, Strútur o.fl. Tjöld. Að hluta sameiginleg Húsafells- ferðinni. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni Grófinni 1, símar 14606 og 23732. Kvöldferð F.í.í Heiðmörk Kl. 20.(X) Skógræktarferð í Heiðmörk. Ókeypis ferð. Veitið aðstoð við að fegra rcit Ferðafélagsins. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Stjórnandi er Sveinn Ólafsson. Helgarferðir Ferðafélagsins 13.-15. júní 1. Mýrdalur - Höfðahrckkuhciði - Kerl- ingardalur Gist í svefnpokaplássi. 1 Kerl- ingardal er náttúrufegurð óvenjuleg og forvitnilegt ferðamannasvæði. 2. Þórsmörk - Gist í Skagfjörðsskála. Gönguferðir um Mörkina. 3. Þórsmörk - Fimmvörðuháls (dagsferð) Gist í Skagfjörðsskála. Farmiðasala og upplýsingar á skrifs- tsofu F.f. Sumarleyfisferðir F.í Sumarleyfisferöir Feröafélagsins eru viöurkenndar og veröiö hagstætt. Leitiö upplýsinga á skrifstofunni, Oldugötu 3. 18.-22. júní (5 dagar): Látrabjarg - Barðaströnd Ekiö um Rauöasand, Baröa- strönd og víöar. Stuttar gönguferöir m.a. aö Sjöundá. Gist í svefnpokaplássi í Breiöuvík. Hornstrandafcröir hcfjast 8. júlí: 1: 8.-16. júlí (9 dagar): Adalvík - Hornvík. Gengiö meö viöleguútbúnaö frá Aöal- vík til Hornvíkur á 3-4 dögum. 2. 8.-16. júlí (9 dagar): Hornvík - Horn- bjargsviti - Látravík. Gönguferöir daglega frá tjaldstað m.a. á Hornbjarg, Hælavíkurbjarg, Hafnar- skarö, Látravík og víðar. Tjaldaö í Hornvík. Brottför kl. 08.00 frá Reykjavík á þriðjudegi og kl. 08.00 miðvikudag tra ísafirði. 4.-9. júlí (6 dagar); Landmannalaugar - Þórsmörk. Gist í gönguhúsum F.f. á þessari lcið. Upplýsingar um útbúnað fást á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Ferðafélag fslands. Jónsmessuhátíð að Staðarfelli Helgina 27. 28. og 29. júní gengst Styrktarfélag Staðarfells fyrir svokallaðri Jónsmessuhátíð að Staðarfelli. Hátíðin verður með líku sniði og í fyrra þar sem reynt verður að hafa eitthvað fyrir alla, ekki sfst fyrir börnin. Hljómsveitin Goðgá leikur fyrir dansi bæði kvöldin. - Landsfrægir skemmtikraftar verða á svæðinu. - Farið veröur í leiki. Morgunleikfimi verður á dagskrá auk ýmissa annarrar uppákomu. Veitingar verða á svæðinu alla mótsdagana. Forsala aðgöngumiða fer fram í Djúp- inu, Hafnarstræti helgina 21.-22. júní. Nánari upplýsingar veittar í síntum 29555 og 79215. - Stjórn Styrktarfélags Staðarfells. Minningarkort Minningarsjóðs Samtaka um kvennaathvarf Samtök um kvennaathvarf hafa nýlega látið gera minningarkort og mun þaö fé, sem þannig kemur inn, renna óskert til reksturs Kvennaathvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar borist. Kortin eru afgreidd á teimur stööum, Reykjavíkur Apóteki og á skrifstofu sani- takanna í Hlaðvarpanum að Vesturgötu 3, 2. hæö, sem er opin alla virka daga árdegis kl. 10.00-12.00 (og stundum lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á skrifstofuna og fengiö senda gíróseöla fyrir greiöslunni. Síminn er 23720 Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn á Akureyri Ferðamálafélag Akureyrar mun í sum- ar reka upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. fimmta sumarið í röð. Úndanfarin tvö sumur var upplýsingamiðstöðin til húsa í Turninum við göngugötuna, en hann hefur nú verið tekinn til annarra nota. í sumar verður upplýsingamiðstöðin til húsa í Ánni, húsi Lionsklúbbsins Hængs, sem ster.dur við Skipagötu gegnt pósthús- inú. Upplýsingamiðstööin veröur opin frá miðjum júní til ágústloka. í fyrravor gaf Ferðamálafélagið út glæsilegan, myndskreyttan Akureyrar- bækling með korti yfir Akureyri. Þessi bæklingur kemur út í byrjun júní, nú með nýju og skýrara korti. Ferðamálafélagið hvetur alla sem bjóða fram einhvers konar þjónustu, að senda upplýsingar til félagsins, eða hafa samband í síma 96-25128 eftir miðjan júní. Listaverk við nýju flugstöðina: Verðlaunatillögur sýndar í Byggingaþjónustunni Verðlaunatillögur úr samkeppninni um listaverk við hina nýju flugstöð á Kefl- avíkurflugvelli verða til sýnis um óákveð- inn tíma í Byggingaþjónustunni við Hall- veigarstíg. Þetta eru verk Rúríar, Regnboginn og verk Magnúsar Tómassonar. Þotuhreið- ur. Dómnefnd segir um þessi verk í áliti sínu: „Bæði eru þetta mögnuð og frumleg verk, sem munu fegra og lífga umhverfi sitt. hvort á sinn hátt...“ Að auki eru til sýnis þrjú verk sem vöktu sérstaka athygli og dómncfnd hefur áhuga á að verði útfærð í flugstöðvarbygg- ingunni. Þetta eru verk þeirra Helga Hafliðasonar, Helga Gíslasonar og Arnar Þorsteinssonar. Sýningin er opin í húsakynnum Bygg- ingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1 virka daga kl. 10.00-18.00 og er aðgangur ókeypis. Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra á Skagaströnd er laus til um- sóknar. Umsóknir berist skrifstofu Höfðahrepps fyrir 25. júní n.k. Nánari upplýsingar veita sveitar- stjóri í símum 95-4707 og 95-4648 og oddviti í símum 95-4719 og 95-4651. Míðvikudagur 11. júní 1986 Minningarkort Hjartaverndar Útsölustaöir Minningarkorta Hjarta- verndar eru: Reykjavík: Skrifstofa Hjartaverndar, Lágmúla 9, 3. hæö, sími 83755. Reykja- víkur Apótek, Austurstræti 16, Dvalar- heimili aldraöra, Lönguhlíð, Garös Apót- ek, Sogavegi 108, Bókabúöin Embla, Völvufelli 21, Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102a, Bókabúö Glæsibæjar, Álfheimum 74, Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, Kirkjuhúsiö, Klapparstíg 27. Hafnarfjörður: Bókabúö Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamra- borg 11 Kcflavík: Rammar og gler, Sólvallag. 11 - Samvinnubankinn Akranes: Hjá Kristjáni Sveinssyni, Sam- vinnubankanum Borgarnes: Verslunin Ögn Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsdóttur, Silfurgötu 36. Isafjörður: Hjá Pósti og síma Strandasýslu: Hjá Rósu Jensdóttur, Fjaröarhorni. Siglufírði: Verslunin Ögn Akureyri: Bókabúöin Huld, Hafnarstr. 97 - Bókaversl. Kaupv.str. 4 Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Pétursdóttur Ásgötu 5 Egilsstöðum: Hannyröaverslunin Agla Eskifírði: Hjá Pósti og síma Vestmannaeyjum: Hjá Arnari Ingólfs- syni, Hrauntúni 16 Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga Minningarkorl Landssamtaka hjarta- sjúklinga fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavík - Skrifstofu Landssamtak- anna, Hafnarhúsinu, Bókabúð ísafoldar. Vcrsl. Framtiðin, Reynisbúð, Bókabúð Vesturbæjar. Seltjarnarnes - Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7. Kópavogur - Bókaversl. Veda. Hafnarfirði - Bókabúð Böðvars. Grindavík - Sigurði Ólafssyni, Hvassahrauni 2. Keflavík - Bókabúð Keflavíkur. Sandgerði - Pósthúsinu Sandgerði. Selfossi - Apótekinu. Hvols- velli - Stellu Ottósdóttur, Norðurgarði 5. Olafsvík - Ingibjörgu Pétursdóttur, Hjarðartúni 36. Grundarflrði - Halldór Finnsson. Hrannarstíg 5. ísaflrði - Urði Ólafsd., Versl. Gullauga, Versl. leggurog Skel. Vestmannaeyjum - Skóbúð Axels Ó. Akureyri - Gísla J. Eyl. Víði,.8. Blönduósi - Helgu A. Ólafsd. Holtabr. 12 Sauöárkróki - IMargréti Sigurðard. Raftahlíð 14. Minningarkort Áskirkju Minningarkort Safnaðarfélags Askirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742. Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775. Þjónustuíbúðir aldraða, Dalbraut 27. Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1. Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984. Holtsapótek, Langholtsvegi 84. Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heiman-. gengt, kostur á að hringja í Áskirkju, stmi 84035 milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkjuvörður annast sendingu minn- ingarkorta fyrir þá sem þess óska. Kvenfélags Breiðholts: Kirkjukvöld í Breiðholtskirkju Kvenfélag Breiðholts stendur fyrir fjár- söfnun meðal kvenna í Breiðholti I (Bakka- og Stekkjahverfi) til styrktar Breiðholtskirkju. Mikill áhugi er á kirkju- byggingunni og því hefur kvenfélagið ákvcðið að standa fyrir kirkjukvöldi í Breiðholtskirkju á morgun flmmtudaginn 12. júní kl. 20.30, þar sem öllum konum í hverfinu, ásamt mökum og öðrum gestum, er boðið að skoða kirkjuna og sjá hvernig byggingarframkvæmdum miðar. Þar mun byggingameistari kirkjunnar, Kristinn Sveinsson, segja frá kirkjusmíð- inni og sóknarpresturinn. sr. Lárus Hall- dórsson flytja bæn. Allar konur og gestir þeirra eru velkomnar. Pennavinur í Wales Við höfum fengið bréf frá Martin Rees, sem fékk uppgefið nafn blaðsins í sendi- ráðinu í London. Hann hefur mikinn áhuga á að komast í bréfasamband við íslendinga, sama á hvaða aldri er, en sjálfur er hann 38 ára. Martin á mikið safn lit-póstkorta víðs vegar að úr heiminum - en ekkert kort frá íslandi. Hann segist skrifa öllum. sem sendi sér línu. Utaná- skriftin er: Martin Rees 185 Pearl Street Roath Cardiff CF21RD South Wales U.K.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.