Tíminn - 27.06.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.06.1986, Blaðsíða 5
Þekkirðu mig? NAFN: Vignir Arason FÆÐ.D.: 20. janúar 1973 HEIMILI OG SKÓLI: Hólsvegur 17 og ég er í Langholtsskóla. HÆÐ OG ÞYNGD: 156 sm og þyngdin er u.þ.b. 48 kg. ÁHUGAMÁL: Handbolti og fót- bolti BESTI VINUR: Ragnar Dagur Guömundsson. SKEMMTILEGAST í SKÓLAN- UM: Frímínútur HELSTI VEIKLEIKI: Leti HELSTI KOSTUR: Ég sef vel UPPÁHALDSMATUR: Kjúkling- ur og allt tilheyrandi UPPÁHALDSDRYKKUR: Kók. HVAÐ MYNDIRÐU GERA EF ÞÚ YNNIR í HAPPDRÆTTI? Ferö- ast um heiminn. BESTA BÍÓMYND: Rocky IV BESTA HLJÓMSVEIT: Simple Minds BESTI SÖNGVARI: Jim Kerr HVAÐ ÓTTASTU MEST? Að detta á skíöum UPPÁHALDSÍÞRÓTTAFÉLAG: Þróttur. MINNISSTÆTT ATVIK: Þegár ég datt úr diskalyftunni í Bláfjöllum HVERT LANGAR ÞIG AÐ FERÐAST? Til Austurríkis. BESTI BRANDARI: - Mamma, í gær sendi kennarinn einn strákinn heim af því aö hann var svo skítugur.“ - „Og hvað svo?“ - „Ja, - í dag komu allir strákarnir í bekknum skítugir í skólann!" UPPÁHALDSLITUR: Blár HVAÐ LANGAR ÞIG AÐ VERÐA? Atvinnumaöur í fótbolta HVAÐ LESTU HELST? Spennu- sögur SVONA TEIKNA ÉG MYND AF MÉR: Leystu þrautina Mamma er komin upp á loft og er aö kalla á Dóra og Kötu í rúmiö. Þau eru búin aö kyssa pabba „Góöa nótt“ og eru að fara upp. 1. Náttfötin hans Dóra eru blá og inniskórnir hans dökkbrúnir. 2. Náttkjóllinn hennar Kötu er gulur og inniskórnir bláir. 3. Dragðu strik frá vinstra fæti Dóra að hægri hendi Kötu. 4. Ef þú heldur aö Dóra haldi á brúðunni sinni í vinstri hendi, skrif- aðu þá orðið Brúða í þessa línu. 5. Dóri er dökkhærður en Kata Ijóshærð. 6. Ef klukkan er 7, skrifaðu þá X á klukkuna. 7. Skrifaðu orðið HÁTTATÍMI í þessa línu. Nú skaltu spyrja einhvern eldri á heimilinu hvort þú hafir leyst þraut- ina rétt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.