Tíminn - 16.07.1986, Side 4

Tíminn - 16.07.1986, Side 4
4 Tíminn Miðvikudagur 16. júlí 1986 Allt í handaskolum í opinberri heimsókn! Nýlokið er opinberri heimsókn stórhertogahjónanna frá Lúxem- borg hér á landi og hefur ekki annað heyrst en hún liafi gengið stórslysalaust fyrir sig, þó að veður- guðirnir hefðu að skaðlausu mátt vera þeim hliðhollari. En það er ekki sjálfgert mál að opinberar hcimsóknir gangi full- komlega eftir fyrirframgerðri dagskrá, eins og eftirfarandi lýsing á hcimsókn Kenneth Kaunda for- seta Zambíu til Beatrix Hollands- drottningar ber með sér, en það skal tekið fram í upphafi að drottn- ingin sú hefur ekki sérstakt orð á sér fyrir að sýna þolinmæði! Ekki byrjaði nú heimsóknin vel. Drottning varð að bíða í eina klukkustund á flugvellinum við Amsterdam eftir því að flugvél forsetans lenti. Því var borið við að flugmaðurinn hefði villst, svo ræki- lcga að hann var tvisvar búinn að lljúga framhjá Hollandi áður en hann vissi af! Það er hætt við að Beatrix Hol- landsdrottning hafi ekki verið svona broshýr þegar móttökurnar gengu allar á afturfótunum. Lítið betra tók þó við þegar hann hafði loks fundið þetta nett- lega land. Flugvélinni var lent langa vegu frá rauða dreglinum og hefðarfólkinu í móttökunefndinni. Nefndin, og þar á meðal drottning- in, varð að taka til fótanna til að veita forsetanum eins virðulega móttöku og mögulegt var undir þessum kringumstæðum. Og nú mætti halda að allt hefði gengið eins og í sögu eftir þessar hrakfarir, en það var öðru nær! Drottningin og forsetinn bjugg- ust til að stíga upp í hina opinberu límósínu, sem færa skyldi þau til hallarinnar í Haag. En viti menn, bíllinn var harðlæstur, og það sem verra var, bílstjóri drottningar hafði týnt lyklinum. Á meðan á lyklaleitinni stóð hírðust þau drottningin og forsetinn í ómerki- legum Ford-bíl, sem starfslið drottningar hefur til ráðstöfunar. Eftir alla þessa hrakninga er trúlegt að þau Beatrix og Kaunda hafi verið fegin að komast loks í húsaskjól. Kenneth Kaunda Zambiuforseti hefur við stærri vanda að glíma þessa dagana en hvort flugmaður- inn hans fínnur Holland. í ná- grannaríkinu Suður-Afríku er allt í hers höndum þessa dagana og Zambíumenn eru við öllu búnir. Glassman-hjónin og börnin: Andrew 17 ára sem segir „Hún er Hollywood holdi klædd!“ og Krooke, 15 ára, sem segir: „Pabbi er alltof góður handa hcnni!“ Victoria og eiginmaður hennar Harry Glassman brosa blítt, en kunnugir scgja að það virðist vera orðið aðalatriðið að allt líti slétt og fellt út á yfírborðinu. aðurinn varð Harry Glassman svo dýrkeyptur, að hann hefur orðið skuldugur. Þrátt fyrir að hann fær stórfúlgur fyrir hverja læknisað- gerð hefur hann ekki getað staðið við sínar skuldbindingar peninga- lega án þess að fá fjárstuðning frá eiginkonunni. Þá er ótalið hversu Glassman er illa viö ef Victoriu verður á að minnast á einhvern af sínum mörgu fyrrvcrandi vinum og elskhugum. Hún hefur reyndar aðeins einu sinni áður verið gift, en búið með og verið trúlofuð oft og mörgum sinnum. Þar má telja: Frank Sin- atra, George Peppard, Warren Be- atty, Elliott Gould, Andy Gibb (úr Bee Gees), Desi Arnaz jr. o.fl. Henni varð svo það á í viðtali við blaðamann að minnast lítillega á Frank Sinatra og annan fornvin, og urðu mikil leiðindi þess vegna á heimilinu. Það er satt og rétt, að út á við lítur allt vel út, og hin fallega Dallas-stjarna segist vera í sjöunda himni í hjónabandinu, en þeirsem þekkja til segja að spennan magnist með hverjum degi og Victoria hafi við ýmsar raunir að stríða. Hjúskapar raunir Victoriu c %JAGT er að vandamálin hrannist upp í hinu ársgamla hjónabandi þeirra Victoriu Princ- ipal og læknisins Harry Glassmans. Eitt af stóru vandamálunum er trúarlegs eðlis, því að eiginmaður- inn er gyðingatrúar og hefur sótt það fast að Victoria aðhyllist sömu trú, en hún er uppalin í kaþólskum sið og hefur ckki getað fengið sig til að ganga af trúnni. Glassman hefur þó fengið hana til að koma í samkunduhús gyðinga með sér og hefur fengið rabbíann til að ræða málin við þau. Annað mikið vandamál, sem þau Glassman-hjón eiga við að stríða er að börn læknisins, 15 og 17 ára búa hjá þeim á heimilinu og segja kunnugir að þau geti ekki fellt sig við stjúpu sína. Þriðja málið sem er efst á blaði cr að Victoria lét ganga frá sínum eignum sem „séreign konu“, þegar hún gekk í hjónabandið, en skiln- Á giftingardaginn: „Þetta er eins «g að upplifa ævintýri!“ sagði brúðurin, en það vcrsta er að ævintýrin taka endu. ■11111 ÚTLÖND lllllllllllll! FRÉTTAYFIRUT MOSKVA — Gennady Gerasimov talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins sagði stjórnvöld lands síns ekki ætla að taka ákvörðun um fram- lengingu kjarnorkuvopnatil- raunabannsins fyrr en fullt svar varðandi afvopnunartillögur þeirra bærist frá Ronald Reag- an Bandaríkjaforseta og stjórn hans. LUNDÚNIR — Stjórnvöld Bretlands og Sovétríkjanna hafa undirritað samkomulag um að fella niður fjárkröfur og skaðabótakröfur sem ríkin tvö hafa gert á hendur hvort öðru. Hér var um að ræða kröfur sem náöu allt afturtil byltingar- innar árið 1917. BEIRÚT — ísraelskar her- flugvélar flugu yfir Líbanon í gær og brutu hljóðmúrinn hvað eftir annað yfir Beirút. MOSKVA — Talsrpaður so- véska utanríkisráðuneytisins staðfesti fréttir um að banda- rískir og sovéskir afvopnunar- sérfræðingar myndu hittast í Genf innan skamms til að ræða ákvörðun Reagan Bandaríkja- forseta um að hætta að láta framfylgja Salt-2 samkomulag- inu frá 1979. TEL AVIV - Yitzhak Shamir, hinn hægrisinnaði utanríkisráðherra ísraels- stjórnar, virðast vera að styrkj- ast í sessi og staða Símonar Peres forsætisráðherra að veikjast vegna hneykslismáls- ins er tengist Shin Bet, leyni- þjónustu landsins. MADRÍD — Ásakanirum illa útbúna lögreglu og krafa um að Jose Barrionuevo innanrík- isráðherra segi af sér hafa gengið fjöllum hærra á Spáni eftir að níu þjóðvarðliðar létu lífið í sprengjuárás skæruliða, þriðju bílsprengjuárásinni á þessu ári. NÝJA DELHI — Embættis- menn indversku ríkisstjórnar- innar og fulltrúar íþróttamála neituðu fréttum um að Indverj- ar ætluðu sér að halda íþrótta- mót fyrir þau lönd sem hætt hefðu við þátttöku í Samveldis- leikunum í Edinborg. MARAWI, Filippseyjar — Skæruliðar muslima sem rændu tíu rómversk-kaþólsk- um nunnum hótuðu í gær að lífláta þær ef herinn, sem um- kringt hefur verustað mann- ræningjanna, myndi láta til skarar skríða. MOSKVA — Sovésku geim- fararnir Leonid Kixim og Vla- dimir Solovyov snéru aftur til jarðar í Soyuz T-15 „geimtaxa“ sínum frá geimstöðinni MIR eftir fjögurra mánaða dvöl í geimnum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.