Tíminn - 16.07.1986, Síða 5

Tíminn - 16.07.1986, Síða 5
Tíminn 5 Miðvikudagur 16. júlí 1986 UTLÖND Brestir í bandalagi Samveldisríkja Aöalritari Samveldisbandalagsins hveturtil sátta-Howe þeytist heimshornannaá milli Lundúnir-Reuter. Umferð við hafnir Suður-Afríku er mikil. Mun hún minnka á næstunni? Aðalritari Samveldisbandalagsins kom fram með tillögur varðandi efnahagslegar refsiaðgerðir gegn stjórn Suður-Afríku í gær til að reyna að koma í veg fyrir klofning í bandalaginu varðandi mál þetta. Á sama tíma tilkynnti Sir Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bretlands að hann myndi fljúga til Washington og eiga þar viðræður við ráðamenn um málefni þau er tengjast stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku. Sir Shridath Ramphal aðalritari Breska samveldisins sagði í ræðu í Lundúnum að þörf væri á efnahags- legum refsiaðgerðum gegn stjórn Suður-Afríku. Hann krafðist þó ekki að fullu viðskiptabanni við landið yrði komið á. Breska stjórnin hefur staðið fast á móti víðtæku viðskiptabanni og þessi skoðun kom enn að nýju fram í ræðu MargrétarThatchers forsætis- ráðherra Bretlands á þingi í gær. Þar sagði hún að algjört viðskiptabann myndi valda svörtum íbúum Suður- Afríku miklum þjáningum. Ramphal hvatti þá sjö leiðtoga helstu Samveldisríkjanna, sem hitt- ast í Lundúnum í næsta mánuði, að leita samkomulagsleiða um málefni Suður-Afríku. Ráðstefna leiðtoga rfkjanna sjö (hið svokallaða „minisummit" Sam- veldisins) hefst þann 2. ágúst næst- komandi og er búist við að þar muni Thatcher mæta harðri gagnrýni frá hinum sex leiðtogunum. Ramphal taldi ekki ólíklegt að svo gæti farið að kalla þyrfti til neyðarráðstefnu sem fulltrúar allra 49 ríkja Samveld- isins myndu sækja. Brestir eru raunar þegar komnir í Samveldiseininguna vegna ákvörð- unar fimm Afríkuríkja að senda ekki íþróttalið á Samveldisleikana i sem haldnir verða í Edinborg á Skotlandi síðar í þessum mánuði. Það skýrist reyndar á næstu dögum hvort líeiri ríki fylgi í kjölfarið og sendi ekki lið á leikana til að mót- mæla stefnu Bretlandsstjórnar gagn- vart Suður-Afríku. í gær bárust þær fréttir að svo geti farið að íþrótta- menn frá Indlandi, einu áhrifamesta ríki Samveldisins, verði ekki sendir til Edinborgar. Ramphal benti á í ræðu sinni í gær að á síðustu aðalráðstefnu Samveld- isins, sem haldin var í Nassau á Bahamaeyjum í október síðastliðn- um, hefði verið birtur listi yfir hugs- anlegar aðgerðir gegn stjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku yrði ekkert aðhafst í landinu í þá átt að nema aðskilnaðarlögin úr gildi. Listi þessi innihélt m.a. bann við flugum- ferð til Suður-Afríku og engar lán- veitingar til Suður-Afríku frá stjórn- völdurn ríkja bandalagsins. Þá tilkynnti Howe utanríkisráð- herra Bretlands að hann myndi fljúga til Washington á fimmtudag- inn og eiga þar viðræður við George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, George Bush varaforseta og fleiri háttsetta ráðamenn. Málefni Suður-Afríku verða rædd á fundum þessum. Howe flýgur nú heimshornanna á milli á vegum Bretlandsstjórnar til að reyna að finna lausn á þeirri úlfakreppu sem komið hefur til vegna mismunandi afstöðu til refsi- aðgerða gegn stjórn hvíta minnihlut- ans í Suður-Afríku. Hann er væntan- legur til Suður-Afríku í næstu viku. Suður-Afríka: Búareruvið öllu búnir Jóhannesarborg-Kcuter Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í Suður-Afríku eru vopn nokkuð algeng á heintilum hvíta minnihlutans í landinu. Könnunin leiddi í ljós að á 51% heimila hvítra íbúa Suður-Atr- íku eru vopn höfð við höndina. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í gær og við nánari athugun má sjá að vopn voru geymd á 60% heimila þeirra Búa scm af hollcnsku bergi eru brotnir en á 39% heimila þar sem enska er aðalmálið. Chile: Valda- sjúkur forseti Santiagu-Rcutcr Gabricl Valdes lciðtogi stjórnar- andstöðunnar í Chile ásakaði Aug- usto Pinoehet forscta hcrforingja- stjórnarinnar í gær um að ætla scr að stjórna landinu alla sína lífstíð. Hann sagði að flokkur sinn inyndi berjast fyrir lýðræði hvað scm slíkt kostaði. „Friösamlcg barátla allra Chile- búa fyrir lýðræði liefur aldrci verið brýnni en cinmitt nú,“ sagði Valdes á frcttamannafundi. Valdes er leið- togi Kristilega demókrataflokksins. Yfirlýsing Valdesar, cn flokkur hans er sá stærsti í hinu sex flokka lýðræðisbandlagi, fylgdi í kjölfar nýlegrar yfirlýsingar frá Pinochet þar sem hann gal í skyn að stjórn sín myndi stcfna á nýtt átta ára tímabil cftir 1989. Gert hcfur verið ráð fyrir að á árinu 1989 verði lýöræði komið á í Chilc þ.e. að borgaralcg stjórn taki við völdum. Vakles gaf skýrt í Ijós að flokkur sinn myndi bcrjast hatrammlega gegn því að Pinochet héldi áfram völdum í skjóli hersins eftir árið 1989. Suður-Afríka: Fjárfesting í eigin landi Winnie Mandela hvetur til efnahagslegra refsiaðgeröa - Segir Thatcher einungis líta á svertingja sem fjárfestingu Washington-Reuter Ástralía: Enn ein syndin bættist við í játningaklefanum Fcrth-Rculur Maður einn í Ástralíu þóttist ætla að fá fyrirgefningu synda sinna í rómversk-kaþólskri kirkju í gær en reyndi þess í stað að ræna prest kirkjunnar. Þetta var haft eftir prestinum sjálfum. John Jobst biskup sagði frétta- mönnum í Broome í Norðvestur Ástralíu að hann hefði þurft að flýja játningaklefa kirkju sinnar þegar áðurnefndur maður hótaði honum og krafðist upphæðar sem samsvarar um 250 íslenskum krónum. Nunna sem á staðnum var hringdi á lögreglu en maðurinn, sem var um þrítugt, hafði þá flúið kirkjuna. „Ég var ekki með aur á mér,“ sagði Jobst. Flugvélaumferð: Samdráttur í ferðalögum yfir Norður- Atlantshafið Lundúnir-Rculcr Winnie Mandela, baráttukona fyrir réttindum svartra í Suður-Afr- íku og eiginkona hins fangelsaða Nelsons Mandela, hvatti í gær til efnahagslegra refsiaðgerða gegn Suður-Afríku. Þá neitaði hún mót- bárum Margrétar Thatchers forsæt- isráðherra Bretlands gegn viðskipta- þvingunum og sagði hana einungis líta á svertingja í Suður-Afríku sem fjárfestingu Breta í landinu. Það var bandarísk sjónvarpsstöð sem átti viðtal við Mandela í Jóhann- esarborg í fyrradag og var því sjón- varpað um Bandaríkin í gær. Mand- ela sagði þar að efnahagslegar refsi- aðgerðir væru eina friðsamlega leið- in sem eftir væri til að reyna að hafa áhrif á aðskilnaðarstefnu stjórn- valda. Mandela sagði svertingja lands síns vita að þeir myndu þjást kæmi til efnahagslegra þvingana en slíkt væri óumflýjanlegt þar eð þetta væri eina leiðin sem eftir ætti að fara. Baráttukonan fræga neitaði rök- semdum Margrétar Thatchers gegn refsiaðgerðum er snertu efnahag Suður-Afríku. „Hún getur ekki komið fram með annað þar sem hún hefur einungis áhuga á að vernda breska starfsmenn í landi okkar,“ sagði Winnie Mand- ela og bætti við að um 250 þúsund Bretar störfuðu í landinu. „Hún vill vernda viðskiptatengslin við okkar land. Margrét Thatcher lítur einungis á okkur sem fjárfest- ingu í okkar eigin landi,“ sagði Mandela ennfremur. Mandela sagði hvítu minnihluta- stjórnina einungis geta haldið áfram sinni siðferðisröngu stjórnarstefnu vegna þess að sú stefna nyti stuðn- ings bæði breska og bandarískra stjórnvalda. Forráðamenn evrópskra flugfé- laga spáðu því í gær að 4% sam- ÚTLÖNÐ Umsjón: Heimir Bergsson dráttur yrði á ferðum yfir Atlants- hafið á þessu ári. Aðalástæðurnar fyrir samdrættinum voru sagðar vera lækkandi gengi dollarans og hræðsla Bandaríkjamanna við hugsanleg hryðjuverk í Evrópu. Hinir tuttugu meðlimir Samtaka evrópskraflugfélaga (AEA)gáfu út yfirlýsingu þar sem skýrt var frá að ferðum yfir Atlantsála hefði fjölg- að um 5,6% árið 1985 og þrátt fyrir samdrátt á þessu ári væri búist við að ferðum myndi aftur fjölga á næsta ári um 7,5%. Ferðir yfir Norður-Atlantshafið drógust saman um heil 8,5% í maí síðastliðnum sé miðað við sama mánuð á síðasta ári. Alls voru fjögur sæti laus af hverjum tíu í þessum mánuði. Winnie Mandela ásamt öðrum frægum baráttumanni fyrir réttindum svartra í Suður-Afríku, Desmond Tutu biskup. Mandela hafði sitthvað að segja í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.