Tíminn - 16.07.1986, Qupperneq 7
Tíminn 7
Þriöjudagur 15. júlí 1986
VETTVANGUR
llllll!l!l!!l
Ingvar Gíslason, alþingismaður Síðari groin
Hvert stefnir í
landbúnaðarmálum?
í fyrri liluta þessarar greinar,
scm birtist í blaðinu í gær, var m.a.
fjallað um þá ályktun Stéttarsam-
bands bænda (frá 1984) að stcfna í
landbúnaðarmálum skuli við það
miðuð að landið allt haldist í byggð
og bændur njóti lífskjara á við
aðrar vinnandi stcttir. Einnig var
frá því greint að í nýbirtri skýrslu
nefndar um landnýtingu væri
óheppilega hagað orðum um þcssa
stcfnumörkun bændasamtakanna.
Hvar er best að búa?
t>ví cr jafnvel haldiö fram eða að
því ýjað í skýrslu neíndar unt
landnýtingu að sú stefna að við-
halda núverandi byggð í landinu
geti komið niður á kjörunt þcirra,
sem landbúnað stunda. Hvaða
nauðsyn rak skýrsluhöfunda til
þess að setja þessa setningu á prent
án rökstuðnings? Ekki fyrir það að
þessi kenning hefur heyrst áður, en
jafnframt hefðu skýrslugerðar-
menn átt að vita að kenningin er
mjög umdeilanleg og naumast ann-
að en vafasönt hagfræðitilgáta, ef
ekki þraskennd hugdetta. Það Iigg-
ur engin sönnun fyrir um það, svo
dæmi sé tekið, að það hafi nokkru
sinni komið við efnahag bænda í
Landeyjum eða Stokkseyrar-
hreppi, að bændur stundasauðfjár-
búskap í Núpasveit og Þistilfirði né
að neytendur hafi fengið verra kjöt
sér til matar fyrir það að sauðfjár-
rækt er stunduð í svo „fjarlægu"
héraði scm Norður-Þingeyjarsýslu.
Það mætti allt eins færa sönnur á
hitt að bændur í Núpasveit og
Þistilfirði hafi þolað skaða fyrir
það að verið er að framleiða kinda-
kjöt í sveitum, sem ekki eru vel til
slíkrar framleiðslu fallnar, í stað
þess að leyfa þeim bændum að
framleiða meira kjöt, þar sem
skilyrði til sauðfjárbúskapar eru
betri. Því að þrátt fyrir allan sam-
drátt í sauðfjárrækt, sem menn sjá
fram á, þá eru allir sammála um,
að enn er þörf fyrir að framleiða
kindakjöt í verulegu magni, ef
ekki 12-13 þús. tonn á ári, þá
a.m.k. 9-10 þús. tonn, og heyrast
ekki lægri tölur nefndar, heid ég.
Það liggur sem sé ekkert fyrir um
það að byggð þurfi að dragast
saman, þótt heildarmagn kinda-
kjöts verði að minnka, ef fram-
leiðslunni er „rétt“ stýrt á lands-
hluta, sveitir og búendur og nýjar
búgreinar koma til. Og þetta á
auðvitað við um framleiðslustjórn
í landbúnaði í heild og þá ekki
síður mjólkurframleiðsluna. Hitt
er jafnvíst að enginn algildur mæli-
kvarði er til um það hvar best sé að
búa.
Villandi reikningsdæmi
Ég vil mjög taka undir með Páli
Péturssyni, hversu villandi og
klaufalegt það er af nefndinni að
vera að veifa aðfengnum tölum um
fækkun bænda og framtíðarfjölda
þeirra, ekki af því að dæmið sé
skakkt reiknað miðað við gefnar
forsendur, heldur af því að for-
sendurnar sem slíkar eru villandi
að því leyti að heimildarmenn að
þessum tölum sleppa úr dæminu
þeirri viðbót, sem þörf er fyrir í
bændastétt og meðal sveitafólks
vegna nýrra búgreina, nýrrar at-
vinnustarfsemi í sveitunum af
ýmstu tagi. Ef dæmið er rétt lagt
fyrir, verður niðurstaðan allt
önnur. Þá sjá menn ekki fyrir sér
fækkun í sveitunum frá því sem er,
né að verið sé að leggja byggðir í
eyði, heldur blífur tala þeirra sem
í sveitum búa og landið allt helst í
byggð með líkum hætti og nú cr.
Slikt má takast, ef stefna Stéttar-
sambands bænda, eins og hún hef-
ur veriö orðuð, er rétl franikvæntd.
En „rétt íramkvæmd" tekur að
mínum dónti bæði til þess hvernig
hefðbundinni framleiðslu er skipt
niður á landshluta, sveitir og bú-
endur og hvernig nýbúgreinastefn-
an verður framkvæmd.
Nú er það auðvitað svo í reynd,
að stefnumörkun Stéttarsam-
bandsins ræður að mestu stefnu
stjórnvalda í þessum málum eða er
a.m.k. í eðlilegu samræmi við
hana. Fer vel á því. En lögfesting
landbúnaðarstefnu og framkvæmd
hennar er að sjálfsögðu í höndum
Alþingis og ríkisstjórnar. Á undan-
varða, hvernfg framkvæmdin vcrð-
ur í höndum ráðherra. Og þegar
þess er gætt að ráðherra mótar
frantkvæmd stefnunnar í samráði
við samtök bænda, þá varðar miklu
hvernig þau (samtökin) túlka sínar
eigin ályktanir, og þar með hvort
samstaða sé meðal bænda og kjör-
inna forystumanna þeirra um túlk-
un og framkvæmdaatriði.
Mikilvæg stefnuskrár-
atriði
Ég bcr fullt traust til núverandi
landbúnaðarráðherra og hcf síst
ástæðu til að vantreysta forystu-
mönnum í Stéttarsarhbandi bænda.
En engum þarl' að dyljast að þess-
um mönnum er ntikill vandi á
höndum að framkvæma þannig
Séð heim að Lóni í Kelduhverfi
Það liggur sem sé ekk-
ert fyrir um það að
byggð þurfi að dragast
saman, þótt heildar-
magn kindakjöts verði
að minnka, ef fram-
leiðslunni er „rétt“ stýrt
á landshluta, sveitir og
búendur og nýjar bú-
greinar koma til. Og
þetta á auðvitað við um
framleiðslustjórn í
landbúnaði í heild og
þá ekki síður mjólkur-
framleiðsluna.
förnum árum hefur mikið verið
unnið að löggjöf um landbúnað-
armál og stefna stjórnvalda þannig
ákveðin í orði, en framkvæmd
landbúnaðarstefnu, setning reglu-
gerða um landbúnaðarmál og út-
færsla stefnunnar er í höndum
landbúnaðarráðherra. Það hlýtur
að vera brýnasta umhugsunarefni
þeirra, sem láta sig þessi mál
yfirlýsta stefnu sína að þar verði öll
stefnuskráratriöi í heiðri liöfð.
Ekki má það henda að sú óheilla-
spá sumra manna rætist að stefnu-
skráratriðin geti gengið í berhögg
hvert við annað, cnda verður það
ckki ef stefnan er rétt útfærð, ef sá
skilningur ríkir m.a. að landbúnað-
arstefnan eigi að tryggja það að
núverandi byggð haldist í landinu,
cftir því sem við verður komið og
sveitafólki séu jafnframt tryggð
sambærileg kjör, fjárhagslega og
félagslega, við aðra landsmenn.
Samræmd framkvæmd þcssara
tveggja stefnuskráratriöa skiptir
mestu í þessu sambandi. Landbún-
aðarstefnan verður að miða að því
að tryggja bændum góð lífskjör og
vera auk þess landsbyggðarstefna,
Sú kórvilla eöa mis-
skilningur má ekki fest-
ast í huga nokkurs
manns, síst áhrifa-
manna, að því verra sé
aö stunda landbúnað
sem fjær dregur
Reykjavík.
Um leið og menn bera
lof á aðrar stéttir erfið-
ismanna sem maklegt
er, þykir við hæfi að
níða bændurog þeirra
mál, þótt þar sé um að
ræða einn fjölmenn-
asta hóp alþýðufólks í
landinu, stétt manna
sem vinnur myrkranna
ámilliog stendurundir
mikilli verðmætasköp-
un, gjaldeyrisöflun og
gjaldeyrissparnaði....
gera ráð fyrir því að núverandi
byggð haldist í landinu. Sú kórvilla
eða misskilningur má ekki festast í
huga nokkurs manns, síst áhrifa-
manna, að því verra sé að stunda
landbúnað sent fjær dregur
Reykjavík. Það á a.m.k. alls ekki
við um sauðfjárbúskap og það á
heldur ekki við um sumar nýbú-
greinarnar eða þá þjónustu og
önnur störf sem aukiö geta á fjöl-
breytni atvinnulífs í sveitabyggð-
um.
Staða bænda í
þjóðfélaginu
Ljóst er að landbúnaðurinn er
um þcssar mundir í breytinga-
deiglu. hann gengur í gegnum eins
kon;ir eldraun. Menn kalla það
ýmsum nöfnum. Algengt er að tala
um það að landbúnaðurinn sé að
aölaga sig markaðsaðstæðum. Það
íinnst mér reyndar skynsamlegt
orðalag, ekki síst ef því er bætt við
að landbúnaðurinn sé að laga sig
að þjóðtelagsbreytingum, þjóðfé-
lagsgerð, sem varir og standa mun
lengi að því er ætla má. I nútírna-
þjóðfélagi er bændastéttin eins og
hver önnur starfsstétt. Vanmat á
gildi hennar er ranglátt í eðli sínu
og skilningsleysi á högum bænda er
jafn heimskulegt og aðrir fordóm-
ar. Því er samt ekki að leyna að
bændastéttin hcfur orðið fyrir
harkalegum árásum úr ýmsum átt-
um og hefur í þjóðfélagsumræö-
unni allt að því verið sett í vörn
fyrir sjálfa tilveru sína. Um leið og
menn bera lof á aðrar stéttir erfið-
ismanna sem maklegt er, þykir við
hæfi að níða bændurog þeirra mál,
þótt þar sé um að ræða einn
fjölmennasta hóp alþýðufólks í
landinu, stétt manna sem vinnur
myrkranna á milli og stendur undir
mikilli verðmætasköpun, gjaldcyr-
isöflun og gjaldcyrissparnaði og
heldur uppi að sínu leyti undir-
stöðuframleiöslu í þjóðfélaginu,
sem er grundvöllur víötækrar at-
vinnu og viðskipta í landinu og
þúsundir heimila og tugþúsundir
manna eiga allt sitt undir.
Stórrekstur eða
fjölskyldubúskapur
Stefnumörkun í landbúnaði ligg-
ur fyrir í orði og eiga þar lilut að
máli samtök bænda og ríkjandi
stjórn í landinu. Ekki crágreining-
ur um það að framleiðsla kinda-
kjöts og mjólkur hlýtur að minnka
í heild, cnda þcgar hafist handa um
að draga úr þeirri framleiðslu sant-
kvæmt opinberum fyrirmælum. Til
þcss að viöhalda landbúnaði sem
öflugri atvinnugrein og koma í veg
íyrir frekari fólksfækkun á lands-
byggðinni hefur sú stefna verið
ntörkuð að stofna til nýrra bú-
greina og starfsmöguleika í sveit-
um. Frantkvæmd þessarar stefnu
er að vísu hafin, en margt er þó
óráðið í því efni og framkvæmd
stefnunnar engan veginn fullmót-
uð. Unt það efni get ég að verulegu
leyti vísað til greinar Páls Péturs-
sonar í Tímanum sl. þriðjudag,
einkunt hvað varðar hugleiðingar
hans um nýbúgreinarnar og
áhyggjur hans af því, ef reka á
loðdýrabú og fiskeldisstöðvar og
fiskrækt yfirleitt með eins konar
stóriðjusniði og meiri eða minni
erlendri eignaraðild í hlutafélags-
formi. Þetta minnir á það sem ég
vil leggja áherslu á, að þótt menn
séu að mepinstefnu sammála um
að efla á Islandi loðdýrarækt og
fiskeldi og aðrar nýbúgreinar, þá
kann að bera á milli um fram-
kvæmd þeirrar stefnu. Eins og Páll
Pétursson bendir réttilega á, er
mikill munur á því hvort landbún-
aður er rekinn sem fjölskyldubú-
skapur eða verksmiðjubúskapur.
Ég fæ ekki séð að stefna Stéttar-
sambands bænda né stefna Fram-
sóknarflokksins í landbúnaðarntál-
unt nái fram að ganga í reynd nema
fjölskyldubúskapur verði áfram
aðalrekstrarfyrirkomulag í land-
búnaði.