Tíminn - 22.07.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1986, Blaðsíða 1
FJÁRMÖGNUNARFÉ- LAG Samvinnusjóösins, Samvinnu- bankans og franskra bankamanna hefur veriö stofnað. Áöur hefur lönaöarbankinn stofnaö slíkt félag og heyrst hefur aö Búnaðar- bankinn og Landsbankinn ásamt fleiri aöilum hyggi á stofnun annars slíks. Ef að líkum lætur veröur því um talsverða samkeppni aö ræöa á þessu sviöi innan skamms. N’ART heldur áfram. ( kvöld verða á dagskrá tvær leiksýningar í tjaldinu kl. 20.30 sýnir Mimensesamblen frá Svíþjóð, Utangarðsmanninn, sem byggt er á sögu Hermanns Hesse, Steppenwolf. I Borgar- skála veröur svo sýndur spunaleikur frá Kramhúsinu kl. 21.00. Þá flytur Þóra Stína Johansen verk fyrir sembal og synthesizer eftir Kaija Saariaho frá Finn- landi. KVENNAATHVARFIÐ stendur frammi fyrir gjaldþroti ef aukin fjárveiting fæst ekki til þess. Fjárhags- staðan hefur oft verið slæm, en aldrei sem nú. Ýmsar framkvæmdir á húsnæð- inu eru nauðsynlegar, en fjárhagsgrund- völlur athvarfsins leyfir þær ekki. Húsið liggur því undir skemmdum. NÝSTOFNAÐUR samkór Breið- dælinga heldur sína fyrstu tónleika f félagsheimilinu Staðarborg Breiðdal, fimmtudaginn 24. júlí klukkan 21. Þá verða tónleikar í félagsheimilinu Skrúð Fáskrúðsfirði föstudaginn 25. júlí klukkan 21 og í Fjarðarborg Borgarfirði eystra laugardaginn 26. júlí klukkan 21. Á efnisskránni eru innlend og erlend kórlög, einsöngur og tvísöngur. Stjórn- endur kórsins eru söngvararnir Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson. BROTIST VAR inn í hjólbarða- verkstæði við Borgartún aðfaranótt laua- ardags, og stolið þaðan tveimur hjólbörð- um a skrautfelgum. Ekki hefur sá sem framdi verknaðinn verið á bíl, og því átt í erfiðleikum með að flytja farangurinn. Hann greip þá til þess ráos að fá „lánað- an“ bíl. Um miðjan dag á sunnudag var .síðan búið að skila bílnum án þess að sæist á honum. Ekki hefur hinsvegar frést af hjólbörðunum. JÓHANN Hjartarson og Helgi Ólafs- son lentu í 3.-4. sæti á kanadíska meist- aramótinu í skák sem lauk nú um helgina. Þeir hlutu sjö vinninga, en sigurvegararnir Jusupov og Kupreichik hlutu átta vinninga hvor. KOSNING TIL sveitarstjórnar í Vestur-Landeyjum var endurtekin nú um helgina veana vafaatkvæðis sem H-lista menn kærðu. Áður hafði hlutkesti verið varpað milli fjórða manns K-listans og annars manns H-listans. Eggert Haukdal og félagar á K-listanum héldu sínum hlut, fjórum mönnum, en H-listinn hlaut einn. HLAÐBÆR HF . var með lægsta tilboð í lóðafrágang fyrir nýju flugstöoina á Keflavíkurflugvelli. Tilbooið hljóoaði upp á tæpar 86 milljónir króna en næst kom Hagvirki hf með tæpar 94 milljónir. Kostn- aðaráætlun hljóðaði upp á tæpar 104 milljónir króna. CIRKUS ARENA er væntan- legur hingað til lands í lok mánaðarins. Sirkusinn verður á Akureyri um verslun- armannahelgina, en í Reykjavík dagana 6.-11. ágúst. Sirkus þennan skipa um 50 manns frá ýmsum löndum. KRUMMI „Hvað skyldu 0,03% vera mörg pund? "... Kristján Thorlacius: „Þorsteinn vill eyðileggja BSRB“ Einar Bjarnason: „Sennilega nokkurs virði að lögreglan sé hlýðin og góð“.. „Ég tel að fjármálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sé þarna að gera tilraun til að eyðileggja heild- arsamtök BSRB, einstök félög og stöðu þeirra og ekki síst stöðu lögreglumanna,“ sagði Kristján Thorlacius, formaður BSRB í sam- tali við Tímann í gær. „Á þessari stundu eru boðnar talsverðar launa- hækkanir, en framtíðin hlýtur að boða það að samningsstaðan verði engin.“ Samningaviðræður Alþýðu- sambands Suðurlands og viðsemj- enda þeirra í deilu ófaglærðs starfs- fólks á sjúkrahúsum og dvalar- heimilum stóðu yfir frá kl. 14.30 í gærdag og búist var við fundi fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt. Verkfall er nú þegar hafið á dvalarheimilum aldraðra á Hvols- „Lögreglumenn afsala sér raun- verulega verkfalls- og samningsrétti, og kjaramál þeirra eru sett í ákveð- inn reiknings- eða viðmiðunarfar- veg. Ef samtökin, sem við er miðað verða veik í framtíðinni, verður þessi viðmiðunarréttur veikur líka. Og það að setja verkalýðsbaráttuna út í tölvuvæðingu er fráleitur hlutur, en ég reikna með að það sé óska- staða fjármálaráðherrans sem er fyrrverandi frkvst. Vinnuveitenda- velli og á Hellu, en sjúkrahúsið á Selfossi, dvalarheimilið og náttúru- lækningafélagið í Hveragerði fengu undanþágu frá verkfalli fram á miðnætti í kvöld. Samninganefnd sveitarfélaga er með samningsumboð fyrir Selfoss, Hvolsvöll og Hellu en viðsemjend- ur frá Hveragerði semja sjálfir við sambandsins." „Ég tel það höfuðatriði að félög haldi rétti sínum til samninga, en fagna þó launaárangri lögreglu- manna og vil láta koma fram að við stöndum heilshugarmeðþeim. Dag- vinnulaun á íslandi eru allt of lág.“ Tíminn hafði samband við Einar Bjamason, formann Landssam- bands lögreglumanna. Sagðist hann ekki hafa átt von á svona harkaleg- um viðbrögðum af hálfu BSRB, þar Alþýðusamband Suðurlands. Að sögn Sigurðar Óskarssonar formanns Alþýðusambands Suður- lands hafa engin formleg tilboð gengið á milli heldur hafa menn skipst á skoðunum og bjóst Sigurð- ur við löngum fundi. ABS sem samningsréttur Iögreglunnar hafi varla verið nema að nafninu til. „Við náðum góðum samningi 1973 en misstum hann strax og þessi núverandi uppbygging á okkar stöðu var alveg vonlaus." Aðspurð- ur hvort það hafi verið skilyrði af hálfu Þorsteins að lögreglan afsali sér verkfallsrétti, svaraði Einar að það skilyrði hafi „ábyggilega viktað talsvert". -En því lagði ráðherrann áherslu á þetta atriði, ef verkfalls- rétturinn var aðeins orðin tóm? „Ég býst nú við að það þyki nokkurs virði að lögreglan sé hlýðin oggóð.“ Einar sagðist ekki telja að samn- ingsrétturinn hafi verið gefinn upp á bátinn. „Við höfum enn óskertan sérkjarasamning. Þá getur viðmið- unarreglan breyst, báðir aðilar stefna að því. Þetta má endurskoða milli samninga." Samningamir verða sennilega bornir undir atkvæði félagsmanna undir lok næ*stu viku, en þeir eiga að gilda til áramóta. Þá kvað Einar að hugsanleg úr- sögn úr BSRB hefði talsvert verið rædd að undanfömu, en það hafi hins vegar verið ákveðið í apríl að halda landssambandsþing í nóvem- ber til að ræða þau mál. phh Vísitölu- laxinn vegur 0,03% Vísitalan nákvæm- ari en margur hyggur Vísitala framfærslukostnað- ar á sem kunnugt er að mæla framfærslukostnað meðalfjöl- skyldna í landinu, og er því samansett úr mörgum smáum atriðum, sem saman gera eitt stórt. vísitöluna. Einhverjir hafa orðið til þess að kvarta undan því að vísitalan sé ekki rétt saman sett og sé að því leyti ónákvæm. Gegn því má hins vegar færa ýmis rök, svo sem þau að vísitalan er það nákvæm að hún telur jafnvel lax- og silungsleyfakostnað meðalfjölskyldunnar í landinu. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar er þessi kostnað- ur tekinn til athugunar einu sinni á ári og er þá farið eftir upplýsingum Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Mun kostnaður vegna lax- og silungsleyfa vísitölufjöl- skyldunnar vega nú um 0,03% í vísitölunni. phh Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík var farin í Þórsmörk s.l. laugardag. Um 500 manns voru í för og höfðu ánægju af. Á myndinni sést er Haraldur Ólafsson alþingismaður, flutti ávarp í Mörkinni. Nánar á bls. 10-11. Tímamjnd NAL Sáttafundur: BUIST VAR VID LÖNGUM FUNDI - í kjaradeilu ófaglærös starfsfólks á dvalarheimilum og sjúkrahúsum á Suðurlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.