Tíminn - 02.10.1986, Page 3
Fimmtudagur 2. október 1986
Tíminn 3
Edward Derwinski:
Engir leynisamningar gerðir
við Rainbow skipaf élagið
- um óskertar tekjur
Blaðamenn á símafundi með Derwinski. Til haegri fyrir borðsenda situr Hugh Ivory forstöðumaður
Menningarstofnunar Bandaríkjanna. Tímamynd-Sverrir
„Það er eitthvað sem þeir hafa
fundiö út upp á eigin spýtur og er
algerlega þeirra mál,“ sagði
Edward Derwinski sérlegur lög-
fræðiráðunautur Shultz utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna á blaða-
mannafundi sem boðaður var af
Menningarstofnun Bandaríkjanna
í gær og fram fór í gegnum síma.
Derwinski var hér að svara spurn-
ingu blaðamanns um hvort gerðir
hefðu verið einhverjir sérsamning-
ar við Rainbow Navigation, en
talsmenn skipafélagsins hafa látið
hafa eftir sér að Rainbow muniekki
tapa vegna nýgerðs flutningasamn-
ings íslands og Bandaríkjanna og
að tekjur félagsins muni haldast
óbreyttar rétt eins og forgangslög-
in bandarísku frá 1904 væru enn í
gildi. „Það hafa ekki verið gerðar
neinar leynilegar ráðstafanir í
þessu sambandi, hvorki samningur
sem byggir á skrifuðum skjölum né
gagnkvæmum skilningi,“ sagði
Derwinski.
Hann sagði að skipafélagið hafi
fallist á þennan samning vegna
þess að forráðamenn þess hefðu
sannfærst um mikilvægi öryggis-
samstarfs íslendinga og Banda-
ríkjamanna, og að hér væri um
einsdæmi að ræða, sem ekki gilti
sem fordæmi varðandi aðra flutn-
inga.
Derwinski gerði grein fyrir
samningnum milli ríkisstjórna ís-
lands og Bandaríkjanna fyrir utan-
ríkismálanefnd Öldungadeildar-
innar í fyrradag og lagði þar þunga
áherslu á mikilvægi hans fyrir
bandaríska hagsmuni. Hann mælti
eindregið með því að Öldunga-
deildin samþykkti samninginn og
sagði að það myndi greiða fyrir
samstarfi þjóðanna í öryggismál-
um.
A blaðamannafundinum í gær
var Derwinski spurður um líkindin
á því að samningurinn færi í gegn-
um Öldungadeildina og hvenær
búast mætti við að hann kæmi þar
til endanlegrar afgreiðslu. Hann
sagðist ekkert geta sagt um þessi
atriði með vissu, en taldi ekki
ólíklegt að utanríkismálanefnd
þingsins myndi samþykkja samn-
inginn í dag fimmtudag og þá kæmi
til kasta formanns nefndarinnar og
leiðtoga stjórnmálaflokkanna í
deildinni að ákveða hvenær um-
ræður og atkvæöagreiðsla urn hann
gæti farið fram. Varðandi líkur á
því að samningurinn hlyti braut-
argengi sagði Derwinski, að cftir
því sem hann kæmist næst væru
allir lykilþingmcnn Öldungadeild-
arinnar mjög jákvæðir í þessu máli.
- BG
Deilur um arð-
semi ígulkerja
Sumargleðin í Broadway
- undir stjórn Ragga Bjarna
Er útflutningur á ígulkerjum og
ígulkerjahrognum arðvænlegur at-
vinnuvegur eða ekki? Þróunarfélag
íslands telur að um arðvænlegan
rekstur sé að ræða og hefur þvt lánað
tvcimur athafnamönnum úr Sand-
gerði 3 niillj. króna til að þeir geti
hafið slíkan rekstur. Annar aðili,
Egill G. Jónsson sent hugði á sams-
konar útflutning telur hins vegar að
nægar forsendur séu ekki fyrir hendi,
verð sé of lágt og að það verði að
stunda greinina eins og búskap eigi
hún að borga sig.
Birgir Kristinsson, húsasmíða-
meistari og Steinþór Gunnarsson,
Alþingiskosningar:
Helgi S. í
prófkjör
- hjá Framsóknarflokkn-
um í Reykjavík
Helgi S. Guðmundsson, mark-
aðsfulltrúi hjá Samvinnutrygg-
ingum hefur ákveðið að gefa kost
á sér í 3ja sæti í prófkjöri fram-
sóknarmanna í Reykjavík.
Helgi skipaði 7. sæti á lista
flokksins við síðustu borgar-
stjórnarkosningar.
Helgi er fæddur árið 1948 og er
kvæntur Sigrúnu Sjöfn Helga-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
pípulagningarmeistari standa fyrir
tilrauninni í Sandgerðinni og er í
undirbúningi hjá þeim kaup á bát og
leiga á gamalli niöursuðuverksmiðju
í Sandgerði. Þeir eru báðir áhuga-
menn um köfun, enda þarf að kafa
niður eftir ígulkerjunum. Steinþór
sagði að framleiðslan væri að síga af
stað, en þó væri margt ófrágengið.
Sagði Steinþór að stefnt væri að að ná
um einu tonni af ígulkerjum upp á
dag, og gerðu þeir ráð fyrir að ráða
þyrfti milli 15 og 20 starfsmcnn til að
hreinsa hrognin. Markaður væri
bæði í Frakklandi og Japan, og
hefðu veitingahús í París óskað eftir
að kaupa öll ígulker sem úr sjó koma
í nóvember og desembermánuði.
Enn ætti þó eftir að fá leyfi heilbrigð-
isyfirvalda í Frakklandi, en hér væri
um innflutning á lifandi ígulkerjum
að ræða og kröfur því mjög strangar.
Taldi Steinþór það þó aðeins vera
tímaspursmál hvenær það leyfi
fengist. Vonaðist Steinþór eftir að
leyfi fengist til að flytja hrognin
söltuð til Japans, verðið væri mun
betra en fyrir fryst hrogn. Væri
maður frá Sölumiðstöðinni í Japan
núna að athuga með markaði auk
þess sem fleiri möguleikar væru
opnir í þeim málum.
Egill G. Jónsson sem hugað hefur
að útflutningsmöguleikum, sagði í
samtali við Tímann að verð hefði
reynst of lágt, og væri það nýtilkom-
ið vegn mikils framboðs á ígulkerja-
hrognum frá Norður-Kóreu. Sagðist
Egill einnig hafa lært það að ígul-
kerjatínslu þyrfti að stunda sem
hvern annan búskap. Það þyrfti með
öðrum orðum að grisja svæðin í 3 til
5 ár áður en þau verða veiðanleg
með það fyrir augum að setja ígul-
kerin fersk á markað. Aldur ígul-
kerjanna þyrfti að vera á bilinu 3-5
ára, og það væru sín byrjendamistök
að átta sig ekki á þesu. Sagði Egill
að mörg ljón hefðu birst á veginum
í síðustu viku sem hann hefði ekki
getað ímyndað sér fyrirfram og taldi
hann að það yrði ekkert framhald á
þessu. Litlir einstaklingar með stórar
hugmyndir ættu því ekki bjarta
framtíð á þessu sviði.
phh
Sumargleðin skemmtir nú lands-
mönnum sextánda árið í röð og er
það öruggt að enginn hópur skemmti-
krafta og hljómlistarmanna hefur
starfað svo lengi við jafnmiklar vin-
sældir. Sumargleðin skemmtir nú í
Broadway í þriðja skiptið.
í ár voru gerðar miklar breytingar
Umboðsmaður Smyrilline á Seyð-
isfirði hefur boðið ríkisstjórninni
Smyril á leigu til að leysa að hluta
þann vanda serri skapast hefur vegna
skorts á gistirými í Reykjavík og
nágrenni vegna fundar þeirra Reag-
ans og Gorbatsjovs.
á hljómsveitinni og hún yngd upp
þrátt fyrir aldurinn. Aðalbreytingin
er sú að söngkonan Sigrún Hjálmtýs-
dóttir (Diddú) gekk til liðs við
hópinn og einnig fjórar dansmeyjar
frá Dansnýjung Kollu, þrjár af þeim
eru úr Svörtu ekkjunum. í hljóm-
sveitina bættist ungur og efnilegur
Að sögn Jónasar Hallgrímssonar
umboðsmanns skipsins, taldi hann
það siðferðilega skyldu sína að bjóða
stjórnvöldum skipið á undan öðrum,
en væntanlega yrðu fleiri um hit-
una, ef leigja á skipið til þeirra sem
vilja hagnast á skorti á hótelrými í
hljómlistarmaður að nafni Einar
Bragi.
Hinir síungu og eldhressu Bessi
Bjarnason, Magnús Ólafsson, Her-
mann Gunnarsson eru allir á sínum
stað. Ragnar Bjarnason er svo nátt-
úrlega ásamt hljómsveit sinni en
Ragnar á veg og vanda af að halda
þessum fjórtán manna hópi saman.
D.H.T.
Reykjavík þessa daga sem fundurinn
stendur yfir og á undan.
Skipið tekur 180 manns í koju, en
auk þess er mikið auka pláss í skipinu,
bæði í sölum þar sem „flugstólar"
eru og í kaffistofu.
ABS
Gistirými í Reykjavíkurhöfn?
STJÓRNINNIBÝÐST
SMYRILL TIL LEIGU
- á meðan leiðtogafundurinn stendur yfir