Tíminn - 02.10.1986, Síða 4

Tíminn - 02.10.1986, Síða 4
4 Tíminn j Yfirlæknirinn í Svartaskógi Er heimakær fjöl- skyldufaðir í Vín Mannvinurinn og kærleiksand- inn á sjúkrahúsinu í Svartaskógi, Brinkmann yfirlæknir á nú þegar marga aðdáendur hér á landi, rétt eins og í landi Svartaskógar, Þýska- landi, en þar er fólk þess fullvíst að hvergi megi það eiga von á eins góðri sjúkrahúsmeðferð og einmitt á sjúkrahúsinu í Svartaskógi. En Klausjúrgen Wussow, sem leikur Brinkmann yfirlækni, á ekki sínar heimaslóðir í Svartaskógi, og reyndar ekki einu sinni í Þýska- landi. Hann er austurrískur, hú- settur í Vín í gamalgrónu og skemmtilegu hverfi sem allir þeir sem til Vi'nar koma þekkja, þ.e. í sjálfu Grinzing. Hús fjölskyldunn- ar stendur þar á sérlega skemmti- legum stað enda una þau sér þar vel hjónin Klausjúrgen Wussow, kona hans, leikkonan Ida Krott- endorf, og börn þeirra tvö, sem bæði eiga sér hlutverk í sjúkrahús- þáttunum. Þau Ida og Klausjúrgen eru búin að halda upp á silfurbrúðkaupið sitt og Alexander sonur þeirra, sem orðinn er 25 ára og systir hans, Barbara, sem leikur hjúkrunar- nemann Elke í sjúkrahúsþáttun- um, sýna ekkcrt fararsnið á sér úr foreldrahúsum. Enda er fjölskyld- an ákaflega samhent og heimakær, þó að húsbóndinn verði að vera mikið að heiman vegna vinnu sinnar. Húsmóðirin er hins vegar meira heima við, enda á hún erfitt með að vera á ferð og flugi vegna starfa sinna sem prófessor við virtan leiklistarskóla í Vín. Aftur á móti er hátíð í bænum þegar Klaus staldrar aðeins við heima þegar hann tekur að sér hlutverk á leik- sviði í Vín. Og þegar gesti ber að garði er að sjálfsögðu Sacherterta á borðum, eins og vera ber í Vín! Klausjúrgen Wussow er fyrir- myndarfaðir og fjölskyldan er heiniakær og samhent. Börnin Alexander og Bar- bara cru ckkert á leið úr forcldrahús- Hárgreiðsla heima hjá ELIZABETH TAYLOR gat tekið hálfan daginn, þó ekki væri allur tíminn í að klippa, leggja og greiða frúnni, því þar voru á boðstólum matur, drykkir og skemmtilegheit. PRINCESS MICHAEL er með erfitt hár, þannig að það þarf mikla umhirðu, segir Annie Russell. „Hár hennar getur verið glæsilegt og prinsessan veit alltaf hvað hún vill og hefur ákveðinn smekk“. TAHNEE WELCH, (dóttir Rachel Welch) segir hárgreiðslumeistarinn að hafi einna allra besta hár, sem hún hafí farið höndum um; þykkt, fallegt og lifandi. Hárgreiðslumeistarinn segir frá að segja svolítið frá hvernig henni hefur gengið að eiga við hár ýmissa frægra persóna, en það er auðvitað stórmál fyrir þá sem sífellt eru í sviðsljósinu og Ijósmyndarar elta með mynda- vélina á lofti, að hafa hárgreiðslu sem hæfir þeirra persónuleika sem best. Um Eiizabeth Taylor segir Annie m.a.: „Ég sá um hár hennar fyrir um það bil 12 árum, en þá var Elizabeth gift Richard Burton. Hún var þá upp á sitt allra besta, fallegust allra kvenna, að sagt var. Hár hennar var þá slétt og sítt, en hana langaði í tilbreytingu, og ég klippti hana þá í svokallaða „ljónagreiðslu“, og tætti upp á henni hárið. Þrátt fyrir margvíslega sjúkdóma sem hafa hrjáð Elizabeth hefur hún alltaf gott hár og þegar hún hafði málað sig og ég lagað á henni hárið, mátti sjá langar leiðir að þarna var stórstjarna á ferð. Það var alltaf gaman að koma heim til þeirra Elizabeth og Richards Burton til að klippa og laga hár þeirra. Boðið var upp á veitingar og þau sýndu mér ný málverk, sem þau höfðu keypt, - eða þá nýja skartgripi, sem hann hafði gefið sinni fögru frú, og það var líf og fjör í kring um þau. Síðan skildu leiðir og ég hugsaði ekki um hár Elizabeth Taylor fyrr en hún kom til mín fyrir tveimur árum, og þá vildi hún fá breytta hárgreiðslu, því að nú hafði hún grennst svo mikið, að henni fannst að því ætti að fylgja ný greiðsla. Hár hennar var klippt í ntiklar styttur og gráu hárin látin halda sér, sérstaklega í ennistoppi og vöngum. Það klæddi leikkonuna geysilega vel, og nú var talað um hina „nýju Elizabeth" og hún hlyti að vera búin að fá sér „nýjan mann“! Það vissi ég auðvitað ekkert um, - en ég var hreykin af hinni „nýju Elizabeth“,“ segir Annie Russell hárgreiðslusnillingur. Það má láta það fylgja með, að þeir sem vildu fá hárgreiðslumeistarann Annie Russell til að Annie Russel heitir hárgreiðslukona, sem er mjög þekkt í sínu hcimalandi, Englandi, og hefur hún í gegnum árin farið höndum um hár frægustu leikara og ntargra tiginna manna og kvenna. Meðal fastra viðskipavina hennar hafa m.a. verið: Elizabeth Taylor, Samantha Fox, Isabella Rossellini, Princess Michael o.fl., o.fl. þckktar persónur. Annie hárgreiðslukona ségist yfirleitt ekki tala um viðskiptavini sína, en hún lét þó tilleiðast í viðtali við breskt kvennablað. ISABELLA ROSSELLMI vill helst einfalda hárgreið- slu, en hún getur verið mjög glæsileg og er fögur cins og Ingrid Bergman, móðir hennar var. SAMANTHA FOX hefur sjálf fundið hárgreiðslustíl við sitt hæfi, segir Annie Russel, og bætir því við, - að allir sjái að Samantha sé meira sexí með síðu Ijósu lokkana, en ef hún væri stuttklippt og drengjaleg! fara snillingshöndum um hár sitt gætu reynt að hafa samband við hárgreiðslustofuna hennar: 1 Kensington Church Walk, London W12. En hvort nokkur tími er laus hjá henni er aftur annað mál! Fimmtudagur 2. október 1986 llllllilllllllllllllllllllll ÚTLÖND lllllllllllllliil FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Talsmaður Sovétstjórnarinnar sagði hana vilja að Reykjavíkurfundurinn í naestu viku snerist aðallega um kjarnorkuafvopnunarmál. Stuttu áður hafði sovéska fréttastofan Tass harðlega gagnrýnt kjarnorkutilrauna- sprengingu Bandaríkjamanna í fyrradag og sagt hana sýna að bandarísk stjórnvöld ynnu enn að því að ná hernaðarleg- um yfirburðum og hefðu lítinn áhuga á viðræðum um afvopn- unarmál. MANILA - Corazon Aquino forseti Filippseyja fagnaði handtöku eins leiotoga skæru- liða. Vinstrisinnar gagnrýndu handtökuna hinsvegar mjög og sögðu hana tilraun af hálfu hersins til að koma í veg fyrir að samningar næðust milli skæruliða kommúnista og stjórnvalda. KHARTOUM - Flugvélum með matvæli til sveltandi fólks í Suður-Súdan var ekki leyft að fljúga frá Khartoum en hjálpar- starfsmenn neituðu að skýra ástæðurtafarinnar. Skæruliðar í suðurhluta larrsins sem berj- ast gegn stjórnarhernum hafa hótað að skjóta niður hverja þá flugvél sem kemur með mat- væli til svæðisins. JÓHANNESARBORG England - Sendiherra Banda- ríkjanna í Lundúnum sagði að kjarnorkuafvopnunarstefna Verkamannaflokksins breska hefði slæm áhrif á vestrænt samstarf og gæti haft þær afleiðingar að Bandaríkjastjórn færi alvarlega að huga að því að draga sig út úr samstarfi við Evrópulönd. SIDON , Líbanon-Fimmtán manneskjur særðust þegar múslimskir bardagamenn skutu á flóttamannabúðir Pal- estínumanna í Suður-Líban- JÓHANNESARBORG- Tugþúsundir svartra námu- verkamanna mættu ekki til vinnu til að minnast hinna 177 félaga sinna sem létust í versta gullnámuslysi Suður-Afríku í síðasta mánuði.— ISLAMABAD -Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Pak- istan sagði flugræningjana sem rændu flugvél Pan Am flugfélagsins í Karachi í síð- asta mánuði hafa ætlað að sþrenaja hana í loft upþ á miðri flugleið sinni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.