Tíminn - 02.10.1986, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. október 1986
Tíminn
Fundur Reagans og Gorbatsjovs:
Lundúnir lágu
fyrir Reykjavík
Moskva, Brússei-Keuter
Sovétstjórnin lagði til að fundur
þeirra Gorbatsjovs Sovétieiðtoga og
Reagans Bandaríkjaforseta, svo-
kallaður undirbúningsfundur, fyrir
leiðtogafundinn í Bandaríkjunum,
yrði haldinn annaðhvort í Lundún-
um eða Reykjavík. Paðvar talsmað-
ur sovéska utanríkisráðuneytisins
sem skýrði frá þessu á fundi með
fréttamönnum í Moskvu.
Talsmaðurinn Boris Pyadyshev
sagði Bandaríkjamenn „ekki hafa
viljað að fundurinn yrði í Lundún-
um“ og því hefði Reykjavík orðið
fyrir valinu sem nafli alheimsins
þann 11.-12. október næstkomandi.
Heimildarmenn innan belgísku
stjórnarinnar sögðu hinsvegar í gær
að Mikhail Gorbatsjov hefði lagt
fram tillögu um nokkra staði þar
sem hann vildi halda fund með
Ronald Reagan. Reykjavík hefði
síðan verið sá staður sem leiðtogarn-
ir tveir gátu best sætt sig við eftir að
Bandaríkjastjórn hafði krafist þessa
að fundurinn yrði hafður í einu
NATO ríkjanna.
ísland er sem kunnugt er aðili að
Atlantshafsbandalaginu ásamt
fimmtán öðrum þjóðum en hefur þá
sérstöðu að hafa engan her á sínum
vegum.
Símon Wiesenthal er nú meðlimur Frönsku heiðursfylkingarinnar. Gott hjá
honum.
Oröuveiting:
Frönsk stjórnvöld
heiðra Wiesenthal
Vínarborg-Keuter
Frönsk stjórnvöld sæmdu í vik-
unni hinn aldna nasistaveiðara
Símon Wiesenthal orðu Frönsku
heiðursfylkingarinnar. Athöfn þessi
fór fram í franska sendiráðinu í
Vínarborg.
Francois-Regis Bastide afhenti
Wiesenthal orðuna í nafni forsetans
Francois Mitterrand en Wiesenthal
hefur haft það að starfi síðustu
fjörutíu árin að elta uppi nasista-
glæpamenn.
Wiesenthal er nú 77 ára gamall og
stjórnar enn Skráningarmiðstöð
gyðinga sem hefur aðsetur í Vínar-
borg. Hann hjálpaði til við hina
frægu leit að Adolf Eichmann sem
ísraelska leyniþjónustan rændi frá
Buenos Aires árið 1961. Eichmann
var síðar tekinn af lífi. fyrir morð á
gyðingum.
„Ég tilheyri því fóiki sem þurfti að
þola mestu hörmungarnar í síðari
heimsstyrjöldinni," sagði Wiesenth-
al við athöfnina.
Wiesenthal var handtekinn í Pól-
landi árið 1941 en varð frjáls frá
Mauthausen útrýmingarbúðunum í
Austurríki fjórum árum síðar.
ÚTLÖND
UMSJÓN:
Heimir
BLAÐAMAÐUR
Þessir kappar ætla að ræða hvor við annan í Reykjavík í næstu viku. Margir vona að eitthvað af viti fari á milli þeirra.
Reykjavíkurfundurinn:
Hófleg bjartsýni
einkennirumræður
Reuter
Stjórnir Sovétríkjanna og Banda-
ríkjanna ræddu í gær um vonir að
árangur næðist í vopnasamningavið-
ræðum á Reykjavíkurfundinum í
næstu viku en margir stjórnmála-
menn í Vestur-Evrópu létu í ljós
efasemdir um að einhver árangur
næðist í viðræðum þeirra Reagans
Bandaríkjaforseta og Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga.
Kremlvcrjar vilja að kjarnorkuaf-
vopnunarviðræður verði mál málanna
á Reykjavíkurfundinum. Hinsvegar
voru ráðamenn í Hvíta húsinu spar-
ari á orð í sambandi við fundinn.
vonuðust þó til að viðræðurnar
leiddu til samkomulags í afvopnun-
armálum þótt síðar yrði.
Boris Pyadyshev talsmaður
sovcska utanríkisráðuneytisins sagði
á fréttamannafundi í Moskvu að
lciðtogarnir tveir yrðu „að vinna að
málum er vörðuðu kjarnorkuaf-
vopnunarmál". Pyadyshev gaf í skyn
að útkoma fundarins í Reykjavík
hefði mikla þýðingu fyrir viðræður
leiðtoganna í framtíðinni.
Donald Regan aðstoðarmaður
Bandaríkjaforseta sagði hinsvegar í
sjónvarpsviðtali að Reykjavíkur-
fundurinn gæti orðið árangursríkur
ef mennirnir tvær næðu „betri skiln-
ingi sín á milli“. Ekki nefndi Rcgan
sérstaklega um hvaða hliðar af-
vopnunarmála yrði rætt í Reykjavík
en sérfræðingar eru þó flestir á einu
máli um að fækkun meðaldrægra
eldflauga í Evrópu sé nú nær eina
sviðið þar sem búast má við einhverj-
um árangri.
Stjórnmálamenn og stjórnmála-
sérfræðingar í Evrópu fögnuðu flest-
irverðandi Reykjavíkurfundi cn létu
þó í Ijós efasemdir um að árangur
yrði af viðræðum Reagans og Gor-
batsjovs þá tvo daga sem þær standa
yfir. Hans Van Den Broek utanríkis-
ráðherra Hollands sagðist t.d. ekki
búast við neinu samkomulagi um
afvopnunarmál í Reykjavík ogShirl-
ey Williams, ein leiðtoga Sósíaldem-
ókrataflokksins í Bretlandi, sagðist
hafa áhyggjur af því að Bandaríkja-
stjórn" ... væri ekki viss um hvaða
skref næst ætti að taka í þessum
málum".
Iþróttir og stjórnmál:
Svíar vilja engin
tengsl við S-Afríku
Dvfiinni'Reuter keDDtu í löndum beirra. Einnit?
Dyflinni-Reuter
Sænski íþróttamálaráðherrann
hvatti í gær vestur-evrópska starfs-
bræður sína til að skera á íþrótta-
tengsl við Suður-Afríku og taka
ákveðna afstöðu gegn aðskilnaðar-
stefnu stjórnarinnar þar.
Ulf Lonnqvist íþróttamálaráð-
herra Svíþjóðar sagði á fundi
íþróttamálaráðherra V-Evrópuríkja
í Dyflinni á írlandi að „þátttaka í
íþróttum aðskilnaðarsinna horfir
framhjá og styrkir aðskilnaðarstefn-
una og er því hlutur sem allar
ríkisstjórnir verða að hugleiða."
Hann hvatti ríkisstjórnir Vestur-
Evrópu til að koma í veg fyrir að
íþróttamenn frá Suður-Afríku
kepptu í löndum þeirra. Einnig
hvatti hann þær til þess að styrkja
ekki fjárhagslega þá íþróttamenn er
kepptu í Suður-Afríku.
„Við stöndum á krossgötum þar
sem örlög kúgaðs fólks verða ákveð-
in. Straumar í breytingarátt eru nú
meiri en nokkru sinni fyrr í Suður-
Afríku," sagði Lonnqvist sem nýtur
stuðnings annarra Norðurlanda-
þjóða í tillögugerð sinni varðandi
þetta mál.
Hinsvegar er ólíklegt að tillaga
hans vcrði samþykkt þegar gengið
verður til atkvæða í dag. Astæðan er
andstaða íþióttamálaráðherra
Bretlands, Frakklands og Vestur-
Pýskalands.
Kína:
Dauðakossinn
Peking-Keuter
Kínverskur brúðgumi drap
nýgifta konu sína á brúðkaups-
daginn með því að kyssa hana
ástríðufullum og löngum kossi á
hálsinn. Kvöldfréttablaðið Lanz-
hou sagði gesti í brúðkaupi í borg
nyrst í Kína liafa heyrt öskur frá
hcrbergi þeirra, ruðst inn og
fundið brúðina og brúðgumann
meðvitundarlaus í sófa. Þau voru
flutt á spítala, en brúðurin lést
skömmusíðar. Brúðguminn, sem
ekki var nefndur nafni, sagði
seinna að hann hefði verið að
kyssa konu sína á hálsinn.
Læknirinn staðfesti ástríðuna
þannig að kraftur og lengd koss-
ins hefði orsakaði of hraðan
hjartslátt sem varð bani brúðar-
innar.
D.H.T.
Sovétríkin:
r
Ihaldssamir skriffinnar
standa gegn breytingum
Moskva-Reuter
Eigingjarnir skriffinnar standa gegn
tilraunum Mikhail Gorbatsjovs
Sovétleiðtoga til að gera sovéskt
þjóðfélag heiðarlegra og afkasta-
meira. Þetta var niðurstaðan sem
fékkst á fundi miðnefndar kommún-
istaflokksins nú nýlega.
Það var blaðið Pravda sem birti
fréttir frá fundi miðnefndarinnar og
mátti þar m.a. lesa að ákvörðunum
þeim sem þing flokksins tók í febrúar
síðastliðnum hefði ekki verið komið
„nógu kröftuglega" í framkvæmd.
Leiðin að „perestroika" (efna-
hagslegri og siðferðislegri endur-
sköpun) hefur mætt „þjóðfélags-
lcgri, sálfræðilegri og skipulagðri
mótspyrnu frá þeim sem af eigingirni
sinni reyna að halda í úreltar reglur
og sína eigin hagsmuni," sagði í
fundargerð miðnefndarinnar.
Áður en meðlimir miðnefndarinn-
ar komust að þessari niðurstöðu
hlustuðu þeir á upplestur skýrslu
sem samin var af félaga Gorbatsjov.
Þar gagnrýndi Sovétleiðtoginn mjög
íhaldssama embættismenn f ráðu-
neytum Moskvuborgar.