Tíminn - 02.10.1986, Side 6

Tíminn - 02.10.1986, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 2. október 1986 íhúfi Það er heiður fyrir ísland að leiðtogarnir skuli velja það fyrir fundarstað, sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, þegar hann tilkynnti að Reagan Bandaríkjaforseti og Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna hefðu óskað eftir að fá að halda fund í Reykjavík um aðra helgi. Einstætt er að einni fámennustu þjóð heims býðst tækifæri til að auðsýna leiðtogum tveggja voldugustu þjóða veraldar gistivináttu sína og hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa undir því trausti sem leiðtogarnir sýna með valinu á fundarstað. ísland er vel í sveit sett til að halda fundi sem þennan, mitt á milli Washington og Moskvu. En fleira kemur til, landfræðileg einangrun tryggir að auðvelt er að fylgjast með ferðum til og frá landinu og stöðva allar grunsantlegar mannaferðir. Hryðjuverk eru óþekkt á íslandi og tiltölulega auðvelt er að viðhafa alla nauðsynlega öryggisgæslu. Höfuðviðræðuefni leiðtoganna munu verða afvopnunarmál og gagnkvæmt eftirlit með vígbúnaði. Vígbúnaðarkapphiaup- ið hvílir eins og mara á þjóðum heims og þrátt fyrir langvarandi og ítrekaðar viðræður um þau efni hefur því miður ekki tekist að draga úr því sem neinu nemur. Undanfarið hafa þó teikn verið á lofti um að einhver vilji sé fyrir hendi að draga úr hinum hrikalega vígbúnaði og koma á gagnkvæmu eftirliti með hernaðarumsvifum. Málsmetandi menn úti í hinum stóra heimi hafa lýst yfir að lítils árangurs sé að vænta af fundinum í Reykjavík. Þetta verður undirbúningsfundur annars fundar leiðtoganna sem sennilega verður haldinn síðar á þessu ári. En það af hvílíkri skyndingu er boðað til fundarins í Reykjavík glæðir vonir um að leiðtogarnir eigi brýn erindi hvor við annan og gæti því allt eins farið að Reyicjavíkur- fundurinn verði sögulegri en menn órar nú fyrir. En það er von allra friðelskandi manna, að leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna beri gæfu til að leggja grundvöll að bættri sambúð ríkjanna, eyða tortryggni sín á milli og umfram allt að ná samkomulagi um verulegan samdrátt vígbúnaðar og helst eyðingu gereyðingarvopna. Sú leið verður ekki stigin í einu skrefi, en sé gagnkvæmur vilji fyrir hendi og tortryggnin yfirunnin getur leiðtogafundur- inn markað djúp spor, sem eftir verður munað. Þegar til kastana kemur mun athygli heimsins fyrst og fremst beinast að leiðtogunum tveimur og þeim árangri sem þeir kunna að ná á fundi sínum. í annan stað mun hún beinast að þeim vettvangi sem þeir hafa valið sér til viðræðna. ísland verður óhjákvæmilega í sviðsljósinu þá daga sem leiðtogar risaveldanna dvelja hér. Einstætt tækifæri býðst til að kynna land og þjóð. Þó skyldu menn varast að gera það með billegu auglýsingaskrumi eða nota leiðtogafundinn óhóflega sér til framdráttar. Besta auglýsingin sem ísland getur fengið er að færa heim sanninn um að hér búi siðuð þjóð sem veldur því hlutverki með sóma sem henni hefur óvænt borist og með stuttum fyrirvara. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, hefur sagt að hann muni ekki nota þetta tækifæri til að færa ágreiningsefni á tal við leiðtogana. Fundurinn sé miklu mikilvægari en svo að það sé við hæfi að dreifa huga þeirra sem að honum standa í mál sem eðlilegt sé að leyst verði á öðrum vettvangi. Sjálfsagt er að allir aðrir fari að dæmi forsætisráðherra. ÖIl upphlaup og kröfugerð hljóta að sitja á hakanum þegar svo mikið er í húfi sem hér verður raunin á. íslendingar hljóta sem gestgjafar að leggja allan metnað sinn í að sýna umheiminum að þeir séu þess trausts verðir, sem þeim hefur verið sýnt. Illlllllllll GARRI lliilÍllllll iilllllllliiiilllllllllllilllllllllllllllillllllllliilllllillllliiilllillillillll lllllllliiilliflliIIIUIlllllillllliiiii Guðmundur þáði rósir fyrir ómakið úr hendi formanns síns. Ásmundur hefur lítið sofið undanfarið. Svavar varar við gyllihoðum. „Velkominn elsku félagi Guðmundur!“ Eitthvað í þcssa vcru ávarpaði Jón Baldvin, nýja félaga sinn Guðmund Einarsson, fyrrum þingmann B.J. ■ sjónvarpinu í fyrrakvöld og siðan bætti hann við. Hér eru nokkrar rauðar rósir sem ég fann og bið þig um að koma þeim í vatn hið bráðasta til að þ*r fölni ekki eins fljótt. Rósirnar táknuðu i senn ást og það að nú vaeru skoðanir Guðmundar og co., dauðar og jarðaðar að fullu. Rósavöndur Guðmundar, sem hann færði formanni sínum voru ekki eins margar, bara einar tvær að mig minnir. Enda lét flokkurinn sálugi ekki eftir neinar Ijárhæðir til crfingjanna. Guðmundur benti hins vegar á að fjöldi rósanna skipti ekki máli heldur liturinn. Þeir félagar sem nú kæmu til liðs við kratana hefðu valið hvíta litinn, lit hreinleikans og formaðurinn mætti trúa því að þeim dytti ckki í hug að æsa til ófriðar og þeir væru alveg ákveðnir í að hætta við allar sínar fyrri skoðanir - enda fyrir löngu liúnir að sjá að þær liefðu vcrið barnalegar og hefðu alls ekki átt nokkurn rétt á sér. Síðan hurfu félagarnir og settu rósirnar í vatn. Hvoru megin við miðju? Jón Baldvin hefurlöngum haldið því fram að Alþýðuflokkurinn urid- ir hans stjórn væri vinstra megin við miðju. Óneitanlega minnir þó stefna formannsins frekar á klukkukólf sem slæst frá hægri til vinstri. Hann skrifar til vinstri en talar til hægrí. Gott er að hafa tungur tvær o.s.frv. Það vekur t.a.m. eftirtekt að fyrrum liðsmenn B.J. sem ein- hverjar skoðanir höfðu á málefn- um voru ívið meira til hægrí en vinstri. Þannig litu t.d. vinir okkar á Norðurlöndum á málin þegar þcir skipuðu Stefáni Benediktssyni á bekk með sjálfstæðismönnum s.l. vetur og lét hann sér það vel líka. Nú hins vcgar telur formaðurinn að nægilega liafí veiðst á hægri vængnum og biðlar í ákafa til vinstri. I’annig hefur Ásmundur Stefáns- son ekki fengið að sofa hcilan svefn í langan tíma og til að kaupa sér stundarfrið lofar hann að stíga í pontu og ávarpa kratana í Hvera- gerði um helgina. Hvort Ásmund- ur er hins vegar búinn að fá cins mikla leið á Þjóðviljaliðinu eins og Jón Baldvin vill vera láta á eftir að koma ■ Ijós, en ætla mætti að Ásmundi sé nú ekki alveg sama um alla þá sem þar vinna. Minna má á að kona Ásmundar er fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans. Vamaðarorð Svavars Þessi læti í Jóni Baldvin hafa orðið til þess að formaður Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson, hefur sent út sérstakan boðskap frá sér á prenti til þeirra fáu stuðn- ingsmanna Alþýðubandalagsins sem við þann flokk kannast. Varar hann við spillingaröflum og biður flokksmenn sína að vera vakandi fyrir hvers konar villutrúarmönn- um og loka skilningarvitunum þeg- ar þeir berja að dyruni. Engum er betur Ijós hin slæma staða Alþýðu- bandalagsins en Svavari enda full ástæða fyrir hann að óttast mátt rósabúntanna sem stendur þeiin til boða er yfirgefa Alþýðubandalag- ið. VÍTTOG BREITT lllllllllllll IIIIIIIUII Samvinnuverslun Reykvíkinga I gær glöddust félagshyggju- menn í Reykjavík, á sama tíma og búast má við að ýmsir úr hópi frjálshyggjumanna og einka- rekstrarsinna hafi síöur fundið til- efni til fagnaðar. Ástæða þessa var sú að þá tók KRON formlega við rckstri einnar af stærstu matvöru- verslunum Reykjavíkur, sem til þessa hefur verið rekin undir nafn- inu Víðir. cn mun eftirleiðis lieita Kaupstaður. Skoðanamunur fólks um það hvort verslun sé betur komin í höndum einkareksturs eða félags- reksturs er ekkert til að fara í felur með, og síður en svo nokkuð til að láta valda sárindum. Hvortveggja rekstrarformið hefur sína kosti, og það er ekkert annað en eðlilegt að fólk hallist til annarrar hvorrar áttarinnar i skoðunum sínum. Slíkt er hverjum manni frjálst og styðst raunar við hornsteina þess lýðræðis sem við byggjum íslenska þjóðfé- lagið á. En hitt er annað mál að það er hvorugu rekstrarforminu til góðs að verða of yfirgnæfandi. Einn lielsti ókostur einkaverslunar er sá að fyrirtæki úr þeim herbúðum hafa á liðnum árum sýnt verulega tilhneigingu til að hnappa sér sam- an á þéttbýlisstöðunum þar sem mannfjöldinn og hagnaðarvonin eru mest. Einn helsti kostur samvinnu- verslunar er sá að fyrirtæki hennar, kaupfélögin, setja þjónustuhlut- verk sitt ofar gróðavoninni. Þess vegna eru þau kyrr á heimaslóöum sínum og hlaupa ekki burt. Þetta á raunar einnig við um kaupfélög í ■þéttbýli. Til dæmis verður trúlega bið á því að KRON setji upp útibú á Akureyri eða á Egilsstöðum til að elta verslunargróða í þeim landshlutum. KRON er eign íbúa Reykjavíkur og nágrennis og þjón- ar þeim einum. Þetta einkenni kaupfélaganna veldur því að á mörgum smærri stöðum víðs vegar um landiö hefur það komið í hlut þeirra að annast nánast alla smásöluverslunina. Skammsýnir menn deila stundum á þau fyrir að vera það sem þeir kalla einokunarfyrirtæki á þcssum stöðum. Þá gæta þeir hins vegar ekki að því að einkafyrirtækin leita ekki út á þessa staði, sem þeim er þó frjálst, af þeirri ástæðu að þeim finnst gróðavonin þar of lítil. Ef íbúar þessara staða rækju ekki kaupfélög er hætt við að verslunar- þjónustan á þeim mörgum yrði ekki annað en svipur hjá sjón frá því sem hún er núna. Félagshyggjumenn hafa lengi haft af því áhyggjur að hlutur félagsrekinnar vcrslunar í Reykja- vík væri of lítill. Ekki kannski endilega vegna þess að skortur sé á verslunarsamkeppni í borginni, heldur vegna þeirra afleiðinga sem aðhaldslaust ofurveldi kaupmanna getur haft í för mcð sér. Það getur leitt til þess að verslunargróði þeirra verði þar notaður til að hlaða undir frjálshyggjusinnuð stjórnmálaöfl í borginni og jafnvel til algjörseinræðis þeirra. Og menn úr slíkum hópum eru trúlega ekki þeir sem fólk treystir best til að trvggja trausta og áreiðanlega fé- lagslega þjónustu. Þar er um að ræða liluti eins og dagheimili, skóla, heilbrigðisþjónustu, strætis- vagna og annað það sem brennur á hinum almenna launþega í borg- inni. Þetta hangir þannig allt á sömu spýtunni, og þess vegna er það fagnaðarefni þeim, sem aðhyllast félagshyggju og óttast framgang frjálshyggjuaflanna, ef kaupfélagið í Reykjavík nær að auka enn hlutdeild sína í markaðnum þar. Enginn er að tala um að kaupfélag- ið eigi að útrýma kaupmönnum úr borginni. Margir þeirra eru ötulir dugnaðarmenn sem kappkosta að veita góða þjónustu. En kaup- félagsvcrslunin í Reykjavík má gjarnan aukast að því marki að einkaverslunin yfirgnæfi hana ekki lengur í þcim mæli sem hún hefur gert í langan tíma. ~esig Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjóri: NíelsÁrni Lund Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjóri: Guðmundur Hermannsson Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, taeknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.