Tíminn - 02.10.1986, Qupperneq 7

Tíminn - 02.10.1986, Qupperneq 7
Fimmtudagur 2. október 1986 Tíminn 7 VETTVANGUR llllllllllllllillllllllllll Helgi S. Guömundsson: Þörf er umræou Hvernig lítur ungt fólk til fram- tíðar á Islandi í dag? Trúlega er framtíðarsýnin misjöfn. Sá sem spyr hefur kannski ofur- lítið samviskubit. Þegar litið er til tveggja síðustu áratuga og reynt að gera sér ljóst hvaða heim við hin eldri höfum skapað, hvað kemur þá í ljós? - Höfum við búið vel að mennta- kerfinu? - Eru næg atvinnutækifæri fyrir það unga fólk, sem á næstu árum mun koma út í atvinnulífið? - Höfum við hlúð að fjölskyldunni og skapað henni nógu veglegan sess í ímynd fólks? - Er ungt fólk ánægt með það þjóðfélag, sem við höfum skapað? Eigum við að skoða þessi fjögur atriði. Það er svo komið að kennara- starf er ekki eftirsóknarvert vegna lélegra launa og horfir til vandræða með að manna stöður í skólum. Má því segja að menntakerfi og skipulag þess sé í algeru lamasessi. Á að láta við svo búið standa? Fjölskylda, fjölskyldu- líf. Hvaöernú það? Ég persónlega myndi nú sem minnst vilja ræða um þau mál vegna þess að því meir sem ég hugsa um þau, þeim mun meiri skömm hef ég á því hvernig komið er fyrir hinu hefðbundna fjöl- skyldulífi m Atvinnutækifæri tengjast menntun, þar kemur skipulagsleys- ið sem á undan er getið fram,því nánast öll menntun hefur gengið út á þjónustugreinarnar og þar er markaður að mettast. Aðalatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, stendur á barmi gjaldþrots og því samfara er flótti af landsbyggðinni. Byggingaiðnað- ur hefur nánast iegið niðri og ekki er hægt að benda á neinar nýjar framleiðslugreinar. Ákveðinn hóp- ur manna hefur barist ötullega fyrir því a fækka bændum og öll umræða um þá stétt gerð tortryggi- leg. Fjölskylda, fjölskyldulíf, hvað er nú það? Ég persónulega myndi nú helst sem minnst vilja ræða um þau mál vegna þess að því meir sem ég hugsa um þau, þeim mun meiri skömm hef ég á því hvernig komið er fyrir hinu hefðbundna fjölskyldulífi. Til er stór hópur fólks í dag, sem telur sig hafa unnið þar sigur, það er að segja að því hefur tekist að hræra svo rækilega upp í hlutverka- skiptingunni að fólk stendur í háv- aða rifrildi yfir hvort hjóna eigi að Afleiðingin af þessu er sú að stofnanir á veg- um þess opinbera eiga að sjá um uppeldi barna okkar og opin- berar skýrslur sýna að stór hluti hjónabanda fer út um þúfur VJ skipta um bleyju á barninu eða vinna störfin á heimilinu. Og þetta kalla sumir baráttu fyrir jafnrétti. Afleiðingin af þessu er sú að stofnanir á vegum þess opinbera eiga að sjá um uppeldi barna okkar og opinberar skýrslur sýna að stór hluti hjónabanda fer út um þúfur. Erum við stolt yfir þessu og er unga fólkið ánægt með þess þróun mála? f>að verður ekki sagt að við höfum skapað öryggi fyrir unga fólkið og bið ég hér með um umræðu um þessi mál. Það hentar ágætlega nú, því innan tíðar gefst fóíki kostur á að kjósa þá fulltrúa inn á Alþingi, sem það trúir best til að skapa manneskjulegt þjóðfélag. Helgi S. Guðmundsson. markaðsfulltrúi Stefán Guðmundsson, alþingismaður: Brjótast varð út úr þessum vítahring „Það er ekki oflofuð samtíð, en umbætt og glaðari framtíð sú veröld, er sjáandinn sér.“ Það hefur dregist of lengi að menn viðurkenndu breytta hætti í þjóðlífi okkar, því hefur m.a. vandi atvinnuveganna verið miklu erfiðari viðfangs en annars hefði orðið. Við eigum mikla ónýtta möguleika til aukinnar verðmæta- sköpunar í hefðbundum atvinnu- greinum þjóðarinnar, ef rétt er að unnið. Sókn til bættra lífskjara byggist á því að okkur takist að hefja verulega nýsköpun í atvinnulífinu m.a. með frekari nýtingu og full- vinnslu afurða ásamt öflugri mark- aðssókn. Brjáluð verðbólga hefur leikið landsmenn grátt og fáa verr en bændur. Nú þegar svo gæfulega hefur tekist til í viðureigninni við verðbólguna eins og raun ber vitni er vissulega ástæða til bjartsýni, enda er það svo að víða hafa menn hafist handa. Mikil umræða hefur farið fram um landbúnaðarmál nú um skeið. Þar hafa margir látið til sín taka og haft sitt hvað til málanna að leggja. Ég verð að viðurkenna að of mikið finnst mér hafa borið á því í þessum umræðum, að menn þætt- ust ekki sjá vandann, hvað þá að menn kannist við hann eða bendi á færari leiðir en nú eru farnar. Hér eru margar samverkandi ástæður sem þessu valda. Það er mikill misskilningur að vandinn hafi orðið til á Alþingi á vordögum 1985. í þessu sambandi er fróðlegt fyrir þá, sem vilja leita skynsamlegrar lausnar að skoða atvinnuskiptingu þjóðarinnar frá 1960-1984. Hér sést hvað hefur verið að gerast, og við hvað er að fást. Þeim fer sífellt fækkandi, sem að frumat- vinnugreinum þjóðarinnar starfa. íslendingar búa ekki einir við þessa þróun mála, hér er það sama að gerast og í nágrannalöndum okkar. Það er nauðsynlegt að glöggva sig á þeirri stöðu sem framleiðslan var í á þessum árum. Þetta var vandinn sem menn stóðu frammi fyrir. Vaxandi fram- leiðsla en minnkandi neysla. Neysluvenjur landsmanna hafa verið að breytast. Því er nauðsyn- legra nú en nokkru sinni fyrr að stórefla vöruþróun, markaðsleit og samkeppnishæfni landbúnaðaraf- urða. Það er ekki spurning að hér er hægt að framleiða hágæða vöru, og að því á að vinna, jafnframt því kindakjöts og mjólkur: að afkoma búanna verði sem t Kindakjöt Mjólk Framleiðsla Neysla Framleiðsla Neysla Árið 1960 10.331 7.830 97.672.000 88.000.000 Árið 1970 11.280 8.480 100.599.000 93.500.000 Árið 1975 14.715 10.348 111.525.000 102.300.000 Árið 1979 15.157 9.678 117.199.000 100.300.000 Árið 1980 13.541 9.990 107.018.000 105.400.000 Árið 1981 14.224 10.546 102.959.000 96.300.000 Árið 1982 13.770 10.338 104.572.000 101.800.000 Árið 1983 12.978 10.356 106.446.000 99.500.000 Árið 1984 12.239 9.385 108.462.000 99.400.000 Árið 1985 12.228 9.202 115.878.000 96.200.000 f búvörulögunum sem samþykkt voru í júní 1985 eru m.a. ákvæði Sókn til bættra lífskjara byggist á því að okkur takist að hefja verulega nýsköpun í atvinnulíf- inu m.a. með frekari nýtingu og fullvinnslu afurða ásamt öflugri markaðssókn. 1960 1970 1980 1984 Landbúnaður 16% 12.1% 7.4% 5.5% Fiskveiðar 8.2% 6.4% 5% 4.5% Fiskiðnaður 10.1% 8.1% 9.1% 8.9% Byggingast. og iðnaður26.2% 28.8% 26.4% 25.3% Þjónustustörf 39.5% 44.6% 52.1% 55.8% um framleiðslumagn og fullvirðis- rétt afurðanna. Samningur land- búnaðarráðherra og fulltrúa Stétt- arsambands bænda um fullvirðis- rétt afurða er árið 1985 12.500 tonn af kindakjöti og 107 milljón ltr. af mjólk, árið 1986 er þeta 11.800 tonn af kindakjöti og 106 milljón Itr. af mjólk. Búvörulögin hafa einnig að geyma ákvæði, um því sem næst staðgreiðslu mjólkur og kinda- kjöts. Staðgreiðsla afurðanna er mikið mál fyrir bændastéttina og því ber að fagna að það er í höfn. í lögunum er kveðið á um að verja skuli meira en einum millj- arði króna til endurskipulagningar og búháttabreytinga í sveitum landsins fram til ársins 1991. Margs- konar möguleikar eru í nýjum atvinnukostum sem henta vel með hefðbundnum landbúnaði. Það er nauðsynlegra nú en nokkru sinni fyrr að efla þessar greinar og skapa þeim sem best rekstrar- og starfsskilyrði. Þegar Ijóst var hvert stefndi í framleiðslumálum landbúnaðarins leituðu forsvarsmenn bænda eftir því við Alþingi að þeir fengju heimildir til stjórnunar á fram- leiðslunni. Það tók Alþingi 13 ár að átta sig á því hvert stefndi, því það var ekki fyrr en árið 1979 þegar Stein- grímur Hermannsson var landbún- aðarráðherra, sem breytingar voru gerðar á framleiðsluráðslögunum, sem heimiluðu ákveðna stjórnun framleiðslunnar. í júní 1985, tuttugu árum eftirað samtök bænda óskuðu eftir um- ræddum breytingum eru nýju bú- vörulögin samþykkt á Alþingi sem gera þessa stjórnun enn virkari en áður. Það er mikil blekking að kenna hinum nýju búvörulögum um þá erfiðleika, sem sótt hafa að land- búnaðinum, sá vandi varð til löngu áður en lögin voru samþykkt í júní 1985. Aðgerðarleysi í þessum mál- urn og hjáseta á vordögum 1985 var versti kosturinn sem bænda- stéttin gat fengið. Deilt hefur verið á þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins vegna setningar umræddra laga. Það kom í hlut Framsóknar- flokksins að hafa forystu um lausn þessa vanda. Brjótast varð úr þeim vítahring, þannig að landbúnaður- inn gæti hafið sókn eftir nýjum leiðum. Bændur vita, að Framsóknar- flokkurinn hefur ætíð dugað þeim best, bæði í sókn og vörn. Ég hefi þá trú að innan ekki langs tíma muni það sannast að svo hafi það einnig verið í þessu máli.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.